Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 37
Menning | 37Helgarblað 14.–16. október 2011 Föstudagur Laugardagur Sunnudagur 14 okt Sóley í Eymundsson Söngkonan Sóley heldur tónleika í Eymundsson Austurstræti klukkan 17.30. Retro Stefson Ungliðarnir í Retro Stefson halda tónleika í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar klukkan 18 í dag. John Grant og Caged Animals á Kex Bandarísk hljómsveit John Grant spilar á Kex klukkan 18.30 og Caged Animals spilar klukkan 20.00 ásamt fleiri böndum. Alvöru heimapartí Íbúar í Ingólfsstræti 8 halda alvöru húspartí. Meðal tónlistarmanna sem troða upp eru Berndsen, Hermi- gervill, Snorri Helgason og Þórunn Antonía ásamt fjölmörgum öðrum. Stendur frá 16.30 til 20. Snorri Helgason Ljúflingurinn Snorri Helgason heldur tónleika í Reykjavík Downtown Hostel klukkan 15. Ellen og dætur Söngkonan Ellen Kristjáns- dóttir syngur ásamt dætrum sínum þremur, Siggu, Elísabetu og Elínu Ey á Dillon klukkan 16.30. Pascal Pinon í sundi Hljómsveitin Pascal Pinon ætlar að hressa sundgesti Vesturbæjar- laugarinnar með fjörugum tónum klukkan 18 í dag. Pétur Ben, Eberg og Friðrik Dór Pétur Ben og Eberg troða upp hjá Hemma og Valda klukkan 19. Á eftir þeim stígur á svið hjartaknúsarinn Friðrik Dór. Hellvar í Munnhörpunni Hljómsveitin Hellvar treður upp klukkan 17 í Munnhörpunni sem er staðsett í anddyri Hörpu. Sálin á Barböru Sálin hans Jóns míns spilar á skemmtistaðnum Barböru í dag klukkan 19.30. Borko á Kex Tónlistarmaðurinn Borko treður upp á Kex Hostel klukkan 20.30. Off Venue- dagskrá Allir geta verið með á Airwaves - jafnvel þó þeir eigi ekki miða! 15 okt 15 okt Um helgina mun borgin iða af tón- listarlífi í tilefni Iceland Airwaves. DV tók saman nokkra spennandi Off Venue-atburði á tónlistarhátíðinni sem eru öllum opnir. Fékk ógeð á fólki „Ég sé ekki eftir neinu og skammast mín ekki fyrir það hver ég var eða hvernig ég var,“ segir Mundi frá. „Þeim tókst ekki að troða upp á mig skömminni þótt þeir hafi lam- ið mig nánast upp á dag.“ Mundi segist hafa fengið ákveðið ógeð á fólki eftir ein- eltið. Hann segir að þetta ógeð hafi haft óvæntar jákvæðar af- leiðingar á sálarlífið. „Ég ber engar væntingar til annarra og stend því alltaf fastur á mínu. Ég hef harðari og ákveðnari skoðanir. Ég stend alltaf harð- ur á mínu meðan ég sé að margir eru óöruggir og hafa of miklar áhyggjur af því sem öðrum finnst og bogna und- an því álagi. Ég á það ekki til. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst.“ Vinsælu krakkarnir tapa Það var á göngunum í Haga- skóla sem skólafélagar hans lögðu hann helst í einelti. Þar sýndu vinsælu krakkarnir yfir- burði sína með því að niður- lægja hann og berja. Hann segir ekkert hafa orðið úr þeim krökkum sem gleymdu sér hvað mest í vinsældum sínum. „Þeir sem blómstra í gaggó eru ekki þeir sem blómstra seinna á lífsleiðinni. Þeir vin- sælu brenna upp eins og kerti. Þeir fá þá ranghugmynd að þeir hafi náð einhverri stöðu í lífinu og stöðvast þess vegna í þroska. Fljóta svo bara áfram. Ég held að það sé erfiðara fyr- ir þá sem lögðu mig í einelti að komast yfir það en mig sjálfan.“ Barði aldrei frá sér „Gaggó er sérheimur,“ segir Mundi. Dýragarður og fang- elsi. „Krakkarnir sjá ekkert fyr- ir utan þennan heim. Þeir eru að styrkja sig og móta skoðan- ir sínar og það er barátta. Þess vegna er illmögulegt að breyta þeirri staðreynd að krakkar eru lagðir í einelti.“ En hvernig eiga foreldrar eða unglingar sjálfir að búa sig undir þetta stríð? „Læra að berja frá sér,“ segir Mundi strax. „Krakkar verða að geta svarað fyrir sig, staðið á sínu, jafnvel barið frá sér. Ég gerði það aldrei. Ef þú sýnir ekki að þú getir varið þig þá ertu að sýna að þú ert nógu veikur til að það megi níðast á þér. Þú verður tilvalið fórnarlamb fyrir hina að æfa sig á.