Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 34
34 | Sakamál 14–16. október 2011 Helgarblað Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem franska konan Hélene Issakhani- an hefði betur haft í huga 11. ágúst árið 2008. Ekki er loku fyrir það skotið að upp- haf atburðarásarinnar þenn- an örlagaríka dag í Montcar- brier í Lot-dalnum í Frakklandi megi rekja til fyrri hluta síðasta áratugar tuttugustu aldarinn- ar. Þá bjuggu hún og Robert, bandarískur eiginmaður henn- ar, hægindalífi í sól og velmeg- un í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hvað sem allri velmegun leið kunni Hélene ekki að meta lífið í Los Angeles og fannst til- veran á vesturströnd Banda- ríkjanna helst til innantóm og ofbeldið of mikið. Tók steininn úr að hennar mati þegar óeirð- ir brutust út í Los Angeles árið 1992 og til að vekja með Hé- lene öryggiskennd keypti Ro- bert handa henni Colt-skamm- byssu. Skammbyssuna tók Hélene reyndar aldrei upp úr öskjunni þann tíma sem hjónin bjuggu í Bandaríkjunum og árið 1995 tóku þau loks þá ákvörðun að flytja til Frakklands. Það var sannkölluð paradís sem þau fluttu til í Frakklandi. Húsið bar nafnið Neðri-Cavart, í garðinum var lækjarspræna sem átti uppruna sinn í lind á landareigninni fyrir ofan þau; Efri-Cavart, og rann þaðan í gegnum niðurgrafið rör. Vatn- ið í læknum var svo hreint og tært að það var gott betur en drykkjarhæft. Íbúar Efri- og Neðri-Cavart deildu vatninu í ágætu bróð- erni, reyndar var það svo að íbúar á Efri-Cavart komust ekki til síns heima nema fara í gegn- um landareign Neðri-Cavart og olli það fyrirkomulag engum árekstrum. Óveður skellur á Til ársins 2001 bjuggu Issak- hanian-hjónin og nágrann- ar þeirra í sátt og samlyndi í þessari paradís, en þá ákváðu nágrannarnir að selja. Kaup- erndurnir voru hollenskir eft- irlaunaþegar og frá fyrsta degi var ljóst að með þeim og Issak- hanian-hjónunum yrði ekki friður. Þrætueplið var… jú, tæra og hreina vatnið sem hingað til hafði verið deilt í vinsemd en ekki deilt um í óvinsemd. Fyrr en varði flugu hnút- urnar á milli hollensku Nies- tes-hjónanna og Hélene og Ro- berts. Deilan vatt upp á sig og Nieste-hjónin kölluðu Issak- hanian-hjónin „skítuga gyð- inga“ og þau svöruðu fyrir sig með því að kalla nágranna sína „skítuga nasista“. Svo langt gengu deilur þeirra að þær urðu aðalefni þorpsslúð- ursins í Montcarbrier og haft var eftir einum þorpsbúa að væn- legast væri að lögreglan flytti höfuðstöðvar sínar á Cavert- heimilin: „Það yrði eina leiðin til að binda enda á stríðið.“ Issakhanian-hjónin sökuðu nágranna sína um að hægja sér í vatnsuppsprettuna þannig að saurinn flyti í gegnum garðinn á Neðri-Cavert. Nieste-hjón- in vísuðu ásökununum til föð- urhúsanna og sökuðu Issak- hanian-hjónin um að menga uppsprettuna með eigin saur: „Hérna upp frá köllum við hana [Hélene] meira að segja frú Kúk.“ Issakhanian-hjónin settu upp stíflu til að sía út óþverrann sem þau fullyrtu að Niestes- hjónin settu í uppsprettuna og Nieste-hjónin sögðu að stíflan gerði að verkum að vatn flæddi yfir lóð þeirra. Víti í stað paradísar Þegar þar var komið sögu voru nánast allir sem nöfnum tjá- ir að nefna flæktir í deiluna; bæjarstjórinn, lögreglan, all- ir nágrannarnir með tölu. Sér- fræðingur var kallaður til, að minnsta kosti 30 sinnum, til að finna lausn sem báðir stríðandi aðilar gætu sæst á. „Andrúmsloftið á milli fjöl- skyldnanna er rafmagnað. En ég fann engin merki um mengun frá heimili Nieste- hjónanna,“ sagði sérfræðing- urinn og bætti við að vatnið gæti ekki verið tærara. „Þetta var angi af paradís og þau hafa breytt því í helvíti,“ klykkti hann út með. Keyrt var yfir hund Issak- hanian-hjónanna með þeim af- leiðingum að hann drapst. Bif- reiðin sem þar kom við sögu var í eigu Nieste-hjónanna og að sjálfsögðu sakaði Hélene hjón- in um að hafa drepið hundinn af ásettu ráði. Nieste-hjónin komu