Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 13
Annáll 13Áramótablað 28. desember 2012
sendi til Glitnis þennan dag og DV
birti. Umboðin voru hins vegar veitt
vegna viðskipta sem sögð voru hafa
átt sér stað þann 8. febrúar, þremur
dögum áður. Dagsetningin á um-
boðunum var sömuleiðis 8. febrú-
ar 2008. Faxið sannaði því falsanir í
skjalagerð í Vafningsmálinu.
15. febrúar
Gengislánadóm
ur í Hæstarétti
n Hæstiréttur felldi dóm í máli
hjóna gegn Frjálsa fjárfestingar-
bankanum. Niðurstaðan var sú að
bankanum hafi ekki verið heimilt
að krefjast hærri vaxtagreiðslna aft-
ur í tímann miðað við vaxtaviðmið
Seðlabankans af lánum sem bund-
in voru við gengi erlendra mynta.
Dómurinn hafði það í för með sér
að bankar þurftu að endurreikna öll
gengistryggð lán, skuldurum í hag,
sem þýddi gríðarlegan kostnað fyr-
ir bankana.
17. febrúar
Baldur
dæmdur
n Hæstiréttur stað-
festi tveggja ára fang-
elsisdóm yfir Baldri Guðlaugssyni,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu, vegna inn-
herjasvika og brota í opinberu
starfi. Héraðsdómur Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu að Bald-
ur hefði búið yfir innherjaupplýs-
ingum þegar hann seldi hlutabréf
sín í Landsbankanum í september-
mánuði árið 2008 og taldi Hæsti-
réttur þá niðurstöðu rétta. Bald-
ur er á öðru máli, hann lítur svo á
að hann hafi ekki notið réttmætr-
ar málsmeðferðar og hefur kært
dóminn til Mannréttindadómstóls
Evrópu. Skömmu síðar óskaði Bald-
ur eftir því að hefja afplánun.
23. febrúar
Erótísk bréf í
dagsljósið
n Nýtt Líf birti viðtal
við Guðrúnu Harðar-
dóttur þar sem fjallað
er um bréfasendingar
Jóns Baldvins Hannibals-
sonar til hennar. Í bréfunum voru
erótískar tilvísanir og jafnvel ber-
orðar kynlífslýsingar en Guðrún er
systurdóttir Bryndísar Schram, eigin-
konu Jóns. Fyrstu bréfin skrifaði Jón
Baldvin þegar Guðrún var aðeins
tíu ára en þau síðustu þegar hún
var 16 og 17 ára. Málið vakti gríðar-
lega athygli og umrætt tölublað Nýs
Lífs seldist upp á fyrsta degi.
Mars
1. mars
Forstjóri FME
kærður
n Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, lét af störfum og
var kærður til lögreglu af stjórn
þess. Var Gunnari gefið að sök að
hafa aflað upplýsinga um þing-
manninn Guðlaug Þór Þórðarson
með ólögmætum hætti. Þá sakaði
Gunnar Guðlaug um að hafa komið
gögnum um sig til Kastljóss. Ákæra
var gefin út á hendur Gunnari og
starfsmanni Landsbankans fyr-
ir brot á lögum um bankaleynd en
þeir hafa báðir neitað sök. Unnur
Gunnarsdóttir var skipuð í embætti
forstjóra Fjármálaeftirlitsins síðar
á árinu.
5. mars
„Ég hata lög
fræðinga“
n „Hvað gengur þér
til drengur?“ spurði
Skúli Eggert Sigurz,
starfsmaður lög-
mannsstofunnar
Lagastoðar, þegar
óþekktur árásarmað-
ur hafði ruðst inn á lögmanns-
stofuna og stungið hann með
hníf. „Ég hata lögfræðinga,“
svaraði árásarmaðurinn, Guð-
geir Guðmundsson, um hæl.
Knattspyrnu kappinn fyrrverandi
Guðni Bergsson varð fyrstur til þess
að koma Skúla til hjálpar og yfir-
buga árásarmanninn og var Guðni
einnig stunginn. Í júnímánuði var
Guðgeir dæmdur til 14 ára fangels-
is auk þess sem honum var gert að
greiða Skúla og Guðna miskabætur.
14. mars
Upplausn
í Fríkirkjunni
n Mikill styr hef-
ur staðið um séra
Hjört Magna Jó-
hannsson Frí-
kirkjuprest um
nokkra hríð. Í
marsmánuði náðu
deilurnar í Fríkirkjunni
ákveðnu hámarki þegar meirihluti
safnaðarráðs kirkjunnar sagði af
sér vegna „óásættanlegrar fram-
göngu Hjartar Magna Jóhannsson-
ar í mörgum málum“ eins og sagði í
yfirlýsingu safnaðarráðsmannanna.
