Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 18
18 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað V igdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, er oft á milli tannanna á fólki. Hún lætur mikið að sér kveða í ræðustól Alþingis og lætur stór orð falla. Hún hvikar hvergi frá stefnumálum sínum. Hún tekur því vel að gert sé grín að henni. Hún seg- ir Evrópu brenna og gefur lítið fyrir frumvarp stjórnlagaráðs. Ekki skrýtinn flokkur Framsókn birtist manni sem skrýtinn flokkur. Guðmundur Steingrímsson talaði ekki við Sigmund Davíð Gunn- laugsson í tvö ár, síðan eruð þið Gunn- ar Bragi Sveinsson og formaðurinn út á við sem þétt grúppa. Siv Friðleifs- dóttir og Eygló Harðardóttir eru síðan fyrir utan þetta. Er þetta rétt lýsing á þingflokknum? „Mér finnst þingflokkur Fram- sóknarflokksins ekki skrýtinn. En það er í stjórnmálum eins og í atvinnu- lífinu öllu að fólk hefur mismunandi forystueiginleika. Eins og komið hef- ur fram er ég mjög hvatvís og mikil baráttumanneskja og ef ég hef skoð- un á einhverjum málaflokki þá berst ég fyrir honum alveg gallhörð alla leið, eins og í Icesave, í stjórnarráðs- málinu og í ESB-málinu. Þetta eru frekar karakterlýsingar sem þú ert að lýsa en að það sé búið að taka hönd- um saman um eitthvað annað. Ég get ekki sett mig inn í það ef Guðmundur Steingrímsson var ekki búinn að tala við Sigmund Davíð í tvö ár. Úr því að Guðmundur er farinn þá undraðist ég það hvað hann lét lítið til sín taka í umræðum í þingsal og var lítt sjá- anlegur. Vonandi finnur Guðmund- ur sína fjöl í lífinu en vissulega hefur hann það orð á sér að vera flokka- flakkari.“ Flokkseigendafélagið missti tökin Hvernig horfir aðdragandinn að brotthvarfi Guðmundar við þér? Lá það ekki í augum uppi að þetta myndi gerast? „Eftir á að hyggja var þetta óum- flýjanlegt frá fyrsta degi. Það mynd- aðist stemming hjá Guðmundi og í kringum hann þegar við vorum að endurnýja flokkinn. það dylst eng- um og það var ekkert leyndarmál að Guðmundur kom inn í flokkinn til að styðja Pál Magnússon sem formann. Þannig byrjar tilvist Guðmundar í flokknum. Það er alveg vitað að Páll Magnússon var frambjóðandi flokks- eigandafélagsins. Guðmundur kom inn til að styðja vin sinn Pál, enda eru mikil tengsl á milli þeirra. Síðan féll Páll með miklum bravör í kosn- ingunni. Þá var alveg augljóst hvað var að gerast og flokkseigendafélag- ið var búið að missa tökin. Enda var í framhaldinu stillt upp á lista hring- inn í kringum landið og þar erum við nánast öll ný nema Siv og Birkir Jón. Þau hafa setið lengur en flestir aðrir í þingflokknum.“ Hvernig kom það til að þú fékkst 1. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi? „Ég var nýútskrifaður lögfræðingur frá Bifröst og var búin að ráða mig sem lögfræðing hjá ASÍ haustið 2008. Svo var verið að leita að nýju fólki í framboð, því Framsókn var þing- mannslaus í báðum Reykjavíkurkjör- dæmunum. Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz höfðu beðið afhroð í kosn- ingunum 2007. Það var verið að reyna að finna fólk sem gæti rifið þetta upp. Það var haft samband við mig og það var skipuð uppstillingarnefnd í báð- um kjördæmunum og spurt hvort ég væri til í að taka þetta sæti. Ég var volg fyrir því. Ég var ekki tilbúin til að vera varaþingmaður eða í þriðja sæt- inu sérstaklega í ljósi þess að þetta var þannig málum vaxið að það var eng- inn þingmaður flokksins í Reykjavík á þeim tíma.