Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 42
42 | Lífsstíll 14.–16. október 2011 Helgarblað Sífellt yngra fólk greinist Í ris Björk Viðarsdóttir var flutt með hraði í sjúkrabifreið á sjúkrahús á gamlárskvöld árið 2006. Hún var þá komin 6 mánuði á leið með sitt þriðja barn og það hafði byrjað að blæða mikið frá leggöngum. Hún hélt að hún væri að missa barnið. Svo reyndist ekki vera. Íris greindist með krabbamein í ristli tveimur dögum seinna eftir viðamiklar rannsóknir og við tók vandasöm og áhættusöm aðgerð svo það mætti bjarga bæði barninu og Írisi. Íris Björk Viðarsdóttir segir sögu sína af glímunni við ristilkrabbamein í tilefni árvekniátaksins Bleiku slauf­ unnar. Árlega greinast um 150 Ís­ lendingar með ristilkrabbamein og kynjahlutfallið er jafnt. Meinið er ein­ kennalaust og oft greinist það ekki fyrr en það er orðið of seint. Íris var komin sex mánuði á leið þegar hún var greind og fyrstu einkennin fékk hún heima hjá sér þegar byrjaði að blæða. Hélt hún væri að missa barnið „Ég var farin að sofa og vaknaði við að það var farið að blæða. Mér var brugðið því það blæddi mikið, það fóru tæpir 2 lítrar af blóði,“ segir Íris. „Ég var flutt með sjúkrabifreið á spítala. Allir héldu að barnið væri í hættu og skurðlæknar voru komn­ ir í viðbragðsstöðu. Þetta voru erfið­ ar stundir, í nokkra tíma héldum við að við værum að missa barnið. Þarna á spítalanum kom í ljós að barnið reyndist óhult og blæðingin ekki frá leginu. Á þessum tímapunkti fylgdi þessum fregnum mikil gleði og ólýs­ anlegur léttir.“ Veröldin hrundi Íris var send í viðamiklar rannsóknir til þess að komast að orsökum blæð­ inganna. Niðurstöður þeirra urðu ljósar tveimur dögum seinna. Hún var greind með ristilkrabbamein. „Þeir fundu illkynja æxli í ristlinum. Það er mögulegt að þrýstingur frá æxlinu, hormónabreytingar eða jafn­ vel spark frá ófæddri dóttur minni hafi leitt til þess að það sprakk þarna fyrir og olli þessari heiftarlegu blæð­ ingu. Þetta var mikið áfall og eigin­ lega fannst mér þetta hálf óraunveru­ legt. Veröldin hrundi,“ segir Íris. Fór ekki í lyfjameðferð Tveimur dögum eftir greiningu var framkvæmd skurðaðgerð. Mér var sagt seinna að skurðlæknunum hefði litist illa á blikuna. En grunur þeirra reyndist rangur. Um var að ræða ann­ ars stigs krabbamein og lækning afar líkleg. Læknirinn minn ákvað að leita í sínu tengslaneti erlendis því svona aðgerð hafði ekki verið gerð áður hér á landi. Ég þurfti líka að ákveða hvort ég ætlaði að fara í lyfjameðferð. Hvort barnið ætti að taka með keisaraskurði eða hvort ég gæti klárað meðgönguna. Ég fékk mikinn stuðning í allri þessari óvissu. Á endanum tók ég þá ákvörð­ un í samráði við lækna að klára með­ göngu og fara ekki í lyfjameðferð og hafa barnið mitt á brjósti.“ Aðgerðin gekk vel og Íris gat klárað meðgönguna. Það kom í ljós að krabbameinið hafði ekki dreift sér í eitla. Henni létti mjög við þær fregnir en segir ákvörðunina um að fara ekki í lyfjameðferð hafa valdið sér kvíða. „Fyrsta árið og það næsta var ég kvíð­ in yfir því að hafa ekki farið í lyfjameð­ ferð Margir læknar mæltu með því við mig að fara í lyfjameðferð. En krabba­ meinslæknirinn minn lagði endan­ lega ákvörðun í mínar hendur. Hann sagði við mig: Ákvörðunin er þín og ég styð hana hver sem hún verður.“ Erfiðara að vera aðstandandi Íris hefur ekki kennt sér meins síð­ an þótt hún og fjölskylda hennar séu ennþá að jafna sig eftir glímuna. Dótt­ ir Írisar er nú fjögurra ára og fyrir átti hún tvö drengi sem eru nú 14 ára og 24 ára. „Maðurinn minn var mér alger stoð og stytta. Auðvitað leið hon­ um ekki vel. Þetta setti hann og alla fjölskylduna á hvolf. Hann lá eigin­ lega bara með mér á spítalanum og sinnti líka vinnu og börnum. Hann og börnin voru hrædd og kvíðin og að mörgu leyti er líklega erfið­ ara að vera aðstandandi en sjúkl­ ingur. Þau eru að jafna sig en auð­ vitað hefur þetta sett sitt mark á alla fjölskylduna. Bæði í jákvæðum og neikvæðum skilningi. Þetta er mikið áfall að ganga í gegnum en það leynist í því jákvæð lífsreynsla. Í dag er ég mjög sátt því ég hef lært að hlusta betur á líkamann og þekki hann betur.