Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 22
22 | Umræða 14.–16. október 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Bikar biskups Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar: Bókstaflega Himinhá eftirlaun n Björn Bjarnason, fyrrverandi blaðamaður og ráðherra, gerði að umtalsefni á heimsíðu sinni að hann hafi verið nefndur eftirlaunaþegi í sandkornum DV í niðurlægingar­ skyni. „Öruggt er að þetta gerir blaðið ekki til heiðurs eftir­ launaþegum ...,“ segir Björn á vef sínum. Líklega er þetta rétt hjá honum frá sjónarhorni margra þeirra eftir­ launamanna sem súpa dauðann úr skel. Sjálfur hefur Björn lengst af starfsævi sinni verið á fram­ færi þjóðarinnar sem þingmaður og ráðherra. Fyrir það fær hann himinhá eftirlaun sem eru að margra mati utan velsæmismarka og langt umfram kjör hinna fátæku. Sólbrún Hanna Birna n Skerandi þögn hefur verið undanfarnar vikur um framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til for­ mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Skoðanakönnun velvildarmanna Hönnu frá því í sumar sýndi yfirburðastuðning við hana í embættið. Könnuninni var lekið í fjölmiðla í sumar og í framaldinu lét Hanna Birna að því liggja að hún væri klár í slaginn. Hún er nú komin frá Flórída sólbrún og ákveðin. Niðurstöðu hennar er beðið. Ráðvilltur ráðherra n Haraldur Johannesson ríkislög­ reglustjóri situr sem fastast þótt Ríkisendurskoðun hafi sýnt fram á grófa spillingu við innkaup embættisins. Málið er allt hið vandræða­ legasta fyrir Ögmudn Jónasson innanríkisráð­ herra sem fram að þessu hefur talinn einn af riddurum hreinleika og réttlætis. Í stað þess að víkja Haraldi úr embætti vandræðast ráðherrann með málið og kallar eftir skýrslum. Fréttamaður sér ljósið n Jón Ásgeir Jóhannesson, athafna­ maður og útrásarvíkingur, var í helgarviðtali DV um seinustu helgi. Þar upplýsti hann margt um sína innstu þanka og sýndi sumpart iðrun. Fyrrverandi starfsmaður Jóns Ásgeirs, Ingimar Karl Helgason, fjallaði um viðtalið í löngu máli á Smugunni. Skilja mátti hann sem svo að óhæfa væri að birta viðtal við Jón Ás­ geir. Sjálfur var Ingimar Karl árum saman í vinnu á fréttastofu Stöðvar 2 án þess að lyfta litla fingri gegn eigandum. Hann var síðar rekinn þaðan og nú sér hann ljósið. Sandkorn Þ egar konur eða börn kvörtuðu undan því að prestar færu illa með þau var svarið gjarnan á reiðum höndum. Þau voru geðveik, greyin. N ú berast skilaboð úr æðstu röðum á Íslandi um að sama gildi um íslensku þjóðina, sem kvartar undan aðstæð­ um sínum. Landsfaðirinn Stein­ grímur J. Sigfússon fjármálaráð­ herra útskýrði vanda Íslendinga í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í vikunni. „Eins og ég greini aðstæð­ ur í dag þá verður útlitið sífellt betra og betra efnahagslega, svo segja má að vandinn sé um 25% efnahags­ legur en 75% sálfræðilegur og póli­ tískur,“ sagði hann. Þ annig að þetta er ljóst. Vanda­ mál okkar eru geðveikin og Bjarni Ben, og svolítið Sig­ mundur Davíð. Það er ósköp lít­ ið að nema í hausnum á okkur. Á milli áranna 2009 og 2010 dróst kaupmátt­ ur saman um 12,6 prósent. Í hausnum á okkur! Eignahlutur fólks í heimilum hefur farið úr 67% niður í 49% á fimm árum. Í hausnum á okkur! Í sama þætti fyrir tveimur og hálfu ári var Geir Haarde spurður hvers vegna hann hringdi ekki í Gor­ don Brown, þáverandi forsætis­ ráðherra Bretlands, og mótmælti því að sett voru hryðjuverkalög á Ísland – fyrst Geir væri að kvarta yfir þeim. „Well, maybe I should have,“ sagði Geir, og aulahrollur breiddist út um Bretlandseyjar og Ísland. S teingrímur hafði þó vit á því að lýsa bara yfir geðveiki ís­ lensku þjóðarinnar og koma sökina yfir á aðra. E n kannski er þetta rétt hjá Steingrími. Kannski er allt í lagi, alls staðar annars staðar en í hausnum á okkur. Stein­ grímur er líka