Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 14.–16. október 2011 Sakbitinn skuldari árið 1994. Við vorum sundur í rúmt ár en tókum saman aftur á breyttum for- sendum. Okkur fannst við vera orðin það þroskuð að við gætum hætt öllu djammi og það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur síðan,“ segir Ellen einlæg. Berst fyrir hönd unga fólksins Fjölskyldan er mjög náin og eins og áður sagði búa þau öll undir sama þaki og barnabörnin fjögur líka. Þrátt fyrir mikla nálægð kemur þeim öllum vel saman. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel hjá okkur. Þær virða al- veg okkar einkalíf líka og það er alls ekki þannig að barnabörnin séu alltaf hjá okkur. Ég þarf oft að biðja um að fá að passa þau,“ segir Ellen hlæjandi. Dæturnar Sigríður, Elísabet og Elín hafa erft sönghæfileika móður sinnar og þær hafa sungið mikið saman. „Við fórum í sumar í söngferð til Bandaríkj- anna. Þær buðu mér í afmælisgjöf. Það var rosalega gaman og ég er alveg ótrú- lega stolt af því sem þær eru að gera. Þær eru núna þrjár með band og flytja frumsamið efni og það er nóg að gera hjá þeim. Þær eru til dæmis að spila á nokkrum stöðum um helgina í sam- bandi við Airwaves,“ segir Ellen stolt af sínum. Baráttu sína við bankana og stjórn- völd segist hún einmitt ekki hvað síst vera að há fyrir börnin sín og unga fólkið í landinu. „Þetta er ólíðandi ástand. Ég er að gera þetta fyrir hönd unga fólksins, kynslóðanna sem eiga eftir að taka við. Kannski er auðveldara fyrir mig að gera þetta því ég er ekki með ung börn en mér finnst ég verða að gera þetta og það hvetur mann að þurfa ekki að horfa upp á ungt fólk lenda í þessu. Að vera berjast í bökkum og eiga ekki fyr- ir einhverjum fáránlegum lánum sem bankarnir hafa ákveðið að eigi að vera svona. Það er kannski kominn tími til að við fáum að ákveða eitthvað með fjármálastofnunum. Þetta þurfi ekki að vera einhliða, allir þurfi að vera sáttir. Fluttu til að spara Ellen þekkir skuldafangelsi af eigin raun. Árið 2006 ákvað fjölskylda henn- ar að flytja úr 90 fermetra íbúð í Graf- arvogi yfir í aðeins stærri hæð í Hlíð- unum. Staðsetningin hentaði þeim betur og þau sáu fram á að geta sparað í leiðinni. „Þegar við keyptum hérna töldum við okkur vera að fjárfesta. Við vorum í rauninni ekki að breyta miklu nema aðallega hvað varðar umhverfi. Við töldum okkur getað sparað með þessu. Við þyrftum bara einn bíl í stað tveggja áður. Við vinnum mest hérna í kringum bæinn og svo er bílskúr sem við gátum nýtt sem vinnuaðstöðu. Nokkuð sem við höfðum áður verið að leigja. Þetta hentaði okkur mjög vel og líka stráknum okkar sem var í Ísaks- skóla þá. Hann er ofvirkur og þurfti að vera í litlu og vernduðu umhverfi og það var ekki boðið upp á það annars staðar fyrir hann.“ Eftir hrun breyttist hins vegar allt. Húsnæðislánið hækkaði upp úr öllu valdi og bílalánið sem tekið var á er- lendu gengi varð himinhátt. „Ég er með svona stökkbreytt lán. Það er verðtryggt lán á þessari íbúð sem ég bý í,“ segir Ellen og horfir í kringum sig. Hún er komin með nóg af ástand- inu. Svo annt er henni um málefnið að hún stofnaði síðuna Hættum að borga á Facebook þar sem hún hvetur fólk til þess hreinlega að hætta að borga. Við- tökurnar hafa verið góðar. „Við þurfum að byrja einhvers staðar. Stækka þetta svo upp. Ég held að fólki eigi eftir að missa vitið ef við förum ekki að snúa þessu ferli við.“ Sama um veraldlega hluti Hún segir fólk ekki hafa neinu að tapa og er ekki hrædd við þær afleiðingar sem kunna að verða ef hún hættir að standa skil á lánunum. „Nei, ég er miklu hræddari við hitt, hvað muni gerast ef þetta heldur svona áfram. Þetta fjármálakerfi er byggt upp á kap- ítalisma og það er greinilegt að það er enginn pólitískur vilji til að snúa þessu ferli við. Valdið er bara hjá fólkinu. Það er það sem er að gerast út um allan heim núna. Fólk er að rísa upp á frið- samlegan hátt og það er kannski það sem er að fara gerast núna í Frakk- landi, Bandaríkjunum, Spáni, Íslandi og í miklu fleiri löndum. Fólkið er búið að fá nóg.