Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 14
H æstiréttur snéri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness á fimmtudag og dæmdi Gunnar Rúnar Sigurþórs- son í 16 ára fangelsi fyrir að ráða Hannesi Þór Helgasyni bana. Gunnar Rúnar hafði áður verið sýkn- aður í málinu og úrskurðaður ósak- hæfur. „Sorgin er enn til staðar og hjartað er ennþá aumt. Ekki bætir úr skák að móðir mans lætur lífið innan við ári eftir að bróðir manns er myrt- ur,“ segir systir Hannesar. Fagnaðalæti brutust út Fjölskylda Hannesar Þórs fagnaði og hrópaði þegar dómsorð Hæsta- réttar voru lesin upp. Viðbrögð fjöl- skyldunnar urðu til þess að forseti Hæstaréttar skammaði fjölskyld- una og sagði að slík viðbrögð væru ekki liðin í Hæstarétti. Svona hegð- ar maður sér ekki í réttarsal, sagði Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar, við fjölskyldumeðlimi. Fáheyrt er að fagnaðarlæti brjótist út í réttarsal þegar dómur er kveð- inn upp. Fjölskylda Hannesar Þórs faðm- aðist svo og gladdist saman fyrir utan Hæstarétt, þrátt fyrir að dagur- inn og málið allt í heild hafi reynst þeim mjög erfitt. Kristín Helgadótt- ir, systir Hannesar, segir að málinu sé lokið en hún segir sorgina aldrei hverfa úr hjartanu. Hún segir sig og fjölskylduna vera ánægða með rétt- arkerfið. „Ef við horfum á þetta út frá réttarkerfinu þá er maður glað- ur.“ Hafði fulla stjórn Hæstiréttur taldi að Gunnar Rúnar hefði haft fulla stjórn á sjálfum sér þegar hann stakk Hannes Þór ítrek- að með hnífi. Gunnar verður fluttur á Litla-Hraun þar sem hann mun sitja af sér dóminn. Síðustu mánuði hef- ur hann verið vistaður á réttargeð- deildinni að Sogni. „Var ásetningur ákærða til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar máls- bætur,“ segir í dómnum. Dómurinn telur að rétt megi vera að Gunnar Rúnar sé haldinn geð- sjúkdómi og hróflar dómurinn ekki við því áliti þriggja geðlækna sem unnu greiningu á Gunnari fyrir hér- aðsdóm. Telur dómurinn hins veg- ar ekki hægt að fullyrða að sá sjúk- dómur hafi með öllu ráðið gerðum hans. „Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæm- ist, þar á meðal neitaði hann stað- fastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn máls- ins,“ segir í dómnum. Saksóknari vildi refsingu Dómi héraðsdóms var áfrýjað af ríkissaksóknara til Hæstaréttar en saksóknari krafðist þess að Gunnar Rúnar yrði úrskurðaður sakhæfur og dæmdur til fangelsisvistar eins og aðrir sem gerast sekir um morð. Gunnar Rúnar játaði á sig morðið í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi en hann reyndi fyrstu dagana eftir morðið að halda því leyndu að hann hefði banað Hannesi. Hann var tvívegis handtekinn við rannsókn málsins. Ákæruvaldið lagði fram greinargerð sem Sigurður Páll Páls- son, yfirlæknir á Sogni, gerði á stöðu Gunnars Rúnars. Í greinargerðinni segir Sigurður Páll ekkert benda til þess að Gunnar Rúnar sé ástsjúkur, líkt og var niðurstaða geðmats á honum sem lagt var fyrir héraðsdóm sem úrskurðaði hann ósakhæfan. Sorgin enn til staðar Fjölskyldan hafði lýst opinberlega yfir vonbrigðum með að Gunn- ar Rúnar hefði verið úrskurðaður ósakhæfur í héraðsdómi. Fjölskylda Hannesar var í salnum þegar dóm- urinn var kveðinn upp. Kristín seg- ir að sér og fjölskyldunni sé létt. Fimmtudagurinn var þó mjög erfið- ur fyrir fjölskylduna. „Þetta er erfið- ur dagur fyrir fjölskylduna, í morgun [fimmtudag] kistulögðum við móður okkar. Þetta eru svolítið blendnar til- finningar í dag. Léttir og sorg,“ segir Kristín. Hæstiréttur taldi að Gunnar Rúnar „hafi borið skynbragð á eðli þess af- brots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk A til ólífis að hann telj- ist sakhæfur“. Sjálf hefur fjölskyld- an aldrei efast um sakhæfi Gunnars. „Aldrei. Frá fyrsta degi höfum við aldrei efast um sakhæfi hans. Enda lásum við allan þann vitnisburð sem við gátum lesið sjálf. Við höfum aldrei efast,“ segir Kristín aðspurð hvort fjöl- skyldan hafi einhvern tímann efast um sakhæfi Gunnars Rúnars. 