Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 30
30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 14.–16. október 2011 Helgarblað G rétar fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri. Hann var í Grunnskólanum á Flateyri, stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði og lauk þaðan stúdentsprófum, stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveins- prófi í prentsmíði. Grétar var í hreppsvinnunni (unglingavinnunni) á Flateyri og var í fiskvinnslu hjá Kambi, stund- aði sjómennsku á línubát frá Flat- eyri í nokkur ár með skóla og vann í múrverki í Reykjavík í eitt og hálft ár. Hann starfaði með iðnnáminu hjá Umslagi ehf. í Reykjavík í eitt ár. Grétar flutti aftur vestur 2009, bjó á Flateyri fram yfir áramót en hefur síðan búið á Ísafirði. Hann er nú framkvæmdastjóri Fánasmiðjunnar á Ísafirði. Fjölskylda Eiginkona Grétars er Róslaug Guð- rún Agnarsdóttir, f. 1.9. 1983, starfs- maður á bæjarskrifstofunum á Ísa- firði. Börn Grétars og Róslaugar Guð- rúnar eru Daði Snær Grétarsson, f. 1.12. 2006; Katla Bryndís Grétars- dóttir, f. 14.6. 2011. Bræður Grétars eru Auðunn Gunnar Eiríksson, f. 10.2. 1976, starfsmaður hjá Mannviti, búsettur í Reykjavík; Smári Snær Eiríksson, f. 13.8. 1988, nemi í Reykjavík. Foreldrar Grétars eru Eiríkur Finnur Greipsson, f. 20.10. 1953, for- maður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, og Guðlaug Auðunsdóttir, f. 9.10. 1956, ræstingastjóri við Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði. S tefán fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hann var í Hólabrekkuskóla, Álftamýrar skóla, stundaði nám við Verslunarskóla Íslands, lauk BSc-prófi í rafmagnstækni- fræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk MSc-prófi í rafmagnsverk- fræði frá Danmarks Tekniske Uni- versitet í Kaupmannahöfn 2008. Stefán sinnti tölvuþjónustu hjá Hnit á árunum 2002–2003 og vann við tölvuþjónustu hjá Landsvirkjun með háskólanámi. Hann hefur starfaði hjá verkfræðistofunni Mannviti frá 2007. Stefán er mikill áhugamaður um stangveiði, skotveiði og kvikmynd- ir. Fjölskylda Kona Stefáns er Kristín Lúðvíks- dóttir, f. 25.10. 1980, viðskiptastjóri. Systur Stefáns eru Greta Jes- sen, f. 30.8. 1973, kennari og starfs- maður við lögmannsstofu, búsett í Reykjavík; Inga Jessen, f. 17.4. 1977, meistaranemi í alþjóðaviðskiptum við Háskólann í Reykjavík. Foreldrar Stefáns eru Peter Win- kel Jessen, f. 15.10. 1948, bygg- ingariðnfræðingur í Reykjavík, og Þórunn Erna Jessen, f. 1.4. 1948, kennari við Háskóla Íslands. E lmar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ólafsvík. Hann var í Grunnskóla Ólafsvík- ur, stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan fiskimannaprófi 2006, stundaði nám við Við- skiptaháskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði 2009. Elmar hóf sjómennsku frá Ólafs- vík þrettán ára á dragnóta- og neta- bátnum Sveinbirni Jakobssyni SH- 10. Hann var háseti og leysti af sem stýrimaður á Sveinbirni til ársins 2003. Elmar hóf störf hjá Samskipum 2008 og hefur starfað þar síðan sem sérfræðingur á millilandasviði. Fjölskylda Kona Elmars er Harpa Harðardóttir, f. 20.1. 1980, hagfræðingur. Börn Elmars og Hörpu eru Ragnheiður Björk Elmarsdóttir, f. 26.11. 2005; Þráinn Jón Elmarsson, f. 27.1. 2009. Systur Elmars eru Hermína Kristín Lárusdóttir, f. 24.10. 1979, leikskólakennari í Ólafsvík; Stein- unn Alva Lárusdóttir, f. 11.9. 1989, nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Elmars eru Lilja Björk Þráinsdóttir, f. 15.12. 1959, leik- skólakennari í Ólafsvík, og Lárus Ragnar Einarsson, f. 1.2. 