Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 15
ríkinu. Björk voru dæmdar nokkuð
hærri bætur eða um 5,5 milljónir
króna. Málin höfðuðu þær eftir að
bæði héraðsdómur og Hæstiréttur
höfðu dæmt þær sekar í meiðyrða
málum. Hjá Björk var um að ræða
svokallað Vikumál en stefnandi
þess var þáverandi eigandi Gold
finger í Kópavogi. Skrif Bjarkar birt
ust í Vikunni á sínum tíma. Í tilfelli
Erlu var stefnandi í málinu eig
andi nektarstaðarins Strawberries í
Lækjargötu. Skrif Erlu birtust í DV á
sínum tíma. Dómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu að með dómun
um í málunum gegn þeim hafi ís
lenska ríkið brotið gegn 10. grein
Mannréttindasáttmála Evrópu þar
sem fjallað er um tjáningarfrelsi.
20. júlí
Fjölskyldustríð
í Krossinum
n Fjölskyldustríð
geisaði í Krossin
um í júlí þegar
Sigurbjörg dótt
ir Gunnars sner
ist gegn föður
sínum og gekk
til liðs við móð
ur sína um yfir
ráð í trúfélaginu.
Á yfirborðinu fer
safnaðarstarf Krossins vel fram.
Samkomur eru haldnar þrisvar í
viku þar sem meðlimum er blásinn
í brjóst boðskapur fagnaðarerind
isins. Það sauð upp úr á safnaðar
fundi þegar Gunnar Þorsteinsson,
áður kenndur við Krossinn, bauð
sig fram til stjórnarsetu. Dóttir hans
steig í pontu á fundinum og mælti
gegn föður sínum og hvatti fundar
menn til þess að kjósa sig ekki.
Tvær valdablokkir börðust um völd
innan safnaðarins áður en kosið var
til stjórnar; Gunnar Þorsteinsson
og Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi
eiginkona Gunnars.
Ágúst
1. ágúst
Brynjar sýknað-
ur í Taílandi
n Brynjar Mettin-
isson var sýknað
ur fyrir taílensk
um dómstól
eftir að hafa setið
í fangelsi þar í
landi síðan í júní
2011 grunaður
um vörslu fíkni
efna. Þrátt fyrir
að Brynjar hafi verið sýknaður þá
losnaði hann ekki strax úr fang
elsinu og var ekki laus fyrr en í
október.
8. ágúst
Keating kostaði
níu milljónir
n Söngvarinn Ronan Keating spil
aði á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj
um. Kostnaðurinn við að fá írska
tónlistarmanninn til að skemmta
var um það bil níu milljónir. Upp
hæðin jafngildir 470 miðum á há
tíðina. Ákvörðunin var umdeild
enda er þjóðhátíðin eins konar
fjáröflunarviðburður fyrir íþrótta
félag ÍBV og Páll Scheving Ingvars
son, formaður Þjóðhátíðarnefnd
ar og Tryggvi Már Sæmundsson,
framkvæmdastjóri ÍBV tilkynntu
eftir brekkusönginn á Þjóðhátíð
að þeir hygðust ekki gefa kost á
sér til áframhaldandi setu í þjóð
hátíðarnefnd. „Við finnum fyrir
því að fólki finnst við hafa stefnt
of hátt og stækkað hátíðina um
of,“ sagði Páll Scheving. „Viðburð
urinn er farinn að reyna á sam
félagið, til dæmis vegna mikillar
umferðar og hávaða. Ég held að
fólki hafi þótt þetta vera orðið of
„commercial“ og ekki nógu mikill
menningar og fjölskylduviðburð
ur,“ sagði Páll.
16. ágúst
Upp komst um
falsdoktor
n Það barst
forsvarsmönn
um Hugvísinda
deildar Háskóla
Íslands til eyrna
um mitt sumar
að einn stunda
kennaranna við guð
fræðideild skólans væri ekki með
doktorsgráðu líkt og hann hélt
fram. Maðurinn heitir Kristinn Óla-
son og er fyrrverandi rektor í Skál
holtsskóla og gekkst strax við því að
hafa logið til um gráðuna. Kristinn
hafði frá árinu 2003 haldið því fram
að hann hefði doktorsgráðu og út á
hana réð hann sig til starfa hjá Há
skólanum og þáði meðal annars
nokkurra milljóna króna styrki frá
Rannís. Ljóst er að Kristinn náði að
blekkja Háskóla Íslands, Lands
bókasafn Íslands, Rannís, Nýsköp
unarsjóð námsmanna og Þjóðkirkj
una með falskri gráðu sinni í tæpan
áratug. Engin þessara stofnana bað
Kristin um að framvísa prófskírteini
sínu heldur tók orð hans trúanleg.
