Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 14.–16. október 2011 Helgarblað E llen tekur á móti blaðamanni í hlýlegri íbúð á annarri hæð í steinhúsi í Hlíðunum. Í húsinu býr öll fjölskylda hennar undir sama þaki, þó ekki öll í sömu íbúðinni. Ellen og eiginmaður hennar búa á annarri hæðinni ásamt syninum Eyþóri, elsta dóttirin í risinu og önnur dóttir í kjallaranum. Eyþór Gunnars- son, eiginmaður Ellenar, býður upp á kaffi á meðan kötturinn Dúlla og hundurinn Lúkas, sem er gestkomandi á heimilinu, hlaupa um gólfin og kepp- ast um athygli húsráðenda. Ellen býður til sætis í fallegri borðstofu og Lúkas vill fá að vera með. Það er til nóg fyrir alla Hljómþýða og þægilega rödd Ellenar þekkja flestir enda hefur hún verið ein ástsælasta söngkona landsins til margra ára. Undanfarið hefur hún hins vegar vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu á öðru sviði því hún hefur verið áberandi í mótmælum þeim sem bein- ast gegn stjórnvöldum og bönkum. Ell- en hefur verið óhrædd við að segja al- menningi að sniðganga bankana og hreinlega hætta að borga af lánum sín- um. „Ég er enginn brjálaður mótmæl- andi,“ segir Ellen og hlær „Ég er mjög friðsöm og vil friðsamleg mótmæli.“ Hún segir það ekki vera neitt leynd- armál að hún sé búin að fá nóg af því kerfi sem við búum við. „Ég er orðin þreytt á þessu ástandi í heiminum, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar. Ég vil að kapítalisminn líði undir lok. Hann hefur skilið eftir sig sviðna jörð og við verðum að fara að breyta þessu. Það er til nóg fyrir alla,“ segir hún ákveðin. Ellen hvetur fólk til þess að hætta að borga af lánum sínum. Það græði enginn á því nema fjármálastofnan- irnar. „Ég held að fólk eigi ekki að vera hrætt. Ég skil það samt alveg, ég er auð- vitað alveg skíthrædd við þetta líka. Við erum alin upp við það að vera löghlýð- in og standa í skilum og ekki stela en það er verið að stela af okkur. Það má alveg hugsa það þannig,“ segir Ellen og fær sér sopa af heimagerðu kaffi eigin- mannsins. Hún hugsar sig um og held- ur svo áfram: „Ég ætla ekki að borga því ég vil ekki taka þátt í þessu lengur, ég vil breyta þessu. Ég hef reynt að semja við bankana en mér finnst ég hafa feng- ið þessi skilaboð: „þér var nær“,“ segir hún. Flutti til Íslands eftir skilnað foreldranna Söngkonan og baráttukonan Ellen er fædd í Bandaríkjunum, nánar til- tekið San Fransisco, þar sem hún ólst upp fyrstu árin. Þar hóf hún líka söng- ferilinn, ung að árum. „Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að syngja. Fyrsta söngminningin mín er frá því þegar ég söng með Fóstbræðrum í Amer- íku. Ég talaði enga íslensku þá en söng samt með þeim,“ segir hún hlæjandi. Fjölskylda Ellenar bjó í tvo áratugi í Bandaríkjunum. „Pabbi og mamma fluttu til Bandaríkjanna eftir stríð með eina dóttur, Inger systur mína, sem er reyndar dáin núna. Pabbi fór í verk- fræðinám og þau voru þarna í tuttugu ár. Þá skildu þau og mamma kom með okkur fjögur heim.“ Elsta systirin Inger varð eftir en alls voru systkinin fimm. Þrír bræður og tvær systur; Inger, Pét- ur, Einar, Kristján og Ellen. Hún segist muna vel eftir ferðalaginu þegar þau fluttu aftur heim til Íslands. „Systir mín var orðin tvítug og varð eftir. Þegar við fluttum heim varð hún eftir með unn- usta sínum. Ég, mamma og Kristján komum heim í flugvél. Pétur og Einar fóru á skipi með dótið okkar. Við keyrð- um frá Kaliforníu til New York og þetta var ótrúlega skemmtileg ferð. Þó ég hafi verið svona ung þá man ég þetta vel. Við vorum á troðnum „station“-bíl með fullt af dóti og kött og skjaldböku,“ segir Ellen og hlær að minningunni. „Við þurftum að keyra lengi og stopp- uðum á leiðinni til að hvíla okkur. Ég man að það var alltaf mest spennandi að sjá hvort það væri sundlaug á hótel- unum sem við stoppuðum á.“ Ellen var sex ára þegar hún kom heim. „Ég hafði aldrei séð snjó og aldrei átt úlpu. Þetta var mjög spenn- andi allt saman, alveg ótrúlega gaman,“ segir hún dreymin og bætir við. „Það var samt alveg ótrúlega gaman úti líka, alltaf gott veður.