upp eftirlitsmyndavél fyrir ofan hliðið sem skildi að landar- eignirnar og Issakhanian-hjón- in svöruðu fyrir sig með því að setja upp skilti þar sem sagt var að Nieste-hjónin menguðu vatnið. Ástandið var orðið afar slæmt um þetta leyti og erjurnar settu sitt mark á Hélene og heilsu hennar fór hrakandi. Fyrirtæki Roberts gekk ekki heldur sem skyldi og tekjurnar hrukku ekki til viðhalds á húsinu og lóðinni. Þannig var staðan í ágúst- byrjun árið 2008 og brátt dró til tíðinda. Hinn 11. ágúst hætti vatnið skyndilega að renna í gegnum garðinn á Neðri-Cav- art. Hélene var með öllu búin að missa þolinmæðina og hringdi á lögregluna sem mætti á staðinn. Að mati lögreglunnar hlaut að vera gat á vatnsrörinu – við það yrði að gera. Að þeim orðum töluðum kvaddi lögregl- an Issakhanian-hjónin. Byssa gegn grjótkasti Vart var lögreglan horfin úr augsýn þegar lækurinn birt- ist hjalandi á ný eins og ekkert hefði í skorist. Engu að síður ákváðu hjónin að kanna hvað hefði valdið stíflunni og gengu sem leið lá að lóðarmörkunum og í bjartsýniskasti hafði Robert meðferðis ýmis tól sem hann hugðist nýta til að fjarlægja mögulega stíflu. Hélene var heitt í hamsi og lét reiði sína bitna á hliðinu og var hávaðinn slíkur að gest- ur Nieste-hjónanna, Johann- es van den Oudenhoven, kom aðvífandi til að sjá hverju sætti. Upphófst nú rifrildi á milli Jo- hannesar, sem var kominn fast að sjötugu, og Issakhanian- hjónanna og endaði það með því að gamli maðurinn gaf Ro- bert einn á kjaftinn. Eftirlitsmyndavél Nieste- hjónanna skráði samvisku- samlega atburðarásina og á upptökum má sjá að áður en kjaftshöggið ríður af lét Hé- lene spörkin dynja á hliðinu og eiginmaður hennar var í óða- önn að rífa upp plöntur Nieste- hjónanna. Í kjölfar kjaftshöggsins drógu Hélene og Robert sig í hlé, en skömmu síðar birtist Hélene aftur í mynd – ein á ferð – íklædd regnkápu og tók upp þráðinn þar sem frá var horfið, enda svaraði hliðið ekki fyrir sig. Johannes van den Ou- denhoven lét ekki bíða eftir sér, hann beygði sig niður, tók upp grjót og grýtti í Hélene. Hún smeygði hendinni und- ir regnstakkinn og dró fram skammbyssu sem hún miðaði á Johannes sem stóð í tæplega tveggja metra fjarlægð. Dagur númer 2.741 Fyrsta skot Hélene geigaði, en engu slíku var til að dreifa þegar annað skotið reið af og Johann- es féll til jarðar. Klukkan var átta að kvöldi og sex mínútum betur, samkvæmt eftirlitsmyndavél- inni. Hélene starði á Johannes þar sem hann lá á jörðinni en gekk síðan í rólegheitum aftur heim til sín. Kúlan hafði hafnað í höfði Johannesar og var hann þegar liðið lík. Við réttarhöldin bar Hé- lene því við að hún hefði ekki vitað hvað hún gerði; hún hefði innbyrt mikið af tekíla og þunglyndislyfjum: „Ég vissi í raun ekki hvað ég var að gera. Skammbyssan var í eldhús- skúffu og hafði ekki verið snert í fjölda ára.“ Hélene sagði að Robert hefði falið byssuna undir tré í garðinum: „Hann var hrædd- ur um að ég fremdi sjálfsmorð. Hann sagðist myndu taka á sig sökina fyrir mig.“ Síðan hringdi Hélene í móð- ur sína og sagðist ekki geta komið í afmælið hennar, en hún væri búin að senda gjöf. Hún sagði móður sinni að hún hefði skotið nágrannann, en það hefði verið slys, en hún gæti ekki útskýrt það. „Ég skaut mann sem ég þekkti ekki einu sinni. En Nieste-hjónin voru búin að angra okkur í 2.741 dag. Hélene Issakhanian þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Nieste-hjónin angri hana á næstunni því í febrúar var hún dæmd til 12 ára fangelsisvistar. Robert fékk fjögurra mánaða dóm fyrir að fela morðvopnið. Ókunnugt n Paradís í Lot-dalnum í Frakklandi breyttist í helvíti n Nágrannar deildu um lækjarvatn n Ósættið vatt upp á sig og endaði með ósköpum n Grjótkasti var svarað með skammbyssuskoti fÓrnarl b Hélene Issakhanian Skammbyssa sem hún fékk 1992 batt enda á deilur árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.