Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 2
2 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Nýju haustvörurnar streyma inn Stærðir 40-60. Guðrún Ebba segir sögu sína Saga Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups, kom út á mánudag. DV birti kafla úr bókinni á mánudag en hann ber yfirskriftina Sunnudagar. Þar lýsir Guðrún því hvernig faðir hennar misnotaði hana eftir að hafa predikað á sunnu- dögum. „Ég horfði á hann í predik- unarstólnum og fannst vera myrkur í kringum hann. Ég hataði sunnudag- ana þar sem hann þóttist heilagur í kirkjunni en notaði svo tækifærið sama kvöld til að beita mig viðbjóðs- legu ofbeldi sem ég skammaðist mín fyrir og óttaðist að allir sæju utan á mér,“ segir meðal annars í kaflanum. Fletti ofan af glæpaforingja Íslenska fegurðar- drottningin og fyrirsætan fyrrverandi Anna Björns- dóttir batt í sumar enda á eina umfangs- mestu leit bandarísku alríkislögreglunnar FBI er hún vísaði á hinn alræmda glæpa- foringja James „Whitey“ Bulger. Fyrir vikið fékk hún sem samsvarar 235 milljónum íslenskra króna. Hinn 82 ára Bulger bjó í næsta nágrenni við Önnu í Bandaríkjunum. Bulger var í sextán ár á flótta undan lögreglunni en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi; 19 morð, morðtilraunir, tilraunir til fjárkúg- unar, fíkniefnasölu og peningaþvætti. „Ég varð mjög hrædd“ „Þetta er einbeittur vilji til að knésetja mig að mínu mati. Í mínum villtustu draumum, þá trúði ég þessu ekki,“ sagði Siv Friðleifsdóttir al- þingiskona þegar hún bar vitni í máli gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum, Þorsteini Húnbogasyni, á þriðjudag. Þorsteinn er sakaður um brot á fjarskiptalögum með því að hafa komið fyrir ökurita í bifreið hennar og þannig fylgst með ferðum hennar. Ákæruvaldið hefur farið fram á tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi yfir Þorsteini. Siv virtist vera mjög brugðið vegna máls- ins í dómsal og lýsti meðal annars hræðslu sinni. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 S igmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, er ekki óhultur fyr- ir útlendum mat í mötuneyti Alþingis. Samkvæmt upplýs- ingum frá mötuneytinu er ekki allt hráefni sem notað eru til matargerð- ar í mötuneytinu íslenskt. Fæðuvalið er fjölbreytt, til dæmis var grísasnitsel á boðstólum á mánudag, keila á þriðjudag og kjúklingur á miðviku- dag. Þingmenn og aðrir starfsmenn þingsins hafa einnig alltaf aðgang að salatbar, súpu og nýbökuðu brauði. Hefur lést um mörg kíló Sigmundur Davíð er eins og alþjóð veit á „íslenska kúrnum“ og borðar hann einungis íslenskar afurðir. Hann hefur leyft þjóðinni að fylgj- ast með þessu átaki sínu en hann var orðinn – að eigin sögn – alltof þungur. Sigmundur var 108 kíló þegar hann byrjaði í megruninni en samkvæmt upplýsingum af Facebook-síðu Sig- mundar hefur hann lést um 8,4 kíló. „Kominn undir 100 kíló í fyrsta skipti frá því ég var 12 ára … nei það er lík- lega ekki alveg það langt síðan en alla vega lengra en ég man og í milli- tíðinni hafa verið ófáar tilraunir sem skiluðu ekki sama árangri og íslenski kúrinn,“ sagði Sigmundur um megr- unina. Gerði hlé og fékk matareitrun Í eina skiptið sem vitað er fyrir vissu að Sigmundur hafi svindlað á „ís- lenska kúrnum“ er þegar hann var staddur í Finnlandi. Þá fékk hann matareitrun. „Fundaferðin með ut- anríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun,“ skrifaði hann á Face book-síðuna. Sigmundur Davíð var í Finnlandi ásamt utanríkismála- nefnd Alþingis en hann hafði þá verið í nokkrar