Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 40
40 | Menning 14.–16. október 2011 Helgarblað E inn ágætur ritstjóri sagði mér eitt sinn að í Texas þorði eng- inn öðru en að vera kurteis, því aldrei væri að vita hver bæri vopn og því ekki óhætt að reita aðra til reiði. Það sama má að einhverju leyti segja um bóka- messuna í Frankfurt. Skrítni gaurinn í horninu eða gamla konan á næsta borði gætu allt eins verið útgefend- ur með ítök um allan heim. Því er varla annað hægt fyrir upprenn- andi rithöfund en að vera smjað- urslegur við alla, þó vissulega bjóði það heim vonbrigðum þegar maður kemst að því að skrítni gaurinn eða gamla konan sem maður náði svona góðu sambandi við eru ekki nema óbreyttir bókmenntagrúskarar, eða þá blaðamenn í besta falli. Fyrir framan Laxness-hilluna rekst ég á eldri konu sem segist hafa mikið dálæti á norrænum bók- menntum og menningu, en hafi aldrei lagt það á sig að vera með norrænum karlmönnum vegna drykkjuskapar þeirra. Hún dáist þó að því hvað íslenskum konum tekst að vera elegant þrátt fyrir mikla ölv- un. Það kemur líklega, eins og ann- að, með æfingunni. Það kemur síð- ar í ljós að sú kona er einmitt einn helsti útgefandi Þýskalands, og er nú stödd á bókamessunni í Frank- furt í 52. sinn. Íslandsbásar úti um allt Ísland er, eins og flestum er kunnugt, sérstakur gestur hátíðarinnar í ár og titillinn er ekki einungis táknrænn. Ég hef búið í smábænum Marburg í rúman mánuð, og í hverri einustu bókabúð, og þær eru allnokkrar, er sérstakur Íslandsbás í búðarglugg- anum. Upplestur þeirra Viktors Arn- ars Ingólfssonar og Óttars Norðfjörð var einnig afar vel sóttur, þó að- göngumiðinn hafi kostað það sama og í bíó í bæ sem að miklu leyti til er byggður stúdentum. Þegar komið er inn í borgina sjálfa virðist Ísland alls staðar. Mynd- listarsýningar Erró og Gabríelu Frið- riksdóttur, sýning um íslenskan arki- tektúr þar sem því velt fyrir sér hvort slíkur sé til, í sögusafninu eru munir fengnir að láni frá Þjóðminjasafni Ís- lands og meira að segja í litlu komm- únistakaffihúsunum má sjá íslenskar bækur í öndvegi. Nýjar hetjur og gamlar Það kemur í ljós að þetta er ekki ein- ungis áhugi á bókahátíðinni sjálfri, heldur nýtur Ísland fádæma athygli hér í landi. Sem dæmi má nefna að í fyrra, þegar sérstakur gestur var Arg- entína, voru um 40 bækur þýddar yfir á þýsku. Í ár hafa 200 bækur verið þýddar úr íslensku, og á sú tala lík- lega eftir að hækka enn að hátíð lok- inni. Það tækifæri sem gefst hefur verið vel nýtt. Íslenski sýningarskál- inn þykir einnig með þeim bestu í langa tíð, og vissulega er hann nota- legur. Hér eru engir gargandi sölu- menn að reyna að pranga kynn- ingarbæklingum inn á gesti, heldur eru sófar og bókahillur og lands- lagsmyndir á tjöldum. Hér er hægt að láta eins og maður sé heima hjá sér með góða bók, og hvað er betra en það? Dorrit, Ólafur og Evrópusambandið Það eru fleiri sem hafa tilefni til að gleðjast yfir Evrópusambandinu. Guido Westerwelle, utanríkisráð- herra Þýskalands, finnur ekki tilefni til að segja mikið um rafbækur eða prentaðar í tölu sinni, en heldur á n Bókamessan í Frankfurt í fullum gangi n Ísland heiðursgestur n Mikill áhugi á Íslandi Ísland risið úr öskustó Höllin Bókaáhugamenn um allan heim flykkjast nú til Frankfurt. Óþekktustu böndin skemmtilegust Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur nú sem hæst. DV heyrði í nokkrum annáluðum aðdáendum hátíðarinnar og forvitnaðist um hverju þeir ætluðu ekki að missa af á þessum stærsta tónlistarviðburði landsins. „Ég ætla að