Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Page 15
ríkinu. Björk voru dæmdar nokkuð hærri bætur eða um 5,5 milljónir króna. Málin höfðuðu þær eftir að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt þær sekar í meiðyrða­ málum. Hjá Björk var um að ræða svokallað Vikumál en stefnandi þess var þáverandi eigandi Gold­ finger í Kópavogi. Skrif Bjarkar birt­ ust í Vikunni á sínum tíma. Í tilfelli Erlu var stefnandi í málinu eig­ andi nektarstaðarins Strawberries í Lækjargötu. Skrif Erlu birtust í DV á sínum tíma. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að með dómun­ um í málunum gegn þeim hafi ís­ lenska ríkið brotið gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem fjallað er um tjáningarfrelsi. 20. júlí Fjölskyldustríð í Krossinum n Fjölskyldustríð geisaði í Krossin­ um í júlí þegar Sigurbjörg dótt­ ir Gunnars sner­ ist gegn föður sínum og gekk til liðs við móð­ ur sína um yfir­ ráð í trúfélaginu. Á yfirborðinu fer safnaðarstarf Krossins vel fram. Samkomur eru haldnar þrisvar í viku þar sem meðlimum er blásinn í brjóst boðskapur fagnaðarerind­ isins. Það sauð upp úr á safnaðar­ fundi þegar Gunnar Þorsteinsson, áður kenndur við Krossinn, bauð sig fram til stjórnarsetu. Dóttir hans steig í pontu á fundinum og mælti gegn föður sínum og hvatti fundar­ menn til þess að kjósa sig ekki. Tvær valdablokkir börðust um völd innan safnaðarins áður en kosið var til stjórnar; Gunnar Þorsteinsson og Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars. Ágúst 1. ágúst Brynjar sýknað- ur í Taílandi n Brynjar Mettin- isson var sýknað­ ur fyrir taílensk­ um dómstól eftir að hafa setið í fangelsi þar í landi síðan í júní 2011 grunaður um vörslu fíkni­ efna. Þrátt fyrir að Brynjar hafi verið sýknaður þá losnaði hann ekki strax úr fang­ elsinu og var ekki laus fyrr en í október. 8. ágúst Keating kostaði níu milljónir n Söngvarinn Ronan Keating spil­ aði á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj­ um. Kostnaðurinn við að fá írska tónlistarmanninn til að skemmta var um það bil níu milljónir. Upp­ hæðin jafngildir 470 miðum á há­ tíðina. Ákvörðunin var umdeild enda er þjóðhátíðin eins konar fjáröflunarviðburður fyrir íþrótta­ félag ÍBV og Páll Scheving Ingvars­ son, formaður Þjóðhátíðarnefnd­ ar og Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV tilkynntu eftir brekkusönginn á Þjóðhátíð að þeir hygðust ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í þjóð­ hátíðarnefnd. „Við finnum fyrir því að fólki finnst við hafa stefnt of hátt og stækkað hátíðina um of,“ sagði Páll Scheving. „Viðburð­ urinn er farinn að reyna á sam­ félagið, til dæmis vegna mikillar umferðar og hávaða. Ég held að fólki hafi þótt þetta vera orðið of „commercial“ og ekki nógu mikill menningar­ og fjölskylduviðburð­ ur,“ sagði Páll. 16. ágúst Upp komst um falsdoktor n Það barst forsvarsmönn­ um Hugvísinda­ deildar Háskóla Íslands til eyrna um mitt sumar að einn stunda­ kennaranna við guð­ fræðideild skólans væri ekki með doktorsgráðu líkt og hann hélt fram. Maðurinn heitir Kristinn Óla- son og er fyrrverandi rektor í Skál­ holtsskóla og gekkst strax við því að hafa logið til um gráðuna. Kristinn hafði frá árinu 2003 haldið því fram að hann hefði doktorsgráðu og út á hana réð hann sig til starfa hjá Há­ skólanum og þáði meðal annars nokkurra milljóna króna styrki frá Rannís. Ljóst er að Kristinn náði að blekkja Háskóla Íslands, Lands­ bókasafn Íslands, Rannís, Nýsköp­ unarsjóð námsmanna og Þjóðkirkj­ una með falskri gráðu sinni í tæpan áratug. Engin þessara stofnana bað Kristin um að framvísa prófskírteini sínu heldur tók orð hans trúanleg. 