Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 14
14 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað 9. maí Lögmaður á batavegi n Lögmaðurinn Skúli Eggert Sig- urz, sem varð fyrir hnífaárás á lög­ mannsstofunni Lagastoð, var á batavegi. Skúli dvaldi enn á Land­ spítalanum en fékk þó bæjarleyfi og fór í bíltúr með eiginkonu sinni og vini. Samkvæmt heimildum DV þótti læknum sem komið höfðu að meðferð Skúla frá árásinni, ekkert annað en kraftaverk hversu góðum bata hann hafði náð. 10. maí Jóhannes snýr aftur n Kaupmaður­ inn og fjárfestir­ inn Jóhannes Jóns- son, sem lengi var kenndur við Bónus, tilkynnti um opnun nýrrar matvöruverslunar. Jóhannes fékk, með stuðningi Malcoms Walker, stofnanda Iceland­keðjunnar, að opna Iceland­verslun hér á landi. Jóhannes segist hafa stefnt að því lengi að hefja rekstur á matvöru­ markaði á Íslandi aftur. Jóhannes var ósáttur við skilnaðinn við Haga og Bónus. 10. maí Olíutankur týnd- ur í Mývatni n Þúsund lítra olíutankur, sem sennilega er fullur af olíu, liggur á botni Ytriflóa Mývatns. Olíutank­ urinn týndist af dráttarbáti Kísiliðj­ unnar hf. síðasta sumarið sem hún starfaði. Þetta kom fram í viðauka við verndaráætlun Mývatns og Lax­ ár. Olíutankurinn er tifandi meng­ unartímasprengja en Mývatns­ svæðið er sérlega viðkvæmt. Þar er búsvæði margra fuglategunda og silungur er í vatninu, auk þess sem svæðið þykir gífurlega fallegt. 11. maí „Allir munu tapa“ n Mikil barátta var háð gegn hug­ myndum stjórnvalda um breytingar á kvótakerfinu. Á opnum borg­ arafundi sem haldinn var vegna breytinganna í Neskaupstað voru þung orð látin falla. „Það er of mik­ ið í húfi til að ég geti leyft ykkur að ganga með þessum hætti að mik­ ilvægustu mjólkurkú okkar. Við munum ekki fæða hana eins og þarf,“ sagði Gunnþór Ingvason, for­ stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup­ stað, og birti mynd af börnunum sínum með lokaorðunum: „Gerum þetta þannig að hún færi börnun­ um okkar líka framtíð.“ 14. maí Borguðu gervi- grasrótarherferð n Í baráttunni um kvótakerfið settu útgerðarmenn meðal annars upp vefsíðuna Landið og miðin. „Kynntu þér hvað fólkið í landinu hef­ ur að segja um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða,“ sagði meðal annars á vefsíðunni en herferðin þótti hafa yfirbragð grasrótarhreyf­ ingar fólks sem umhugað er um lífsviðurværi sitt. Þegar rýnt var þátttakendur kom fljótt í ljós að herferðin uppfylliti flest viðmið þess að teljast gervigrasrótarhreyf­ ing (e. astroturfing). Herferð, hönnuð með yfirbragð grasrót­ arhreyfingar, sem í raun er greidd og stjórnað af sérhagsmunum. Út­ vegsmannafélag Austfjarða var til að mynda hvergi sjáanlegt sem einn af aðstandendum herferðar­ innar þrátt fyrir að vera greiðandi og eigandi lénsins. 14. maí „Þá get ég ekki læknað þig“ n Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók kosningabaráttuna föstum tökum og réðst meðal annars gegn eig­ inmanni Þóru Arnórsdóttur, mót­ frambjóðanda síns, og sagði hann hafa misnotað aðstöðu sína hjá RÚV. Aðspurður um málið í við­ tali við DV sagði hann: „Ef þú sérð það ekki sjálf þá get ég ekki lækn­ að þig.“ Þegar hann var svo inntur eftir nánari útskýringu á þessum orðum svaraði hann: „Af þessari fjölmiðlasjálfhverfu, ef þú sérð það ekki. Þar er til dæmis talað um að ég ætli að sitja í þessu embætti í tvö ár. Ég sagði aldrei að ég ætlaði bara að sitja í tvö ár, ég hef hvergi sagt það.“ 21. maí „Líf mitt eins og fangelsi“ n Fórnarlamb hrottalegra lík­ amsárása steig fram og lýsti því hvernig líf þess væri eins og fang­ elsi í kjölfar árásanna. „Þó að þetta fólk sé í fangelsi þá er líf mitt eins og fangelsi,“ sagði Berglind Stein- dórsdóttir. Önnur árásin tengdist aðilum sem bendlast Hells Ang­ els­mótorhjólasamtökunum. Fyrri árásin átti sér stað í Hafnarfirði þann 22. desember og sú síðari í Reykjavík þann 1. janúar síðast­ liðinn. Tilefni árásarinnar er talið vera deilur sem hún stóð í við fyrr­ verandi vinkonu sína. 22. maí Grunaðir um morð í fangelsi n Grunur leikur á að fangi sem lést á Litla­Hrauni hafi verið bar­ inn til bana af tveimur samföng­ um hans. Samkvæmt heimildum DV eru mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn þeir Annþór Krist- ján