Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað H reiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings sem búsettur er í Lúxem- borg, tengist kaupunum á Hótel Hengli á Nesjavöllum við Þingvallavatn af Orkuveitu Reykja- víkur sem gengið var frá fyrir skömmu. Kaupverðið var 210 milljónir króna og var langhæsta tilboðið sem barst í hót- elið samkvæmt heimildum DV. Hótelið, sem var opnað árið 2008, er þriggja stjörnu og í því eru 22 her- bergi. Nálægðin við Þingvelli býður hins vegar upp á mikla möguleika fyrir eigendur hótelsins enda er þjóðgarð- urinn einn vinsælasti ferðamanna- staður landsins. Salan á Hótel Hengli er liður í stór- felldri eignasölu hjá OR. Á sama tíma og greint var frá sölunni á hótelinu var sagt frá því að húsið sem hýst hefur Minjasafn Orkuveitunnar hefði ver- ið selt sem og tvær jarðir í Hvalfirði, Hvammsvík og Hvamm. Eignalítið félag kaupandinn Kaupandi Hótel Hengils er eignar- haldsfélagið Sep ehf. sem er í eigu Sig- urlaugar S. Hafsteinsson. Sigurlaug situr í stjórn félagsins ásamt Halldóri Hafsteinssyni. Sigurlaug og Halldór eru með lögheimili í Sviss. Í opin- berum upplýsingum um eignarhalds- félagið er tilgangur þess sagður vera „kennsla og ráðgjöf á sviði öryggis og flugmála“. Kaupin á Hótel Hengli virð- ast því ekki rúmast innan skilgreinds tilgangs eignarhaldsfélagsins. Halldór er jafnaldri Hreiðars Más, fæddur 1970, og starfaði um tíma sem verðbréfamiðlari í Kaupþingi. Á ár- unum 2003 til 2007 starfaði hann sem fjármálastjóri flugfélagsins Air Atlanta en rekur nú, og á, ráðgjafafyrirtæki á sviði flugrekstrar sem heitir Avion Capital Partners. Fyrirtækið er með aðsetur í Sviss. Sep ehf. var eignalítið í lok síðasta árs. Eignir félagsins námu þá 3,6 millj- ónum króna og skuldirnar voru nánast engar. Fjármagnið fyrir kaupverðinu á hótelinu var því ekki inni í félaginu í lok síðasta árs. Hreiðar falast eftir eignum Hreiðar Már hefur komið á hótelið eft- ir að gengið var frá kaupunum og falast eftir ýmsum eignum sem tengjast hót- elrekstrinum samkvæmt heimildum DV. Orkuveita Reykjavíkur hefur leigt hótelið út undir hótelrekstur síðustu árin og því er eitthvað af eignum á svæðinu sem tengjast rekstraraðila þess og sem fylgja ekki með í kaupun- um á hótelinu. Þá hefur systir Hreiðars Más, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, einn- ig sést á hótelinu eftir að það var selt, samkvæmt heimildum DV. Þekkir eiganda Sep ehf. DV hafði samband við Hreiðar Má símleiðis og spurði hann um aðkomu hans að hótelkaupunum. Hreiðar Már vildi hins vegar ekki ræða um aðkomu sína að kaupunum á Hótel Hengli. Hann sagði þó að hann, eða félag í hans eigu, væri ekki að kaupa hótelið. Heimildir DV herma að Hreiðar Már þekki Halldór Hafsteinsson hins vegar mjög vel. Rekstrarfélag hótelsins, Hótel Hengill ehf., tapaði nærri 20 milljón- um króna á síðasta rekstrarári. Eigið fé hótelsins var neikvætt um rúmar 12 milljónir og liggur því fyrir að rekstur hótelsins hefur ekki gengið sem skyldi. Skuldir félagsins námu þá nærri 55 milljónum króna. Eignir félagsins námu rúmri 41 milljón króna og voru meðal annars bifreiðar, áhöld, tæki og húsbúnaður. Hugsanlegt er að Hreið- ar Már hafi verið að falast eftir þessum eignum á Nesjavöllum upp á síðkastið. Ætla að hefja uppbyggingarstarf Heimildir DV herma