20. ágúst Smálán fjár- magna neysluna n „Það sem mér fannst sláandi var hversu margir foreldrar voru sam­ mála um að þessir krakkar væru að nota þessi smálán til þess að fjár­ magna neysluna, eins og okkar,“ sagði móðir 19 ára gamals fíkils. Í viðtali við DV tók Hjalti Björns- son áfengisráðgjafi í sama streng og sagði að fjölmargir ungir fíklar fjármögnuðu fíkniefnaneyslu sína með smálánum. Foreldrar drengs­ ins furðuðu sig á því að hann teld­ ist lánshæfur þar sem hann hefði engar tekjur. „Ef maður kæmi vím­ aður til bankastjórans og bæði um 100 þúsund króna lán þá myndi enginn heilvita bankastjóri lána manni í þannig ástandi. Þetta er svo siðlaust, það er ekkert verið að skoða í hvaða ástandi fólk er. Ekkert verið að ganga úr skugga um að fólk sé í lagi,“ sagði Hjalti. Í kjölfar um­ fjöllunar DV voru lánareglur smá­ lánafyrirtækjanna hertar. September 9. september Myrtur í Banda- ríkjunum n Kristján Hin- rik Þórsson, 18 ára Íslending­ ur, var skotinn til bana í Tulsa í Oklahoma í Banda­ ríkjum þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Hinrik var farþegi í bíl 37 ára Bandaríkjamanns að nafni John White og átti árásin sér stað á bílastæði fyrir utan QuikTrip­versl­ un í suðurhluta Tulsa. Morðingja Kristjáns var leitað og var 19 ára Bandaríkjamaður, Jermaine Jackson, handtekinn grunaður um morðið. Kristján hafði búið á Íslandi um tíma og gengið í Hagaskóla þar sem vinir hans héldu minningarvöku um hann. 10. september Þjófamæðgur handteknar n Mæðgurnar Emma Trinh Thi Ngu- yen og Jenný Ngoc Anh Mánadótt- ir voru ákærðar fyrir stórfelldan þjófnað á fötum, skóm og snyrti­ vörum. Talið er að þær hafi stolið varningi fyrir að minnsta kosti 14 milljónir króna. Mæðgurn­ ar stunduðu skipulagðan þjófn­ að í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind í um það bil tvö ár, þó er talið líklegt að hann hafi staðið lengur yfir. Við þjófn­ aðinn notuðu þær sérútbúna poka sem fóðraðir voru að innan með álpappír til þess að verjast þjófa­ vörnum. 10. september Veðurhamfarir á Norðurlandi n Neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi þegar stormur reið yfir með þeim afleiðingum að fé fennti í kaf og rafmagnslaust varð á stór­ um hluta Norðurlands. Björgunar­ sveitir unnu þrekvirki við að bjarga kindum sem flestar fundust á lífi. „Fólk hefur einfaldlega aldrei upp­ lifað svona veður á þessum tíma, svona vetrarveðurhamfarir í byrjun september, þetta er eitthvað sem er óþekkt af þessari stærðargráðu,“ var haft eftir Svavari Pálssyni, sýslu­ manni á Húsavík, um veðurofsann. 16. september Maður lést eftir sprengingu n Sprenging varð af völdum gaskúts í fjölbýlishúsi í Of­ anleiti með þeim afleiðingum að íbúi, karlmað­ ur á fertugsaldri, lést af sárum sín­ um daginn eftir á sjúkrahúsi. Or­ sök sprengingarinnar mátti rekja til gasleka en ellefu kílóa gaskút­ ur fannst í íbúð mannsins og sagði lögregla ljóst að gas hefði lekið úr kútnum í nokkurn tíma áður en sprenging varð. 17. september Baldur fór að vinna á Lex n Greint var frá því í DV að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu­ neytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hefði hafið störf á lögmannstofunni Lex. Árið 2011 var Baldur dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innherjasvik vegna