Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 46
46 | Sport 14.–16. október 2011 Helgarblað Þ að virðist fátt geta kom- ið í veg fyrir að Svíinn Lars Lagerbäck verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur sagst vera í viðræðum við Svíann, þeim miði vel og einungis eigi eftir að ganga frá lausum endum. Lars Lager bäck er margreyndur þjálfari sem stýrði sænska landsliðinu í níu ár, þó um tíma ásamt félaga sín- um Tommy Söderberg. Undir þeirra stjórn komst Svíþjóð á EM 2000 og HM 2002. Lager- bäck tók svo einn við liðinu og stýrði því inn á EM 2004 og 2008 ásamt því að koma liðinu á HM 2006. Hann tók svo við liði Níg- eríu á síðasta ári og stýrði því á HM 2010 en komst ekki upp úr riðlunum. Lagerbäck hefur ver- ið í landsliðsþjálfun frá árinu 1990 er hann tók við U21 árs liði Svía og þekkir því alþjóða- boltann vel. Hann hefur þó sína kosti og galla eins og DV komst að þegar blaðið hafði samband við mann sem hefur lengi fylgst með Lagerbäck og sænska landsliðinu. Taktískur þjálfari Simon Bank, pistlahöfundur hjá íþróttablaði Aftonbladet í Svíþjóð, hefur fylgst náið með sænska landsliðinu undanfarin ár og fylgt því hvert fótmál. Hann þekkir vel til Lars Lag- erbäck, bæði sem þjálfara og persónu. „Lagerbäck er mikill nákvæmnismaður með mikla reynslu og hugsar mjög mik- ið um smáatriðin. Ég myndi segja að hann væri góður, takt- ískur þjálfari. Hann leggur upp með það að ná úrslitum og spilar fótbolta í anda sænska og enska landsliðsins á níunda áratugnum. Það er 4-4-2 og pressa. Hann er án efa mjög hæfur þjálfari en á það til að taka ákvarðanir frekar byggðar á regluverki en tilfinningu fyr- ir leiknum,“ segir Bank í viðtali við DV. Stóran hluta þjálfaraferils- ins hjá Svíþjóð stýrði Lager- bäck liðinu ásamt Tommy Sö- derberg og aðspurður hversu mikinn þátt Lagerbäck hafi átt í velgengni Svía þegar þeir voru tveir segir Bank: „Mjög mikinn, að sjálfsögðu. Það sem Söder- berg hafði var töluvert meiri hæfni í mannlegum samskipt- um.“ Tekur enga áhættu Það er ekkert launungarmál að sænska landsliðið er tölu- vert betra en það íslenska og hefur Lagerbäck sjálfur unnið nokkra afar góða og auðvelda sigra á Íslandi. Bank er þó á því að hann geti staðið sig vel með Ísland því styrkleiki hans sem þjálfara liggi samhliða því sem Ísland þurfi að gera í fótbolta- leikjum. Að verjast. „Sterkasta hlið Lagerbäcks er varnarleik- urinn myndi ég segja. Gengi hans varnarlega yfir mestallan ferilinn hjá sænska landsliðinu hefur verið hreint frábært,“ seg- ir Bank. „Ég er nokkuð viss um að hann muni standa sig vel með Ísland, taki hann við lið- inu. Hann mun gera liðið mun betra varnarlega og tryggja að það geri færri mistök en and- stæðingurinn. Vanalega er nefnilega enn mikilvægara að vera rétt skipulagður við þjálf- un á slakara liði.“ Bank segir að hugmynda- fræði Lagerbäcks sem þjálf- ara sé að loka á andstæðing- inn frekar en að spila einhvern gullfallegan fótbolta. „Ég hef túlkað hugmyndafræði hans þannig að hann taki sjaldan áhættu. Því eins og ég segi legg- ur hann ríka áherslu á varnar- leikinn og vill loka fyrir allar leiðir andstæðingsins að mark- inu og koma í veg fyrir sóknar- bolta hjá honum. Þetta leiðir til mun betri árangurs en vissu- lega voru þeir Söderberg á sín- um tíma gagnrýndir fyrir þessa hugmyndafræði,“ segir Bank en minnir þó á að hann kom liðinu á fimm stórmót. Tekur fast á agamálum Lagerbäck þjálfaði sænska landsliðið í níu ár og segir Bank að á þeim tíma