Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Síða 24
24 | Viðtal 14.–16. október 2011 Helgarblað L íknardeild Landspítal- ans á Kópavogsbraut liggur við sjóinn, vind- urinn næðir og frost- ið bítur í kinnarnar, haustið er komið. Upp að líknardeildinni liggur gata en gestir eru beðnir um að ganga þennan síðasta spöl. Þessi gata er ekki ætluð þeim. Ekki strax. Vegurinn endar við húsið en næsta gata liggur nærri, það er bert á milli og nýleg einbýlishús stinga í stúf. Hér vantar tré, eitt- hvað sem aðskilur þessa heima, líf og dauða, og varðveitir hvíld- ina, róna og friðinn sem er allt- umlykjandi. Inni tekur þögnin við, gestir eru beðnir um að slökkva á far- símanum og ganga hljóðlega um. Listaverk hanga á veggjum, þau eru í jarðlitunum, veggirn- ir eru hvítir og gólfin grá. Jónas Jónasson útvarpsmaður á von á okkur og við erum leidd inn ganginn í átt til hans. Hlátur- inn ómar úr herbergi Jónasar og dóttir hans, Sigurlaug Mar- grét, gantast með að fjölskyldan sé á þönum allan liðlangan dag- inn við að útvega honum eftir- lætis marmarakökuna, lifrar- kæfuna og svona hitt og þetta sem hann hefur gætt sér á í gegnum tíðina. Jónas kímir og er bjartur yfirlitum þegar hann kveður hana hlýlega. Kemst svo í stuð þegar hann ræðir þjóð- málin við ritstjórann sem var einu sinni kvöldgestur Jónasar og vildi kasta á hann kveðju, lík- lega þeirri hinstu. Jónas er kom- inn með krabbamein sem ekki verður ráðið við. Hann kvíðir þó engu, hefur lifað lífinu til fulls og hlakkar eiginlega bara til að fara. En þetta er ekki myndin sem hann vill að fólk hafi af hon- um þegar hann fer og biður ljós- myndarann að skilja það að hér verði ekki hægt að mynda hann. Við verðum að nota myndir frá því í sumar, myndir sem voru teknar áður en hann missti máttinn, horaðist niður og varð hvítur á hörund. Fagurt land fram undan Gestirnir kveðja og við sitjum ein eftir, Jónas í hægindastól úti í horni og ég þétt við hlið hans. Hann ilmar. Brosir líka út í ann- að þegar hann segir: „Ég hlakka til. Ég hef aldrei efast um að það sé annað líf eftir þetta líf.“ Hann rifjar upp orð sín í Kastljósi fyrir skömmu þar sem hann lýsti því fyrir áhorfendum hvað tekur við þegar hann kveð- ur þennan heim. „Ég er á spítala og kem til með að vera á spít- ala þegar kallið kemur. Ég mun vakna og horfa á aðra stofu. Það tekur smá tíma fyrir mig að átta mig á því hvar ég er, hvort mig sé að dreyma eða hvort ég hafi verið færður til á meðan ég svaf. Þegar ég átta mig á því að ég sé bara dauður er eins og tjald verði dregið frá og ég skynja þá sem elskuðu mig á leiðinni og þá sem ég elska. Þar hitti ég mitt fólk.“ Hann er sannfærður um að hann sé á leið í annan heim, fallegan heim, heim þar sem landslagið er gróðri þakið og fagurt og líkaminn léttari. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Eftir Kastljósviðtalið hefur hann fengið látlaus skilaboð og bréf frá fólki sem segist nú vera farið að hugsa. Hugsa um dauð- ann og lífið fyrir handan. „Skrýt- ið,“ segir Jónas hlæjandi. „Af hverju? Ég var nú bara að segja það sem mér finnst og frá því sem ég veit. Þetta er sannleikur- inn eins og hann blasir við mér. Þetta virðist hafa hitt marga. Það rísa allir upp við dogg eins og þeir séu að vakna af löngum svefni. Í áratugi hef ég reynt að fá fólk til að tala um dauðann, það er eins og það megi ekki. Ég hef þó fengið suma til þess. Sumir vakna, hugsa kannski þegar heim er komið,“ segir Jón- as og gerir örstutta pásu á máli sínu: „Ég hef allavega ástæðu til að vera sannfærður sjálfur, ég veit hvað bíður mín. Ekkert nema fagurt land, auðvelt líf og elskulegt.