20. ágúst
Smálán fjár-
magna neysluna
n „Það sem mér fannst sláandi var
hversu margir foreldrar voru sam
mála um að þessir krakkar væru að
nota þessi smálán til þess að fjár
magna neysluna, eins og okkar,“
sagði móðir 19 ára gamals fíkils.
Í viðtali við DV tók Hjalti Björns-
son áfengisráðgjafi í sama streng
og sagði að fjölmargir ungir fíklar
fjármögnuðu fíkniefnaneyslu sína
með smálánum. Foreldrar drengs
ins furðuðu sig á því að hann teld
ist lánshæfur þar sem hann hefði
engar tekjur. „Ef maður kæmi vím
aður til bankastjórans og bæði um
100 þúsund króna lán þá myndi
enginn heilvita bankastjóri lána
manni í þannig ástandi. Þetta er
svo siðlaust, það er ekkert verið að
skoða í hvaða ástandi fólk er. Ekkert
verið að ganga úr skugga um að fólk
sé í lagi,“ sagði Hjalti. Í kjölfar um
fjöllunar DV voru lánareglur smá
lánafyrirtækjanna hertar.
September
9. september
Myrtur í Banda-
ríkjunum
n Kristján Hin-
rik Þórsson, 18
ára Íslending
ur, var skotinn
til bana í Tulsa í
Oklahoma í Banda
ríkjum þar sem hann bjó ásamt
móður sinni. Hinrik var farþegi í bíl
37 ára Bandaríkjamanns að nafni
John White og átti árásin sér stað á
bílastæði fyrir utan QuikTripversl
un í suðurhluta Tulsa. Morðingja
Kristjáns var leitað og var 19 ára
Bandaríkjamaður, Jermaine Jackson,
handtekinn grunaður um morðið.
Kristján hafði búið á Íslandi um
tíma og gengið í Hagaskóla þar sem
vinir hans héldu minningarvöku
um hann.
10. september
Þjófamæðgur
handteknar
n Mæðgurnar Emma Trinh Thi Ngu-
yen og Jenný Ngoc Anh Mánadótt-
ir voru ákærðar fyrir stórfelldan
þjófnað á fötum, skóm og snyrti
vörum. Talið er að þær hafi stolið
varningi fyrir að minnsta kosti
14 milljónir króna. Mæðgurn
ar stunduðu skipulagðan þjófn
að í verslunarmiðstöðvunum
Kringlunni og Smáralind í um það
bil tvö ár, þó er talið líklegt að hann
hafi staðið lengur yfir. Við þjófn
aðinn notuðu þær sérútbúna poka
sem fóðraðir voru að innan með
álpappír til þess að verjast þjófa
vörnum.
10. september
Veðurhamfarir
á Norðurlandi
n Neyðarástandi var lýst yfir á
Norðurlandi þegar stormur reið yfir
með þeim afleiðingum að fé fennti
í kaf og rafmagnslaust varð á stór
um hluta Norðurlands. Björgunar
sveitir unnu þrekvirki við að bjarga
kindum sem flestar fundust á lífi.
„Fólk hefur einfaldlega aldrei upp
lifað svona veður á þessum tíma,
svona vetrarveðurhamfarir í byrjun
september, þetta er eitthvað sem
er óþekkt af þessari stærðargráðu,“
var haft eftir Svavari Pálssyni, sýslu
manni á Húsavík, um veðurofsann.
16. september
Maður lést eftir
sprengingu
n Sprenging varð af
völdum gaskúts í
fjölbýlishúsi í Of
anleiti með þeim
afleiðingum að
íbúi, karlmað
ur á fertugsaldri,
lést af sárum sín
um daginn eftir á sjúkrahúsi. Or
sök sprengingarinnar mátti rekja
til gasleka en ellefu kílóa gaskút
ur fannst í íbúð mannsins og sagði
lögregla ljóst að gas hefði lekið úr
kútnum í nokkurn tíma áður en
sprenging varð.