að nýir eigendur Hótel Hengils hyggi á stækka hótelið og gera aðstöðuna á svæðinu enn betri en hún er í dag. Því má reikna með talsverðri uppbyggingu við hótelið á næstunni. Þá er því fleygt að rekstur hótelsins verði tengdur við heilsuveitingahúsið HAPP en eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, er einn af stofnendum staðarins. Upphaflega var HAPP stofnaður í Lúxemborg en eigendur hans hafa síðan opnað tvo staði í Reykjavík, annan á Höfðatorgi en hinn í Austurstræti. Einnig má geta þess að móðir Hreiðars Más, Gréta Sig- urðardóttir, á og rekur tvö gistiheimili í Stykkishólmi. Hótel Hengill virðist því vera þriðji gististaðurinn sem fjöl- skylda Hreiðars kemur að um þessar mundir. „Heimildir DV herma að Hreiðar Már þekki Halldór Hafsteinsson hins vegar mjög vel. Hreiðar Már tengist kaupuM á Hótel Hengli n Hótel Hengill selt á 210 milljónir til Sep ehf. n Hreiðar Már Sigurðsson hefur falast eftir eignum á hótelsvæðinu n Þekkir eiganda Sep ehf. mjög vel Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Miklir möguleikar Miklir möguleikar eru til staðar í rekstri Hótels Hengils þar sem það er staðsett rétt hjá Þingvöllum. Nýir eigendur ætla í uppbyggingu á svæðinu. Tengist hótelkaupum Hreiðar Már tengist kaupunum á Hótel Hengli. Hreiðar Már hefur komið á hótelið eftir að það var selt og falast eftir eignum sem eru í eigu rekstrar- aðila hótelsins. Vilja lama samgöngur: Öfgamenn kenna sig við Heklu „Vonandi gleðja íslensk eldfjöll okk- ur oftar með því að hægja á hjólum efnahagslífsins. Hekla er svoleiðis eldfjall, það er löngu tímabært að hún gjósi,“ segir í lok yfirlýsingar vinstrisinnaðra þýskra öfgasamtaka sem kenna sig við íslenska eldfjallið Heklu. Í vikunni hefur verið komið í veg fyrir sjö tilraunir til að kveikja í bensínsprengjum á lestarstöðvum í Berlín. Samtökin hafa lýst ábyrgð á hluta þess- ara tilrauna. Sam- tökin heita á frummál- inu „Hekla- Empfangs- kommitee - Iniative für mehr gesellschaftliche Eruptionen“ eða Móttökunefnd Heklu - frumkvæði að fleiri eldgos- um í samfélaginu. Með fréttatilkynn- ingu sem birtist á heimasíðu hóps- ins fylgir mynd af gömlu íslensku Heklufrímerki. Markmið Heklu-hópsins er að hægja á þýska og alþjóðlega efna- hagskerfinu með því að lama sam- göngur og fjarskipti. Hópurinn vill með aðgerðum sínum mótmæla þátttöku Þýskalands í stríðinu í Af- ganistan og hergagnaviðskiptum þjóðarinnar. Þrátt fyrir að hafa komið fyrir bensínsprengjum á lestarteinum segir hópurinn að markmiðið sé ekki að stofna lífi neins í hættu. „Við reynum að tryggja það af fremsta megni. Stjórnmálamenn, lögreglan og fjölmiðlar ættu að forðast það að saka okkur um hryðjuverk. Hryðju- verkmenn eru þeir sem framleiða vopn, græða á því og drepa eða láta drepa fyrir sig.“ Það breytir því ekki að þýsk stjórnvöld segja Móttökunefnd Heklu hryðjuverkahóp af vinstri vængnum. Samgönguráðherra Þýskalands fordæmir tilraunir hópsins og sagði þær glæpsamlegar hryðjuverkaárásir. Innanríkisráð- herrann lýsti yfir þungum áhyggjum af málinu. Á miðvikudag kviknaði í einni bensínsprengju hópsins á lestar- stöðinni Staaken í Berlín en hún sprakk ekki. Tveimur til viðbótar hafði verið komið þar fyrir en það tókst að koma í veg fyrir að þær spryngju. Hinar fjórar íkveikjutil- raunirnar áttu sér stað á mánudag og þriðjudag