Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 20
20 | Erlent 14.–16. október 2011 Helgarblað Þ ann 13. október í fyrra var lokið við að draga upp á yfirborðið 33 námu- verkamenn sem festust í Copiapó-námunni, djúpt inni í Atacama-eyðimörkinni í Chile. Námuverkamennirnir höfð- ust við í námunni í heila 69 daga við afar erfiðar aðstæður. Heims- byggðin fylgdist með björgunarað- gerðunum og brutust út mikil fagn- aðarlæti í Chile þegar sá síðasti var dreginn upp á yfirborðið. Jimmy Sanchez, sem í dag er tvítugur, var yngstur námuverkamannanna. Eftir að honum var bjargað ferð- aðist hann um heiminn. Hann fór í skemmtisiglingu um grísku eyj- arnar og heimsótti Bretland, Ísra- el og Bandaríkin meðal annars og borgaði ekki krónu fyrir. En nú ári síðar glímir Sanchez við eftirköst dvalarinnar í námunni. Hann er atvinnulaus, þjáist af áfallastreit- uröskun og þarf á aðstoð sálfræð- ings að halda. Fjórir vinna við námugröft „Þeir eru flestir í sömu stöðu og ég, þjást af andlegum erfiðleikum,“ segir Sanchez í viðtali við bandaríska blað- ið New York Times og á þar við félaga sína í námunni. „Við óttuðumst það hverja mínútu að við myndum ekki sjá fjölskyldur okkar aftur, að við mynd- um deyja. Við getum ekki hrist þessar minningar af okkur,“ segir Sanchez. Námuverkamennirnir virðast í dag vera flestum gleymdir. Eftir björgunina kepptust velunnarar við að bjóða þeim í skemmtiferðir til að létta þeim lund- ina. En í dag eru flestir þeirra atvinnu- lausir og margir fátækari en þeir voru fyrir slysið. Sanchez stígur upp í rútu tvisvar í mánuði og fer til höfuðborg- arinnar Santiago til að heimsækja sál- fræðing. Hann lætur ellefu tíma ferða- lag lítið á sig fá enda þarf hann sárlega á aðstoð sálfræðings að halda eft- ir prísundina. Af þeim 33 sem bjarg- að var eru örfáir í vinnu í dag og fjórir starfa enn sem námuverkamenn. Treysta á kvikmynd „Í fyrstu var vel komið fram við okk- ur og okkur leið eins og sönnum hetjum,“ segir Edison Peña sem líkt og Sanchez var bjargað úr nám- unni. Í dag hefur hann lifibrauð sitt af því að selja hnetur. Mörgum verka- mannanna var boðið að segja sögu sína gegn greiðslu, koma í viðtöl eða halda fyrirlestra um reynslu sína, en þau tilboð hafa oftar en ekki dugað skammt. Hugmyndir eru uppi um að saga námuverkamannanna verði kvikmynduð en þær hugmyndir eru á frumstigi og ekkert handrit komið í vinnslu. Fari svo að saga þeirri verði kvikmynduð eiga námuverkamenn- irnir rétt á hluta af ágóðanum og treysta margir þeirra á að það verði til að rétta af fjárhaginn. Hvetur aðra og græðir „Þessi einkenni eru svipuð og bandarískir hermenn upplifðu eftir Víetnamstríðið,“ segir Rodrigo Gilli- brand, sem er sálfræðingur níu af námuverkamönnunum. Peña er skjólstæðingur Gillibrands en eftir björgunina hefur hann þjáðst af þunglyndi og áfallastreituröskun. Þá hefur hann einnig misnotað áfengi og vímuefni líkt og fjölmargir banda- rískir hermenn gerðu eftir Víetnam- stríðið. „Þeir þjást af langvinnri áfallastreituröskun,“ segir Gillibrand í samtali við blaðið. Peña varð þekkt- ur eftir björgunina fyrir áhuga sinn á hlaupum og Elvis Presley. Honum var boðið að heimsækja Graceland- garðinn og kom meðal annars fram í þætti Davids Letterman, Late Show. í dag eyðir hann frítíma sínum í að mála milli þess sem hann fær með- ferð við sálrænum kvillum sínum. Þó að flestir námuverkamann- anna þjáist í dag og séu atvinnulaus- ir á það ekki við um alla. Mario Sep- úlveda stofnaði eigið fyrirtæki fyrr á árinu og hefur reksturinn gengið mjög vel. Hann ferðast um heiminn og heldur hvatningarfyrirlestra. „Ef ég verð nógu þrjóskur og vinnusam- ur verð ég milljónamæringur,“ sagði hann áður en hann steig upp í flugvél á leið til Kostaríka til að halda fyrir- lestur um reynslu sína. „Þessi einkenni eru svipuð og banda- rískir hermenn upplifuðu eftir Víetnamstríðið. Námuverkamennirnir í sárum ári eftir björgun n Ár er liðið frá því að námuverkamönnum í Chile var bjargað n Fengu sínar fimmtán mínútur af frægð en eiga