1959, stýri- maður í Ólafsvík. H elgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar 1958, stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1963 og emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands 1970. Helgi var fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1970–73, sendiráðsritari og sendiráðunautur í sendiráði Íslands í London þorskastríðsárin 1973–77, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1977–78, deildarstjóri og formaður varnarmálanefndar 1979–83, sendi- fulltrúi í sendiráðinu í Washington 1983–87, var falið af forsætisráð- herra að annast undirbúning og fyr- irgreiðslu fyrir fjölmiðla vegna leið- togafundarins í Höfða í Reykjavík, 1986, var skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu 1987–89, sendiherra í London 1989–95, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 1995–99, sendiherra í Kaupmannahöfn frá 1999–2002, og sendiherra Íslands í Washington 2002–2006. Hann var protocolstjóri utanríkisráðuneytis- ins 2006–2008 er hann lét af störf- um, en sinnti þó ráðgjafarstörfum og ýmsum verkefnum til sjötugs, þ.á.m. skólastjórastarfi Diplomataskóla ut- anríkisráðuneytisins. Hann útskrif- aði þaðan tuttugu og átta nemendur sl. vor. Helgi sat í stjórn körfuknattleiks- deildar KR 1959–73 og 1977–80, var formaður körfuknattleiksdeildar 1966–70 og 1977–79, sat í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands 1966–67 og 1972–73 og var formaður KKÍ 1982–83. Helgi var formaður byggingar- nefndar nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli frá því í ársbyrjun 1979–83, er nú formaður stjórnar Barnaheilla, formaður stjórnar Vest- urfarasetursins auk þess sem hann situr í stjórn Þjóðræknisfélags Ís- lands og Dansk - íslenska félagsins og situr í stjórn fyrirtækisins Saga- bókin. Fjölskylda Helgi kvæntist 7.12. 1963 Hervöru Jónasdóttur, f. 18.9. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Jónasar Björgvins Jóns- sonar, f. 29.6. 1907, d. 10.9. 1996, bú- fræðings, og Guðbjargar Hallgríms- dóttur, f. 24.6. 1906, d. 1.5. 1980, húsmóðir. Börn Helga og Hervarar eru Jónas Ragnar Helgason, f. 3.10. 1963, lög- reglufulltrúi í Reykjavík, en eigin- kona hans er Jóna Bára Jónsdóttir, f. 16.10. 1968, starfsmanni hjá Borgun og eiga þau saman þrjú börn auk þess sem Jónas á eitt fósturbarn; Guðmundur Björgvin Helgason, f. 3.12. 1964, fyrrv. ráðuneytisstjóri og ráðgjafi, búsettur í Reykjavík en eig- inkona hans er Helga Jóna Bene- diktsdóttir, f. 13.12. 1960, lögfræð- ingur og á Guðmundur eina dóttur frá fyrra hjónabandi en Guðmundur og Helga Jóna eiga saman tvo syni; Helgi Gunnar Helgason, f. 19.11. 1971, BA í sálfræði og lífeðlisfræði og sérfræðingur í svefnrannsóknum, búsettur í Georgia í Bandaríkjunum, en eiginkona hans er Fríða Ingibjörg Pálsdóttir, f. 30.6. 1972, hjúkrunar- fræðingur og eiga þau tvo syni; Odd- fríður Steinunn Helgadóttir, f. 28.5. 1977, leikskólakennari, búsett í Stav- anger í Noregi og á hún fjögur börn en maður hennar er Júlíus Örn Sæv- arsson pípulagningarmaður. Alsystir Helga: Kristjana Ágústs- dóttir, f. 27.3. 1938, d. 28.1. 1994, var húsmóðir á Patreksfirði. Hálfsystkini Helga eru Emil Pétur Ágústsson, f. 7.7. 1944, stýrimaður í Keflavík; Ásgerður Ágústsdóttir, f. 14.4. 1946, hárgreiðslumeistari og leikskólakennari á Akureyri; Ásthild- ur Ágústsdóttir, f. 24.12. 1955, skrif- stofumaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Helga voru Ágúst Her- bert Pétursson, f. 14.9. 1916, d. 1.3. 1996, bakarameistari, sveitarstjóri og oddviti Patreksfjarðar, og Helga Jó- hannesdóttir, f. 20.10. 1915, d. 16.10. 1941, húsmóðir. Fósturforeldrar Helga voru Guð- mundur R. Oddsson, f. 17.1. 1896, d. 1.2. 1984, forstjóri Alþýðubrauð- gerðarinnar, og Oddfríður Steinunn Jóhannsdóttir, f. 6.6. 1896, d. 6.8. 