byrjaður á að laga okkur. Það stóð á forsíðu Frétta­ blaðsins um daginn að auglýsinga­ átakið Inspired by Iceland hafi skilað 34 milljörðum í tekjur í fyrra. Og það kostaði bara 700 milljónir. Blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina er fyrrverandi borgarfulltrúi, fram­ bjóðandi og kosningastjóri Vinstri hreyfingarinnar ­ græns framboðs. En það skiptir ekki máli. S vona er einfalt að laga sál­ fræðivanda okkar. Stein­ grímur og félagar í ríkisstjórn­ inni eru byrjuð með annað auglýsingaátak í Fréttablaðinu. Það snýst um að Íslendingar eigi að bjóða útlendingi í heimsókn í vetur. Því það er svo gott að vera á Íslandi á veturna. Það er bara sálfræði­ legt „problem“ að skynja það ekki. Þetta ímyndarátak mun skila okkur milljörðum í tekjur. Næsta skref hjá Steingrími er að auglýsa að allt sé í lagi á Íslandi. Þið sem trúið öðru eruð bara með sálfræðivanda, bara veik, skinnin mín. K arl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur ofboðið trú­ systkinum sínum og þjóð­ inni. Þessi æðsti maður Þjóðkirkjunnar er í sjálfu sér lítt umdeildur vegna eigin gjörða. Vandi hans liggur í syndum og af­ brotum forvera hans sem hann sjálf­ ur dróst inn í á sínum tíma og brást þolendum þáverandi biskups. Allar götur frá því biskupsmál­ ið hófst hefur Karl verið á sviðinu. Hann kom að málum árið 1996 þegar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir reyndi að ná fram réttlæti eftir að hafa lýst áreiti Ólafs Skúlasonar biskups á þeim tíma sem hann var sóknarprestur hennar. Það gerði hann einnig í máli Dagbjartar Guðmundsdóttur sem sakaði Ólaf um að hafa brotið gegn sér á veitingahúsi í Kaupmannahöfn. Í stað þess að taka strax fast á mál­ um hlupu Karl og fleiri sálusorgarar undan þeim skyldum sínum að sýna meintu fórnarlambi kynferðisofbeld­ is skilning og hlýju. Kirkjunnar menn lögðu höfuðáherslu á að hlífa biskupi sínum sem flestum mátti vera ljóst að var sekur. Guðrún Ebba, dóttir Ólafs Skúla­ sonar, steig síðar fram með hrika­ lega sögu langvarandi misnotkunar þar sem faðir hennar sýndi óeðli sitt árum saman. Núverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, hlýddi á frásögn Guðrúnar Ebbu þegar faðir henn­ ar lést í janúar 2008. Síðar fór hún á formlegan fund hans þar sem hann bað hana um að senda sér minnis­ punkta í stað þess að skilja þá eftir. Guðrún Ebba vandaði til verka og fór svo á Biskupsstofu með bréfið. Þar fékk Karl bréf Guðrúnar Ebbu með lýsingum á barnaníði Ólafs og óskum um að komast á fund kirkju­ ráðs. Í stað þess að afgreiða málið af heilindum stakk hann bréfinu niður í skúffu. Svo virðist sem maðurinn sem áður hafði brugðist þeim Sig­ rúnu Pálínu og Dagbjörtu ætlaði að þagga niður röddina sem lýsti því að fyrrverandi biskup væri, ofan á allt annað, barnaníðingur. Núverandi biskup er sekur um yfirhylmingu og mannvonsku. Það var ekki fyrr en DV sagði frá bréfinu týnda í ágúst í fyrra að málið komst á skrið. Kirkjan hef­ ur nú beðið þolendur Ólafs fyrirgefn­ ingar en í æðsta embætti hennar sit­ ur sá maður sem með flestum ráðum reyndi að þagga málið niður. Í dag eru örlög biskupsins þau að hann er eins og stórglæpamað­ ur á flótta undan fjölmiðlum. Hann þorir ekki að standa fyrir máli sínu og skríður í felur. Sendir frá sér yfir­ lýsingu sem fleiri skrifa undir. Það segir allt um stöðu hans. Traustið á Karli biskupi er farið og hann er að stórskaða Þjóðkirkjuna. Samt þver­ skallast hann við að viðurkenna að sakir hans eru of stórar til að honum sé sætt í embætti. Karl getur huggað sig við að afsögn hans sem biskups þýðir ekki að hann eigi ekki aftur­ kvæmt sem prestur og kennimaður. Biskupsembættið er honum einfald­ lega ofviða sökum fortíðar sem engin leið er að slá striki yfir. Bikar biskups er beiskur og barmafullur en hann verður ekki umflúinn. Karl verður að víkja ef kirkjan ætlar að eiga ein­ hverja von um að hreinsa sig af þeim viðbjóði sem blasir við öllum. Þið eruð geðveik „Í mínum villtustu draumum, þá trúði ég þessu ekki.