Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 19
stjórnlagaráð á sínum tíma. Nú kveð- ur við annan tón hjá þínum flokki. Finnst þér að þjóðin eigi að fá að kjósa um frumvarpið eins og það er? „Það læddist inn í stefnuskrá Fram­ sóknarflokksins að það ætti að hafa hér stjórnlagaþing, en á árunum 2003 til 2008 kom ég ekkert að störfum flokksins. Svo þegar ég skoðaði málið og eftir kosningarnar, þá var ljóst að þessi hugmynd gekk ekki upp. Stjórn­ arskráin býður ekki upp á að úthýsa stjórnskipunarvaldinu frá Alþingi. Þessar hugmyndir – að senda drögin í þjóðaratkvæðagreiðslu núna – eru að mínu mati algjör vitleysisgangur. Það getur aldrei orðið annað en skoðana­ könnun. Í öðru lagi, hvernig á að vera hægt að kjósa um tillögu frá 25 manna ráði sem er skipað eftir lögum frá Al­ þingi eftir ógildar stjórnlagaþings­ kosningar? Þarna er verið að kjósa í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ráðgefandi tillögur stjórnlagaráðs sem byggist upp á þeim aðilum sem voru dæmdir í ólöglegum kosningum. Þú sérð hvað við erum komin langt frá grundvallarhugsun réttarríkisins í þessu máli. Segjum sem svo að það væri vilji til að fara með málið í þjóð­ aratkvæðagreiðslu, þá spyr ég á móti, ætlar ríkisstjórnin að taka þá áhættu að fara í kosningu þar sem þátttakan yrði kannski undir 20%? Í stjórnlaga­ þingskosningunum var svo lítil kosn­ ingaþátttaka að það var einsdæmi. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera, verði tillögunum hafnað í þjóðaratkvæða­ greiðslu? Nú þegar eru tæpar þúsund milljónir farnar í súginn. Það er vegna þess að ríkisstjórnin er í svo miklum vandræðum með hvað á að gera við afurð þessara aðila. Hvorki forsætis­ nefnd né ríkisstjórn vilja leggja tillögur stjórnlagaráðs fram í frumvarpsformi. Það vill enginn bera þá ábyrgð. Þetta er bara eins og hver önnur skýrsla sem er unnin fyrir þingið.“ En það sem stendur efnislega í frumvarpinu. Á hvað ertu helst gagn- rýnin þar? „Sumt er ágætt. Ég hef ekki les­ ið þetta allt, því ég var alveg viss um að skýrslan myndi taka svo miklum breytingum því ríkisstjórnin er ekki sátt við úrlausnina eins og hún lýs­ ir sér í skýrslunni. Þannig að ég verð að viðurkenna að ég hef ekki eytt tíma í að lesa þetta nema mjög lítil­ lega, en ég er búin að lesa greinina um fullveldisafsal þjóðarinnar vegna ESB­umsóknarinnar og það er stór­ hættulegt ákvæði. Það er opnað á það í stjórnarskránni að hægt sé að framselja fullveldi ríkisins án þess að til þurfi að koma bindandi þjóðar­ atkvæðagreiðsla.“ Evrópa brennur Eruð þið ekki bara að flækja ESB-mál- in með því að leggja til að þjóðin kjósi um hvort haldið verður haldið áfram með viðræðurnar og er það ekki líka ólýðræðislegt að snúa við máli sem hefur verið samþykkt á Alþingi? „Samfylkingin er einangruð í mál­ inu og þá spyr ég á móti: Hvers vegna á flokkur sem mælist með rúmlega 20% fylgi að geta haldið áfram með sitt eina stefnumál? Jóhanna og Öss­ ur vita að ef umsóknin verður lögð á hilluna eins og Sigmundur Davíð hef­ ur lagt til eða mín tillaga nær fram að ganga ásamt fleirum um þjóðarat­ kvæði núna, þá er Samfylkingin dauð. Þess vegna verða þau að halda áfram með þessi mál. Ég spyr: Hver er rétt­ ur landsmanna til að geta stoppað þetta ferli? Evrópa brennur, evran er í tætlum og það berast sorglegar fréttir af evrusvæðinu. Virtir hagfræðingar segja að þetta sé allt saman sprungið. Þetta er eins og með Schengen. Við þurfum að fylgjast með hvað er að gerast í kringum okkur. Það eru búnir að gerast alvarlegir hlutir í kringum okkur og við þurfum að staldra við og segja: Bíddu, er þetta það sem við viljum? Ætlum við að stökka á sökkv­ andi skip? Þetta er bara að hríslast í sundur.