14 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Ísland og ESB: Þurfa að leggja fram áætlun Íslenskum stjórnvöldum hafa borist niðurstöður frá Evrópusambandinu vegna rýnivinnu um byggðamál, en þau eru einn liður í viðræðum Ís- lands um aðild að ESB. Í niðurstöð- unum kemur fram að forsenda þess að hægt sé að hefja samningavið- ræður um byggðamál sé að íslensk stjórnvöld leggi fram ítarlega og tímasetta aðgerðaráætlun. Þar þurfa að koma fram skýr markmið hvað varða framkvæmd byggðastefn- unnar og nauðsynlega stjórnsýslu. Er slík áætlun nauðsynleg í ljósi þess að Íslendingar hyggjast ekki ráðast í breytingar á stjórnsýslunni í tengslum við aðildarviðræður fyrr en eftir að aðildarsamningur hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í rýniskýrslunni frá ESB er reif- aður málflutningur Íslendinga um sérstöðu Íslands vegna mannfæðar, strjálbýlis og fjarlægðar frá erlend- um mörkuðum. Helstu atriði sem koma fram í skýrslunni eru með- al annars að íslensk stjórnsýsla sé lítil og sveigjanleg. Þá sé til staðar töluverð reynsla við rekstur og þátt- töku í ýmsum áætlunum ESB. Við- eigandi löggjöf er að mestu leyti til staðar en styrkja þarf lagagrundvöll á nokkrum sviðum og tryggja að fjárlagagerð á sviði byggðamála taki mið af áætlanagerð til lengri tíma. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að við framkvæmd byggðastefnu ætli Ísland sér að nýta núverandi stjórn- sýslu eftir því sem kostur er og hafa hana smáa og einfalda í sniðum. Á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins kemur fram að íslensk stjórnvöld muni nú hefja vinnu við áætlana- gerðina og að henni verði lokið á næstu mánuðum. Þá verði hægt að hefja efnislegar samningaviðræður um málaflokkinn. „Hjartað er ennþá aumt“ n Hæstiréttur dæmdi Gunnar Rúnar Sigurþórsson í 16 ára fangelsi n Var áður talinn ósakhæfur og var vistaður á réttargeðdeild„Ef við horfum á þetta út frá réttarkerfinu þá er maður glaður. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Erfiður dagur Dagurinn sem dómurinn var kveðinn upp yfir Gunnari var fjölskyldu Hannesar erfiður en fyrr um daginn var kistulagning móður Hannesar. Sekur Gunnar Rúnar er sak- hæfur að mati Hæstaréttar sem hefur dæmt hann í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Sýknaður í Hæstarétti Karlmaður, sem var sakfelldur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðis- brot, var sýknaður í Hæstarétti Ís- lands á fimmtudag. Manninum var gefið að sök að hafa káfað innan klæða á tveimur ungum drengjum þegar hann var leiðbeinandi á nám- skeiðum sem drengirnir sóttu fyrir þremur árum. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í septem- ber í fyrra en Hæstiréttur sneri þeim dómi. Maðurinn neitaði því að hafa brotið gegn drengjunum sem voru sjö og átta ára þegar meint brot voru framin. Maðurinn var þá sjálfur sautján ára. Hæstiréttur taldi að ekki væri komin fram sönnun þess efnis að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Lést í vinnuslysi Karlmaðurinn sem lést í vinnu- slysi á Djúpavogi í gær hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs og lætur eftir sig sambýlis- konu og tvö börn. Bænastund var haldin í Djúpavogskirkju klukkan 18 á fimmtudag. Banaslysið varð þeg- ar verið var að losa salt úr skipi við höfnina á Djúpavogi og krani sem notaður var í verkið brotnaði og féll á Jón Ægi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.