Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 8
8 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Átta þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Siglingastofnun verði falið nú þegar að hefja undirbúning að hönn­ un og stækkun Þorlákshafnar þannig að höfnin geti þjónustað 60 til 80 þúsund tonna skip, allt að 225 metra löng. Þetta er í fjórða skiptið sem til­ lagan er lögð fram en hingað til hefur hún ekki hlotið brautargengi. Árni Johnsen, þingmaður Sjálf­ stæðisflokks, er fyrsti flutningsmað­ ur tillögunnar en aðrir flutnings­ menn eru Róbert Marshall, Ásbjörn Óttarsson, Björgvin G. Sigurðs­ son, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eygló Harðardóttir, Unnur Brá Konráðs­ dóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Fyrirhuguð er mikil uppbygging í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar, stóriðju og matvælaiðnaðar. Því er mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi á takteinum hugmyndir að stærð og gerð hafnar á næstu missirum. Þorlákshöfn er eina þjónustuhöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið þar sem mjög mikil uppbygging atvinnu­ rekstrar á sér nú stað,“ segir í tillög­ unni en þar er sérstaklega bent á að í Árnessýslu og í Rangárvallasýslu sé mikil uppbygging. „Erlend stórfyrirtæki í ýmsum greinum stóriðju hafa staðið í við­ ræðum við bæjaryfirvöld í Ölfusi um uppbyggingu þar sem mundi hafa mikla og jákvæða þýðingu fyrir Suðurland og landið allt. Því skiptir miklu máli að geta brugðist við eftirspurninni með stuttum fyrir­ vara. Nær 100 stór flutningaskip og farþegaskip koma nú þegar árlega til Þorlákshafnar og mikil aukning er fyrirsjáanleg auk alls fiskiskipa­ flotans sem Þorlákshöfn þjónustar, bæði lítil og stór skip.“ Vilja stækka Þorlákshöfn Stórhuga þingmenn: M ikil sorg ríkir nú á Eskifirði eftir að 17 ára gömul stúlka, Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, lést í bílslysi á miðvikudags­ morgun. Slysið varð á vegin­ um um Fagradal á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, rétt fyrir ofan Græna­ fell, um klukkan hálf níu á miðviku­ dagsmorgun. Fólksbíll, sem Þorbjörg Henný ók, skall framan á vöruflutn­ ingabifreið sem kom úr gagnstæðri átt, með fyrrgreindum afleiðingum. Vin­ kona Þorbjargar Hennýjar, sem var far­ þegi í bílnum, var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hún er ekki í lífshættu en er undir eftirliti lækna á barna­ spítalanum við Hringbraut. Ökumað­ ur vöruflutningabílsins var fluttur á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum með minniháttar áverka. Samkvæmt lögreglunni á Eskifirði var mikil hálka á veginum þegar slysið varð, en ekki hafa fengist frekari upplýsingar um til­ drög slyssins. Falleg bænastund Henný, eins og hún var alltaf köll­ uð, var nemandi við Menntaskól­ ann á Egilsstöðum. Allt starfsfólk og nemendur voru kallaðir á sal skólans klukkan ellefu á miðvikudagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt um slysið og lát Hennýjar. Öll kennsla var felld niður í skólanum eftir hádegið og próf sem áttu að fara fram var frestað um nokkra daga. Bænastund var haldin í Eskifjarðar­ kirkju á miðvikudagskvöldið og að sögn Ingibjargar Þuríðar Stefánsdótt­ ur, vinkonu Hennýjar, var það mjög falleg stund. Fjölmenni var í kirkjunni og hafði presturinn orð á því þar væru jafnvel fleiri samankomnir en hann hafði búist við. „Hennar verður sárt saknað“ „Henný var litli gullmolinn minn,“ segir Ingibjörg í samtali við DV. Þær unnu saman í sumar í veitingaskál­ anum KR­ÍA á Eskifirði og segir Ingi­ björg að hún eigi margar góðar minn­ ingar um Henný þaðan. „Ég bað hana reglulega um að flétta á mér hárið fyr­ ir vinnu. Hún var svo rosalega dugleg í að gera fallegar hárgreiðslur enda mætti hún alltaf í vinnunna svo fallega greidd og snyrtileg,“ segir Ingibjörg og minnist vinkonu sinnar fallega. Sterk­ ur og góður vinahópur myndaðist hjá nokkrum stúlkum sem unnu sam­ an í veitingasölunni. Ingibjörg seg­ ir Henný hafa verið sannan vin vina sinna og hún