Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 14.–16. október 2011 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæð Bremsur Spindilkúlur Stýrisendar ofl, ofl Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað B rotist var inn í leikskólann Sælukot aðfaranótt fimmtu- dags. Leikskólinn er lítill einkarekinn leikskóli sem rekinn er af jógahreyfingunni Ananda Marga. Stefna skólans er í anda nýhúmanisma, sem í grundvall- aratriðum þýðir að áhersla er lögð á ást og virðingu gagnvart náunganum og umhverfinu. Af þeim sökum er til dæmis eingöngu boðið upp á græn- metisfæði og leitast er við að þroska börnin á líkamlegan, hugrænan og andlegan máta. Það var leikskólastjórinn, Didi An- anda Kaostubha, sem kom fyrstur að klukkan 7.30 í gærmorgun og brá heldur betur í brún. „Ég sá að gardín- urnar voru ekki eins og þær áttu að vera og þegar betur var að gáð sá ég að glugginn hafði verið fjarlægður. Síðan sá ég að aðaldyrnar stóðu opnar og þá varð ég hrædd,“ segir Didi Ananda, en Didi þýðir systir á frummálinu og er heiti sem er notað yfir nunnur á veg- um Ananda Marga. „Ég hélt kannski að það væri einhver enn inni í leik- skólanum. Ég hef heyrt fréttir af því að fólk brýst inn og sefur svo í húsinu. Ég óttaðist að koma að innbrotsþjófun- um og vildi því ekki fara inn í húsið,“ segir Didi Ananda sem yfirgaf svæðið og hringdi í lögregluna. Allt í rúst Fimm mínútum síðar var lögregl- an komin og Didi Ananda fór á eftir henni inn í húsið. Þá blasti við henni ófögur sýn. „Það var allt í rúst og búið að stela öllu steini léttara. Þeir höfðu tekið tvær tölvur, tveggja ára Mac- fartölvu, borðtölvu, upptökutæki, flatskjá, splunkunýjan skjávarpa, dvd- spilara, þrjár myndavélar, eina sem ég átti persónulega og var ný og svona ýmislegt. Þeir höfðu einnig fundið 20 þúsund krónur í skúffunni minni og hafa greinilega haldið að þeir gætu jafnvel fundið meira þannig að það var búið að róta í öllum skúffum og taka lítil box sem ég átti.“ Biður um harða diskinn Verst var að þeir tóku einnig harða diskinn hennar Didi Ananda en á honum eru ýmis mikilvæg gögn sem hún hefur sankað að sér á síðustu 20 árum þar sem hún hefur starfað í þjónustu Ananda Marga víða um heim. „Mér finnst það afar sárt. Þetta er tjón sem ekki er hægt að bæta. Ég hef starfað í 48 löndum og geymi allt sem ég þarf að eiga á harða diskin- um. Þannig að ég myndi gjarna vilja fá hann aftur og hvet þann sem er með hann til að skila honum, ég þarf nauðsynlega á honum að halda. Ég væri jafnvel tilbúin til að kaupa hann aftur ef út í það færi. Ef fólk óttast að það komi upp um sig með því að skila diskinum heiti ég því að koma-ekki upp um hann. Það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess að koma honum til mín. Þessi harði diskur hefur enga merkingu fyrir þann sem tók hann en hann hefur bæði mikið tilfinninga- legt gildi fyrir mig og áhrif á mitt fag- lega starf og mun gera það næstu árin. Ef einhver getur hjálpað mér að finna þetta þá kynni ég vel að meta það.“ Hélt ró sinni fyrir börnin Eins mun það hafa áhrif á starf leik- skólans að tapa þeim gögnum sem geymd voru í tölvum skólans, þar á meðal mikilvægum upplýsingum um nemendur og starfið. Didi Ananda segir að þrátt fyrir allt, óreiðu og upp- nám hafi hún reynt að halda ró sinni þegar börnin mættu í leikskólann. Lögreglan var þá komin sem og ann- að starfsfólk sem veitti henni stuðn- ing. Svo hún tók í hönd nemenda og leiddi um skólann eins og ekkert væri. Að vísu var morgunmaturinn bor- inn fram tíu mínútum á eftir áætlun, þar sem Didi Ananda er vön að sjá um hann, en börnin létu það ekki á sig fá. „Börnin skildu ekki hvað var að gerast, fannst bara spennandi að sjá lögregl- una og tökuliðið frá RÚV sem fékk að mynda. Þau voru glöð og sungu Baba- Nam Kevalam eins og alltaf,“ en það er mantra sem börnin syngja í upphafi hvers dags um leið og þau hugleiða, þakka fyrir sig og minnast þess að ást- in er allt í kring. Fylgst með leikskólanum Didi Ananda segir að það skilji auð- vitað eftir sig óþægindatilfinningu og sé í raun hálfóhugnanlegt að vita að fylgst hafi verið með leikskólan- um eins og greinilega hafi verið gert en fagmannlega var að innbrotinu staðið. Glugginn var fjarlægður og farið inn í herbergið þar sem verð- mætin voru geymd og því stolið sem var einhvers virði. Af ótta við að inn- brotsþjófarnir komi aftur vill hún því ítreka að engin verðmæti séu eftir í Sælukoti og að eftirlit verði eflt héðan í frá. Þess má geta að hagsýni er höfð að leiðarljósi við rekstur skólans, börnin leggja til dæmis til gamlar bækur að heiman og árlega gefa for- eldrar vinnu sína við viðhald og upp- byggingu á leikskólanum og skóla- lóðinni. „Þrátt fyrir allt er góður andi í leikskólanum og ég veit að það mun ekki breytast. Ég veit líka að ég mun komast yfir óttann á næstu dögum. Þetta verður allt í lagi. Það er bara svo sárt að sjá að fólki virðist ekkert vera heilagt lengur.“ n Leikskóli sem leggur höfuðáherslu á kærleika n Þorði ekki inn af ótta við þjófana n „Allt í rúst og búið að stela öllu steini léttara“ n Telur að fylgst hafi verið með leikskólanum n Biður um harða diskinn aftur Didi Ananda Kaostubha Kom hingað til að reka leik- skóla á vegum Ananda Marga og brá heldur betur í brún þegar brotist var inn í Sælukot. Brotist inn í leikskóla rekinn af nunnum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Börnin skildu ekki hvað var að ger- ast, fannst bara spenn- andi að sjá lögregluna og tökuliðið frá RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.