á lestarteinum milli Berlínar og Hamborgar. Það voru þessar fyrstu árásir sem Hekluhóp- urinn segist bera ábyrgð á. R éttarhöld í Black Pistons- málinu svokallaða héldu áfram í Héraðsdómi Reykja- víkur í vikunni. Eins og áður hefur komið fram var þriðji mað- urinn ákærður fyrir sína aðild að málinu. Sá var aðeins 16 ára þeg- ar meint brot eiga að hafa átt sér stað. Á miðvikudag hélt aðalmeð- ferð í málinu áfram, þar sem fórn- arlambið ásamt sakborningunum þremur mætti fyrir dóm. Sakborn- ingarnir Ríkharð Július Ríkharðs- son og Davíð Freyr Rúnarsson játa að hafa beitt manninn ofbeldi með spörkum og hrindingum en neita að hafa beitt hvers kyns vopnum, svipt unga manninn frelsi og tilraun til ráns. Þriðji sakborningurinn, Brynjar Logi Barkarson, er ákærð- ur fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns. Hann neitar sök. Hulda Elsa Stefánsdóttir sak- sóknari sagði árásina fólskulega og að fórnarlambið væri enn að kljást við andlegar og líkamlegar afleiðingar hennar. Sjónsvið unga mannsins skaddaðist við árás- ina og hefur ekki komið að fullu til baka. Óvíst er hvort skerðingin muni ganga til baka. Vegna alvar- leika málsins fór saksóknari fram á þriggja ára fangavist fyrir Ríkharð og Davíð Frey en eins og hálfs árs fangelsi yfir Brynjari Loga. Guðmundur St. Ingólfsson, verj- andi Davíðs Freys, sagði fórnar- lambið hafa farið í þrjár skýrslu- tökur og þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að segja satt og rétt frá hefði hann ekki gert það. „Hversu mikið hefur hann sagt rétt frá?“ spurði Guðmundur. Framburður Brynjars Loga studdi að mörgu leyti framburð fórnarlambsins, en svo virðist sem verjandanum Brynjari Níelssyni þyki Brynjar Logi heldur ekki vera áreiðanlegt vitni. Brynjar gekk svo langt að segja framburð Brynjars Loga „fullkomlega ómark- tækan“, bæði í skýrslutöku hjá lög- reglu og fyrir dómi. Svo virðist sem Brynjar þekki til nafna síns pers- ónulega og byggi þessa fullyrðingu sína á því. Brynjar benti á að alvar- legasti áverki fórnarlambsins væri nefbrot og gæti árásin ekki verið tal- in sérstaklega hættuleg. hanna@dv.is „Fullkomlega ómarktækur“ n Black Pistons-málinu haldið áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur Farið fram á þriggja ára fangelsi Davíð Freyr og Ríkharð Júlíus í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Átta af hverjum tíu á móti Karli: Flestir vilja biskup burt Ríflega 82 prósent þátttakenda í skoðanakönnun á vef DV vilja ekki að Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sitji áfram í embættinu. Könn- unin var birt með nokkrum fréttum um málefni biskups og Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, sem í æsku sætti kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns, Ólafs Skúlasonar, forvera Karls í starfi. Meðal annars hefur komið fram að Karl aðhafðist ekk- ert í máli Guðrúnar í 18 mánuði eftir að hún sendi Biskupsstofu bréf þar sem hún greindi frá misnotkuninni. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu. Alls svöruðu 259 lesendur DV.is könnuninni en spurt var: Viltu að Karl Sigurbjörnsson sitji áfram sem biskup Íslands? 213 svöruðu spurningunni neit- andi en 44 þátttakendur könnunar- innar vildu að Karl sæti áfram. Fjórir sögðust ekki vita hvað þeir vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.