sjá John Grant, Beach House, Austra, Niki & the Dove og Lay Low, Sóley og Mugison,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir sem ætlar sér að taka Airwaves með trompi í ár. Lára segist ekki tíma að eyða tímanum í að hanga í röð. „Ef röðin er löng fer ég bara eitthvert annað. Það er eitthvað skemmtilegt úti um allt svo það er í lagi þótt maður missi af stærstu böndunum. Uppáhalds Airwavesmómentið mitt var Patrick Watson árið 2007. Þá vissi ég ekkert hvað ég var að fara að sjá en þetta band var svo ótrúlega magnað og þétt og skemmtilegt.“ Aðspurð segir Lára Bombay Bicycle Club hafa valdið henni mestum vonbrigðum. „Þá hafði ég beðið í röð í hálftíma og varð pínu svekkt því þetta var ekki jafn skemmtilegt og ég átti von á. Annars er alltaf gaman á Airwaves. Það er svo gaman að sjá Reykjavík lifna við á þessum árstíma. Bærinn verður svo lifandi, það er músík í hverju horni og allir eru vinir í góðum gír. Þetta er svo yndislegt og maður er svo stoltur af því að eitthvað svona eigi sér stað á Íslandi.“ „Dagskráin er mjög spennandi en það fer mér illa að plana fyrirfram. Mér finnst best að ákveða með stuttum fyrirvara það sem ég ætla að sjá. Fyrir mér er það skemmtilegast,“ segir Hallur Kristján Jónsson úr Bloodgroup um Airwaves-tónlistarhátíðina. Eftirminnilegasta atvik Halls tengt Airwaves var þegar Bloodgroup spilaði í fyrsta skiptið. „Við vorum á pínulitlum stað sem brann síðan. Þessi hátíð er ástæðan fyrir því að við fórum að búa til lög. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með eitthvað á Airwaves og þótt vissulega séu alltaf einhver bönd sem maður er ekki að fíla þá er alltaf fullt af öðru fólki sem fílar þau,“ segir Hallur og bætir við að hann sé ekki mikið fyrir að hanga í röð. „Þess vegna nenni ég ekki að plana það sem ég ætla að sjá og rölti frekar um og dett inn á minni staði og sé minni bönd sem eru svo oft alveg geðveik.“ Lætur biðraðir ekki stoppa sig Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söng- kona Of Monsters and Men skemmtir sér vel þótt biðraðir séu langar. Lára Rúnarsdóttir ætlar að taka Airwaves með trompi. Ætla ekki að hanga í röð Stolt af Airwaves Lára Rúnarsdóttir segir Reykjavík lifna við í skammdeginu þegar tónlistarhá- tíðin stendur yfir. „Ég er búin að sjá Mammuth, Agent Fresco og Sykur og svo langar mig að sjá Beach House. Annars ætla ég að láta það aðeins ráðast,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona Of Monsters and Men. Nanna segist aldrei munu gleyma tónleikum Rolo Tomassi. „Söng- konan var svo geðveik, gráhærð og pínulítil og alveg snarklikkuð. Það var svo gaman að horfa á þau og það sem stóð upp úr í fyrra,“ segir Nanna sem lætur langar biðraðir ekki aftra sér. „Það er viss stemning að bíða með vinunum í röð eftir að komast inn en svo getur maður líka hoppað inn á næsta stað og séð óvænt eitthvað skemmtilegt. Oft er það jafnvel skemmtilegra. Airwaves er bara svo ógeðslega skemmtilegt. Þetta er bara eitt stórt partí og það er frábært að eiga möguleika á að sjá bönd sem eru alveg að fara gera eitthvað frábært. Það er gaman að geta sagst hafa séð þau áður en þau urðu svona stór. Fyrir mér er Airwaves það skemmtilegasta sem gerist á Íslandi.“ Rolo Tomassi stóð upp úr í fyrra. Eitt stórt partí Gleymir aldrei þegar Bloodgroup spilaði í fyrsta skiptið. Nenni ekki að plana Planar ekki Hallur Jónsson tónlistarmaður úr Bloodgroup finnst skemmtilegast að skipuleggja sem minnst þegar kemur að Airwaves. Valur Gunnarsson Ferðasaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.