vikur á íslenska kúrnum. Áður en hann lagði af stað til Finnlands gaf hann það út að hann myndi gera hlé á íslenska mataræðinu og prófa finnsk- an mat á meðan að hann vær þar. Ódýr og fjölbreyttur matur Maturinn sem er á boðstólum á Al- þingi er þó fjölbreyttur og fæst gegn mjög sanngjörnu verði fyrir þing- menn og aðra starfsmenn. Eins og matseðill vikunnar gefur til kynna fá þingmenn fisk að jafnaði tvisvar í viku en í þessari viku er það pönnusteikt keila í tómat og basil og nætursöltuð ýsa. Þingmenn og aðrir starfsmenn borga 500 krónur fyrir hverja heita máltíð í mötuneytinu en köld mál- tíð kostar 430 krónur. Fyrir þá þing- menn sem geta látið sér súpu nægja geta þeir fengið sér súpu, sem alltaf er í boði á salatbarnum í þinginu, fyr- ir 210 krónur. n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki óhultur fyrir erlendum mat í mötuneyti þingsins n Boðið upp á íslenskt hráefni eftir bestu getu n Borga 500 krónur fyrir máltíðina Ekki bara íslenskt í matinn á Alþingi „Fundaferðin með utanríkismála- nefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun. Mánudagur n Svínasnitsel með bökuðum kartöflum, rauðkáli, grænmeti og sósu n Mexíkósk súpa Þriðjudagur n Pönnusteikt keila í tómat og basil með kartöflum og salati n Krydduð baunasúpa Miðvikudagur n Tandoori kjúklingaréttur með hrís- grjónum og brauði n Frönsk súpa Fimmtudagur n Nætursöltuð ýsa með kartöflum, rófum og rúgbrauði n Blómkálssúpa Föstudagur n Salatbarinn n Matarmikil kjötsúpa Matseðill Alþingis í þessari viku Ekki öruggur Sigmundur Davíð getur ekki verið öruggur um að fá aðeins ís- lenskan mat í mötuneyti Alþingis. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Aðalsteinn Bergdal leikari: „Ber engan kala til ökumanns“ „Ég vil fyrst og fremst að hann finni ekki fyrir einhverri sekt hjá sér því hann gerði ekki neitt rangt í sjálfu sér,“ segir leikarinn Aðalsteinn Berg- dal um piltinn sem keyrði á hann og sambýliskonu hans í síðustu viku. Aðalsteinn slasaðist illa en vinstri fótur hans brotnaði á fjórum stöð- um fyrir neðan hné og þar af var eitt opið brot. Hægri fótleggur hans brotnaði einnig á einum stað og þá fékk hann höfuðhögg sem olli mari á heila og bjúgsöfnun í kjölfarið. Aðspurður um tildrög slyssins segir hann að bíll hefði stöðvað fyrir þeim en skyggnið hafi verið slæmt og pilturinn líklega ekki áttað sig á því. Þau hafi því endað á bílnum og svo í götunni. Hann vill síður að ökumaðurinn burðist með sektar- kennd vegna óhappsins og ætlaði því, með aðstoð milligöngumanna, að hitta drenginn í gær til að segja að honum þyki vænt um hann. „Ég ber engan kala í brjósti til þessa pilts sem verður fyrir þessu. Því þetta var slys. Ég vil ekki að hann sé að burðast með þetta á sinni sál. Að svona ungur maður haldi að þarna úti sé einhver maður sem sé brjálaður út í hann. Ég vil bara að hann geti gengið hiklaust um götur vitandi það að það er engum þarna úti sem er illa við hann,“ segir Aðal- steinn. Fótleggur Aðalsteins er illa farinn en það er höfuðhöggið sem plagar hann mest. „Steinarnir inni í mið- eyranu losnuðu eitthvað þannig að ég fæ svona tilfinningu eins og skrokkurinn sé kominn á hringferð og ég verð bara að grípa í sjúkrarúm- ið svo ég fljúgi hreinlega ekki út um gluggann,“ segir leikarinn slasaði. Þrátt fyrir lífsreynsluna tekur Að- alsteinn slysinu af mikilli jákvæðni. „Það þýðir ekkert annað. Þegar hlut- ur er orðinn þá er hann orðinn og maður breytir honum ekki. Ég reyni að vakna afar jákvæður á hverjum morgni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.