hafi það varla þekkst að leikmenn liðsins kvörtuðu yfir honum. Heilt yfir var hópurinn meira og minna ánægður með hann sem þjálf- ara. Það kom þó fyrir að ekki var allt svo rólegt. „Endrum og eins, sérstaklega til að byrja með og svo rétt fyrir Heimsmeistara- keppnina í Þýskalandi 2006 heyrðust óánægjuraddir. Þá voru leikmennirnir óánægðir með hvernig hann stýrði lið- inu. Það var þó ekki fyrr en eftir að hann hætti að leikmennirn- ir fóru að gagnrýna hann op- inberlega og þá nokkuð harð- lega,“ segir Bank. Agamálin hafa verið mikið í brennidepli hjá landsliðinu síðastliðin misseri undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en nú síð- ast var Veigar Páll sendur heim fyrir sitja að sumbli nokkrum dögum fyrir leik í leyfisleysi. Þá hefur það borið við að lands- liðsmenn velji sér leiki til að spila en þetta mun ekki líð- ast undir stjórn Lagerbäcks ef marka má Bank. „Það er klárt að hann mun stöðva þetta. Hann var á sínum tíma með þrjá algjöra lykilleik- menn í Zlatan, Olof Mellberg og Christian Wilhelmsson. Þá rak hann alla úr liðinu eftir að þeir rufu útivistarbann í Gauta- borg fyrir landsleik. Þar sem einn leikmannanna, Zlatan, er langbesti leikmaður liðsins og andlit fótboltans í Svíþjóð þurfti mikinn kjark til að taka þessa ákvörðun. Hann mun ekki líða neina óíþróttamannslega hegðun,“ segir Bank en mun hann vinna sér inn virðingu leikmanna fljótt að hans mati? „Þeir verða auðvitað að átta sig á öllu því sem hann hefur gert, sama hvað þeim finnst um hann. Hann mun ekki vinna þá á sitt band með sjarmanum einum því hann er algjörlega sjarmalaus. Hann mun samt ekkert þurfa þess.“ Hatar pressuna Aðspurður um veikleika Lager- bäcks er Bank fljótur að svara. „Að hvetja menn, vinna með leikmenn maður á mann, tala við pressuna og þá skortir hann alla hlýju sem per sónu.“ Lager- bäck er ekki mikill vinur frétta- manna og hefur í raun engan áhuga á að díla við þá. „Hann hatar pressuna,“ segir Bank. Þá sést hversu þurr á mann- inn hann er,“ segir Bank en þá á Lagerbäck einnig afar erfitt með að taka gagnrýni. „Hann á mjög erfitt með að sætta sig við að bæði fjölmiðlamenn og almenningur hafi skoðun á því sem hann er að gera. Að því sögðu verður samt að benda á að hann hefur alltaf – eða nær alltaf – hegðað sér mjög fag- mannlega þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla- menn. Það er sama hvort hon- um hefur líkað við blaðamann sem spyr hann spurningar eða ekki þolað hann, Lagerbäck nálgast þá alla eins.“ Aðspurður að lokum hver arfleifð Lagerbäcks sé í sænskri knattspyrnu og hvort sænska þjóðin hampi honum segir Bank: „Ég myndi segja það. Sem landsliðsþjálfari var hann ekk- ert elskaður en sænsku stuðn- ingsmennirnir kunnu auðvi- tað að meta það hvernig hann kom Svíþjóð á stórmót aftur og aftur. Núna eftir að hann hætti hefur hann slegið í gegn sem fótbolta spekúlant í sjónvarpi. Með því hefur sænska þjóðin fengið svona nýtt sjónarhorn á hann.“ Sjarmalaus en nær úrslitum n Lars Lagerbäck tekur við íslenska landsliðinu í fótbolta n Virtur sænskur íþróttapenni segir hann góðan í starfið – spilar öflugan varnarleik og tekur fast á agamálum n Hefur enga persónutöfra og hatar fjölmiðla Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Simon Bank Einn virtasti fótbolta- penni Svíþjóðar. „Hann mun ekki líða neina óíþrótta- mannslega hegðun Nær úrslitum Lagerbäck tekur sjaldan áhættu en safnar stigum. myNd ReuTeRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.