“ Systirin dó í bílslysi Pabbi Ellenar, Kristján, varð eftir í Bandaríkjunum. „Ég hélt alltaf sam- bandi við hann og heimsótti hann þegar ég var þrettán ára. Hann fór því miður til Víetnam á vegum hersins í stríðinu. Þetta er þaðan,“ segir Ellen og bendir á afar fallegt gyllt asískt málverk sem hangir uppi á vegg. „Hann kom með þetta til Íslands þegar hann kom heim í jarðarför foreldra sinna. Hann gerði líka þessi listaverk,“ segir hún og bendir á leirverk úti í glugga. „Hann var mikill listamaður. Hann var alltaf eitthvað að mála og skapa.“ Ellen var ung þegar faðir hennar lést. „Hann dó svo þegar ég var átján ára,“ segir Ellen og horfir á gyllta listaverkið og bætir við: „Hann var orðinn veikur í endann vegna alkóhólisma sem hann glímdi við og Bakkus sigraði að lokum,“ segir Ellen en hún hélt alltaf sambandi við föður sinn í gegnum bréfaskriftir. Hann bjó í San Fransisco til dauðadags. Elsta systir Ellenar, Inger, dó fyrir aldur fram. Systkinin tóku andlát henn- ar nærri sér enda segir Ellen þau öll vera afar náin. Ellen og Kristján bróð- ir hennar, eða KK eins og flestir þekkja hann, sömdu lagið When I Think of Angels í minningu systur sinnar. „Hún dó árið 1992 í bílslysi. Við vorum mjög nánar og hún ól mig svolítið upp. Ég fór út til hennar í eitt ár og var í tón- listarnámi og var líka að vinna í Hew- lett Packard-tölvufyrirtæki þar sem hún var yfirmaður. Ég er mjög þakklát fyrir það ár. Hún bjó alltaf úti og kunni best við sig þar en kom oft hingað til Ís- lands að heimsækja okkur,“ segir Ellen og brosir. Skildu í eitt ár en tóku saman aftur Eins og áður sagði kviknaði tónlistar- áhuginn snemma hjá Ellen. Þau KK hafa spilað saman síðan á unglings- aldri. „Ég byrjaði þrettán ára að læra á gítar því hann var að læra á gítar,“ segir Ellen hlæjandi. „Þú getur rétt ímynd- að þér hvað honum fannst það töff eða þannig, honum fannst það ekki mjög gaman,“ segir hún kímin. KK bjó í Sví- þjóð í mörg ár en flutti til Íslands 1990. Þá byrjuðu systkinin að spila saman fyrir alvöru. „Við byrjuðum þá að spila með KK band og höfum alltaf spilað mikið saman. Það er alveg frábært að vinna með honum og alltaf gaman. Árið 2005 gáfum við út fyrstu plötuna okkar saman, það var jólaplata og við erum einmitt að vinna að annarri jóla- plötu núna. Annars höfðum við spilað mikið sem gestir inn á plötur hjá hvort öðru.“ Ellen hefur sungið með mörg- um helstu tónlistarmönnum lands- ins en samstarf hennar við þá Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson í Mannakornum hefur verið hvað mest áberandi. „Ég er búin að vera með Mannakornum síðan ég var ungling- ur. Fyrstu lögin sem ég tók var Ein- hvern tímann, einhvers staðar aftur og Ljósin í bænum.“ Þegar þarna var komið sögu var Ellen 19 ára og kynnt- ist Magga í gegnum bróður sinn, Krist- ján, sem vann hjá honum í Rín. Á sama tíma kynntist hún einnig mann- inum sínum, Eyþóri Gunnarssyni tón- listarmanni sem er hljómborðsleik- ari hljómsveitarinnar Mezzoforte. „Á þessum tíma vorum við öll að byrja í tónlistinni og við kynntumst um þetta leyti. Við vorum saman í hljómsveit- inni Tívolí,“ segir Ellen. Þau eru enn saman í dag og hafa verið í 32 ár og eiga saman fjögur börn; þrjár dætur og einn son. „Við erum búin að vera saman síðan 1979 fyrir utan eitt ár. Við skildum 1993 en tókum saman á ný Sakbitinn skuldari Ellen Kristjánsdóttir hefur um árabil hrifið landsmenn með undurfagri söngrödd sinni. Nú er hún komin í sjálfskipaða baráttu fyrir heimilin í landinu og hvetur fólk til þess að hætta að borga af lánum sínum. Hún er óhrædd við afleiðingar þess að hætta að borga og hræðist meira hvað muni gerast ef hún hættir því ekki. Ellen sagði Viktoríu Hermannsdóttur frá tónelsku fjölskyld- unni í skuldahúsinu í Hlíðunum, uppvaxtarárunum í Ameríku, sárum systurmissi, baráttunni við kerfið og hjónabandinu sem haldist hefur í rúm þrjátíu ár, fyrir utan eitt ár sem þau tóku sér hlé. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Ég hafði aldrei séð snjó og aldrei átt úlpu „Við vorum sundur í rúmt ár en tókum saman aftur á breyttum forsendum. Okkur fannst við vera orðin það þrosk- uð að við gætum hætt öllu djammi og það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur síðan. m y n d ir S ig tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.