“ Mundi vildi lítið ræða um eineltið við móður sína. Reyndar fékk hún minnst að vita af því þegar hann var í Hagaskóla. Það var aðeins einu sinni sem atvik kom upp sem hún vissi af. Þá var reynt að leysa málið á fundi. Móð- ir Munda reiðist enn þegar hún hugsar til baka um þann fund. Hún situr inni á vinnu- stofunni með okkur og leggur orð í belg. „Það er flókið mál að reyna að leggja af einelti. Ég hef enga trú á því að þessi mál megi leysa á fundum þar sem fórn- arlambið þarf að sitja á móti gerendunum og þeir biðja af- sökunar,“ segir hún. „Það á bara að leysa þetta af mann- úð,“ bætir hún við og það sést á fasi hennar að henni finnst sárt að hugsa um ein- elti Munda. „Varstu síðan ekki lúbarinn eftir þennan fund?“ Mundi kinkar kolli. „Jú, það var aðeins tekið í mig á eftir. Þetta er dauðadæmt.“ Eineltið skiptir engu Mundi segir þá krakka sem lagðir eru í einelti verða að vita þetta eitt: Þetta skiptir á endanum engu máli! „Krakkar sem eru lagðir í einelti, eru utangarðs eða líður einfaldlega illa í grunn- og gagnfræðaskóla þurfa að vita að staða þeirra í skól- anum á þessum árum skipt- ir engu máli. Þegar þessum árum er lokið tekur frelsið við. Ekkert skiptir lengur máli. Þú getur orðið allt sem þú vilt og öll þessi kvöl er úti.“ Verður að breyta kerfinu Þó að Mundi haldi að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir einelti heldur hann að það megi auka vellíðan og bæta möguleika barna. Þannig megi minnka líkurnar. „Það þurfa að vera fleiri möguleikar. Kerfið þarf að sjá öll þessi hæfileikaríku börn sem ætla ekki að verða læknar eða lögfræðingar. Það meikar engan sens að hafa þessar áherslur svona þungar. Við lifum ekki í bændasamfélagi lengur. Meira að segja í dag þegar langskólagengnir leita sér að vinnu í atvinnuleysinu þá sækja þeir um vinnu hjá frumkvöðli sem oftast er ekki langskólagenginn.“ Hann hef- ur þurft að fara eigin leiðir, því leiðirnar eru ekki til í skóla- kerfinu. Það á að vera hægt að sjá fyrr á skólaferlinum hvaða tækifærum er hægt að veita hverjum og einum einstak- lingi. Það gerir það að verkum að börnum líður betur, styrkj- ast í sínu. Tímann í skóla á að vera að hægt að nota til þess að hugsa, æfa sig og styrkja.“ Umvafinn góðu fólki Mundi er í dag umvafinn góðu fólki. Hann á fjölmarga nána vini. Gengur vel í listinni og lífinu. Hann á mjög gott sam- band við foreldra sína, bæði móður og föður. Hann og afi hans, Eiríkur Óskarsson, eru einnig nánir vinir. „Hann afi er bara búinn að komast að ein- hverju mjög mikilvægu. Hann gekk í gegnum mikla erfið- leika, það held ég að sé hollt fyrir alla. Að eiga erfitt. Brotna til að byggja sig upp aftur. Það er gott að búa að því að kunna að púsla sér saman. Afi er góð- ur vinur minn. Hann er mjög mikilvægur í mínu lífi. Hann kenndi mér að byggja mig upp. Hann hætti að drekka og sá lífið með nýjum augum. Ég fékk að heyra af því sem hann sá og það hafði góð áhrif á mig.“ Mundi segir að afa sínum finnist hann stundum drekka of mikið. „En ég er bara á djamminu. Eins og gengur. Þetta var meira vandamál. Ég drekk ekki eins mikið og ég gerði áður. Hættur að fara í eftir partí og svona. Þetta er ungt og það leikur sér, er það ekki? Ég er í þeim geira þar sem djammið gerjast saman við vinnuna.“ Mundi er í sambandi við Tinnu Bergs fyrirsætu. Langar hann að eignast börn? Mamma hans tekur af hon- um orðið. „Hann Mundi hef- ur sko engan tíma til að hugsa um börn. Það er alltof mik- ið að gera hjá honum.“ Þau hlæja bæði. „Já, það er rétt hjá henni,“ segir Mundi. „Ég geri bara eins og hún segir. “ Barði aldrei frá sér í æsku Eineltið skiptir engu máli Munda finnst krakkar þurfa að vita að þegar grunn- og gagn- fræðaskóla er lokið tekur frelsið við. „Þú getur orðið allt sem þú vilt og öll þessi kvöl er úti.“ „Afi er góður vinur minn. Hann er mjög mikil- vægur í mínu lífi. m y n d ir E y þ ó r á r n A s o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.