Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 2
2 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað Flestir ferðast innanlands 38,4 prósent landsmanna ætla að fara til útlanda í sumarfríinu. Þetta er samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á ferðatilhögun Íslendinga í sumarfríinu. Könnunin var fram- kvæmd dagana 9. til 15. maí og var heildarfjöldi svarenda 867. MMR kannaði hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Í tilkynningu sem MMR sendi frá sér kemur fram að um helmingur landsmanna ætli að ferðast innanlands í sumarfríinu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurn- ingarinnar sögðust 51,9 prósent ætla eingöngu að ferðast innanlands, 28,5 prósent ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, 9,9 pró- sent ætla eingöngu að ferðast utan- lands og 9,7 prósent sögðust ekki ætla að ferðast í sumarfríinu. Lögreglan tekur á leyfislausum leigubílstjórum Vegagerðin gerði athugun á leyfum þeirra hóp- og leigubifreiða sem voru á bílastæðinu á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag. Vegagerðin hefur um- sjón og eftirlit með útgáfu rekstrar- leyfa þessara bifreiða.  Við athugunina kom í ljós að nokkrir aðilar voru ekki með leyfi sín í lagi og voru þeir sendir af vettvangi með að- stoð lögreglu og krafðir um að endur- nýja leyfi sín eða sækja um þau. Samtök ferðaþjónustunnar segja að eftirlitsaðilar þurfi að gera betur til að koma í veg fyrir leyfislausa aðila innan ferðaþjónustunnar. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að könnun á leyfislausri starfsemi hafi verið gerð á vegum samtakanna þar sem upp hafi komist um fjölda leyfis- lausra rekstraraðila. „Við fórum í átak fyrstu fjóra mánuði ársins þar sem við gerðum athuganir á tilskildum leyfum ferðaþjónustuað- ila. Þá komumst við að því að nokkur fjöldi var án leyfa og við vinnum nú að því að gera úrbætur á því,“ segir Erna, sem fagnar þessu eftirliti Vega- gerðarinnar og vill útrýma leyfislausri starfsemi innan ferðaþjónustunnar. „Ég er farinn að ganga,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður sem lenti í alvarlegu slysi í Austurríki um áramótin. Ótt- ast var að Pétur hefði lamast var- anlega fyrir neðan mitti en það er ekki raunin. „Ég nota spelkur til að ganga. Þær halda hnjánum læstum,“ útskýrir hann en bætir við að hann gangi samt eins og spýtukall. „Ætli það sé ekki svona einn og hálfur mánuður síðan ég byrjaði að ganga, það var svolítið erfitt í byrjun og þá var ég bara í svona göngubrú, það er að segja með handrið báðum megin við mig. Ég byrjaði þar. Svo byrjaði ég að labba með göngugrind en fyrir svona tveimur eða þrem- ur vikum byrjaði ég að ganga með hækjur,“ segir Pétur. Fær betri spelkur í ágúst „Fyrst leit þetta þannig út að það væri bara ekkert í gangi fyrir neðan mitti en það er ekki þannig,“ útskýrir Pétur. „Ég sagði frá byrjun að ég ætl- aði alla leið og þetta er bara „check- point“ í því.“ Pétur segist vera búinn að fá samþykktar spelkur sem hann fær til eignar. „Þær eru miklu betri en þær sem eru niðri á Grensás. Ég fæ þær einhvern tíma í ágúst. Þá get ég bara gengið heima hjá mér.“ Pétur hefur allt frá því að slysið átti sér stað um áramótin verið bjart- sýnn og alltaf sagt að hann ætli ekki að láta slysið stoppa sig. „Ég sé þetta þannig fyrir mér að ég fái spelkurn- ar og gangi á þeim í einhvern tíma og svo bara einn góðan veðurdag, þá sleppi ég að fara í þær og labba venjulega.