Karlsson og Börkur Birgisson sem báðir eru þekktir ofbeldismenn og eiga langan sakaferil að baki. Sam­ kvæmt heimildum DV áttu Annþór og Börkur að hafa ráðist á Sigurð vegna ágreinings sem kom upp vegna bifreiðar sem þeir sökuðu Sigurð um að hafa stolið. Bifreiðin var í eigu þriðja aðila. Fanginn lést aðeins nokkrum dögum eftir að hann hóf afplánun. Júní 3. júní Frambjóð- endur gengu út n Forsetaframbjóð­ endur yfirgáfu kapp­ ræður sem áttu að fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 með öllum fram­ bjóðendum. Þrír frambjóðendur, Ari Trausti Guðmundsson, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason, gengu út þar sem þau voru ekki sátt við form kappræðnanna. „Ef einhver vilji hefði verið fyrir hendi þá hefði vel verið hægt að mæta kröfum okkar,“ sagði Ari Trausti um atburðarásina. 11. júní Börkur kærður Síbrotamaðurinn Börkur Birgisson var kærður fyrir ólög­ mæta nauðung, frelsissviptingu og hótanir. Heimild­ ir DV herma að at­ vikið hafi átt sér stað fyrir tveimur árum. Kæran var lögð inn hjá lögreglu af pari sem bjó saman á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Samkvæmt heimildum DV taldi Börkur að maðurinn, sem þá var tvítugur, skuldaði honum pen­ ing. Börkur á að hafa haldið stúlk­ unni, sem var 18 ára þegar atvikið á að hafa átt sér stað, í gíslingu inni á skemmtistað í Hafnarfirði. 18. júní Hetja fær ekki borgað n „Ég hef ekki fengið neina hald­ bæra skýringu á því,“ sagði Þórar- inn Björn Steinsson sem hafði ekki ennþá fengið bætur frá Sjó­ vá, tryggingafélagi Norðuráls, en honum voru dæmdar skaðabæt­ ur í janúar, vegna líkamstjóns sem hann hlaut eftir að hafa bjargað samstarfs konu sinni. Talað var um fullnaðarsigur í því samhengi en Þórarinn hafði barist fyrir rétti sín­ um í málinu í sjö ár. Þórarinn varð fyrir líkamstjóni þegar hann, í fé­ lagi við annan mann, bjargaði sam­ starfskonu sinni í kjölfar vinnuslyss. 20. júní Dæmd fyrir árás í Hafnarfirði n Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem einnig er þekkt und­ ir nafninu Andr­ ea „slæma stelpa“ hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsis­ dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og kynferðis­ brot. Kærasti Andreu, Jón Ólafsson, fékk fjögurra ára dóm fyrir sömu líkamsárás og kynferðisbrot sem og Elías Valdimar Jónsson. Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Hells Angels, var sýknaður í málinu eftir að hafa setið saklaus í gæslu­ varðhaldi í meira en sex mánuði. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði þann 22. desember. 22. júní Rak í sjónum í tæpa þrjá tíma n Jón Karl Jónsson segir að aldrei hafi komið til greina að gefast upp, loka augunum og sætta sig við að lífið væri á enda runnið á meðan hann barðist um í sjónum í Borgar­ firði á þjóðhátíðardaginn, en hann hafði fallið fyrir borð. Í sjónum var hann á reki í þrjár klukkustundir án þess að vita um afdrif dóttur sinnar. „Mig rak niður eftir með straumn­ um í dágóðan tíma og á einum tímapunkti sá ég í bátinn okkar og þá var enginn í honum. Þá kom upp ákveðin panikk,“ sagði hann í viðtali við DV, enda hafði hann á því augnabliki enga hugmynd um hvernig unglingsdóttur hans hefði reitt af á vélarvana gúmmíbát í hörðum straumi. 22. júní „Rjúfum þögn- ina – tölum“ n Átta einstaklingar stigu fram og sögðu reynslusögu sína af nauðg­ un eða tilraun til nauðgunar í DV til að minna á hversu útbreidd of­ beldisógnin væri og hversu víð­ tækar afleiðingarnar væru. „Rjúf­ um þögnina – tölum,“ sagði Ingunn Henriksen, sem ásamt fleirum deilir með lesendum reynslu sinni. Nauðgun er raunveruleg og nálæg ógn við líf og heilsu allra kvenna á Íslandi. Á Íslandi leita rúmlega 200 manns, að langstærstum hluta kon­ ur, sér aðstoðar á hverju ári vegna nauðgunar, ýmist hjá Neyðarmót­ töku vegna nauðgana eða hjá Stíga mótum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að körlum er líka nauðgað og konur geta verið nauð­ garar. 