“ Horfist í augu við óttann Honum er mikilvægt að ræða dauðann og það er ekkert nýtt, dauðinn hefur lengi verið hon- um hugleikinn og ekki síst lífið handan þessa heims. „Ég er á móti því að það sé tabú að tala um það sem verður staðreynd í lífi okkar allra. Ég held að þetta viðtal í Kastljósi hafi verið loka- punkturinn á mínum ferli. Sé það tilgangurinn með lífi mínu að segja þessi orð sem vöktu fólk til umhugsunar, þá er vel lifað.“ Ástæðan fyrir því að hann vill tala um dauðann er sú að hann vill ekki að við óttumst hann. „Ef þú talar ekki um óttann þinn hverfur hann ekki. Ég hef alltaf glímt við óttann. Þegar ég var þrítugur lærði ég að fljúga. Veistu af hverju? Af því að ég var svo hræddur við að fljúga að ég ákvað að læra það svo ég vissi hvað ég óttaðist. Ég var sjálfsagt hræddasti flugnemi sem um getur, en ég flaug! Fór meira að segja einn út að fljúga á sunnudagsmorgnum, bara til að sanna að ég gæti það. Eins lærði ég froskköfun á Bermúdaeyjum til að yfirbuga óttann við drukknun. Í gegn- um tíðina hef ég alltaf reynt að storka mér til að takast á við ótt- ann, því auðvitað hef ég óttast ýmislegt.“ Hefur lifað áður Dauðann óttast hann þó ekki. „Heldur þú að það sé bara óhamingjusamt fólk í kirkju- garðinum? Ég held ekki. Það getur verið bráðfjörugt þar. Þetta meiðir engan, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.“ Hann bendir á að fólk geri ekki athugasemd við það að geta hlustað á hundrað mis- munandi stöðvar í litlu útvarps- tæki, því hver stöð hefur sína tíðni. „Af hverju skyldi mað- urinn vera undanskilinn öllu slíku?“ spyr hann. „Ég er sann- færður um að það tekur önnur tíðni við, við skiljum það ekki en munum gera það þegar þar að kemur.“ Jónas er senn á förum, en þetta verður ekki í fyrsta sinn sem sál hans kveður þennan heim. Hann hefur lifað áður og það oftar en einu sinni. „Ég er sannfærður um að ég hef lifað mörg líf. Ég hef gert margt. Ég veit að ég var í klaustri, jafnvel klaustrum,“ segir hann og bætir því við að það hafi ekki verið eðlilegt hvernig hann þekkti hvern einasta krók og kima í klaustri sem hann heimsótti í Flórens. „Ég kannaðist við allt sam- an, þekkti þetta allt. Nú veit ég hins vegar í hjarta mínu að öllum slíkum ferðalögum er lokið. Þetta er síðasta skeiðið og nú get ég haldið áfram að þroskast hinum megin.“ Bíður ekki eftir Jesú Sjálfur hefur hann fengið nasa- sjón af lífinu fyrir handan. Hann var alinn upp á heimili manns sem trúði því að það væri líf eftir þetta, Jónas Þorbergsson var einlægur spíritisti og mik- ill vinur Hafsteins Björnsson- ar miðils. „Miðilsfundir voru gjarna haldnir heima. Pabbi var sjálfur búinn að upplifa það að missa móður sína átta ára gam- all, fyrsta barnið með fyrri konu sinni, tveggja ára gamla stúlku sem hann horfðist í augu við, sá að hún vissi en hann gat ekk- ert gert og seinna missti hann eiginkonu sína á aðfangadags- kvöld, ekki nema 39 ára gamla. Amma var heldur ekki nema 41 árs þegar hún féll frá. Svo pabbi lenti í vandræðum, á flandri, og eftir þetta var hann alltaf að hugsa um það, hvað er þetta líf og hver er þessi dauði? Það var það sem hann hugsaði og kenndi mér.