“ Ekki eingangrunarsinni Þú talar um flokkseigendafélagið, þú ert mágkona Guðna Ágústssonar. Höfðu þau tengsl eitthvað að gera með það að þér var stillt upp? „Ég held að Guðni verði seint tengdur við flokkseigendafélagið og þeir sem hafa grandskoðað Fram- sóknarflokkinn vita að hann er ekki tengdur því. Ég ætla ekki að fara að mæla með sjálfri mér en þetta gerðist á þennan hátt. Svo var búið að boða kjördæmisþing og mér var tilkynnt að mér væri stillt upp í 1. sætið. Það komu strax tveir mótframbjóðendur fram, þeir Hallur Magnússon og Einar Skúlason, en ég hafði sigur af hólmi í fyrstu umferð á því kjördæmisþingi.“ Þér er lýst sem hægrisinnaðri, stór- yrtri, íhaldssamri og sem einangrun- arsinna. Passar þetta? „Þetta passar að öllu leyti nema að ég er ekki einangrunarsinni. Ég berst gegn aðild að ESB því ég tel að þeir einir séu einangrunarsinnar sem vilja ganga í ESB og loka okkur þar inni. Ég lít til heimsins alls. Ég hef verið mikill talsmaður norðurslóða og samstarfs við þau ríki sem eiga land að norður- pólnum. Við eigum óteljandi tæki- færi í Bandaríkjunum, Asíu og víðar um heiminn. Ég skal skrifa undir allt nema að ég sé einangrunarsinni. Stóryrt og ekki stóryrt? Verður maður ekki stundum að hvessa sig og tala íslensku til að áherslur verði skýrari? Ég er hvatvís og svo er ég líka ákveðinn villingur og uppreisnar- seggur í hjarta mínu. Ég vil berjast á móti ríkjandi hefðum og hef þessa miklu og knýjandi þörf til að geta breytt ríkjandi ástandi og sleppa tök- um á þeirri meðvirkni sem hefur átt sér stað í samfélaginu síðan árið 2000. Mín hvatvísi snýr að því að brjóta nið- ur meðvirknina sem er á öllum svið- um. Til þess þarf maður að nota stór orð til að fólk átti sig og vakni.“ Vill Ísland úr Schengen Mér er sagt að þú sért í grunninn fylgj- andi því að Ísland gangi úr Schengen. Er það rétt? „Ég er fylgjandi því að gaumgæfi- lega og rækilega verði skoðað hvort Ísland eigi erindi þar inni. Því að við erum eyja eins og Bretland og Írland. Við eigum að mínu mati að geta séð um að verja okkar landamæri sjálf. Það er allt svo miklum breytingum háð. Til dæmis var Schengen-sam- starfið allt öðruvísi en það er í dag þegar við hófum þátttöku. Evrópu- sambandið líka, það var allt öðru- vísi í kringum 1994 en það er í dag. Þegar málin fara svo úr böndun- um eins og með Schengen að okkar ytri landamæri séu í Litháen, Finn- landi og niðri við landamæri Tyrk- lands, í gegnum Ítalíu og Grikkland, þá er þetta orðið með þeim hætti að við þurfum að endurskoða afstöðu okkar gagnvart Schengen. Þetta hefur breyst alveg gríðarlega. Enda sjáum við hvaða fangar eru á Litla-Hrauni. Það er vandamál hvað margir erlend- ir fangar koma frá austantjaldsríkjum og koma hingað í þeim tilgangi að fremja glæpi. Þeir eru kannski eftir- lýstir í heimalandinu og vilja frekar vera í íslensku fangelsi en fjölmenna í tíu manna klefa í heimalandi sínu. Við þurfum alltaf að vera með öll okkar mál í stöðugri endurskoðun. Ég legg áherslu á uppbyggingu íslensks samfélags fyrst og síðast, áður en við förum að leita hófanna einhvers stað- ar annars staðar. Ef við reisum ekki Ísland og íslenskt samfélag erum við ekki gjaldgeng á alþjóðavettvangi.