Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 25
Viðtal | 25Helgarblað 14.–16. október 2011 Bjargað af hulduher Hann er hættur því, gerði nóg af því á meðan hann drakk og vorkenndi sér heil ósköp. Jón- as er Freeportari, einn af þeim fyrstu sem héldu utan í áfeng- ismeðferð. Hann var númer 39 í röðinni og hefur lifað 35 ár án áfengis. „Alkóhólismi fer mis- jafnlega í fólk. Sumir sjá ekki vandann, aðrir taka sig á og ég tók mig á.“ Á sínum tíma ætlaði hann sér þó ekkert að hætta að drekka. Í borginni var hulduher manna sem höfðu farið á Free- port og voru í því að finna menn í vanda og senda til Ameríku. Þeir sáu að tími væri kominn til að þurrka Jónas, tóku hönd- um saman og sendu hann út án þess að hann hefði nokkuð með það að gera. „Þeir sáu að ég var kominn í vandræði og veltu því lengi fyrir sér hver gæti fylgt mér, því það var ævinlega fylgdar- maður með hverjum sjúklingi. Þeir vissu sem var að það yrði ekki auðvelt að finna mann sem ég gæti sætt mig við og nefndu marga á nafn áður en þeim kom Benedikt Árnason leikstjóri til hugar. Við þekktumst og höfð- um unnið saman. Þeir voru sannfærðir um að ég gæti þolað hann og hann samþykkti þetta svo það var pantað pláss fyrir mig á laugardegi.“ Á þriðjudegi ákvað Benedikt svo að kíkja á kappann áður en þeir héldu út. Honum leist ekki á blikuna og taldi útilokað að Jónas myndi lifa fram á laug- ardag, hann yrði að fara strax. Einhvern veginn tókst þeim að ganga svo frá málum að þeir héldu utan daginn eftir. Jónas var drukkinn eins og von var og vísa og á fimm tíma flugi talaði hann tvisvar, eitt orð í senn. „Eft- ir tvo tíma vaknaði ég og sagði sjúss! Sofnaði svo aftur og vakn- aði rétt fyrir lendingu og end- urtók þetta, sjúss! Mér var ekki ansað,“ segir hann og hlær. Fékk hjartastopp Bílstjóri beið þeirra á flugvellin- um og ók þeim að Freeport-spít- alanum. Jónas lagðist í aftursæt- ið og lá þar í fósturstellingunni, þverneitaði svo að yfirgefa bíl- inn þegar á hólminn var kom- ið og áttu þeir í mesta basli við að koma honum út, Benedikt og bílstjórinn. „Drukkinn mað- ur hefur einhvern undarlegan kraft,“ útskýrir Jónas, „svo þeir ætluðu ekki að hafa það. Benni varð allur blár við áreynsluna. Ég vildi alls ekki fara.“ Að lokum lét Jónas undan og steig sín fyrstu skref í átt að nýju og betra lífi. Hann var þó ekki fyrr kominn inn á spítalann en hann féll niður í hjartastoppi. „Fjórum árum síðar fór ég í píla- grímsför til að sýna Sigrúnu, konu minni, þennan krafta- verkastað. Ég hafði farið nokkr- um sinnum út með menn og við vorum orðnir mestu mátar, ég og læknirinn sem sinnti mér á sínum tíma. Allt í einu sagði hann við mig að nú væri senni- lega orðið óhætt að segja mér frá því þegar ég kom. Ég spurði hvað hann ætti við og þá sagði hann að ég hefði í raun verið dauður, ég hefði legið á gólfinu og fólkið í kring hefði hrópað á lækni því fyrsti Íslendingurinn væri farinn. Svo sagði hann: „Ég kom hlaupandi, kraup við hlið þér, þú andaðir ekki og varst í al- gjöru stoppi en svo opnaði ég augnlokin þín og mér til undr- unar þá töluðu augu þín við mig, ég vil lifa sögðu þau.“ Svo hann ákvað að hann skyldi láta mig lifa og hóf lífgunartilraunir. Ég hef lifað nokkuð lengi síðan,“ segir Jónas glettinn. Af hverju svo var komið fyrir honum veit hann ekki. „Þú flýrð í vín og þorir ekki að hætta af ótta við sársauka og kvalir sem fylgja því að hætta þegar þú ert búinn að drekka lengi. Eng- inn veit hvenær og hvers vegna menn nota vín sem alkóhólist- ar, það er ómögulegt að útskýra það. Sumir segjast vera á flótta frá lífsleiða, aðrir drekka af öðr- um ástæðum en í raun veit eng- inn af hverju.“ „Eins og að rífa opið sár“ Og svo kom sólin upp er heiti á viðtalsbók sem Jónas skrif- aði síðar um alkóhólisma. Í for- mála bókarinnar lýsir hann því hvernig honum leið á þessum tíma: „Það var ekki kyrra í sál minni og hafði ekki verið lengi. Það þarf mikið að ganga á í lífinu þar til maður áttar sig á að ekki er allt eins og maður vill og von- ar. Ég var 45 ára, í góðri stöðu en launin lág. Starfið kröfuhart en mjög gefandi, skapandi starf af listrænum toga og heimtar oft listamenn til þjónustu ef vel á að vera. Gagnrýni mikil en minna af hrósi og stundum er eins og verið sé að rífa opið sár þeg- ar miskunnarlausir hlustendur tæta í sundur allt sem þú varst að gera af allri sálu þinni, öllu þreki þínu, öllu viti þínu, allri elsku þinni. Allt í einu er orðið erfitt að vinna af viti, ferskleiki þinn orðinn fúll eins og gam- alt vatn í holum steini, þreyta býr sér samastað í líkama þín- um sem sífellt er misboðið með áfengisneyslu.