“ Er ekki nóg að þjóðin greiði at- kvæði um samninginn þegar hann er tilbúinn? „Nei, af því vil ég fá þjóðaratkvæða­ greiðslu nú um hvort við eigum að halda þessu áfram eða ekki. Gleymdu því ekki að fjármagnið og orkan sem er að fara í þessa umsókn er gífurleg. Í stað þess að nota hana innanlands og byggja upp hér. Við eigum svo mikil tækifæri, við eigum svo mikið af nátt­ úruauðlindum. Við erum stödd þar á landakorti heimsins að framtíð okkar er glæst. En það er ekki vilji til þess hjá þessari ríkisstjórn.“ Vilja bæta samfélagið Þið hafið lagt fram stórar tillögur um atvinnusköpun fyrir Alþingi. Við fyrstu sýn eru mikil útgjöld í þeim og líka skattalækkanir. Er þetta raun- hæft? „Við erum afar stolt af tillögum okkar og þetta sýnir að við erum á fullu að reyna að bæta íslenskt samfé­ lag með því að koma með tillögur inn í þingið, en þær fást ekki ræddar. Mjög mörg atriði í þessari þings­ ályktunartillögu, sem við lögðum til, eru komin fram í sambærilegum til­ lögum frá ríkisstjórninni eftir að þetta plagg var lagt fram. Til dæmis um ferðaþjónustuna, Kvikmyndaskólann og jöfnun húshitunarkostnaðar. Það er hins vegar með hana eins og margt annað að það eru einhverjir aðilar í ráðuneytunum sem lesa allar tillögur sem koma fyrir þingið og gera þær að sínum. Svo eru nýjar tillögur lagð­ ar fram í nafni ráðherrans eða þing­ manna ríkisstjórnarflokkanna. Sérðu hvernig vinnubrögðin eru. Í stað þess að taka fyrir tillögur okkar, ræða þær efnislega, hleypa þeim á dagskrá þingsins, koma þeim inn í nefndir og láta greiða atkvæði um þær í þinginu, þá eru þær stoppaðar inni í nefndum. Þetta verðum við að lifa við. Þetta eru vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar og þess vegna erum við mjög virk í ræðustól Alþingis við lítinn fögnuð ríkisstjórnarinnar. Svo er það þetta endalausa nöldur Jóhönnu og Stein­ gríms um að við séum að misbeita valdi okkar í ræðustól Alþingis með málþófi. Jóhanna hélt einu sinni ræðu þegar hún var í stjórnarandstöðu sem var 10 klukkustundir. Halló! Er fólk bara búið að gleyma öllu? Árið 2003 sagði Steingrímur við Geir Ha­ arde að hann væri gunga og drusla! Er þetta ekki slæmur málflutningur? Svo koma þessir aðilar samanlagt með rúmlega 60 ára þingreynslu og eru grenjandi yfir öflugri stjórnarand­ stöðu. Alltaf vælandi yfir því hvað við erum hörð og að það sé notaður svo ljótur málflutningur.“ Er það ekki hluti af því hvers vega Alþingi nýtur lítillar virðingar hvernig talað er úr ræðustól? „Ég hvet alla til að kíkja á umræður liðinna ára og áratuga. Að sjálfsögðu eru oft átök. Til þess eru stjórnmála­ flokkar – að vera með sína stefnu og fylgja henni eftir. Það verður þá að sverfa til stáls í því. Við gætum haft einn ríkisflokk með 63 þingmönnum. Þá væri allt slétt og fellt og allir sam­ mála. Okkur greinir á um framtíðar­ sýn landsins. Út af því eru orðaskipti í ræðustólnum og hann er líka til þess.