Kornið sem fyllti mælinn var að
Hjörtur Magni skyldi vilja losna við
séra Bryndísi Valbjarnardóttur, sem
nýlega hafði verið ráðin til starfa
við kirkjuna og naut almennra vin-
sælda meðal sóknarbarna. DV birti
í kjölfarið viðtal við séra Ásu Björk
Ólafsdóttur sem starfaði við Frí-
kirkjuna um nokkurra ára skeið og
greindi hún þar frá slæmu einelti
Hjartar Magna.
13. mars
Ellefu glæpa
gengi Íslands
n Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrver-
andi forseti vélhjólaklúbbsins Hells
Angels, og Andrea Kristín Unnars-
dóttir, einnig þekkt sem Andrea
„slæma stelpa“, auk annarra voru
ákærð fyrir aðild sína að hrottalegri
líkamsárás í Hafnarfirði. Í kjölfar-
ið birti DV ítarlega úttekt á undir-
heimum Íslands og greindi frá því
að í það minnsta ellefu glæpagengi
stunduðu skipulagða glæpastarf-
semi hér á landi og væru undir sér-
stöku eftirliti lögreglunnar.
26. mars
Líkir gjaldi við
gyðingaofsóknir
n Bergur Kristinsson, formaður
Skipstjóra- og stýrimannafélags-
ins Verðanda í Vestmannaeyjum,
gagnrýndi fyrirhugaða hækkun
veiðigjalds harkalega og líkir henni
meðal annars við ofsóknir nasista á
hendur gyðingum í seinni heims-
styrjöld. Þá telur hann að innan tíð-
ar verði „landsbyggðin orðin hálf-
gert gettó innan Íslands“ ef fram
heldur sem horfir. Ummælin vöktu
hörð viðbrögð og þóttu óviðeigandi.
27. mars
Húsleit hjá
Samherja
n Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans
og fulltrúar sérstaks saksóknara
framkvæmdu viðamikla húsleit á
skrifstofum Samherja í Reykjavík
og á Akureyri. Tilefnið var meint
brot Samherja á lögum um gjald-
eyrismál. Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, taldi húsleitina
hafa verið tilefnislausa og segir
hana byggjast á röngum upplýsing-
um. Ekki hefur enn fengist niður-
staða í málið.
Apríl
3. apríl
Hætta viðskipt
um við Ísland
n Þýskt dótturfélag Samherja,
Deutsche Fischfang Union (DFFU),
ákvað að hætta öllum viðskiptum
við íslenska lögaðila. Ákvörðun
um það var tekin vegna rannsókn-
ar Seðlabanka Íslands á meintum
skattsvikum dótturfélagsins. „Ekki
er hægt að koma auga á ástæðu
þess að fyrirtæki hætti löglegri
starfsemi vegna húsleitar í þágu
rannsóknar á meintum lögbrotum,“
sagði Seðlabankinn um málið.
12. apríl
Árásardómur
rifjaður upp
n Kosningabaráttan fyrir forseta-
kosningarnar tók óvænta stefnu
þegar líkamsárásardómur gegn
Svavari Halldórssyni, fréttamanni og
eiginmanni Þóru Arnórsdóttur for-
setaframbjóðanda, fór að ganga
manna á milli í dreifibréfi. „Fyrir
tæpum tuttugu árum urðu mér á
mistök sem ég sé enn eftir,“ sagði
hann um bréfið. Í bréfinu var sagt
berum orðum að maðurinn sem
varð fyrir árásinni hafi orðið alvar-
lega veikur í kjölfar hennar, af
ólæknanlegum sjúkdómi. Sam-
kvæmt áliti læknis sem DV leitaði
til getur það þó ekki
staðist.
16. apríl
Eins og
kjötgripa
sýning
n „Þetta er bara kjötgripasýn-
ing,“ sagði hin 22 ára Andrea Rún
Carlsdóttir um keppni í módelfit-
ness þegar hún steig fram til að
vekja athygli á neikvæðum hliðum
sportsins. Hún tók sjálf þátt í slíkri
keppni fyrir þremur árum og sagði
reynsluna ekki hafa verið góða að
öllu leyti. Andrea steig fram þar
sem henni þótti ekki nógu mik-
ið talað um óheilbrigða fylgifiska
slíkra keppna og vildi vekja athygli
á neikvæðum hliðum þeirra. Hún
sagðist ekki vera á móti keppn-
unum sem slíkum en að hún setti
spurningarmerki við tilgang þeirra.