“ Drykkjan hjálpaði: „Drykkju- maður er fríherra í merkingunni frjáls, í landi þar sem sólin sest aldrei, blóm vaxa í hverju spori og fuglar syngja einsemdina á brott. Of gott land til að fara eitt- hvað annað. Á kvöldin glímir hann við drauga.“ Meðferðin fór fram á Long Island í New York. Á spítalan- um gengu menn um á slopp- um, ráfuðu um gangana, marg- ir lengi að átta sig. „Stundum á næturnar þegar ég lá í angist yfir því hvernig komið væri fyr- ir mér, gekk einhver skuggavera fram hjá eins og skuggi af fortíð. Þá ákvað ég að skrifa leikrit um þessa reynslu.“ Leikritið fékk nafnið Gler- húsið og var sýnt í Þjóðleikhús- inu við góðar undirtektir. Sársaukinn hvarf Endurhæfingin fór fram í göml- um klausturskóla sem Sankti Jósefs-systur ráku, Veritas Villa. Þar öðlaðist hann frelsi. „Ég man að það var sólskin. Þarna við vatnið. Þennan dag. Allt í einu var eins og ég stæði bað- aður mildum úða sem hvolfd- ist hægt yfir mig og ég gat ekki hrært mig, andaði ekki. Sárs- aukinn sem hafði búið um sig í brjóstinu, svo rækilega að hann var hluti af mér, leystist upp í sólskininu, liðaðist upp í tært loftið, blandaðist laufinu, suss- aði á fugla himins. Úðinn ósýni- legi kitlaði kinnar og ég lokaði augunum, stóð eins og steinn í eilífðinni, bautasteinn fyrra lífs og á hann letrað: Þú drekkur ekki framar. Svo var úðinn horf- inn. Svo einfalt var það.“ Morguninn sem hann lenti á landinu fór hann upp í Útvarps- hús og beinustu leið inn á skrif- stofu. „Skrifstofan mín hafði verið læst allan tímann og var eins og ég hafði farið frá henni. Þar var fullt af ölflöskum, heill kassi af íslenskum pilsner, glerið utan af vodkapelum. Ég læsti að mér og sagði: Guð almáttugur, ég get ekki látið nokkurn mann sjá mig. Það tók mig langan tíma að safna kjarki til að horfast í augu við fólk, ég ætlaði ekki að þora það. Svo sat ég og horfði á Esj- una í smátíma, þar eru jóla- sveinarnir, sagði ég við sjálf- an mig, vert þú nú ekki einn af þeim og það um haust. Farðu og heilsaðu upp á alla, annars get- ur þú ekki unnið hér meir.“ Fjör hjá framliðnum Jónas fór því fram og hélt upp á næstu hæð þar sem yfirstjórn Útvarpsins hafði aðstöðu. Hann fór fyrst á fund framkvæmda- stjórans, Guðmundar Jónsson- ar óperusöngvara, sem var stór og mikill maður. Hann tók Jón- as í fangið, faðmaði hann þétt að sér og bauð hann velkominn. „Hann sagði mér að taka lífinu með ró og hugsa minn gang, svo myndum við finna verkefni fyrir mig þegar ég yrði tilbúinn. Eftir það gekk ég á hvern mann og lét vita að ég væri kominn. Þannig braut ég ísinn og var aðeins part af morgni að átta mig á því að allir tóku mér vel.“ Honum leið vel í vinnunni. Það þarf því engan að undra að á skrifstofu Jónasar var taumlaus gleði. Líka þegar hann var ekki við. Eða svo var honum sagt. „Á fjórðu hæð í Efstaleiti var ég með ágæta skrifstofu og ein stelpan á næstu skrifstofu við hliðina sagði að það væri aldeilis líf og fjör á skrifstofunni þegar ég væri ekki þar. Þaðan bærist hlátur og skvaldur. Svo fór ég að kanna þetta og ræddi við miðil sem ég þekki. Hann sagði að gamlir út- varpsmenn hittust þarna uppi og hefðu það gaman.“ Endaði í Landsbankanum Freeportararnir héldu áfram að senda menn utan í meðferð og reyndu að vekja fólk til umhugs- unar um sjúkdóminn. Smám saman skapaðist þekking hér á landi og með tilkomu SÁÁ breyttist margt. Þessir menn héldu einnig hópinn og hittust alla föstudaga. Margir þeirra urðu góðvinir Jónasar. Svo kom að því að þeir ákváðu að skella sér saman í siglingu til Karíba- hafsins og þá voru góð ráð dýr. „Ég hafði ekki efni á því, fátækur útvarpsmaðurinn!“ segir Jónas og hlær. Oft reyndi hann fyrir sér á öðrum vettvangi. Eftir sjö ár sem fréttamaður hætti hann hjá Útvarpinu og hélt norður á Akureyri þar sem hann gerð- ist verslunarstjóri í bókaversl- un POB. Þar var hann í eitt ár, stofnaði leiklistarskóla, lék með Leikfélagi Akureyrar, leikstýrði og lifði ágætlega. Sneri svo suð- ur og fór að vinna í Þjóðleikhús- kjallaranum. „Mér til skelfingar endaði ég í Landsbankanum. Brosir við dauðanum „Þá áttaði ég mig á því að ég hafði hvíslara. Ég hef kallað hann það síðan. Hann var með mér í hverju einasta viðtali, hvíslaði því að mér að nú ætti ég að spyrja að þessu. Og hann hefur fylgt mér alla leiðina hingað. „Ég læsti að mér og sagði: Guð almáttugur, ég get ekki látið nokkurn mann sjá mig. Það tók mig langan tíma að safna kjarki til að horfast í augu við fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.