Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 44
44 | Lífsstíll 14.–16. október 2011 Helgarblað Grænmetisátið borgar sig n Samkvæmt nýrri rannsókn minnkar neysla ávaxta og grænmetis líkur á hjartasjúkdómum E instaklingar sem eru í hættu á að fá hjarta- sjúkdóma vegna fjöl- skyldusögu geta minnk- að líkurnar á veikindum með neyslu á ávöxtum og græn- meti. Þetta kemur fram í bandarískri rannsókn sem birtist í tímaritinu Plos Me- dicine. Í niðurstöðum rann- sóknarinnar kemur fram að neysla á fimm eða fleiri skömmtum af ávöxtum eða grænmeti á dag getur vegið upp á móti því að þeir ein- staklingar, sem bera ákveð- in gen sem auka líkur á sjúk- dómnum, verði veikir. Vísindamenn rannsök- uðu yfir 27 þúsund manns, alls staðar að úr heiminum. Í ljós kom að einstaklingar með gen sem auka líkurnar á hjartasjúkdómum sem borð- uðu mikið af hráu grænmeti, ávöxtum og berjum reyndust jafn líklegir til að fá hjartaáfall og þeir sem báru ekki hjarta- sjúkdóma-genin. Prófessorinn Sonia Anand við McMaster-háskólann seg- ir niðurstöðurnar styrkja fyrri rannsóknir um mikilvægi ávaxta og grænmetis í fæðu okkar. Anand segir þó frekari rannsókna þörf á því hvernig fæðan hafi þessi áhrif á genin. Tölva: Apple „Ég á sjálf Dell- tölvu sem hefur mátt þola ýmislegt en hefur enst vel. Næst ætla ég samt að fá mér Apple-tölvu. Einfaldlega af því að mér finnst þær flottastar.“ Bíll: Suzuki Swift „Helst eldgömlum. Þeir eyða engu og ef hann bilar, sem er reyndar ekki ólíklegt, á pabbi minn heilan lager af öllum hugsan- legum vara- hlutum.“ Sími: Nokia „Ég mæli með litlum, ódýrum Nokia- símum sem rétt duga til að senda SMS og hringja. Þannig kemst maður hjá því að vera alltaf á Facebook og þurfa að svara tölvupóstum. Svo gerir það ekkert til ef maður missir hann og brýtur.“ Bók: Matreiðslubækur „Ég mæli með matreiðslubókum. Það er svo gaman að skoða þær og elda upp úr þeim – eða bara til að láta sig dreyma.“ Bíómynd: The Fighter „Ég mæli með hádramatískri íþróttamynd sem fær hárin til að rísa og lætur þig trúa að allt sé hægt. Dæmi um slíkar myndir eru Coach Carter eða The Fighter.“ Hreyfingu: Þrek- og hlaupaæfing „Ég mæli með erfiðri þrek- eða hlaupaæfingu. Helst svo erfiðri að þú færð blóðbragð í munninn og getur varla gengið fyrir mjólkursýru. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna eftir þess konar æfingu.“ Veitingastaður: Kryddlegin hjörtu „Það er ekkert betra en að fá sér heita súpu og salat þar. Svo verð ég líka að minnast á Grillmarkaðinn, maturinn þar er upplifun.“ Verslun: H&M „Þar sem ég bý í Svíþjóð get ég ekki annað en mælt með H&M og Ginu Tricot. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað ódýrt og flott.“ Drykkur: Íslenskt vatn „Ískalt vatn er best. Það er hrein nátt- úruafurð, svalandi og laust við hitaeiningar og heilsuspillandi aukaefni.“ Skemmtun: Alvöru sveitaball „Ég hef nú ekki mikla reynslu af skemmtistöðum en svo lengi sem það er góð tónlist og brjálað stuð á dansgólfinu þá er ég sátt. Alvöru sveitaball klikkar aldrei.“ Land: Ísland „Nú þegar ég er flutt til útlanda verð ég að mæla með Íslandi því ég sakna alls þess sem þar er að finna mjög mikið.“ Matur: Íslenskt lambakjöt „Einfaldlega vegna þess að það er best.“ Alvöru sveitaball klikkar ekki Meðmæli Helgu Margrétar frjálsíþróttakonu: Fimm skammtar sem minnka líkur á hjartasjúkdómum. n Ferskir ávextir og ferskt grænmeti. n Frosnir ávextir og frosið grænmeti. n Þurrkaðir ávextir. n Niðursoðnir ávextir og grænmeti. n Soðnir ávextir og grænemti. n Glas af hreinum, ósykruðum ávaxta- eða grænmetissafa. n Þeytingur n Baunir Minnkaðu líkurnar É g var orðinn 130 kíló, heilsan var ekki góð og ég fann að ég var ekki eins sprækur og aðrir í kringum mig. Síðast þegar ég vigtaði mig var ég 126 kíló en mig langar til að kom- ast niður í 100. Við höfum bara þennan eina líkama og getum ekkert verið að miða við þann næsta,“ segir útvarps- og at- hafnamaðurinn Einar Bárðar- son sem fékk handboltakapp- ann Loga Geirsson til að koma sér í form en hægt hefur ver- ið að fylgjast með baráttunni í þættinum Karlaklefinn sem sýndur var á netinu. Logi gafst upp „Logi er fyrir löngu hættur að reyna