hafi alltaf verið tilbúin að gera þeim greiða og veita hjálpar­ hönd ef eitthvað bjátaði á. „Hennar verður sárt saknað og ég er mjög fegin að hafa fengið að kynnast henni,“ segir Ingibjörg að lokum. Klár og drífandi stúlka Kennari sem kenndi Henný um tíma við Grunnskólann á Eskifirði segir hana hafa verið mjög drífandi og klára stúlku. „Ég get bara sagt þér að Henný var öflug stelpa sem hefði verið spennandi að sjá hvað myndi gera í framtíðinni,“ segir kennarinn og minnist nemanda síns með sorg í hjarta. Samkvæmt upplýsingum DV hef­ ur þessi voveiflegi atburður snert alla íbúa Eskifjarðar, enda um lítið samfé­ lag að ræða. Sóknarpresturinn á Eski­ firði hefur veitt fjölskyldu Hennýjar og aðstandendum stuðning eftir fráfall hennar. „Henný var litli gullmolinn minn“ n Þorbjörg Henný Eiríksdóttir lést í bílslysi í Fagradal á miðvikudaginn n Íbúar Eskifjarðar harmi slegnir n Vinkonurnar sakna hennar sárt „Hennar verður sárt saknað og ég er mjög fegin að hafa fengið að kynnast henni. Sárt saknað Vinkona Hennýjar segir hana hafa verið sannan vin vina sinna og alltaf tilbúna að bjóða fram hjálparhönd.Sunnudaginn 16. október verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Á boðstólum verður m.a. Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki o.m.fl. Komið og takið þátt í markaðsstemmningu þar sem margt áhugavert er að finna. Sala - Kaup - Skipti. MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Safnaramarkaður www.mynt.is MBL-smáauglýsingar Nóv. 2010 - Apríl 2011 Sæl Margrét Með tilvísun í símtal okkar á föstudaginn var: Vinsamlegast birtu þessa auglýsingu í smáauglýsingum í lau- gardagsblaðinu 9. apríl undir fyrirsögninni Ýmislegt, stærðin er 38x150 mm. Reikningur sendist á Myntsafnarafélag Íslands, kt. 520271-0159, pósthólf 5024, 108 Reykjavík. (verð kr. 7950 með vsk.) Vinsamlegast staðfestu móttöku á þessum pósti. Bestu kveðjur Baldvin Halldórsson - sími 891 8919 augl@mbl.is bt Margrét 16. OKTÓBER Skúli keypti Minjasafn OR n Eigandi Subway hefur keypt tvær eignir við Rafstöðvarveg S kúli Gunnar Sigfússon, sem kenndur er við skyndibita­ staðinn Subway, keypti hús­ ið sem Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið í síðastlið­ in ár. Húsið er við Rafstöðvarveg 9 í Elliðaárdal í Reykjavík. Orkuveita Reykjavíkur greindi frá sölunni á húsinu fyrir skömmu en ekki kom fram hver keypti húsið. Kaupverðið var 100 milljónir króna. Húsið sem hýsti Minjasafn Orku­ veitunnar er annað húsið sem Skúli, eða félag í hans eigu, kaupir við Raf­ stöðvarveg síðastliðna mánuði. Í ágúst keypti Skúli hús við Rafstöðvar­ veg 9a af Fornbílaklúbbi Reykjavíkur. Félag Skúla, Sjöstjarnan ehf., er eig­ andi hússins. Það hefur nú verið leigt til fyrirtækisins BootCamp og verður notað undir líkamsræktarstöð. Skúli segir að kaupin á húsi Orkuveitu Reykjavíkur séu háð þeim fyrirvara að borgaryfirvöld samþykki breytingar á deiliskipu­ lagi á lóðinni. Samkvæmt núgild­ andi deiliskipulagi má eingöngu vera safn í húsinu. „Ég er ekki bú­ inn að kaupa það. Það er búið að samþykkja tilboð og allt svoleiðis en þetta strandar allt á deiliskipu­ laginu. Það má ekkert setja þarna nema safn og ég er ekki að fara að kaupa þetta nema skipulaginu verði breytt. Kaupin ganga bara til baka ef skipulaginu verður ekki breytt,“ segir Skúli. Aðspurður hvað hann hygg­ ist gera við húsið sem áður hýsti Minjasafnið segir hann að hugsan­ lega verði það skrifstofuhúsnæði fyrir Subway og að hluti hússins kunni að verða leigður út til ann­ arra fyrirtækja. Þá segir Skúli að jafnvel verði íþróttatengd starfsemi í húsinu, aðstaða fyrir nuddara, hnykklækna og annað slíkt. Stað­ setning húsanna í Elliðaárdalnum býður upp á ýmsa möguleika fyr­ ir íþróttatengda starfsemi þar sem dalurinn er vinsælt útivistarsvæði fyrir hjólreiðar, hlaup, göngutúra og skylda hreyfingu. ingi@dv.is Bíður eftir breytingum Skúli segir að kaupin á húsinu við Rafstöðvarveg gangi ekki í gegn fyrr en fyrir liggi breytingar á deiliskipulagi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.