“ Ristilkrabbamein er falið Íris fann ekki fyrir neinum einkenn­ um krabbameinsins. Það er algengt þegar um ristilkrabbamein er að ræða. „Ristil krabbamein getur ver­ ið svo vel falið, svo var ég auðvitað ófrísk og þótt ég hefði fundið fyrir svima og þrekleysi þá tengdi ég það frekar við meðgönguna en veikindi. Það er einmitt vegna þess hversu vel þetta mein er falið sem læknar vilja koma upp reglubundnu eftir­ liti.“ S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A SÖLUTÍMABIL 12.- 26. OKTÓBER Casa - Kringlunni og Skeifunni | Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð | Kokka - Laugavegi | Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu | Líf og list - Smáralind | Hafnarborg - Hafnarfirði | Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu | Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki | Póley - Vestmannaeyjum | Valrós - Akureyri Verslanir Póstsins um allt land og í netverslun á kaerleikskulan.is STYRKJUM FÖTLUÐ BÖRN OG UNGMENNI MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA KÆRLEIKSKÚLUNA 2011. ... fyrir Ísland með ástarkveðju Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsu- verndar, segir Írisi vera eina af því fáa unga fólki sem greinist með ristilkrabbamein. Mörkin séu sífellt að færast neðar í aldri. „Ristilkrabbamein er algengast eftir sextugt,“ segir Teitur. „Þó eru ýmsir hópar í aukinni hættu að fá slíkt fyrr eins og til dæmis ættingjar þeirra sem hafa greinst með hinar ýmsu tegundir krabbameina og má þar nefna til dæmis aukningu húðkrabba- meina. Við erum gjörn á að einblína á hið dæmigerða en hið óvanalega má ekki gleymast. Karlar geta til dæmis greinst með brjóstakrabbamein, það vita fáir,“ nefnir Teitur. „Ristilkrabbamein er næstalgengasta dánarorsök tengd krabbameinum á Íslandi og þriðja algengasta krabbamein beggja kynja. Teitur segir nokkrar leiðir færar til þess að skima eftir ristilkrabbameini. „Almennt er viðurkennt í dag að leit að duldu blóði í hægðum í einkennalausum einstaklingum er besta leiðin til að greina og lækna ristilkrabbamein á frumstigi. Þá er ristilspeglun besta leiðin til eftirfylgdar með slíkum sjúkdómi. Mikilvægt er að muna að ristillinn er í raun og veru langt rör með margvíslega starfssemi utan þess að skila frá okkur hægðum, krabbameinið vex inní þetta holrými í langflestum tilvikum sem svokallað kirtilæxli og getur því verið lengi að þróast án þess að gefa einkenni eins og verki, megrun eða ferst blóð með hægðum. Þess vegna er mikilvægt að skima fyrir slíkum sjúkdómi með markvissum hætti. Það liggur því nærri að spyrja hvers vegna við ekki speglum einfaldlega alla sem eru í þessari áhættu? Teitur svarar því til að speglunin byggir á sérþekkingu, er mannaflsfrek og tekur tíma. Því sé ekki raunhæft að spegla alla, auk þess fylgi henni alltaf ákveðin áhætta. „Það verður að sortera þá einkennalausu einstaklinga sem eiga að fara í speglun með leit að duldu blóð í hægðum, það er búið að sýna fram á allt að 30-40% lækkun nýgengis með slíkri aðferð nái hún til sem flestra. “ Teitur Guðmundsson Barðist við krabba- mein á meðgöngu Áhættusöm aðgerð Æxli í ristli var fjarlægt úr Írisi Björk Viðarsdóttur þegar hún var ólétt að sínu þriðja barni. mynd EyþóR ÁRnason Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal n Fór í áhættusama aðgerð komin sex mánuði á leið Erfiðara að vera aðstandandi en sjúklingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.