“ ASÍ-herdeild Samfylkingar Þú segir að þú hafir verið rekin frá ASÍ, en þeir segja að þú hafir hætt í góðu. Nú hefurðu bent í blaðagreinum á að Magnús Nordal, yfirlögfræðing- ur ASÍ, taki sæti á Alþingi sem vara- þingmaður Samfylkingarinnar og sett það í samhengi við starfslok þín hjá ASÍ. Ertu með þessu að segja að ASÍ sé handbendi Samfylkingarinnar? „Það vita allir að ASÍ er nokkurs konar litla herdeild Samfylkingarinnar. Við þurfum ekki bara annað en að fara yfir sviðið. Forseti ASÍ ætlaði meðal annars að verða varaformaður Sam- fylkingarinnar. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið um daginn þar sem ég fór yfir hvernig þessi starfslok bar að. Gylfi Arnbjörnsson sagði að ég þyrfti beinlínis að velja á milli þess að fara í framboð hjá Framsóknarflokknum og starfsins hjá ASÍ. Ég get alltaf farið með þessi mál fyrir dómstóla, það er opinn fyrningarfrestur á þessari uppsögn. Mér finnst ekki taka því að eltast við fortíðina í þessu máli. Ég veit að Gylfi hefur slæma samvisku. Hann hefur ekki séð ástæðu til að svara mér eftir að ég rakti uppsögnina gaumgæfilega. Ég er það heppin að vera með vitni að þessu símtali, sem ég átti við hann þegar búið var að ákveða að stilla mér upp í 1. sæti í mars 2009. Þetta er orð á móti orði en þetta er eitthvað sem Gylfi verður að eiga við sjálfan sig. Svona bar þetta að.“ Er það skipulagt hjá Framsóknar- flokknum að gera mikið úr þessu máli? „Alls ekki. Ég skrifaði grein þar sem ég gagnrýndi Gylfa því hann brást sín- um félagsmönnum þegar hann var formaður verðtrygginganefndar sem var sett á stofn eftir hrunið. Þá átti að taka ákvörðun um hvort afnema ætti verðtryggingu af íbúðalánum lands- manna um stundarsakir á meðan gruggið var að setjast eftir hrunið. Hann samþykkti það ekki og ég benti á hversu slælega ASÍ væri að standa sig gagnvart heimilum lands- ins. Ég þarf líka að benda á að það kemur upp óþægileg staða fyrir ASÍ eftir áramót. Þá fer Katrín Júlíusdóttir í fæðingarorlof og þá kemur næstur inn á Alþingi yfirlögfræðingur ASÍ, Magnús Nordal. Úr því að mér var gert að hætta við það eitt að fara í framboð fyrir Framsóknarflokkinn, þá spyr ég mig hvernig forysta ASÍ ætli að bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp. ASÍ skapaði fordæmi með uppsögn minni.“ Lítur ekki á þetta sem einelti Þú ert mjög vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla. Það er mikið gert grín að þér og þú ert oft í skopmyndum blað- anna. Fólk hlær að ambögum þínum. Hvað finnst þér um þetta? Það hefur verið talað um einelti, ertu sammála því? „Mér skilst að það sé einsdæmi að þingmaður komist í skopmyndadálk tveggja dagblaða á einum degi. Þann- ig að ég er bara frekar stolt. Ég lít ekki á þetta sem einelti. Ég er svolítill vill- ingur í eðli mínu þannig að ég hef ein- staklega gaman af þessu innst inni. Ég tek þetta á engan hátt nærri mér og finnst það eiginlega frekar skemmti- legt að fjölmiðlar hafi þetta markmið, að eltast við ummæli hjá þingmanni.“ Þannig að þú hefur bara gaman af þessu sjálf? „Þetta haust hef ég nánast sprung- ið út einu sinni í viku á þessum miðl- um. Svo ég komi nú með einn máls- hátt, og ég vona að ég komi honum rétt út úr mér: Aumur er öfundlaus maður! En ég fæ mikla athygli og ég held að það hjálpi mér í starfi. Ég lít ekki á þetta sem einelti. Hitt er öllu verra og það eru þessi kommentakerfi þar sem virðist vera gefið skotleyfi á þá sem fjallað er um. Þá er ég að vísa í kommentakerfi á DV.is og eyjan. is. Það var heldur enginn búinn að lofa mér því að ég væri ekki að leggja haus minn á altari bloggsíðna þegar ég fór í framboð. Það bara fylgir þessu starfi. Miðlarnir setja inn fréttir og benda á það sem þeim