Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 6
6 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Axel Axelsson löggiltur fasteignasali Seldu eignina þína innan 60 daga Ef eignin selst ekki innan 60 daga þá færð þú 50% afslátt af sölulaunum Nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 823-5050 HAFÐU SAMBAND STRAX! Lárus Óskarsson Rúmur helmingur, eða 55 prósent, aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnu­ lífsins (SA), áætla að ekki verði breytingar á starfsmannafjölda fyrirtækja þeirra á þessu ári. Tæpur fjórðungur, eða 24 prósent, áætlar að starfsmönnum fyrirtækjanna fækki og rúmur fimmtungur, eða 21 prósent, að þeim fjölgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun meðal aðildar­ fyrirtækja SA um stöðu atvinnumála og efnahagshorfur. „Þegar þessar niðurstöður eru vegnar saman eftir stærð fyrirtækja fæst að heildarfjöldi starfa á almennum vinnumarkaði verði óbreyttur milli áranna 2010 og 2011. Starfsmönnum fjölgar í ferða­ þjónustu og sjávarútvegi en fækkar í fjármálaþjónustu, verslun og þjón­ ustu og iðnaði,“ segir í tilkynningu sem SA sendi frá sér. Nærri sex af hverjum tíu aðildar­ fyrirtækjum SA hyggjast ekki leggja í umtalsverðar fjárfestingar eða endur­ bætur á næsta ári, 27 prósent telja það óvíst en einungis 14 prósent hyggjast gera það. Þegar svörum er skipt eftir atvinnugreinum kemur í ljós að niðurstöður í sjávarútvegi, iðnaði og verslun og þjónustu eru svipaðar heildarniðurstöðunni, það er 11 til 14 prósent fyrirtækjanna í þessum greinum áforma fjárfestingar á næsta ári, en 55 til 62 prósent ekki. Fjárfestingaáformin eru algengust í ferðaþjónustu þar sem 26 prósent fyrirtækjanna hyggjast ráðast í fjár­ festingar en 35 prósent ekki. Í fjár­ málaþjónustu hyggjast 79 prósent fyr­ irtækjanna ekki ráðast í fjárfestingar. Fimmtungur ætlar að fækka starfsfólki Könnun SA um atvinnumál: Í fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag 25 ára karl­ mann í 30 daga fangelsi fyrir lík­ amsárás. Hann var ákærður fyrir að slá annan mann hnefahögg­ um í höfuð og handlegg í septem­ ber í fyrra. Maðurinn játaði brot sitt en frá sextán ára aldri hefur hann tíu sinnum hlotið dóm, fyrir ýmis konar brot; meðal annars fyrir nytjastuld og umferðarlaga­ brot sem hann framdi í fyrra. Brotið sem dæmt var fyrir nú var hegningarauki við dóminn í fyrra. Rjúfi hann skilorð fer hann í tveggja ára fangelsi. Þ rotabú eignarhaldsfélagsins Ice Properties, sem var í eigu fjárfestingarfélagsins Sunds/ IceCapital, hefur stefnt Páli Þór Magnússyni, fyrrverandi eiganda félagsins, vegna færslu á tíu fasteignum út úr félaginu eftir efna­ hagshrunið 2008. Fasteignirnar, meðal annars Hressingarskálinn svokallaði í Austurstræti og húsnæði í Kringl­ unni, voru seldar út úr Ice Properties og til IceCapital/Sunds án endurgjalds þann 20. október, 11 dögum eftir fall Kaupþings. Sund, og tengd félög, eru fjárfest­ ingarfélög sem voru í eigu ættingja Óla Kr. Sigurðssonar, sem yfirleitt var kenndur við Olís. Fjárfestingum félag­ anna var stýrt af stjúpsyni Óla, Jóni Kristjánssyni, og Páli Þór Magnússyni. Sund fjárfesti meðal annars í hluta­ bréfum í íslensku viðskiptabönkunum og öðrum íslenskum félögum á árun­ um fyrir hrun. Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 milljörð­ um króna við bankahrunið samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stefnan í málinu var þingfest í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag­ inn og krefst skiptastjóri þrotabúsins, Magnús Guðlaugsson, þess að færsl­ unni á fasteignunum út úr Ice Prop­ erties verði rift á þeim forsendum að félagið hafi verið tæknilega gjald­ þrota þegar viðskiptin áttu sér stað. Ef af riftuninni verður eignast þrota­ bú Ice Properties fasteignirnar aftur. Söluandvirði þeirra mun svo renna til kröfuhafa Ice Properties. Páll Þór fær fasteignirnar Sama dag og fasteignirnar fóru út úr Ice Properties, þann 20. október 2008, voru eignirnar færðar yfir í eignar­ haldsfélag sem heitir Fasteignafélagið okkar. Félagið er í eigu eignarhalds­ félagsins Pluma ehf. sem aftur er í eigu Páls Þórs Magnússonar. Heildarverð­ mæti fasteignanna var um 870 millj­ ónir króna samkvæmt ársreikningi Ice Properties fyrir árið 2007. Eignirnar voru hins vegar seldar út úr Ice Prop­ erties án endurgjalds, líkt og áður seg­ ir. Byggir