Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 10
10 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Þ essar smásölutölur virð- ast sýna að heimilin í land- inu eru, á heildina litið, byrjuð að rétta úr kútnum,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræði prófessor. DV tók saman óhefðbundna mælikvarða sem gefa vísbendingar um hvort á Íslandi sé kreppa. Hefðbundnir mælikvarðar eru atvinnuleysi, hagvöxtur og breyt- ingar á landsframleiðslu. Blaðið kannaði hvort neysla Íslendinga og notkun á ýmsum vörum og þjónustu gefi tilefni til þess að ætla að hér sé kreppa eða hvort Ísland sé á uppleið. Stjórnvöld hafa undanfarið talað um að Ísland sé komið yfir erfiðasta hjallann og að bjartari tímar séu framundan. Næstum öll línuritin á uppleið Þegar horft er á áfengiskaup Íslend- inga, keyptar fasteignir, innflutning á bílum og sjónvarpstækjum, umferð á Íslandi, utanlandsferðir Íslendinga og verslun með ýmsan húsbúnað sést glöggt að Ísland er á uppleið. All- ir mælikvarðar nema umferð og fata- kaup eru á hraðri uppleið, þó enn sé langt í að neysla komist á sama stig og fyrir hrun. DV sýndi Þorvaldi Gylfasyni töl- urnar. Hann segir þær benda til þess að áætlun stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sé nú byrjuð að skila árangri, þó enn sé langt í land. „Sundurliðaðir smásölumælikvarðar, eins og þeir, sem hér eru dregnir fram, spegla kaupmátt heimilanna vel og veita að sumu leyti gleggri og tímanlegri innsýn í sveiflurnar í efnahag heim- ilanna en hefðbundnar þjóðhags- reikningatölur um landsframleiðslu og skyldar stærðir. Þessar smásölu- tölur virðast sýna, að heimilin í land- inu eru á heildina litið byrjuð að rétta úr kútnum,“ segir Þorvaldur. Þungt högg á heimilin Hann segir tölurnar einnig sýna skýrt hversu þungt hrunið lenti á heim- ilunum og bendir á að áfengissala hafi dregist saman um fjórðung, fast- eignasala um þrjá fjórðu, sjónvarps- tækjasala um meira en helming, bílasala um níutíu af hundraði, og utanlandsferðir um tæpan helming. „Samt halda sumir áfram að tala um „svokallað hrun“,“ segir hann. Hann segir að nú sé mikilvægt að stjórnvöld spili vel úr stöðunni. „Nú ríður á, að stjórnvöldum takist að tefla miðtaflið vel og endataflið, þótt AGS njóti ekki lengur við nema úr fjarlægð. Þjóðinni verður að takast að komast aftur í miðjan hóp Norður- landa í efnahagslegu tilliti. Það mun taka mörg ár, og það má ekki mistak- ast. Eftirbátar Norðurlanda viljum við ekki vera.“ n Neysla er farin að aukast á nýjan leik eftir hrunið 2008. n Árið 2009 var botninum náð n Næstum allir neyslu- tengdir mælikvarðar á uppleið n Verðum að komast í miðjan hóp Norðurlanda aftur, segir hagfræðiprófessor Heimilin rétta úr kútnum „Þjóðinni verður að takast að komast aftur í miðjan hóp Norð- urlanda í efnahagslegu tilliti. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Úttekt 30 m. lítra 25 m. lítra 20 m. lítra 15 m. lítra 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Sala áfengis í lítrum talin er á uppleið aftur eftir nokkra lægð í kjölfar efnahagshrunsins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR og Hag- stofu Íslands náði neysla áfengis í lítrum talið hámarki árið 2007, eftir að hafa verið á stöð- ugri uppleið árin á undan. Seldir lítrar voru árið 2007 um 78 lítrar á hvert mannsbarn á Íslandi, eða nærri 25 milljónir lítra alls. Salan tók mikla dýfu árið 2008 og fór niður í 20 milljón lítra og í 19 milljónir lítra í fyrra. Á þessu ári, miðað við fyrstu níu mánuði ársins, verður salan nærri 20 milljón lítrum, eða um 63 lítrar á hvern Íslending. Það er svipað og árið 2004. Þess má geta að hækkandi verðlag og veikt gengi krónunnar hefur vafalítið mikil áhrif á sölu áfengis. Þá hefur ríkið hækkað nokkuð álagningu á áfengi frá hruni. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 200 150 100 50 0 Ef fjöldi þinglýstra kaupsamninga á fast- eignum á höfuðborgarsvæðinu er notaður sem mælikvarði á hvort kreppa sé á Íslandi má með sanni segja að svo sé. DV kann- aði meðaltal þinglýstra kaupsamninga á ári frá 2001. Samkvæmt upplýsingum þjóð- skrár náði markaðurinn hæstu hæðum árið 2007. Það ár var 191 samningi þinglýst að jafnaði í viku hverri en þess má þó geta að fjöldinn var svipaður árin 2004 og 2005. Á árunum 2001 til 2007 var aldrei færri en 130 samningum þinglýst á viku. Algjört hrun varð í geiranum við efnahagshrunið. Árið 2009 var aðeins 39 samningum þinglýst að jafnaði á viku en markaðurinn hefur verið á uppleið síðan þá. Á þessu ári hefur 87 samningum verið þinglýst að jafnaði á viku en þess má þó geta að síðustu 12 vikur hef- ur meðaltalið verið rétt um 100. Fasteigna- markaðurinn virðist því vera að glæðast á nýjan leik þó enn þurfi mikið að gerast svo hann nái viðlíka hæðum og fyrir hrun. Enn lægð á fasteignamarkaði 150 Þús. 200 Þús. 250 Þús. 300 Þús. 350 Þús. 400 Þús. 2007 2008 2009 2010 2011 Utanlandsferðir Íslendinga eru ef til vill ágætur mælikvarði á efnahag landsmanna. Í gögnum Ferðamálastofu, sem ná aftur til ársins 2007, sést að fyrstu níu mánuði þess árs fóru 339 þúsund Íslendingar til útlanda um Leifsstöð. Oftast fara á bilinu 20 til 40 þúsund Íslendingar til útlanda með flugi í hverjum mánuði en haustið 2008 var nán- ast eins og skellt væri í lás í Leifsstöð. Sum- arið 2008 fóru á bilinu 40 til 50 þúsund Ís- lendingar til útlanda um Leifsstöð en þeim fækkaði niður í 15 til 18 þúsund fyrstu sex mánuðina eftir hrun. Íslendingar virðast vera að rétta úr kútn- um á nýjan leik því heildarfjöldi Íslendinga sem fóru til útlanda um Leifsstöð fyrstu níu mánuði þessa árs voru 37 þúsundum fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þeir voru 256 þúsund í ár en aðeins 194 þúsund árið 2009. Í góðærinu fóru um 340 þúsund Ís- lendingar til útlanda fyrstu níu mánuði ársins. Þess má til gamans geta að ríflega 450 þúsund Íslendingar fóru til útlanda um Leifsstöð allt árið 2007. Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar Heimilin taka við sér Ljóst er að fasteignamarkaðurinn er að taka við sér að einhverju leyti. Þinglýstum kaupsamningum á viku fjölgar nú ört eftir mikla niðursveiflu. skál Verslun með áfengi hefur aukist nokkuð frá því í fyrra. Árssala áfengis á Íslandi. Fjöldi Íslendinga sem fóru um Leifsstöð til útlanda á tímabilinu jan–sept. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á viku. Áfengiskaup eins og árið 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.