Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 41
Völvuspá 2013 5Áramótablað 28. desember 2012
Landslag í fjölmiðlum
Verkföll og úlfúð
Sérstakur í
sókn og vörn
n Völvan sér litlar breytingar á
landslagi íslenska fjölmiðlaheims-
ins. Kosningar eru fjölmiðlum hag-
stæðar, þeir fá meiri auglýsingatekj-
ur en venjulega og enginn hörgull er
á átakanlegum viðtölum við fram-
bjóðendur og málpípur af ýmsu tagi.
n Fréttatíminn nær ekki flugi undir
ritstjórn Mikaels Torfasonar. Blaðið
festist í sjúkraviðtölum og sorgar-
klámi af fjölbreyttu tagi og tekur lít-
inn þátt í opinberri umræðu.
n Völvan spáir samt viðtali í Frétta-
tímanum sem á eftir að vekja mikla
athygli. Völvan sér ekki betur en þar
fari Gunnar Smári Egilsson sem tal-
ar án tæpitungu um samstarf sitt við
fræga útrásarvíkinga og þykir mörg-
um fengur að.
DV sækir á brattann
n DV heldur áfram að
angra yfirvöld og
málsmetandi menn.
Völvan sér blaðið
nokkrum sinnum
birta fréttir í að-
draganda kosninga
sem skekja heims-
mynd lesenda og varpa
nýju ljósi inn í skúmaskot
samfélagsins. Blaðið nýtur vaxandi
fylgis eftir því sem líður á árið og á
gott ár í vændum.
Mogginn fitnar
á fjósbitanum
n Morgunblaðinu
vex fiskur um hrygg
á þessu ári enda
vaxa sjóðir bak-
hjarla blaðsins
hratt í núverandi
árferði. Blaðið
tekur virkan þátt í
kosningabaráttunni
með hefðbundnum hætti og sýnir
sitt rétta andlit sem málgagn Sjálf-
stæðisflokksins fyrst og fremst. Eftir
því sem líður fram á nýja árið kem-
ur afdráttarlaus stuðningur blaðsins
við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og
fálæti í garð Bjarna Benediktssonar
sífellt betur í ljós.
n Davíð Oddsson heldur áfram að
sýna sitt rétta andlit í Reykjavíkur-
bréfum og forystugreinum blaðsins
og eru skrif hans stundum með
þeim hætti að jafnvel stuðnings-
menn hans verða undirleitir og vilja
fátt segja. Völvan sér opinskátt viðtal
við fyrrverandi starfsmann blaðsins
vekja athygli á árinu en þar talar
hann um andrúmsloft ótta og með-
virkni og líkir ritstjóranum við Jósef
Stalín sem þykir sérlega ósmekklegt.
Dimmir dagar og
bjartir í Efstaleiti
n Ríkisútvarp allra
landsmanna, must-
erið í Efstaleiti
á dimma daga
í vændum á ár-
inu en einnig
sólarstundir. Í að-
draganda kosninga
verða harðar árásir gerð-
ar á stofnunina og menn þar á
bæ vændir um að draga taum
hinna ólíku afla í umræðunni.
Margt af þessu er kunnuglegt,
vinstrimenn telja bláa slikju
umlykja fréttastofuna en hægri
menn telja hana áróðurshreiður
kommúnista og ESB sinna. Harð-
ast verður þó sótt að Agli Helga-
syni og koma þær árásir einkum frá
hægri vængnum sem telur Egil ein-
ráðan á öldum ljósvakans.
n Hugmyndir um að gera Gunnlaug
Jónsson unghægrigarp
að meðstjórnanda
Egils kalla fram
mikið andóf og
háðsglósur svo að
önnur og mildari
úrræði verða ofan
á. Völvan sér stjórn
RÚV og yfirmenn að
einhverju leyti bogna í hnjánum
undan þessum áburði og breytingar
sem gerðar verða á Silfri Egils valda
nokkrum óróa en Egill sættir sig við
þær og þá lægir öldurnar.
Skarphéðinn tekur til og
Simmi mætir á svæðið
n Skarphéðinn Guðmundsson sem
var ráðinn dagskrárstjóri frá Stöð
2 í stað Sigrúnar tekur til óspilltra
málanna og tekur nokkrar óvinsæl-
ar ákvarðanir sem tengjast Rás 1 í
upphafi ferils síns. Völvan sér gróna
þætti hverfa af dagskrá og má nefna
Út um græna grundu sem leggst til
hinstu hvílu. Sú breyting og nokkr-
ar aðrar kalla fram mótmæli og fjas
sem þó varir skamman tíma enda
lofar yfirstjórnin að standa vörð um
Rás 1 að öðru leyti.
n Völvan sér Óla Palla
strunsa út úr höll-
inni við Efstaleiti
með hurðaskellum
og þykja nokkur
tíðindi en maður
kemur í manns stað
og þær breytingar
sem gerðar verða
á Rás 2 þykja flestar til
hins betra. Völvan sér frægðarsól
Andra á flandri stíga hratt og hann
hverfur alveg til starfa í sjónvarpinu.
n Ráðning Sigmund-
ar Ernis Rúnarsson-
ar í stað Þórhalls
Gunnarssonar í
dagskrárdeild
RÚV verður
kölluð ýms-
um nöfn-
um en
Simmi
vinn-
ur hug og hjörtu
manna strax í
fyrsta þætti og
verður kallaður
arftaki Hemma
Gunn áður en
árið er úti.