málareksturinn á því að um gjafagerning hafi verið að ræða þar sem ekkert endurgjald hafi komið fyrir fasteignirnar. Fengu milljarða að láni Ástæðan fyrir því að Ice Properties var tæknilega gjaldþrota í október 2008 er sú að félagið hafði skuldsett sig um 4,6 milljarða króna í mars 2008 vegna hlutabréfakaupa í Glitni. Félagið var þrettándi stærsti hluthafi Glitnis í október 2008 þegar bankinn var yfir­ tekinn af íslenska ríkinu. Þar með tap­ aði Ice Properties hlutabréfaeign sinni í bankanum sem nam 1,75 prósentum af heildarhlutafé bankans. Eftir stóðu hins vegar skuldirnar við Glitni og lá ljóst fyrir á þessum tíma að félagið væri gjaldþrota. Umræddar fasteignir Ice Properties voru einu eignir félagsins eftir að ljóst var að Glitnishlutur félagsins væri einskis virði og að félagið væri tækni­ lega gjaldþrota. Þessar eignir voru svo færðar út úr félaginu án endurgjalds þann 20. október 2008. Ice Properties var svo tekið til gjaldþrotaskipta í upp­ hafi árs 2011. Eignir færðar annað Heimildir DV herma að eftir að eign­ irnar voru færðar frá Ice Properties og yfir í Fasteignafélagið okkar í gegn­ um Sund/IceCapital hafi þær aftur skipt um hendur. Þannig var fasteign­ in Kringlan 4–6 færð aftur yfir á nafn Sund/IceCapital í lok árs 2010 og iðn­ aðarhúsnæði í Gilsbúð í Garðabæ var afsalað yfir á nafn Páls Þórs Magnús­ sonar í október 2009. Þeim Páli Þór, Jóni Kristjánssyni og systur hans, Gabríelu Kristjánsdóttur, sem jafnframt er eiginkona Páls Þórs, er öllum stefnt í málinu. Páli Þór er stefnt sem eiganda Fasteignafélagsins okkar á meðan Jóni er stefnt sem stjórnarformanni IceCapital og Gabr­ íelu sem stjórnarformanni Fasteigna­ félagsins okkar. „Eftir stóðu hins vegar skuldirnar við Glitni og lá ljóst fyrir á þessum tíma að félagið væri gjaldþrota. Krefst riftunar á sölu Sundaranna á Hressó n Skiptastjóri þrotabús Ice Properties vill rifta sölu á fasteignum Sundaranna n Engin endurgreiðsla kom fyrir tíu fasteignir n Eignirnar færðar yfir í félag Páls Þórs Magnússonar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Þrotabúið vill Hressó Meðal þeirra eigna sem þrotabúið krefst riftunar á er færsla Hressingarskálans í Austurstæti út úr Ice Properties eftir hrunið 2008. Jóni stefnt Jóni Kristjánssyni, eins eiganda Sunds, er stefnt fyrir dóm ásamt systur sinni og manni hennar, Páli Þór Magnússyni. H éraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Bjarka Magnússon, blaðamann DV, til að greiða Margréti Lilju Guðmunds­ dóttur 700.000 krónur í skaðabætur fyrir meiðyrði. Málið snýst um um­ fjöllun Jóns Bjarka um nágrannaerjur í Aratúni sem birtist í DV í septem­ ber í fyrra. Margrét Lilja og Sigurður Stefánsson eiginmaður hennar höfðu staðið í harðvítugum deilum við ná­ granna sína. Dómurinn komst að þeirri niður­ stöðu að á annan tug ummæla skyldu dæmd dauð og ómerk. Jón Bjarki er meðal annars dæmdur fyrir að vitna í dómsskjöl í tengslum við skilorðs­ bundinn fangelsisdóm sem stefn­ andi fékk árið 1989. Í dómnum segir: „Það er einkar ósmekklegt af stefnda að vísa til dóms er stefnandi hlaut árið 1989 vegna atburða er áttu sér stað tveimur árum áður. Í tilviki stefn­ anda á dómurinn ekkert erindi við al­ menning í dag, né er hann innlegg í umfjöllun um stefnanda, nema þá til að sverta orðspor hennar.“ Í dómnum segir: „Ágreiningslaust er að stefnandi var dæmd í 15 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi sakadóms Reykjavíkur árið 1989 og er það eini refsidómurinn sem stefn­ andi hefur hlotið. Árið 1978 undir­ gekkst stefnandi réttarsátt í sakadómi Reykjavíkur og samþykkti að greiða 30.000 króna sekt til ríkissjóðs. Hér er um 32 ára og 23 ára gömul mál að ræða sem ósmekklegt er að draga inn í umfjöllun málsins um stefnanda.“ Við ákvörðun bóta var litið til þess að blaðamaðurinn hefði tvíeflst í fréttaflutningi eftir að konan og eigin­ maður hennar kröfðust afsökunar­ beiðni á fyrri fréttum um málið. Í dómsorði segir að Jón Bjarki þurfi auk þess að greiða stefnanda allan málskostnað, 750.000 krónur. Saman­ lagt þarf blaðamaðurinn því að greiða 1.450 þúsund krónur úr eigin vasa. Dæmdur fyrir að vitna í dóm n Jón Bjarki Magnússon þarf að greiða 1.450 þúsund úr eigin vasa Jón Bjarki Magnússon Þarf að borga Margréti Lilju Guðmundsdóttur 750.000 krónur í málskostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.