23. júní Jóhanna braut jafnréttislög n Samkvæmt dómi héraðsdóms braut Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráð­ herra ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er hún skip­ aði Arnar Þór Másson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórn­ sýslu­ og samfélagsþróunar í for­ sætisráðuneytinu. Jóhanna valdi hann í embættið fram yfir annan umsækjanda, Önnu Kristínu Ólafs- dóttur. Skaðabótakröfu Önnu Krist­ ínar upp á tæpar fimmtán milljónir vegna málsins var hafnað af dómn­ um sem taldi henni ekki hafa tekist að sýna fram á að hún hefði átt að hljóta starfið. Sjálf krafði Jóhanna Björn Bjarnason, þáverandi dóms og kirkjumálaráðherra, um afsögn þegar hann gerðist sekur um brot á jafnréttislögum með skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar dómstjóra í embætti hæstaréttardómara. Júlí 2. júlí Dæturnar teknar af Hjördísi n Dætur Hjördísar Svan Aðalheiðar- dóttur voru teknar af henni með lögregluvaldi og færðar til dansks föður síns. Foreldrarnir hafa stað­ ið í harðri forræðisdeilu síðan þau skildu en Hjördís fór með dæturnar heim til Íslands þrátt fyrir að þar­ lendir sem og hérlendir dómstólar hefðu úrskurðað að stúlkurnar ættu að vera í Danmörku og forræði for­ eldrana sameiginlegt. Hjördís var ósátt við þá dóma og hefur beðið um endurupptöku á málinu byggða á nýju gögnum en hún hefur sakað barnsföður sinn um að vera ofbeld­ ismann. Lögregluaðgerðin þegar dæturnar voru teknar af móður sinni þótti afar harkaleg en fjöldi lögreglumanna tók þær grátandi með valdi af móður sinni. „Þær ríg­ héldu í móður sína, þar sem þær sátu beinlínis ofan á henni í sófan­ um. Það þurfti fílefldan lögreglu­ mann til þess að halda systur minni til að annar lögreglumaður gæti náð börnunum af henni,“ sagði hún. „Að sjá börnin, við þessar að­ stæður, það var svo skelfilegt að ég get eiginlega ekki lýst því,“ sagði systir Hjördísar um aðgerðina. Stúlkurnar búa nú hjá föður sínum í Danmörku. 4. júlí Pálmi kærður fyrir njósnir n Pálmi Haralds- son, þáverandi eigandi Iceland Express, og nokkr­ ir aðrir starfs­ menn flugfélagsins voru kærðir fyrir njósnir um nýj­ an keppninaut á flugmarkaðnum, WOW air. Kæran sneri að meintum njósnum Pálma og Iceland Express um rekstur WOW air. Hleranir áttu að hafa átt sér stað á svokallaðri tetra­rás. „Ég varð þess uppvís þann 16. júní í hefðbundnu eftirliti að starfsmað­ ur (OCC) hjá Iceland Express er að hlera rás þjónustuaðila WOW air,“ sagði Einar Már Atlason hjá Isavia í tölvupósti til stjórnenda WOW air. Björn Vilberg Jónsson viðurkenndi í samtali við Einar Má þennan sama dag að tilgangur hlerunar­ innar væri að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem snýr að starfsemi kæranda, WOW. Þær upplýsingar sem þannig væri kom­ ist yfir væru sendar beint til að­ aleiganda og stjórnarformanns Iceland Express, Pálma Haralds­ sonar. 6. júlí Slúðursíður um unglinga n Bloggsíður í anda þáttanna Gossip Girl spruttu upp þar sem sem fjallað var á ljótan hátt um nafngreinda unglinga og fólk hvatt til þess að senda inn slúður. Enginn vissi hver stóð að baki síðunum sem ollu talsverðri ólgu meðal ung­ linga. Á einni síðunni voru birtar myndir af unglingum undir lögaldri og ljót ummæli skrifuð við. Und­ ir einni myndinni var þetta skrif­ að: „Hóra* einsvo sumir vilja frekar kalla hana. Reið X á meðann hann var á föstu með x.“ Stúlkan sem um ræðir var 15 ára. Samkvæmt þeim sem DV ræddi við var slíkt netein­ elti algengt meðal unglinga. Síðun­ um var fljótlega lokað eftir umfjöll­ un DV. 5. júlí Sveddi tönn handtekinn n Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn þann 2. júlí í Rio de Janeiro. Sverrir var grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e­töflum til Brasilíu frá Lissabon í Portúgal. Fíkniefnin voru falin í farangri 26 ára brasilískrar konu og fundust við hefðbundið toll­ eftirlit. Hún benti lögreglu á tvo vit­ orðsmenn, Sverri og kærasta sinn, Marco Dias Bittencourt e Silva. Sagði hún að þeir ætluðu að hjálpa henni að selja. Framkvæmdi lögreglan húsleit í íbúð Marcos og fann þar nokkuð magn af sýru ásamt mari­ júana. Sverrir hafði komið með sama flugi og konan. 10. júlí Réttarkerfið rassskellt n Erla Hlynsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, og Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mann­ réttindadómstóli Evrópu. Dómstól­ inn dæmdi Erlu rúmlega 20.000 evrur í skaðabætur eða rúmlega þrjár milljónir króna frá íslenska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.