sölu hans á hlutafé í Landbankanum. Baldur dvaldi á Vernd á meðan hann starf­ aði á Lex. Örn Gunnarsson, fag­ legur framkvæmdarstjóri Lex lög­ mannstofu, sagðist aðspurður vera ánægður með ráðningu Baldurs og að hann ætti eftir að koma stofunni að miklu gagni. Október 4. október Brynjar fékk frelsið n Brynjar Mettinisson, sem sat í fangelsi í Taílandi grunaður um fíkniefnabrot, var látinn laus úr fangelsinu þremur mánuðum eftir að hann var sýknaður í undirrétti þar í landi. Brynjar flaug til móður sinnar og systur í Svíþjóð þar sem hann hann jafnaði sig eftir dvölina, en aðstæður í taílenskum fangels­ um eru mjög slæmar. Brynjar hélt síðan til Íslands þar sem hann býr nú. 5. október AMX fékk greitt frá LÍÚ n Félag í eigu eiganda vefmiðils­ ins AMX, Friðbjarnar Orra Ketilssonar, fékk greiddar rúmlega 25 milljón­ ir frá Landssambandi íslenskra út­ vegsmanna (LÍÚ) á árunum 2007 til 2008. Greiðslurnar voru sam­ kvæmt samningi sem félagið Skipa­ klettur ehf. gerði við LÍÚ árið 2007. Skipaklettur hélt á þessum tíma meðal annars úti vefsíðunni M5, viðskiptafréttasíðu sem greindi frá viðskiptum á hlutabréfamörkuðum, hlutabréfavísitölum og öðru slíku. Tekið skal fram að samningur­ inn var gerður í apríl 2007, áður en AMX var opnaður í árslok 2008. 8. október Hættir sem dag- skrárstjóri RÚV n Sigrún Stefánsdóttir sagði upp starfi sínu sem dagskrárstjóri RÚV, en mikil óánægja hafði skapast á meðal yfirstjórnar RÚV með að Sig­ rún hefði látið starfsmenn Rásar 1 vita af fyrirhuguðum uppsögnum vegna niðurskurðar innan stofn­ unarinnar. Heimildarmönnum DV bar saman um að þetta væri ástæða fyrirvaralítils brotthvarfs Sigrún­ ar úr stóli dagskrárstjóra. Sigrún tók við dagskrárstjórastöðunni árið 2005 en hún hefur starfað við stofn­ unina með hléum frá 1975. 15. október Lögreglan lokaði pókerklúbbi n Lögreglan gerði upptæk póker­ borð og fleiri muni í pókerklúbbn­ um Kojack í Ármúla vegna gruns um að þar færi fram ólöglegt fjár­ hættuspil. Sigurpáll Jóhannsson, fasteignasali og fyrrverandi eigandi klúbbsins, var handtekinn í kjölfar­ ið og færður niður á lögreglustöð í járnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Sigurpáll handtek­ inn vegna framkomu hans við lög­ reglumenn á staðnum. Lögfræðing­ ur Sigurpáls sagðist ekki skilja handtökuna. 23. október Deilur innan Fríkirkjunnar n Bryndís Valbjarnardóttir hætti sem prestur í Fríkirkjunni. Safnaðarráð kirkjunnar sagði Bryndísi upp störf­ um stuttu eftir aðalfund safnað­ arins en þar var kosið nýtt safnað­ arráð. DV hafði greint frá deilum innan safnaðarins og samstarfsörð­ ugleikum Hjartar Magna Jóhannsson- ar við starfsmenn innan kirkjunnar. Meðal annars hafði því verið haldið fram að Hjörtur vildi losna við Bryndísi úr kirkjunni. 23. október Grunur um man- sal á nuddstofu n Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu rannsakaði mál er varðar grun um mansal á kínverskum nudd­ stofum í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá málinu en þar kom fram að kona að nafni Sun Fulan hefði sent Útlendingastofnun, sendiráði Íslands í Kína, lögreglunni og Fé­ lagi Kínverja á Íslandi bréf þar sem hún greindi frá því hvernig hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir til að vinna á nuddstofum í eigu konu sem heitir Lína Jia og eiginmanns hennar. Þau hafi hins vegar fengið greidd nánast engin laun fyrir mikla vinnu. Annáll 15Áramótablað 28. desember 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.