Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 54
54 | Fólk 14.–16. október 2011 Helgarblað Mótmælir jóla- auglýsingum Þótt það sé aðeins miður októ- ber eru jólaauglýsingarnar þegar farnar að heyrast, mörg- um til ama. Fjölmiðlamaður- inn Hans Steinar Bjarnason er einn af þeim sem þykir full- snemmt að fara að ræða um jólin og skrifar á Facebook- síðu sína: „Opinber áskorun til alþingisfólks: Plís viljið þið vera svo væn að leggja fram frumvarp sem bannar allar jólaauglýsingar til 1. nóvem- ber. Takk, einn með oföndun í Hafnarfirði.“ Fjölmargir taka undir hjá Hans svo það er greinilegt að það eru fleiri á sömu skoðun þarna úti. Mamma sat í stiganum Fullur salur var á frumsýningu íslensku kvikmyndarinnar Borgríkis sem var síðastliðinn fimmtudag. Svo pakkað var í salnum að margir þurftu að láta sér nægja að sitja í venju- legum stólum sem komið var fyrir víða um salinn. Það voru ekki einu sinni allir svo heppn- ir að fá slíkt sæti og neyddust nokkrir til að sitja í tröppunum og horfa á myndina. Meðal þeirra sem komu sér fyrir í tröppunum var mamma Olafs de Fleur, leikstjóra og hand- ritshöfundar myndarinnar. „Ég sest bara í tröppurnar,“ sagði mamma leikstjórans áður en hún kom sér fyrir í tröppunum til að horfa á nýjustu mynd sonar síns. Ætlaði að verða prestur Stórleikarinn Ingvar E. Sig- urðsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í nýju ís- lensku kvikmyndinni Borgríki, segir í viðtali við Monitor að hefði hann ekki orðið leikari væri hann líklega prestur í dag. „Það er ekki vinsælt að segja það núna en ég ætlaði alltaf að verða prestur þegar ég var yngri. Ég hef alltaf haft svakalegan áhuga á mann- skepnunni og því að rannsaka hana þannig að það er alveg hugsanlegt að maður væri í einhverju á því sviði,“ segir Ingvar. M ér sýnist vera alveg myljandi gangur á þessu,“ segir rit- höfundurinn Einar Kárason um bóka- messunni í Frankfurt þar sem hann er að sjálfsögðu stadd- ur. Íslenski skálinn hefur vak- ið mikla athygli en ekki bara bækurnar. „Það eru einhverjir ellefu sýningarskálar hér sem eru allir á stærð við Laugar- dalshöllina. Í miðjunni er svo skáli þar sem allt snýst um ís- lenskar bókmenntir. Fyrir vikið er mikil athygli á Íslandi sem þjóð, og Íslendingum,“ seg- ir Einar. „Ef maður bara rétt bregður sér upp á hótel til að skipta um föt og kíkir á sjón- varpið má bóka að maður sjái Íslending á einhverri stöðinni.“ Einar er úti á vegum síns þýska forlags sem hefur gefið út síðustu sex skáldsögur hans. Nú síðast Ofsa. „Þetta er ein af stærstu útgáfunum hér. Þeir sýna mikla gestrisni. Það er gert vel við mann hérna. Það vantar ekkert upp á það,“ seg- ir Einar sem var beðinn um að vera viðstaddur standinn hjá sínu forlagi er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kíkti við. „Ég var beðinn um að vera á sýningarbásnum hjá mínu forlagi þegar forsetinn kom í heimsókn,“ segir Einar. Það var ekki langt að fara fyrir Einar á bókamess- una í Frankfurt en hann hef- ur dvalist undanfarna mán- uði í Þýskalandi þar sem hann vinnur nú að næstu bók sinni. „Ég bý hérna svona 200 kíló- metra í burtu. Ég er búinn að vera einbeita mér að nýrri bók sem kemur út á næsta ári. Ég er svona hálfnaður með hana,“ segir Einar. Svo vel er talað um Ísland á bókamessunni að þýskum grín- hóp finnst nóg komið og ætlar að vera með keppni á laugar- daginn þar sem keppt verður í hver getur talað verst um Ís- land. „Þeim finnst þetta bara eðlilegt að fá smá mótvægi við alla þessa jákvæðni. Þetta finnst mér mjög skemmtilegt. Þeir ætla að rifja aðeins upp hvern- ig Íslendingar fóru með efna- hag þýskra banka og tala um hvurslags skítaveður er heima og svona. Við erum rosalega montin af þessu. Þetta er mikill heiður. Það er bara verst að ég sé þetta ekki því ég verð farinn til Danmerkur,“ segir Einar. Þjóðverjar eru svo hrifn- ir af íslenskum bókmenntum og hversu mikið af góðu efni kemur út og segir Einar að þeir séu farnir að kalla Íslendinga heimsmeistara í bókmenntum. „Sjálfur sagði ég við þá að við værum í toppsætunum í afar fáum greinum. Það væru helst bókmenntir og handbolti,“ seg- ir Einar sem er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins í hand- bolta. „Allavega erum við ekki heimsmeistarar í bankarekstri,“ segir Einar Kárason að lokum og hlær. Beðinn um að taka á móti forsetanum n Rithöfundurinn Einar Kárason á bókamessunni í Frankfurt n Stóð vaktina hjá sínu forlagi er Ólafur Ragnar leit við n Búinn að búa í Þýskalandi frá því í vor Í viðtali Einar Kárason er, eins og fjöldi íslenskra rithöfunda, í mörgum viðtölum hjá þýskum fjölmiðlum vegna bókamessunnar. mynd ÞoRStEinn J. VilHJálmSSon F rjálsíþróttakonurnar Vala Flosadóttir, Silja Úlfars- dóttir og Þórey Edda El- ísdóttir eru allar orðnar mömmur. Stangarstökkvarinn og Ólympíuverðlaunahafinn Vala eignaðist dóttur með sín- um manni, Magnúsi Aroni Hallgrímssyni 5. ágúst en Magnús er einnig íþróttamað- ur og keppti á Ólympíuleik- unum í kringlukasti árið 2000. Vala býr nú í Lundi í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún er í námi. Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir er orðin tveggja barna móðir. Silja og maður hennar, júdókappinn Vignir Grétar Stefánsson, eignuðust yngri soninn í september. Stangarstökkvarinn Þór- ey Edda Elísdóttir er einnig tveggja barna móðir. Kærasti Þóreyjar er íþróttamaðurinn Guðmundur Hólmar en parið eignaðist yngri soninn í apríl en sá eldri er nýorðinn tveggja ára. Allar hafa þær Vala, Silja og Þórey Edda látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að börnin fái sjálf að ráða hvort þau fari í íþróttir og þá hvaða íþróttir verði fyrir valinu en eitt er víst – börnin hafa öll gen til að skara fram úr. Afreksbörn fædd Falleg fjölskylda Silja á tvo syni með manni sínum, júdókappanum Vigni Grétari. Þórey með synina Þórey Edda og íþróttamaðurinn Guðmundur Hólmar eiga tvo syni. orðin mamma Ólympíuverðlauna- hafinn Vala Flosadóttir eignaðist barn í ágúst með manni sínum, kringlukast- aranum Mangúsi Aroni Hallgrímssyni. n Íslenskar íþróttakonur eignast börn með íþróttamönnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.