“ n Siv Friðleifsdóttir alþingiskona bar vitni í máli gegn fyrrverandi sambýlis- manni sínum. – DV „Hún var með mikla og ljóta áverka á hálsi eftir kyrkingartak, tognuð og marin á bringubeinum og baki.“ n Margrét Eysteinsdóttir um dóttur sína, Sigríði eydísi, sem varð ítrekað fyrir aðkasti og barsmíðum í skóla. – DV „En þetta er rétt, hún lét mig vita af sambandinu um leið og það hófst og samstarfsfólk hennar í Speglinum var látið vita.“ n Óðinn Jónsson, fréttastjóri rÚv, staðfestir ástarsamband Sigrúnar Davíðsdóttur og Lee Buchheit, samninga- manns íslands í Icesave. – DV „Ég hata þig ekki. Ég vil miklu frekar elska þig.“ n Sigurður Guðmundsson, sem var háseti á goðafossi, hitti þýska hermann- inn Horst koske en koske var í áhöfn kafbáts nasista sem sökkti goðafossi árið 1944. – Vísir Svarthöfði H ver er munurinn á því að vera algjör fokking lúser eða bara fokking lúser? Þessarar spurningar spyrja allir Íslendingar nú á dögum og spurningunni er bæði beint inn á við og útá við. Þetta er nefnilega það ís­ lenskasta af öllu íslensku. Við erum fólk sem veit að fólk er fífl og við erum svo fljót að breytast í höfðingjasleikj­ ur og lánsamar lyddur að eftir okkur er tekið víða um heim. Okkur virðist áskapað að líta framhjá því, að sem þjóð ættum við að geta haft það bara grefill gott hérna á skerinu. Hérna á landinu okkar úti í ballar­ hafi býr moldrík þjóð sem gætir þess svo vandlega að skipta alltaf eins ójafnt og frekast er kostur. Við eig­ um alltaf nóg af helmingaskiptafólki og vitringum sem troða sér fremst í hverja þá ræsiskák sem á vegi þeirra kann að verða. Við erum líklega mesta grenjuskjóðuþjóð sem jarð­ ríki hefur gist. Við státum öll af því að hafa migið í saltan sjó en höfum svo ekki döngun til að berja í borðið þeg­ ar við höfum fengið nóg. Var ég eini Íslendingurinn sem heyrði það sem bankastjórinn sagði í síðustu viku? Allavega hef ég ekki heyrt neinn dillibossann hafa það eftir. Dansinn í kringum lík gullkálfs­ ins er víst svo erfiður nú á dögum að það er ekki tími til að hugsa. Það var í síðustu viku að kona, sem er bankastjóri, mætti í útvarps­ sal og bar af bankanum þær sakir að bankinn hefði verið að græða á ve­ sælum lýðnum. Konan sú arna vildi heldur meina að skattpíning ætti sök á þeirri kvöl sem vælukjóaþjóðin þarf að þola nú um stundir. En, kæru vinir, núna kem ég að því sem ég ætl­ aði að rita um í dag: Konan sagði að í hennar banka vissi hún af því að ein fjölskylda hefði fengið svo fína fyrir­ greiðslu að sómi væri að. Fjölskylda sem hafði skuldað 70 milljónir hafði fengið afskrifaðar einar 37 slíkar. Tja, bara meira en 50% afskrifað, já, bara rétt sísona. Ha? Já, þetta sagði konan. Kannski ekki alveg nákvæmlega orð­ rétt, en þetta var inntakið. Já, sum­ ar fjölskyldur fá semsagt afskrifaðar milljónirnar. En svo er bolurinn lát­ inn borga. Hversvegna í andskotanum þurfti ég endilega að vera eini Íslendingur­ inn sem heyrði þessi orð? Ég meina, ef fleiri hefðu heyrt þetta þá hefðu allar línur byrjað að glóa. Fólk hefði spurt: ­Hvað um mig? Við höfum leyft opinberri dilli­ bossaklíku að arðræna okkur. Út­ gerðarmenn sem gera ekki annað en maka krókinn, fá afskrifaðar skuldir. Ein og ein „heppin“ fjölskylda dettur í lukkupottinn og finnur skjaldborg í kornflexpakkanum. Við hin horfum bara á nef okkar og spyrjum: ­Hvar er eiginlega allt þetta óréttlæti sem skáldið er alltaf að skrifa um? Það sem gerir þjóðin helst þykir ágæt venja því vænsti kostur víst það telst að væla, þjást og grenja. Fokking lúser! Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Núverandi biskup er sekur um yfir- hylmingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.