Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 56
Tilboð 69.400 Árni er algjör senuþjófur! Spilaði svart og stal senunni n Frétt DV um að Árni Johnsen þing- maður hefði stungið upp á því að alþingismenn ættu að greiða tón- listarmönnum svart fyrir að spila á árshátíð Alþingis vakti mikla athygli í vikunni. Tillaga Árna var sérstaklega óheppileg þar sem hann hefur hlotið dóm fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi. Meðal þess sem Árni átti að hafa gert var að eign- ast ýmiss konar byggingarefni með vafasömum hætti. Við lestur fréttar- innar rifjaðist upp fyrir einhverjum að gjarnan hefði verið haft á orði í Vestmannaeyjum, heimabæ Árna, að hann hefði „spilað svart og stolið senunni“ þegar hann spilaði undir í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð eftir að hafa hlotið dóminn árið 2003. Um- mælin öðlast nýtt líf með frétt- inni af tillögu Árna. Yoko snæddi á Munnhörpunni n Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, gerði sér glaðan dag á fimmtudag og snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Munnhörpunni. Ono á greinilega marga vini á Íslandi því með henni för var hátt í tutt- ugu manna hópur sem gæddi sér á gómsætum veitingum Munnhörp- unnar. Ono er allajafna stödd hér á landi á þessum árstíma til þess að vera viðstödd tendrun Friðarsúlunn- ar í Viðey sem er til minningar um eiginmann hennar. Þá greindi DV frá því fyrr í þessari viku að Ono hefði hannað Kær- leikskúlu Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Eru þær kúlur seldar á hverju hausti í fjáröflunar- skyni fyrir sumarbúð- ir fatlaðra barna í Reykja- vík. Helgi Björns söng á starfsmannafundi n Á föstudaginn fyrir viku var hald- inn starfsmannafundur í Hörpu með starfsfólki Íslandsbanka þar sem Birna Einarsdóttir bankastýra fór yfir stefnu bankans fyrir árið með starfs- fólki og mökum. Fundurinn mun hafa staðið í tvo tíma, frá klukkan 17 til 19. Mökum var boðið svo þeir gætu fylgst með þeirri stefnu sem bankinn er að vinna að. DV hafði fengið ábendingar um að vel hefði verið veitt á fundinum og að hann hefði verið íburðarmikill, en Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsinga- fulltrúi bankans, segir svo ekki vera. Starfsmönnum var boðið upp á bjór og hvítvín auk þess sem Helgi Björns kom og söng eitt lag. „Þetta var árlegur fundur sem er hald- inn þar sem Birna fer yfir stefnu bank- ans með starfs- mönnum og mök- um,“ segir Guðný Helga. Þ að voru nokkrir sem tóku sig til og spurðu hvort að hann vildi vera memm,“ segir Birgir Smári Ársælsson, einn af skipuleggj- endum mótmæla sem boðað hefur verið til á laugardag. Hörður Torfason og samtökin Raddir fólksins hafa líka boðað til mótmæla, eða samstöðuf- undar eins og það er orðað í tilkynn- ingu, á laugardag. Tilefnið eru alþjóð- leg mótmæli sem fara fram í tugum landa víðsvegar um heim. Rót þeirra liggur á Wall Street í New York-borg þar sem fjöldi fólks hefur lýst yfir and- úð sinni misskiptingu auðs og órétt- látu fjármálakerfi. Birgir Smári þvertekur þó fyrir að stríð sé á milli hópanna tveggja. „Það er ekkert stríð. Hann vill bara hafa sitt og það er bara flott,“ segir Birgir sem bendir einnig á að mótmælin fari fram með mismunandi sniði. „Þetta eru ekki hávaðamótmæli eða þannig. Þetta eru meira spjallmótmæli. Við skiptum þessu niður í hópa til að skapa umræð- ur. Þetta verða umræðumótmæli,“ segir hann. Hann viðurkennir þó að það geti haft áhrif á mótmælin að tveir hópar hafi boðað þau á sama tíma. „Að sjálf- sögðu getur það verið truflandi en er það ekki bara lýðræði? Er það ekki hug- myndin, að allir geti fundið sér sinn vettvang?“ Hörður Torfason vakti mikla athygli fyrir skelegga framgöngu í búsáhalda- byltingunni en hann leiddi mótmæla- fund á Austurvelli margar vikur í röð í hruninu þar sem þúsundir Íslendinga komu saman til mótmæla. Mótmælin nú á laugardag verða þau fyrstu sem Hörður leiðir frá búsáhaldabyltingunni en mótmæli Radda fólksins fara fram á Austurvelli á meðan hin mótmælin, sem boðuð eru af hópnum 15. október, fara fram á Lækjartorgi. Buðu Herði að vera „memm“ n Tveir aðskildir hópar hafa boðað til mótmæla á laugardag Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 14.–16. OkTóBEr 2011 118. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Mótmælir aftur Hörður vakti mikla athygli fyrir skelegga framgöngu í búsáhaldabyltingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.