1976, húsmóðir. Ætt Ágúst var sonur Péturs Jóns, skip- stjóra í Bolungarvík Sigurðssonar, b. á Meiribakka Péturssonar, og Frið- rikku Elíasdóttur. Móðir Ágústs var Kristjana Þór- unn, systir Maríu Bjargeyjar, móð- ur Þorvalds Garðars Kristjánssonar, fyrrv. alþingisforseta. Kristjana Þór- unn var dóttir Einars, sjómanns í Bolungarvík, bróður Elínar, lang- ömmu Böðvars Bragasonar, fyrrv. lögreglustjóra í Reykjavík. Einar var sonur Jóhannesar, b. á Blámýrum Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Þóra Jónsdóttir yngra, b. á Lauga- bóli Bárðarsonar, ættföður Arnar- dalsættar Illugasonar. Helga var dóttir Jóhannesar, verkamanns í Súgandafirði, bróð- ur Kristínar, langömmu Gylfa Guð- mundssonar skólastjóra, Óttars Felix framkvæmdastjóra og Sveins Rúnars læknis Haukssona. Jóhann- es var sonur Friðberts, hreppstjóra í Vatnadal Guðmundssonar og Sig- mundínu Sigmundsdóttur frá Botni. Móðir Helgu var Sigrún, dóttir Benedikts Gabríels, formanns í Bol- ungarvík Jónssonar, bróður Mar- grétar, langömmu Valdimars Örn- ólfssonar menntaskólakennara. Jón var sonur Jóns, húsmanns á Ósi Sumarliðasonar. Móðir Benedikts Gabríels var Sigríður Friðriksdóttir, b. á Látrum Halldórssonar. Móðir Sigrúnar var Valgerður Þórarins- dóttir, b. á Látrum Þórarinssonar, b. á Látrum Sigurðssonar. V igdís fæddist á Selfossi en ólst upp í Hruna- mannahreppi og Villinga- holtshreppi. Hún var í Villingaholtsskóla og í Sól- vallaskóla á Selfossi, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan af hússtjórnar- braut, stundaði nám við naglaskól- ann Icelandic Beauty og útskrifaðist þaðan árið 2007, stundaði nám við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi og lauk þaðan prófum sem garðyrkjufræðingur á blómaskreyt- ingarbraut 2010. Vigdís ólst upp við öll almenn sveitastörf í Hrunamanna- og Vill- ingaholtshreppi, starfaði lengi við Kaupfélag Árnesinga á Selfossi þar sem hún starfaði við kjötborð, starf- aði hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli og síðan hjá Goða á Sel- fossi. Hún afgreiddi við söluturninn Tíuna í Hveragerði um skeið, vann í Krónunni á Selfossi, starfaði við Sól- vallaskóla, hjá Olís á Selfossi, vann hjá Blómavali á Selfossi með námi en hefur starfað hjá Tölvu- og rafeinda- þjónustunni á Selfossi frá 2010. Vigdís hefur stundað hesta- mennsku frá barnæsku og á nokkra hesta. Hún situr í stjórn Félags blómaskreyta. Fjölskylda Unnusti Vigdísar er Þorbjörn Jóns- son, f. 10.3. 1984, vélvirki hjá Ístaki. Börn Vigdísar og Þorbjörns eru Daníel Örn Þorbjörnsson, f. 10.2. 2002; Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, f. 25.3. 2004. Systkini Vigdísar eru Auðunn Eggert Kolbeinsson, f. 21.5. 1980, starfsmaður við póstinn í Danmörku; Jóhanna Hlín Kolbeinsdóttir, f. 17.12. 1985, starfsmaður hjá Hagkaupi í Kringlunni, búsett á Selfossi; Kol- brún Lilja Kolbeinsdóttir, f. 5.6. 1987, háskólanemi, búsett á Selfossi; Kol- beinn Sigurður Kolbeinsson, f. 21.7. 1995, nemi við Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi. Stjúpsystir Vigdísar er Linda María Þorsteinsdóttir, f. 22.10. 1979, starfsmaður hjá Capacent Gallup, búsett í Reykjavík. Foreldrar Vigdísar eru Kolbeinn Þór Sigurðsson, f. 27.3. 1956, bóndi og verktaki, og Helga Auðunsdóttir, f. 28.4. 1961, framkvæmdastjóri kerta- gerðarinnar Töfraljósanna á Selfossi. Helgi Ágústsson Fyrrv. sendiherra Vigdís Anna Kolbeinsdóttir Verslunarmaður á Selfossi Grétar Örn Eiríksson Framkvæmdastjóri Fánasmiðjunnar á Ísafirði Stefán Winkel Jessen Verkfræðingur í Reykjavík 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag 70 ára á sunnudag 30 ára á föstudag Elmar Pálmi Lárusson Sérfræðingur hjá Samskipum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.