17. september
Baldur fór að
vinna á Lex
n Greint var frá því í DV að Baldur
Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu
neytisstjóri fjármálaráðuneytisins,
hefði hafið störf á lögmannstofunni
Lex. Árið 2011 var Baldur dæmdur
í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi
fyrir innherjasvik vegna sölu hans
á hlutafé í Landbankanum. Baldur
dvaldi á Vernd á meðan hann starf
aði á Lex. Örn Gunnarsson, fag
legur framkvæmdarstjóri Lex lög
mannstofu, sagðist aðspurður vera
ánægður með ráðningu Baldurs og
að hann ætti eftir að koma stofunni
að miklu gagni.
Október
4. október
Brynjar
fékk frelsið
n Brynjar Mettinisson, sem sat í
fangelsi í Taílandi grunaður um
fíkniefnabrot, var látinn laus úr
fangelsinu þremur mánuðum eftir
að hann var sýknaður í undirrétti
þar í landi. Brynjar flaug til móður
sinnar og systur í Svíþjóð þar sem
hann hann jafnaði sig eftir dvölina,
en aðstæður í taílenskum fangels
um eru mjög slæmar. Brynjar hélt
síðan til Íslands þar sem hann býr
nú.
5. október
AMX fékk greitt
frá LÍÚ
n Félag í eigu eiganda vefmiðils
ins AMX, Friðbjarnar Orra Ketilssonar,
fékk greiddar rúmlega 25 milljón
ir frá Landssambandi íslenskra út
vegsmanna (LÍÚ) á árunum 2007
til 2008. Greiðslurnar voru sam
kvæmt samningi sem félagið Skipa
klettur ehf. gerði við LÍÚ árið 2007.
Skipaklettur hélt á þessum tíma
meðal annars úti vefsíðunni M5,
viðskiptafréttasíðu sem greindi frá
viðskiptum á hlutabréfamörkuðum,
hlutabréfavísitölum og öðru slíku.
Tekið skal fram að samningur
inn var gerður í apríl 2007, áður en
AMX var opnaður í árslok 2008.
8. október
Hættir sem dag-
skrárstjóri RÚV
n Sigrún Stefánsdóttir sagði upp
starfi sínu sem dagskrárstjóri RÚV,
en mikil óánægja hafði skapast á
meðal yfirstjórnar RÚV með að Sig
rún hefði látið starfsmenn Rásar 1
vita af fyrirhuguðum uppsögnum
vegna niðurskurðar innan stofn
unarinnar. Heimildarmönnum DV
bar saman um að þetta væri ástæða
fyrirvaralítils brotthvarfs Sigrún
ar úr stóli dagskrárstjóra. Sigrún
tók við dagskrárstjórastöðunni árið
2005 en hún hefur starfað við stofn
unina með hléum frá 1975.
15. október
Lögreglan lokaði
pókerklúbbi
n Lögreglan gerði upptæk póker
borð og fleiri muni í pókerklúbbn
um Kojack í Ármúla vegna gruns
um að þar færi fram ólöglegt fjár
hættuspil. Sigurpáll Jóhannsson,
fasteignasali og fyrrverandi eigandi
klúbbsins, var handtekinn í kjölfar
ið og færður niður á lögreglustöð í
járnum. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu var Sigurpáll handtek
inn vegna framkomu hans við lög
reglumenn á staðnum. Lögfræðing
ur Sigurpáls sagðist ekki skilja
handtökuna.
23. október
Deilur innan
Fríkirkjunnar
n Bryndís Valbjarnardóttir hætti sem
prestur í Fríkirkjunni. Safnaðarráð
kirkjunnar sagði Bryndísi upp störf
um stuttu eftir aðalfund safnað
arins en þar var kosið nýtt safnað
arráð. DV hafði greint frá deilum
innan safnaðarins og samstarfsörð
ugleikum Hjartar Magna Jóhannsson-
ar við starfsmenn innan kirkjunnar.
Meðal annars hafði því verið haldið
fram að Hjörtur vildi losna við
Bryndísi úr kirkjunni.
23. október
Grunur um man-
sal á nuddstofu
n Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu rannsakaði mál er varðar grun
um mansal á kínverskum nudd
stofum í Reykjavík. Fréttablaðið
greindi frá málinu en þar kom fram
að kona að nafni Sun Fulan hefði
sent Útlendingastofnun, sendiráði
Íslands í Kína, lögreglunni og Fé
lagi Kínverja á Íslandi bréf þar sem
hún greindi frá því hvernig hún og
fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir til
að vinna á nuddstofum í eigu konu
sem heitir Lína Jia og eiginmanns
hennar. Þau hafi hins vegar fengið
greidd nánast engin laun fyrir mikla
vinnu.
Annáll 15Áramótablað 28. desember 2012