Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 41
Menning | 41Helgarblað 14.–16. október 2011 Smekkfullt í íslenska skálanum n Ísland fyrst Norðurlandanna heiðursgestur á bókamessunni V ið erum bara á öðrum degi en það er strax allt orðið fullt af fólki í skálanum,“ segir Rakel Björnsdóttir, aðstoðar­ framkvæmdastjóri íslenska verkefnisins á bókamessunni í Frank­ furt. Ísland er heiðursgestur á bóka­ messunni í ár, fyrst Norðurlandanna, og þegar DV ræddi við Rakel á fimmtu­ daginn, öðrum degi messunnar, hafði allt gengið vonum framar. „Við áttum von á að þetta færi ró­ lega af stað en aðsóknin er gífurleg. Skálinn er alveg að slá í gegn. Áhug­ inn er mikill. Það skiptir ekki máli hvort það sé hjá íslenskum útgefend­ um, þýskum höfundum, þýskum út­ gefendum, fjölmiðlum eða almenn­ ingi, það vilja allir koma til okkar. Við náðum líka að skapa andrúmsloftið sem við sóttumst eftir. Það er að sýna íslensk heimili þar sem Íslendingar eru að lesa bækur í rólegheitum,“ seg­ ir Rakel en til þess fylltu Íslendingarnir skálann af húsgögnum og segir Rakel nú fjölda fólks sitja í hægindastólum og lesa bækur. Skálinn sem er notaður er sá sami og vakti mikla athygli á heimssýning­ unni í Kína. „Þar inni reynum við að sýna samspil náttúru og bókmennta,“ segir Rakel. „Við erum með tólf sýning­ artjöld þar og tólf myndvarpa þar sem við sýnum Íslendinga að lesa bækur. Fólk flykkist þarna inn og sest hrein­ lega á gólfið.“ Mikið er um að þýskir útgefendur séu að gefa út bækur íslenskra höf­ unda og er því allt morandi í þeim í Frankfurt. Metsöluhöfundurinn Arn­ aldur Indriðason og Guðrún Eva Mín­ ervudóttir héldu ræðu á opnunarhá­ tíðinni. Þá hefur borgarstjórinn, Jón Gnarr, einnig haldið tölu. „Það eru tæplega fjörutíu rithöf­ undar sem koma út hjá þýskum forlög­ um. Þeir eru hér á vegum síns forlags en svo er auðvitað fullt af rithöfundum hér og öðrum á eigin vegum. En þetta gengur allt eins og í sögu eins og stað­ an er,“ segir Rakel Björnsdóttir. Við opnunina Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir hélt ræðu við opnun bókamessunnar í Frankfurt. Ísland risið úr öskustó hinn bóginn eldræðu um Evrópu­ sambandið og heitir að gera allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða Ísland við umsókn þess. Mikið er klappað í ákveðnum hluta salarins, en minna í öðrum. Dorrit klappar, Ólafur ekki. Daginn eftir opnunarathöfnina gefst ýmsu fagfólki kostur á að kynna sér bása hinna ýmsu forlaga, jafnt ís­ lenskra sem annarra, og eru fulltrúar Íslands svo uppteknir á útgáfufund­ um allan liðlangan daginn að varla gefst tími til að bregða sér út í „brat­ wurst“ að hætti heimamanna. Hér er ekki annað að sjá en að Ísland hafi risið úr öskustó efnahagshruna og eldgosa og blómstri sem aldrei fyrr. Ímyndunaraflið er vissulega grunn­ urinn sem allt er byggt á, en hér er þó verið að hampa raunverulegum verðmætum. Og það er gaman að Ís­ land skuli einu sinni vera þekkt fyrir slík. Ferðapistill Vals verður birtur í heild sinni á DV.is. Metsöluhöfundur Arnaldur Indriðason er að sjálfsögðu staddur í Frankfurt. MyNd ÞorsteiNN J. VilHJálMssoN Óþekktustu böndin skemmtilegust „Ég er búinn að fara á Biophiliuna hennar Bjarkar. Það var ótrúlegt. Björk er algjörlega einstök. Það þarf ekkert að ræða það,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður en Arnar ætlar sér einnig að sjá 22-pis- tepirkko og Beach House. „22-pistepirkko er stórkostleg hljómsveit frá Finnlandi og Beach House er æðislegur. Svo langar mig að sjá allt það dótarí sem Sean Lennon stendur fyrir og þar á meðal Yoko Ono Plas- tic Ono Band,“ segir Arnar og bætir við að það eftirminnilegasta í hans huga sé þegar Sigur Rós hafi spilað í Fríkirkjunni árið 2000. „Þetta var mér afskaplega minnistætt enda ákveðið móment í íslenskri tónlistar- sögu. Þeir urðu heimsfrægir í kjölfarið.“ Aðspurður segist hann ekki oft hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Sannarlega kemur maður stundum með ákveðnar væntingar sem er ekki mætt ef menn eru ekki í stuði. Ég man samt ekki eftir neinni skelfilegri upplifun.“ Aldrei orðið vonsvikinn. Heimsfrægð eftir Airwaves spenntur fyrir mörgu Arnar Eggert ætlar meðal annars að sjá 22-pistepirkko og Beach House.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.