Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 11
Fréttir | 11Helgarblað 14.–16. október 2011 Heimilin rétta úr kútnum Vart er hægt að segja að fólksbílar hafi verið fluttir til landsins frá hruni. Eftir niður- sveifluna árin 2001 og 2002 jókst innflutn- ingurinn jafnt og þétt, úr sjö til átta þúsund bílum á ári í 22 þúsund bíla árið 2005. Árin 2006 og 2007 voru liðlega 20 þúsund fólks- bílar fluttir inn en í kjölfar gengishrunsins og svo efnahagshrunsins hrundi innflutn- ingurinn einnig. Árið 2009 voru aðeins ríf- lega 2.500 fólksbílar fluttir til landsins. Þeir verða í ár ríflega 6.000 ef fer sem horfir, eða aðeins þriðjungur þess sem var árin fyrir hrun. Innflutningurinn nálgast það sem hann var í lægðinni 2002. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 0 5 þús. 10 þús. 15 þús. 20 þús. 25 þús. Innfluttir fólksbílar á ársgrundvelli. Mikið fall Innflutningur fólksbíla hefur tekið hægt við sér frá hruni, eftir algjört hrun á markaði. Á þessu ári verða um sex þúsund bílar fluttir inn, samanborið við 22 þúsund bíla 2005. Eins og gildir um flestar innfluttar vörur hrundi innflutningur á sjónvarpstækjum í kjölfar hrunsins. Innflutningurinn fór úr 30 til 35 þúsund tækjum árlega niður í helming þess, eða 14.400 tæki árið 2009. Eitthvað virð- ist sjónvarpsmarkaðurinn vera að glæðast á nýjan leik því ef sama þróun verður á inn- flutningi sjónvarpstækja út þetta ár verða lið- lega 22 þúsund tæki flutt inn í ár. Það er litlu meira en var árin 2001 og 2001. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 40 þús. 35 þús. 30 þús. 25 þús. 20 þús. 15 þús. 10 þús. Línuritið sýnir fjölda innfluttra sjónvarpstækja á ári. Fatakaup Íslendinga eru enn að dragast sam- an ef marka má smásöluvísitölu Rannsókn- arseturs verslunarinnar. Sala á fötum, skóm, húsgögnum og rúmum dróst mikið saman árin 2008, 2009 og 2010 en nú eru Íslending- ar farnir að kaupa meira af rúmum, skóm og húsgögnum, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Vísitalan byggir á upplýsingum sem berast mánaðarlega beint frá meirihluta smásölu- verslana í landinu. Grafið sýnir breytingar á milli ára í ágústmánuði. Þess má geta að tölurnar miðast við fast verðlag. Eins og sést á línuritinu er verslun með húsgögn og rúm aðeins helmingur þess sem var árið 2007. 20 40 60 80 100 120 2007 2008 2009 2010 2011 Föt Skór Húsgögn Rúm Fatakaup enn á niðurleið en annað á uppleið Hér sést þróun vísitölu vegna sölu á fötum, skóm, húsgögnum og rúmum. Innflutningur fólksbíla í lamasessi Hrun í sölu sjónvarpstækja 340 þús. 360 þús. 380 þús. 400 þús. 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Þrátt fyrir að bensínverð hafi tvöfaldast frá árinu 2007 hefur bílaumferðin um landið dregist merkilega lítið saman. DV tók saman, úr gögnum Vegagerðarinnar, hversu margir bílar hafa farið um 21 talningarstað stofnun- arinnar í september síðustu sjö ár. Talninga- staðirnir eru fjórir á Suðurlandi, þrír á höfuð- borgarsvæðinu, fjórir á Vesturlandi, sex á Norðurlandi og fjórir á Austurlandi. Umferð um þessa staði ætti því að gefa góða mynd af því hvernig umferðin hefur þróast frá því á árunum fyrir hrun. DV valdi að kanna umferð í septembermánuði undanfarin ár. Þá ættu ferðalög vegna sumarleyfa að vera afstaðin að mestu leyti en sumarumferðin litast mjög af þeim sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Eins og sjá má á tölunum hefur umferðin minnkað stöðugt frá árinu 2007 en hún hefur þó aðeins dregist saman um 6 prósent frá því sem hún var mest árið 2007. Ekki er hægt að útiloka að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja á Íslandi á haustin skekki tölurnar þannig að Íslendingar keyri í raun minna en þessar tölur sína. Þá getur einnig verið að utanlandsferðir Íslendinga á árunum fyrir hrun hafi gert að verkum að ferðalög innanlands voru minni en efni landsmanna stóðu til. Í það minnsta er óvarlegt að nota þennan mælikvarða einan þegar efnahagur Íslendinga er skoðaður. Hvað sem því líður er ljóst að sáralítið hefur dregið úr umferð í septembermánuði ár hvert, frá hruni. Hægt minnkandi bílaumferð á Íslandi 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 % 24% 80% 57% 89% 6% 44% 37% 27% 49% 50% Samdráttur eftir góðærið Keypt áfengi Fasteigna- kaup Sjón- varpstæki Innfluttir bílar Umferð Utanlands- ferðir Föt Skór Húgsögn Rúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.