“ Alltaf vonarneisti Þrátt fyrir að útlitið hafi ekki verið mjög bjart í fyrstu höfðu Pétur og fjölskylda hans alltaf trú á því að ástandið myndi batna. „Þó að það sé erfitt að horfa upp á þetta verður maður að hugsa um að hann komist kannski á fætur sjálfur. Maður verð- ur að trúa því að það sé smá von- arneisti,“ sagði Guðmundur Geir Sigurðsson, faðir Péturs Kristjáns, í byrjun janúar þegar sonur hans var enn ekki kominn til landsins eftir slysið. Hann var fluttur með flugvél Landhelgisgæslunnar frá Innsbruck í Austurríki, þar sem hann slasaðist, og heim til Íslands. Pétur segir að þessi aukni kraft- ur sem kominn er í fætur hans gefi honum von um að vera bjartsýnn á framtíðina. „Þetta gefur mér aukinn kraft og aukna von. Þetta bara eyk- ur allt jákvætt,“ segir Pétur. „Ég ætla að labba eðlilega eftir eitt eða tvö ár. Það hefur alltaf verið markmiðið.“ n Pétur Kristján Guðmundsson hefur fengið kraft í fæturna n Lamaðist í slysi í Austurríki n „Þetta gefur mér aukinn kraft og aukna von“ n Ætlar að geta gengið án aðstoðar eftir eitt til tvö ár Getur gengið með aðstoð Pétur Kristján getur nú gengið með aðstoð spelkna en hann lenti í alvarlegu slysi í Inn- sbruck í Austurríki um áramótin. Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon lamaður að ganga á ný „Ég sagði frá byrjun að ég ætlaði alla leið. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hrægammar eiga bankana „Við höfum sagt áður að á meðal kröfuhafa okkar eru flestir stærstu bankar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Árni Tómas- son, endurskoð- andi og formaður skilanefndar Glitnis, aðspurður um hverjir standi að baki eignarhaldinu á Íslandsbanka. Hann segir að þar séu einnig margir alls konar sjóðir, en spurningin sé auðvitað hvað menn vilji kalla sjóðina. Ýmsir sjóðir, hvort sem það eru vogunar- eða lífeyris- sjóðir, hafi keypt skuldabréf gömlu bankanna og þannig orðið að kröfu- höfum. Skilanefnd Glitnis fer með 95 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd kröfuhafa. Fíklar útvega lækna- dóp auðveldlega „Maður þarf oft ekki nema að fara til læknis og segjast vera sorgmædd- ur, þá fær maður rítalín,“ segir kona sem var árum saman í harðri fíkniefnaneyslu. Eftir að hafa farið í viðhaldsmeðferð á Vogi er hún laus úr viðjum eiturlyfja og hefur verið það í nokkur ár. Þegar konan var sem dýpst sokkin gekk hún á milli lækna og fékk skrifað upp á lyf sem hún segir hafa viðhaldið fíkn- inni. Hún var góð vinkona mannsins sem DV fjallaði um í síðasta helgar- blaði, en hann fór í hjartastopp inni á salerni á Domus Medica eftir að hafa fengið lyfseðil fyrir morfínlyfi hjá lækni. Braut rúður hjá kaþólsku kirkjunni „Ég bara sá þetta í blaðinu og missti mig alveg. Ég fatt- aði bara þegar ég las lýsingarnar að ég hafði lent í mjög svipuðu og sú sem sagði sögu sína í Frétta- tímanum,“ segir Valgarður Bragason, sem aðfaranótt síðastliðins föstudags braut 21 rúðu á skrifstofu kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu. Hann segist hafa gert það í bræði eftir að hafa áttað sig á því að hann átti svip- aða reynslu að baki og að lýsingar fórnarlambs séra Georgs í Frétta- tímanum hafi rifjað upp fyrir honum löngu gleymt atvik. Í blaðinu lýsti fórnarlambið því hvernig presturinn misnotaði hana. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Ferðanuddbekkur • Stillanlegur höfuðpúði • Stuðningur fyrir handleggi • Hæðarstilling 59-86 cm • Burðargeta 250 kg • Þyngd 16 kg Verð 59.890 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.