að þjálfa mig en hann sparkar ennþá reglulega í rassinn á mér. Markmið okk- ar með þessum þáttum var að opna augu mín og í leið- inni annars fólks fyrir ýmsum afbrigðum af útivist og hreyf- ingu. Ég hef kolfallið fyrir hjóla- íþróttinni og reyni að hjóla sem mest. Ég hef eignast góða vini sem eru landsliðsmenn í hjólreiðum sem hafa hvatt mig áfram og tekið mig með í hjólreiðatúra og -keppnir. Það er alls ekkert sjálfgefið að svona afreksmenn séu að drattast með 130 kílóa klump með sér en það hafa þeir gert. Ég hef tekið þátt í nokkrum keppnum í sumar og hjóla stundum heiman frá mér í vinnuna en það eru 48 kíló- metrar,“ segir Einar stoltur. Hefur lítið þroskast Einar verður fertugur á næsta ári og segist vilja vera í sæmi- legu líkamlegu formi þegar kemur að þeim tímamótum en hann þvertekur fyrir að kvíða því að komast á fimm- tugsaldurinn. „Þetta er bara óhugnanlega líkt því að detta í 17. Nema að maður er kominn með bíl- próf. Ég hef lítið þroskast og fagna hverju ári og hugsa bara sem svo að á meðan Mick Jag- ger getur hagað sér eins og hann gerir þá þurfum við hin ekki að hafa áhyggjur. Aldur er afskaplega huglægur. Í dag sjáum við fólk sem er kom- ið á sjötugsaldur en er í sama formi og táningar. Ég er af kynslóð sem hefur ekki þurft að leggja á sig jafn- mikla líkamlega vinnu og þær sem á undan voru. Fólk kem- ur því oft ekki eins þreytt úr vinnu og í gamla daga en er í staðinn dauðþreytt andlega. Það finnur maður víða í þessu ástandi.“ Kærulaus í sumar Einar var nýbyrjaður í rækt- inni þegar hann varð vitni að atburði sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég varð vitni að því þegar karlmaður fór í hjarta- stopp í ræktinni. Mér dauðbrá. Sá maður var í ágætu formi og ég hugsaði með mér að það væri gott að fara að passa sig. Þetta var mjög óhugnanlegt og á einhverjum tímapunkti var hann örugglega dáinn en betur fór en á horfðist og þeim tókst að endurlífga hann. Þetta vakti mig til vitundar og núna langar mig til að klára þetta í eitt skipti fyrir öll. Mér gengur ágætlega núna. Ég var að setja aukinn kraft í þetta, ég var kærulaus í sumar en þetta er auðvitað langtímaverkefni.“ Framtíðin björt Einar, sem er einn þekktasti athafnamaður landsins, seg- ir engin brýn draumaverk- efni fram undan nema þá að láta útvarpsstöðina Kanann blómstra. „Kannski er ég bú- inn með stóran hluta af því sem mig langaði alltaf til að gera og hef því þolinmæði til að sinna þessu verkefni svona vel. Þegar ég hef komið stöð- inni á þann stað sem ég sé hana fyrir mér á langar mig frekar til að eyða tímanum með börnunum og í heilsu- tengdari málum en að flækja lífið um of. Ég á gríðarlegar ánægju- stundir með börnunum mín- um. Vissulega eru ekki bara kódakmóment en þetta er alltaf jafngaman. Það sem hef- ur komið mér mest á óvart í þessu öllu er hversu frábær móðir konan mín er. Ég vissi að hún væri góð í öllu en hún er ótrúleg þegar kemur að börnunum okkar,“ segir Ein- ar sem er jákvæður gagnvart framtíðinni. Með ást í hjarta „Sumarið er tíminn og margir kvíða löngum vetrum en sem betur fer er ég ekki einn af þeim þótt ég væri vissulega til í að hafa þá færri. Kaldir, lang- ir vetur og þessar dramatísku sveiflur gera okkur að Íslend- ingum. Við sveiflumst með árstíðunum, verðum snar- vitlaus á vorin og svo aftur á haustin. Ég er þakklátur fyrir margt. Ég segi að á meðan all- ir eru við góða heilsu og mað- ur getur litið upp og séð fal- legu börnin sín og eiginkonu sem maður elskar og ber virð- ingu fyrir og hún elskar mann á móti, þá skipta aðrir hlutir minna máli.“ indiana@dv.is Var orðinn 130 kg n Athafnamaðurinn Einar Bárðarson verður fertugur á næsta ári n Staðráðinn í að mæta fimmtugsaldrinum í góðu líkamlegu formi „ Í dag sjáum við fólk sem er komið á sjötugsaldur en er í sama formi og táningar. Athafnamaður Einar segist líklega vera búinn að gera flest af því sem hann ætlaði sér og leggur því allan sinn kraft í að koma útvarpsstöðinni á þann stað sem hann stefnir á. MyND SigTryggur Ari Fimm skammtar á dag Vísindamenn segja niðurstöð- una ýta undir fyrri rannsóknir um mikilvægi holls fæðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.