erfitt í dag n Atvinnulausir og þjást af áfallastreituröskun Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Erfitt líf Edison Peña sést hér skömmu eftir að honum var bjargað. Lífið hefur ekki beint leikið við hann eftir að honum var bjargað ásamt 32 öðrum úr námunni í Chile í fyrra. Mynd REuTERs Sannanir fyrir tilvist snjómanns Snjómaðurinn ógurlegi er til og heimkynni hans eru í óbyggðum Síberíu. Þessi einkennilega fullyrð- ing birtist á vef kolanámuhéraðsins Kemerovo í Rússlandi. Að sögn yfirvalda þar hafa „óum- deilanlegar“ sannanir nú fundist fyrir tilvist snjómannsins ógur- lega. Á vef héraðsins kemur fram að vísindamenn hafi meðal annars fundið fótspor og hár af skepnunni á leiðangri sínum um fjöllin í hér- aðinu. Leiðangurinn er sagður hafa samanstaðið af vísindamönnum frá Bandaríkjunum, Kanada og nokkrum öðrum löndum. Farið var í leiðangurinn eftir ráðstefnu sem héraðsstjóri Kemerovo stóð fyrir um mögulega tilvist snjómannsins. „Þeir fundu fótspor, dvalarstað hans og ýmis önnur ummerki,“ segir í til- kynningunni. Sýni sem tekin voru á vettvangi verða send í rannsókn. Gagnrýnendur benda á að um sé að ræða örvæntingarfulla tilraun yfir- valda til að blása lífi í daufan ferða- mannaiðnað. Goðsögnin um tilvist snjómanns- ins hefur verið langlíf undanfarna áratugi en samkvæmt þjóðsögum er hann stór, loðinn og sagður minna um margt á manneskju. E-vítamín gæti verið hættulegt Ný rannsókn bendir til þess að karl- menn sem taka E-vítamín í fæðu- bótarformi eigi frekar á hættu að fá krabbamein í blöðruhálskirtil en aðrir. Rannsóknin, sem stóð yfir í rúm fimm ár, náði til 35 þúsunda bandarískra karlmanna. Allir voru þeir fimmtugir eða eldri. Hópn- um var skipt í tvo hópa; annar tók E-víta mín í fæðubótarformi en hinn tók inn lyfleysu. Samkvæmt niður- stöðunum voru karlmenn sem tóku inn vítamínið marktækt líklegri til að fá krabbamein í blöðruhálskirtil en þeir sem tóku inn lyfleysuna, jafn- vel þó þeir hefðu hætt inntöku víta- mínsins löngu áður. M innst 50 eru slasaðir eft- ir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir Balí á fimmtudags- morgun. Skjálftinn var 6,1 á Richter að styrk en hann olli miklu uppnámi og skelfingu á indónesísku eyjunni. Sjónvarvottar segja að hús- þök hafi hrunið í skjálftanum, sam- kvæmt AP-fréttastofunni. Jarðskjálft- inn, sem átti upptök sín um 140 kílómetra suðvestur af höfuðborg eyjarinnar, Denpasar, var sem bet- ur fer ekki nógu öflugur til að koma af stað flóðbylgju. Jarðskjálftinn var hins vegar nógu öflugur til að finnast á eyjum í mörg hundraða kílómetra fjarlægð. Eyjan er einn helsti ferðamanna- staðurinn í Indónesíu en ferðamenn sem fréttastofa bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ABC ræddu við segjast hafa fengið skilaboð um að hlaupa út úr byggingum til að bjarga lífi sínu. Sprungur komu í margar byggingar á eyjunni. Kona frá Kali- forníu í Bandaríkjunum, þar sem jarðskjálftar eru tíðir, segir að skjálft- inn á Balí hafi verið öðruvísi en skjálftarnir í hennar heimaríki. „Ég fann fyrst fyrir honum í fótunum en svo fann ég hann í hjartanu og höfð- inu – mér varð eiginlega óglatt,“ segir konan. Jarðskjálftinn olli mikilli eyði- leggingu á eyjunni en bílar og hús skemmdust mikið í skjálftanum. Jarðskjálftinn varði í um 20 sekúndur að sögn ástralska dagblaðsins Syd- ney Morning Herald. Jarðskjálftinn skók eyjuna daginn eftir að 9 ár voru frá því að hryðjuverkamenn urðu 202 að bana í sprengjuárás á eyjunni. Fólki sagt að forða sér n Tugir slasaðir á Balí eftir jarðskjálfta Eyðilegging víða Jarðskjálftinn olli skemmdum á byggingum og farartækjum auk þess sem 50 manns slösuðust. Mynd REuTERs Vinsæll pizzastaður Höfum til sölu pizzastað á höfuðborgarsvæðinu. Er í rúmgóðu húsnæði og með góðan búnað, m.a. eldofn. Vinsæll í take away þjónustu. 3ja–5 ára leigusamningur. Fæst á mjög góðu verði. Upplýsingar í síma 773 4700. Frábært tækifæri á ferðinni! Fyrirtækjasala Íslands Ánanaustum | www.atv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.