“ Vantar ferskt blóð Má ekki segja um stjórn og stjórnar- andstöðuna að hvorug sé nægilega samvinnufús? „Við erum með framtíðarsýn ­fyrir landið okkar og við erum að koma með tillögur til að byggja upp eftir hrunið og við leggjum okkar alla fram en okkar tillögur eru ekki ræddar og okkur greinir á um leiðir. Á meðan er ríkisstjórnin enn með gömlu vinnu­ brögðin og er að endurreisa hér allt eins og það var fyrir hrun og sér ekki nýja möguleika neins staðar í framtíð­ arsýninni. Samsetning þingsins hefur breyst mjög mikið. Jóhanna og Stein­ grímur eru búin að sitja rúmlega 30 ár á þingi og þarna er komið inn fólk með allt aðra menntun og lífsskoðun. Fólk sem kann að notfæra sér netið og sækja upplýsingar út í heim á meðan þau eru ennþá á steinaldarstiginu. Þá rekast þessir menningarheimar á. Fólk í dag lærir á tölvur og internet á meðan fyrir 30 árum var fólk enn með blað og blýant. Þau eru orðin of feysk­ in til að geta staðið í þessu. Þau vantar snerpu sem þarf til.“ Tekur ekki þátt í lögbrotum Á fundi Landssambands framsókn- arkvenna í Grindavík um daginn var kosinn formaður með eins atkvæðis mun. Þú varst ekki sátt og sögðu fund- argestir að þú hefðir mætt upp í pontu þar sem þú hefðir hellt úr skálum reiði þinnar og labbað svo út. „Þú hefur greinilega mjög góð tengsl inn í þann arm flokksins sem hefur verið svolítið á förum úr flokkn­ um. Ég og Sigrún Magnúsdóttir, fyrr­ verandi borgarfulltrúi, vöruðum við því margsinnis að samkvæmt lögum félagsins bæri að taka þetta eina at­ kvæði til greina. Ég var búin að standa tvisvar upp og vara við að þetta yrði túlkað með þessum hætti. Samkvæmt lögum félagsins var það þannig að hægt væri að mæta á fundinn og skrá sig til að vera fullgildur meðlimur. Ég var búin að vara við þessu tvisvar fyrst og fremst af því að ég er lögfræð­ ingur og tel mig kunna að lesa lögin. Svo fór fundurinn fram á þann hátt að hann fór gegn lögum félagsins. Ég er svo mikil prinsipp­manneskja að ég get ekki tekið þátt í lögbrotum, hvorki innan Framsóknarflokksins né ann­ ars staðar. Þannig að ég einfaldlega stóð upp og sagðist ekki geta tekið þátt í því að starfa á þessum fundi því þarna færi fram lögbrot og bara fór. Ef þú stendur ekki með sjálfum þér, því sem þú hefur lært og því sem þú ert að gagnrýna, þá gerir það enginn. Eftirmálar voru að þessi fundur var kærður til laganefndar Framsóknar­ flokksins.“ Það eru átök innan flokksins. Siv var stuggað út úr forsætisnefnd. Var það út af því að hún fylgdi ekki foryst- unni að málum? „Veistu, það er kominn af stað svo mikill misskilningur með þetta mál og raunverulega skil ég ekki hvar þetta byrjaði. Við, Eygló og Siv þurftum allar að skera niður um eina nefnd. Núna sitjum við allar í einni nefnd. Þetta er eitthvað sem andstæðingar okkar komu af stað. Fólk verður að kynna sér málin betur. Fastanefndum þings­ ins var fækkað úr 12 í 8. Við þurftum öll að taka á okkur niðurskurð. Ég er heldur ekki að setjast í nefndir sem ég var í áður þannig að ég bara skil ekki þessa umræðu. Hlut LFK í málinu skil ég engan veginn.“ Fréttir | 19Helgarblað 14.–16. október 2011 „Verður maður ekki stundum að hv sa sig?“ „Ég held að Guðni verði seint tengdur við flokkseigendafélagið og þeir sem hafa grandskoðað Framsóknar- flokkinn vita að hann er ekki tengdur því Vigdís Hauksdóttir Hefur gaman af því þegar gert er grín að henni fyrir mismæli. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.