finnst fréttnæmt. Um leið eru skítadreifararnir í kommenta- kerfunum settir af stað. Ég vil meina að það sé oft á tíðum skipulagt sem þar fer fram. Hver étur upp eftir öðr- um. Þetta gætu þess vegna verið aðil- ar sem eru á launum við að skrá sig út og inn og skipta um „nickname“ til að skrifa þar inn. Oft á tíðum eru þarna ummæli sem eru algjörlega á mörk- unum. Ég er hins vegar búin að biðja börnin mín að lesa ekki kommentin og þau gera það ekki. Ég á 18 ára strák og 13 ára gamla stelpu, að sjálfsögðu fylgjast þau með.“ Lendir standandi Fjölmiðlar og Framsókn. Ertu á því að þið fáið óvægna umfjöllun eða að það sé fjölmiðlaherferð í gangi gegn ykkur? „Kannski ekki gegn flokknum sem slíkum, en þegar allt var að fara af hjörunum í síðustu viku, þá setti ég á Facebook að það væri herferð gagnvart mér því allt var keyrt fram úr hófi. En ég er svo heppin að yfir- leitt lendi ég standandi. Það sem ég er kannski mest hissa á er hvað sömu aðilarnir geta endalaust velt sér upp úr fortíð flokksins og aðilum sem eru löngu hættir afskiptum af Framsókn- arflokknum. Það er allt hluti af ein- hverju til að hindra að við náum okk- ur á strik. Við gerum okkar besta og höfum komið mörgum góðum mál- um til leiðar og ég lít svo á að meðan pönkast er á mér sem þingmanni og flokknum sem flokki, þá séum við að gera mesta gagnið. Framsóknarflokkurinn er sannar- lega ógn við ríkisstjórnina. Við höfum mjög mikinn hljómgrunn og stefnu- mál okkar til dæmis um almenna skuldaleiðréttingu, það hefur sannast að það var rétt leið. Það er með ólíkindum að ríkis- stjórnin hafi hundsað þessa leið. Ef til vill er orðið of seint að fara þessa leið núna, en ég bendi á alvarleika máls- ins. Talandi um landsóm og ráðherra- ábyrgð. Það á eftir að gera upp fortíð þessarar ríkistjórnar sem nú situr og þetta ástand er þyngra en tárum taki. Við gætum sem þjóð verið komin á fulla ferð í uppbyggingu í efnahags- bata og lífsgæðum, hefði þessi leið verið farin.“ Fölsk skjaldborg Hvað finnst þér um framferði bank- anna eftir hrun? „Við verðum að vita hver var byrj- unin á framferði bankanna. Eft- ir hrunið voru bankarnir teknir yfir af íslenska ríkinu. Fljótlega eftir það mynduðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ríkisstjórn. Það var ákvörðun Jóhönnu og Stein- gríms að afhenda kröfuhöfum bank- ana. Það þýðir ekki að koma eftir á og segja að siðferði bankanna sé í molum. Þau hefðu getað farið fram á að afskriftir myndu skila sér strax til landsmanna, í stað þess að lánin yrðu flutt yfir á 50% afslætti og svo eru skuldararnir rukkaðir um 100%. Það var allt í höndum ríkisstjórnarinnar, en vegna þess að Framsókn átti þessa hugmynd var hún greinilega ekki brúkleg. Nema það hafi aldrei verið vilji til þess að gera neitt fyrir heimilin. Talandi um skjaldborg heimilanna, það þarf að rifja þetta upp. Heldurðu að ráðherra sem ber slíka ábyrgð vilji ekki gleyma sem fyrst skjaldborg um heimilin sem kom í ljós að var skjald- borg um fjármagnseigendur?“ Hugmynd sem gekk ekki upp Stjórnlagafrumvarpið. Framsókn var tiltölulega hrifin af hugmyndum um n Einangrunarsinnar vilja loka Ísland inni Í ESB n Vigdís Hauksdóttir horfir til heimsins alls n Stjórnlagaráðsfrumvarpið eins og hver önnur skýrsla n Hefur gaman af því að grín sé gert að henni Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Viðtal „Verður maður ekki stun um að hvessa sig?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.