“ Ellen er sama um veraldlega hluti. „Mér er í raun alveg sama. Þetta eru bara einhverjir hlutir og ég er ekkert rosalega spennt fyrir því að eiga mik- ið en það væri gott ef það væri búið að hagræða húsnæðiskerfinu á Íslandi því það er til svo mikið af öllu. Það er rosalega mikið af tómu húsnæði. Ég er svo hissa á því að stjórnmálamenn hafi horft framhjá þessu. Það eru marg- ir sem hafa þurft að yfirgefa húsin sín eftir að bankarnir eða íbúðalánasjóður tóku þau þær og íbúðir standa tómar en samt er fólk á götunni. Það er eitt- hvað mikið að í þessu kerfi.“ Foreldrarnir hafa ekki tíma fyrir börnin Ellen segist hafa verið búin að sjá fyrir hrun að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera þó hún hafi ekki kveikt á því nákvæmlega hvað væri rangt. „Ég man þegar strákurinn minn byrjaði í skóla 2003, þá 6 ára, þá átti hann að byrja í Borgarskóla sem var á bak við þar sem við bjuggum. Þar voru litlir kofar not- aðir við skólann því það voru ekki til nægir peningar til að byggja skólann nógu hratt. En á sama tíma hafði ný Bónusverslun nýlega risið í Spöng- inni og Hagkaupsverslun kom nokkr- um vikum seinna og bílastæði og allt. Ég man alltaf að litli strákurinn minn sagði, af hverju fáum við ekki þessa menn til að byggja skólann okkar? Auðvitað vissi maður að það var eitt- hvað mikið að. Þarna var þetta byrj- að. Peningar útrásarvíkinganna farnir að segja sitt. Þetta byrjaði mjög fallega örugglega, hugsunin á bak við Bónus og allt það en svo bara, því miður, tók græðgin völdin.“ Henni finnst áherslur í samfélaginu vera kolrangar. „Horfum bara á það að á Íslandi er mesta rítalínnotkun barna í öllum heiminum. Og hvað segir það manni? Jú, börnin þurfa að vera öguð og passa inn í einhvern kassa í skólan- um og foreldrarnir hafa aldrei tíma til þess að vera með þeim vegna þess að þeir þurfa að vinna svo mikið til þess að ná endum saman. Ef þetta væri þann- ig að fólk gæti unnið aðeins minna og það væru jafnari laun þá hefði fólk meiri tíma til þess að hugsa um börn- in sín. Það er ekki eins og fólk vilji ekki hugsa um börnin sín, það hefur bara ekki tækifæri til þess vegna þess að neyslusamfélagið er orðið svo „ag- ressívt.“ Þetta sýnir að það er eitthvað mikið að,“ segir Ellen en málefnið er henni afar hugleikið enda er hún sjálf foreldri ofvirks barns. „Ég á sjálf strák sem er ofvirkur og með athyglisbrest. Það var mjög erfitt að fá stuðning fyrir hann en ég var bara svo heppin að ég ræð mér sjálf í vinnunni minni þann- ig að ég gat fylgt honum í skólann og verið með honum. Ellen hefur sungið á fjölda tónleika til styrktar nýju hús- næði fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Ég er búin að syngja í tíu ár til að safna fyrir nýju húsnæði fyrir BUGL og það er loksins komið núna. Nú eru áttatíu börn á biðlista um að komast þar inn sem er auðvitað alltof mikið meðan bankarnir hagnast og hagnast. Það er öllu svo misskipt í þessu samfélagi,“ segir hún alvarleg. Yfirmaður SP sagði henni að taka strætó Í haust ákváðu þau Eyþór að taka ráðin í sínar eigi hendur og hætta að borga af lánunum, bæði húsnæðisláninu og bílaláninu. Bílalánið var gengistengt, tekið hjá SP Fjármögnun á sínum tíma. „Við vorum ekki nógu sátt við það hvernig þeir túlkuðu lækkunina á lán- inu. Við erum í rétti því til þess að þeir geti tekið bílinn þá verður að höfða dómsmál, þeir eru samt alltaf að reyna að taka bílinn. Ég hafði samband við þá til að reyna að semja við þá. Þá sagði yfirmaður SP við mig að ég ætti að taka strætó, ég ætti ekki að vera á bíl ef ég hefði ekki efni á því að borga af bíln- um mínum. Svo sagði hann við mig að þeir væru ekki félagsmálastofnun og endaði svo með einhverju því fárán- legasta sem ég hef heyrt, sagði að ef Júdas hefði fjárfest með peningunum sínum þá væri fjölskylda hans sú rík- asta í heimi í dag. Svona hugsar þetta fólk.