Útvarp
Saga
n Útvarps-
stöðin Saga
missir verulega
flugið á nýja árinu. Arnþrúður og
Pétur eiga sífellt erfiðara með sam-
starf við þá sem ekki eru sammála
þeim í einu og öllu. Undir árslok
mun stöðin þó rétta úr kútnum og
bjartaði tíð tekur við.
Eyjan
sekkur
n Völvan
sér vefritin
sem fyrir-
tæki Björns
Inga Hrafnsson-
ar heldur úti eiga
í erfiðleikum. Björn Ingi mun selja
fjölmiðlana á nýju ári. Hann mun
vekja mikla athygli á verðbréfa-
markaði þar sem hann starfar
með Jafet Ólafssyni og Finni
Ingólfssyni. Verkefni þeirra
ganga upp en verða um-
deild.
n Völvan sér harðvítug átök á vinnu-
markaði á haustdögum. Þegar ríkis-
stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks
verður sest að völdum tekur verka-
lýðsforystan af sér silkihanskana og
setur upp boxhanskana í staðinn.
Nýja ríkisstjórnin þarf að súpa þann
beiska kaleik í skammdeginu að
stöðva verkfall með lagasetningu við
kraumandi óánægju flestra máls-
aðila. Í þeim deilum sér völvan í
fyrsta sinn koma til átaka í líkingu
við Gúttóslaginn forðum. Þar berst
lögreglan með táragasi og kylfum
við reiða verkfallsverði sem neita að
viðurkenna lagasetninguna.
Innflytjendamál
n Völvan sér innflytj-
endamál í sviðs-
ljósinu. Árekstrar
milli fólks af er-
lendum uppruna
og þjóðernissinn-
aðra Íslendinga
komast oftar í frétt-
ir á nýju ári en áður
og umræðan fer almennt harðnandi
gegn innflytjendum. Hópslags-
mál milli flokka af ólíkum þjóð-
ernum í Breiðholtinu á vordögum
verður til umfjöllunar í fréttum en
lögreglan þarf að ganga milli stríð-
andi fylkinga og margir eru fluttir
á sjúkrahús. Mikil gagnrýni beinist
gegn lögreglunni í kjölfarið en hún
er sökuð um harðneskju í samskipt-
um við áflogaseggina.
n Hælisleitendur
verða áfram í frétt-
um með held-
ur dapurlegum
formerkjum því
völvan sér í skugg-
sjá sinni sjúkrabíla
við afdrep hælisleit-
enda í Njarðvík.
n Útlendingastofnun sætir sífellt
meiri gagnrýni og
völvan sér Krist-
ínu Völundar-
dóttur stíga til
hliðar sem
yfirmað-
ur seint á ár-
inu. Þorgerður
Katrín Gunnarsdótt-
ir fyrrverandi þingmaður tekur við
starfi Kristínar og kemst þar dygg-
ur flokkshestur um síðir á hús eftir
hret undanfarinna ára.
n Völvan sér sérstakan saksóknara
sæta töluverðri gagnrýni á nýju
ári. Mörgum verða mikil vonbrigði
þegar Milestone/Vafnings mál-
inu er vísað frá dómi og
það slær í bakseglin
hjá sérstökum
við þetta. En á
móti kemur að
nokkrum öðr-
um málum lýk-
ur með afger-
andi dómi og
sérstaka athygli
vekur þegar
málareksturinn
kenndur við Al
Thani endar með
fangelsisdómum yfir
fáeinum lykil-
mönnum hins fallna Kaupþings.
Hinir sakfelldu reka upp ramakvein
gegnum lögfræðinga sína en mæta
lítilli samúð í samfélaginu. Völv-
an sér þá Hreiðar Má Sigurðsson,
Sigurð Einarsson og Ólaf Ólafsson
þungbúna á svip í sjónvarpi allra
landsmanna.
Geirfinnsmálið enn í
sviðsljósið
n Snemma á
nýja árinu skilar
starfshópur sem
rannsakað hefur
rannsókn Geir-
finnsmálsins af
sér. Meginniður-
staða hópsins verð-
ur sú að svo miklir annmarkar hafi
verið á upphaflegri rannsókn máls-
ins að ekki verði lengur framhjá því
horft að stórfelld mistök hafi verið
gerð. Í kjölfarið er skipuð nefnd
sem verður falið að semja við þá
sem enn lifa um það sem kalla
mætti sanngjarnar málsbætur.
Geirfinnsmálið sem slíkt verð-
ur eftir sem áður óupplýst og
heldur áfram að plaga sam-
visku þjóðarinnar og ala á
samsæriskenningum. Völv-
an sér Valtý Sigurðsson fyrr-
um ríkissaksóknara á sjón-
varpsskermi í töluverðri
vörn vegna þessa máls en
Valtýr gagnrýnir niðurstöð-
ur hópsins harðlega.