18. apríl
Ein úti í frosti
í heila nótt
n Þórhildur Berglind, fötluð kona í
Hafnarfirði, gat ekki fengið þá þjón-
ustu sem hún raunverulega þurfti
á að halda þar sem bærinn taldi
hana ekki vera í brýnustu þörfinni
fyrir að fá leigða þjónustuíbúð. Ekki
var nóg að bæði fjölskylda henn-
ar og fagaðilar sem höfðu umgeng-
ist hana teldu algjörlega útilokað
að hún gæti búið ein og séð um sig
sjálf. Nágranni Þórhildar lýsti að-
stæðum í bréfi sem hún sendi til
yfirvalda og tók dæmi um að eitt
kvöld hafi hún litið út um gluggann
og séð Þórhildi fyrir utan. Klukk-
an var þá um korter yfir tólf á mið-
nætti. Klukkan hálf átta morgun-
inn eftir fór nágranninn út og sá
að Þórhildur var þar enn. Hafði
Þórhildur þá verið úti í frosti í sjö
klukkustundir af því að hún hafði
gleymt lyklunum sínum og þorði
ekki að banka hjá nágrannanum.
23. apríl
Geir úr
skurð
aður
sekur
n Geir Hilmar
Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, var sakfelld-
ur fyrir einn ákærulið í ákæru sak-
sóknara Alþingis fyrir landsdómi.
Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni í
málinu en meirihluti dómenda taldi
Geir hafa vanrækt stjórnarskrár-
bundna skyldu sína til að funda með
ríkisstjórninni. Í yfirlýsingu Geirs
stuttu eftir dóminn var hann mjög
reiður og kvað dóminn bera með
sér merki þess að niðurstaðan væri
pólitísk. Í úttekt DV á dómnum og
dómurum kom fram að hann hefði
það í hendi sér að hafa áhrif á skip-
an dómara í landsdóm þegar hann
var ráðherra í ríkisstjórn Íslands á
árunum 1998 til 2009. Þá hefði Geir
getað gert athugasemd og unnið að
breytingum á tilhögun landsdóms
eða þeim lagaramma sem ráðherra-
ábyrgð byggir á.
26. apríl
Sérstök
kvennastæði
n Sérstök kvennastæði voru merkt í
bílastæðahúsi Hörpu. Stæðin vöktu
mikla athygli og voru gagnrýnd
víða. Stæðin voru merkt bæði fyrir
konur og fatlaða. „Við látum bara
breyta þessu, breyta merkingun-
um,“ sagði Höskuldur Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri rekstrarfélags
Hörpu, um bílastæðin. „Við mun-
um ekki blanda saman stæðum
fyrir konur og fatlaða.“ Ákvörðun
var tekin um að mála stæðin upp á
nýtt eftir að umræðan kom upp.
Maí
5. maí
Græða á vildar
punktum
n Opinberir starfsmenn fá sjálf-
ir vildarpunkta sem flugfélög veita
vegna ferða til útlanda vegna starfa
þeirra. Vildarpunktar flugfélag-
anna eru ósiðlegir, þeir skekkja
samkeppni og auka á launamun
kynjanna, að mati Péturs H. Blöndal,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Flugvildarpunktar voru til umræðu
í þinginu eftir að Oddný G. Harðar-
dóttir, þáverandi fjármálaráð-
herra, svaraði fyrirspurn um málið.
Í svarinu sagði að engar upplýs-
ingar lægju fyrir um heildarsöfnun
vildarpunkta og að óljóst væri hvort
punktarnir gætu talist skattskyldir.
5. maí
Bauhaus
slær
í gegn
n Tæplega tvö
prósent þjóðar-
innar mættu á opn-
un byggingavöruverslunarinnar
Bauhaus hér á landi. Verslunarhús-
næði Bauhaus hafði staðið autt síð-
an fyrir hrun og þótti mörgum það
vera táknmynd góðærisins. Opnun
verslunarinnar hafði strax áhrif á
samkeppnina á byggingavörumark-
aði hér á landi. Í auglýsingaherferð-
um hinna íslensku verslana var
meðal annars rifjuð upp saga fyrir-
tækjanna sem fylgt hafa Íslending-
um í áratugi.
n Þetta stóð upp úr árið 2012 n Glæpir og skandalar ársins n Síbrotamenn í fangelsi og strokufangi af LitlaHrauni
Brjóstapúðar og glæpir
Áberandi Félagarnir og
síbrotamennirnir Annþór
Kristján Karlsson og Börkur
Birgisson voru áberandi á árinu
en þeir voru í lok árs dæmdir í
sjö og sex ára fangelsi.