“ Ellen segist þó finna til ákveðinn- ar sektarkenndar. „Ég viðurkenni al- veg að ég tók þátt í þessari vitleysu á vissu tímabili. Það er búið að búa til úr heiminum einhvers konar neyslu- heim og það er búið að gera okkur öll að svona fíkniefnaneytendum í neysl- unni, við verðum alltaf að fá meira og meira. Þannig er kapítalisminn. Það er alveg sama hvert þú horfir, það er alltaf verið að segja þér að þú verð- ir að fá meira, þú verðir að gera þetta og þú verðir að fá hitt. Meira, meira og meira. Það er bara alltof mikið af öllu og með þessu erum við að eyðileggja okkur sjálf og jörðina. Ég man rétt fyr- ir hrunið þá fékk ég kort frá B&L um að ég ætti að skipta um bíl. Ég keypti minn 2005. Það voru svo hagstæð er- lend lán í boði að ég yrði að skipta um,“ segir hún hlæjandi. Sakbitinn skuldari „Ég er búin að vera svona sakbit- inn skuldari. Ég hef verið að hugsa af hverju ég sé komin í þessa stöðu, þetta var allt í lagi eins og þetta var. Við bjuggum í lítilli blokkaríbúð og ég skuldaði ekki neitt svo allt í einu var ég farin að taka þátt í þessu með því að flytja í annað húsnæði sem reyndar hentaði okkur vel. Ég tók lán til að taka í gegn, mjög lítið lán og við reyndum að gera þetta allt sjálf. Samt á einhvern ótrúlegan hátt er maður sakbitinn. Eins og maður hafi gert eitthvað rangt þegar það er ekki þannig.“ Hún segist vera orðin langþreytt á ástandinu og nú sé kominn tími til að rísa upp. Það ætlar samstöðuhópur sem kallar sig 15. október að gera, einmitt þann 15. október. „Við fólk- ið í landinu, bara venjulegir borgarar sem hafa fengið nóg, ætlum að hittast á götum úti og hefja þær hnattrænu breytingar sem við viljum sjá. Þetta er að gerast út um allan heim. Gjallar- horn verður látið ganga manna á milli og margir geta tjáð sig. Við munum mótmæla friðsamlega, ræða saman og skipuleggja okkur þar til við náum þeim fram. Það eru engin ein samtök sem standa að þessu heldur bara fólk- ið í landinu. Við höfum fengið nóg. Þetta er kúgun, við viljum lýðræði og frelsi. Við viljum breyta þessu hagkerfi því það er raunverulega verið að kúga okkur. Það er kominn tími til að sam- einast og tími fyrir þá að hlusta.“ Þóra Einarsdóttir · Finnur Bjarnason · Garðar thór CortEs ÁGúst ólaFsson · siGrún hjÁlmtýsdóttir · jóhann smÁri sævarsson hulda Björk Garðarsdóttir · auður Gunnarsdóttir · siGríður ósk kristjÁnsdóttir snorri Wium · valGErður Guðnadóttir · kolBEinn jón kEtilsson · viðar Gunnarsson kór oG hljómsvEit íslEnsku ópErunnar lýsinG: pÁll raGnarsson · BrúðuGErð: BErnd oGrodnik BúninGar: Filippía i. Elísdóttir · lEikmynd: axEl hallkEll jóhannEsson lEikstjóri: ÁGústa skúladóttir · hljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason FRUMSÝNT Í HÖRPU 22. OKTÓBER 2011 – örfá sæti Sunnudaginn 13. nóvember kl. 20 – aUKaSÝNiNg Laugardaginn 29. október kl. 20 – uppselt Laugardaginn 19. nóvember kl. 20 – örfá sæti Laugardaginn 5. nóvember kl. 20 – uppselt Sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 – örfá sæti Laugardaginn 12. nóvember kl. 20 – uppselt Laugardaginn 25. nóvember kl. 20 – uppselt WAMozart F a B r i k a n Á móti kerfinu Ellen berst við kerfið og vill kapítalis- mann burt. Baráttuna háir hún ekki hvað síst fyrir börnin sín og þær kynslóðir sem eiga eftir að vaxa úr grasi. „Þá sagði yfirmaður SP við mig að ég ætti að taka strætó, ég ætti ekki að vera á bíl ef ég hefði ekki efni á því að borga af bílnum mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.