Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 78
Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir fékk sér ný-lega smáhund af tegundinni pomeranian. Hundar af þessari tegund eru mjög gæfir og mann- blendnir ef þeir eru rétt upp aldir. Þá eru þeir félagslyndir og þykir gaman að leika sér. Hundarnir þykja líka einstaklega krúttlegir útliti. Þeir eru loðnir og kubbslegir og minna einna helst á bómullarhnoðra. Manuela, sem stundar nú nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík, á tvö börn, en miðað við lýsingar á hundategundinni þá ætti hann að henta barnafjölskyldum. Hún birti mynd af nýjasta fjölskyldumeð- limnum á Instagram. 70 Fólk 28. desember 2012 Áramótablað Svala fagnar nýju ári í Los Angeles n „Ég sendi stærsta knús í heimi yfir hafið mikla“ Söngkonan Svala Björgvinsdótt-ir er farin aftur til Los Angeles eftir fjögurra vikna dvöl á Ís- landi og mun því fagna nýju ári í borg englanna. Á meðan Íslandsdvöl- inni stóð söng hún meðal annars á jólatónleikum föður síns, Björgvins Halldórssonar, og naut sín vel. Hún skrifaði fallega kveðju til vina og ætt- ingja á Facebook-síðu sinni þegar hún var komin heim til Los Angeles. „Ég geri mér alltaf betur grein fyrir því hve óstjórnlega ég elska fjölskylduna mína mikið og mína vini. Ég væri ekk- ert án ykkar. Ég sendi stærsta knús í heimi yfir hafið mikla!!!!!“ Fékk sér smáhund n Gæfur og krúttlegur í útliti Trúlofaðist í fjallgöngu Kvikmyndagerðarkonan Ragn-hildur Magnúsdóttir, eða Ragga Thordarson eins og hún kallar sig, trúlofaðist kærastanum sínum, John Powers, á annan í jól- um. Hún skrifaði um aðdragand- ann og trúlofunina sjálfa á Face- book-síðu sinni. Parið fór saman í fjallgöngu og á toppi fjallsins fór John niður á skeljarnar og bað Röggu. Að sjálfsögðu sagði hún já og er í skýjunum. Margir hafa ósk- að nýtrúlofaða parinu til hamingju, þar á meðal systkini unnustans sem bjóða Röggu velkomna í fjöl- skylduna. Parið býr í Los Angeles. n Kvikmyndagerðarkonan Ragga í skýjunum V ið lok árs er til siðs að rifja upp það sem fréttnæmt þótti á árinu sem er að líða. Fjölmiðlar fylgjast grannt með ástarlífi fræga fólks- ins í Hollywood. Einkalíf íslensks stjörnuliðs vekur sífellt meiri áhuga lesenda og hér eru nokkur ansi heit pör sem urðu til á ár- inu sem er að líða. Nefna má tískugyðjuna Marínu Möndu sem flutti heim frá Danmörku og nældi sér í popparann, sjónvarpsmanninn og hjartaknúsarann Sverri Berg- mann. Útrásarvíkinginn Hannes Smárason og fyrirsætuna Brynju X. Ekkert samband vakti þó jafn mikla athygli og ástarsamband þeirra Stefáns Einars Stefánssonar formanns VR og Söru Lindar kærustu hans. Sjóðheit saman n Flottustu pör ársins 2012 Marín Manda og Sverrir Bergmann Tískugyðjan Marín Manda Magnúsdóttir flutti heim á árinu og nældi sér í einn heitasta popp- arann, sjálfan Sverrir Bergmann. „Við þekktumst ekki hér áður fyrr og ég vissi voðalega lítið um hann. Það sem heillaði mig við hann var það hvað hann er ótrúlega hreinn og beinn. Hann er algjörlega niðri á jörðinni, glaðlyndur og svo góður við fólk,“ sagði Marín Manda í viðtali við DV í ágúst. Damon Younger og Katrín Johnson Ástir tókust með listdansaranum fagra, Katrínu Johnson, og leikaranum Damon Younger síðasta sumar. Damon átti gott ár og fékk góða dóma í hlutverki illmennisins Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik. Katrín, sem hefur verið einn sterkasti dansari íslenska dansflokksins, hefur lagt skóna á hilluna á meðan hún stundar mannfræðinám við Háskóla Íslands. Katrín og Damon hafa vakið athygli saman, enda stórglæsilegt og hæfileikaríkt par á ferð. Fann ástina að nýju Söng- og leikkonan Þórunn Erna Clausen fann ástina að nýju í Arne Friðriki Karlssyni. Stefán Einar og Sara Lind Athygli vakti þegar fréttist af ástarsambandi Stefáns Einars Stefánssonar formanns VR og Söru Lindar Guðbergsdóttur, 27 ára lögfræðinema. Allir hljóta að vera sammála um að þarna fer afar flott par. Sigmar og Júlíana Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins og annar umsjónarmanna Útsvars, eignaðist nýja kærustu á árinu. Sú heppna heitir Júlíana Einarsdóttir en parið á von á sínu fyrsta barni saman. Sigmar og Júlíana láta 17 ára aldurs- mun ekki á sig fá og virðast afar ástfangin. Hannes og Brynja X Hannes Smárason og Brynja X. Víf- ilsdóttir hljóta að teljast heitustu para ársins. Hannes er einn af þekktari útrásarvíkingum en Brynja annáluð fyrirsæta og fegurðardrottning og starfaði einnig sem þula í sjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.