Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 16
16 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað D völ kvenna í Kvennaathvarf- inu hefur lengst á undan- förnum mánuðum og árum. Færri konur hafa leitað sér skjóls þar það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Mörg börn eru einnig í athvarfinu hverju sinni, en allt að 20 börn hafa verið þar í einu í ár. Í dag eru 10 börn ásamt mæðrum sínum í athvarfinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segist engar skýringar kunna á þessu en bendir á að aðsókn í Kvenna- athvarfið hafi alla tíð verið mjög sveiflukennd. Börn á öllum aldri „Það er óvenjumikið af gestum og sérstaklega óvenjumörg börn,“ segir Sigþrúður. „Í gegnum tíðina hefur aldur barnanna verið frá nokkurra vikum og upp í sautján, átján ár. Stærstur hluti þeirra er undir skóla- aldri – ungbörn og upp í fimm ára aldur. Annars eru þau á öllum aldri.“ Sigþrúður segist halda að það sé einungis tilviljun að fleiri börn séu í Kvennaathvarfinu núna en áður. „Fleiri konum fylgja fleiri börn,“ segir Sigþrúður en hún segir enga tilviljun að konur séu farnar að dvelja leng- ur í athvarfinu, erfiðara sé að finna lausnir fyrir þær. „Dvöl er að lengjast sem þýðir að fleiri konur eru í húsinu hverju sinni þó að einstaklingarnir séu kannski jafnmargir. Aðsókn í athvarfið hefur alltaf sveiflast á milli ára og í rauninni á milli tímabila og við kunnum eng- ar skýringar á því þó að við myndum gjarnan vilja vita af hverju konur leita sér aðstoðar,“ segir Sigþrúður aðspurð um aðsóknina í athvarfið. Fá viðeigandi aðstoð Kvennaathvarfið er athvarf fyrir kon- ur og þeirra börn sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Mikið er lagt upp úr því að börn sem koma sem gestir í athvarfið lifi sem venjuleg- ustu lífi, sæki leik- og grunnskóla eins og áður. „Mæðurnar sjá um börn- in, þau eru hérna á vegum mæðra sinna en svo reynum við, bæði starfs- konur og sjálfboðaliðar, að létta und- ir með þeim og veita þeim einhverja afþreyingu,“ segir Sigþrúður. Börnin fá rétt eins og mæður þeirra þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. „Stærstur hluti þeirra eru mjög ung börn sem í rauninni halda bara lífi sínu áfram en ef það er ástæða til að ræða við börnin að þá gerum við það líka,“ segir Sigþrúður aðspurð hvort börnin fái einhvers konar andlega aðstoð í athvarfinu. Börn greiða ekki daggjöld fyrir að koma í athvarfið líkt og konurnar sem leita þangað. Daggjöldunum er þó alltaf haldið í lágmarki og eru núna 1.000 krónur á dag. Taka skal þó fram að peningaleysi kemur aldrei í veg fyrir að hægt sé að leita til athvarfsins. Konur eru lengur í Kvennaathvarfinu n Konur hafa í auknum mæli sótt í Kvennaathvarfið á undanförnum árum n Konur dvelja lengur en áður í athvarfinu n Börnum í athvarfinu hefur fjölgað mikið 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 Komur samtals 605 549 470 712 557 531 388 435 Viðtöl 487 419 368 613 465 443 315 380 Dvöl 118 130 101 99 92 88 73 55 Dvalarkonur án barna 74 81 55 58 45 50 34 32 Dvalarkonur með börn 44 49 46 41 47 38 39 23 Fjöldi barna 60 77 68 57 76 55 59 41 Komur í Kvennaathvarfið 2002–2009 Heimild: ÁrssKýrsla KvennaatHvarFsins engar skýringar Sigþrúður segist engar skýringar kunna á auknum fjölda barna í athvarfinu hverju sinni. lengur í athvarfinu Kon- ur dvelja lengur í athvarfinu að sögn Sigþrúðar en færri konur hafa þó leitað til athvarfsins á síðustu mán- uðum en á sama tíma í fyrra. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ef það er ástæða til að ræða við börnin þá gerum við það líka samstöðufundur á laugardag: „Þetta gengur ekki lengur“ „Þessi bylting er um allan heim- inn. Þetta hefur aldrei gerst áður í mannkynssögunni, það sem er að gerast í dag,“ segir Hörður Torfason, leikstjóri og söngvaskáld, í samtali við DV. Boð- að hefur verið til samstöðu- fundar á Austur- velli klukkan 15 á laugardag en það eru sam- tökin Raddir fólksins sem efna til fundar- ins. Hörður, sem fór mikinn í bús- áhaldabyltingunni svokölluðu, er fundarstjóri á laugardag. „Þetta er samstöðufundur með því sem er að gerast um allan heim í dag,“ segir Hörður en mótmælt verð- ur í 45 löndum þennan sama dag og beinast mótmælin gegn stjórn- og fjármálakerfum heimsins. Í tilkynn- ingu frá Röddum fólksins segir að þennan dag muni milljónir manna safnast saman á torgum og mót- mæla „ofbeldi“ stjórnmála- og fjár- málaheimsins gagnvart almenningi. Þess er krafist að stjórnmálamenn taki umsvifalaust kröfur almennings fram yfir kröfur fjármálaheimsins. „Þetta er búið að vera í uppsiglingu í fleiri mánuði. Á Spáni, Ítalíu, Grikk- landi og hér. Þetta er búið að eiga sér stað hér á Íslandi í nokkur ár,“ segir Hörður sem hefur undanfarið ferðast um heiminn, meðal annars til Spánar og Mexíkó, og haldið fyrir- lestra um þessi mál. „Þetta er það sem erindi mín hafa gengið út á erlendis, og reyndar hér líka, nú er kominn sá tími að við getum skipst á upplýsingum, netið gefur okkur þessi tækifæri. Stjórn- mála- og fjármálamenn eru ennþá í gamla farinu, haldandi að þeir geti logið að almenningi. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hörður. Hörður torfason BESTA TÓNLISTIN FRÉTTIR & SKEMMTILEGASTA FÓLKID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.