“ Það þarf enginn að segja Jónasi að miðlar séu svindlarar. „Þeir hafa sannað fyrir mér hluti sem þeir gátu ekki vitað. Hverja ég þekkti og hvað var að angra þá. Það var engin leið fyrir miðla að vita það, þetta var eitthvað sem ég einn vissi. En á endanum er þetta spurning um ákvörðun. Þú tek- ur ákvörðun um það hvort þú sért kristinn eða heiðinn, hvern- ig trú þín er og hvað gerist eftir dauðann. Eða hvað, ætlar þú að sofa þar til Jesú kemur arkandi niður Ártúnsbrekkuna með Lúðrasveit verkalýðsins á eftir sér til þess að vekja hvern ein- asta mann?“ spyr hann og segir svo: „Kommon! Það hentar mér ekki.“ Lokað á skyggnigáfuna Móðir Jónasar var einnig skyggn og sjálfur var hann skramb- anum næmari. Stundum fann hann meira en honum þótti þægilegt. „Ég gat séð á fólki hvort því leið vel eða illa.“ Í æsku var þetta verst. Hann óttaðist það sem hann sá, var of ungur til að skilja það. „Ég var lítill strákur, fimm, sex ára, og hræddur við þetta. Sérstaklega þegar ég sá ömmu koma í gegn- um hurð og spurði hvernig hún gæti það. Mamma gat ekki út- skýrt það, reyndar man ég ekki til þess að hún hafi reynt það. Miðlar geta lokað fyrir skyggnigáfu og það var gert við mig því ég var orðinn svo hrædd- ur, farinn að sjá alla mögulega hluti og skildi þetta ekki. En síð- an kom þetta aftur þegar ég varð eldri og síðan hefur það hjálpað mér frekar en hitt.“ Samræður við fólkið líktust ekki því sem við þekkjum hér, en fóru engu að síður fram. „Ég hef þá trú að þegar yfir er kom- ið notum við ekki orð heldur huga. Við hugsum samtal og það kemst til skila. Þannig hef ég talað við þá sem ég veit að fylgj- ast með mér og gæta mín.“ „Loksins fæ ég að fara“ Það er alls konar fólk, sumt ná- komið honum í ætt. „Amma mín sem dó 41 árs gömul er mjög nálægt mér. Af hverju veit ég það? Af hverju veist þú að það rignir í dag? Þú finnur það. Ég finn þetta. Ég tala við hana um daglegt líf og bið hana um að standa með mér í erfiðleikum. Þannig fæ ég styrk. Þess vegna get ég verið svona rólegur yfir þessu öllu, þetta er engin sjálfsdá- leiðsla. Þetta er bara eðlilegasti hlut- ur í heimi. Það kemur að því að við þurfum að kveðja og hví skyldi ég vera hissa?“ spyr hann blátt áfram. „Ekki ég,“ segir hann og dæsir. „Ég er sko ekki hissa. Ég get ekki annað en brosað. Loksins fæ ég að fara.“ Það er þó ekki svo að hann sé orðinn þreyttur, allavega ekki á lífinu, kannski í líkamanum af því að hann er orkulaus og það er önnur saga. En á lífinu er hann ekki leiður. „Þú hleypur þar til þér finnst komið nóg. Ég er búinn að eiga gott líf, spenn- andi og erfitt líkt og hver og einn verður að þola. En ég er ekki lífs- leiður. Mér finnst bara ágætt að nota þetta tækifæri til þess að fara. Ég hef enga löngun til þess að verða níræður, hvað þá hundrað ára og hef enga ástæðu til að vorkenna mér.“ Jónas Jónasson útvarpsmaður liggur á líknardeild Landspítalans en kvíðir engu. Hann hlakkar til að stíga inn í heiminn fyrir handan, þar sem hans bíður ekkert nema fagurt land, auðvelt líf og elskulegt. Hann hefur lifað áður en veit í hjarta sínu að nú er öllum slíkum ferðalögum lokið. Þetta er hans hinsta ferð og nú mun hann halda áfram að þroskast í nýjum heimi. Enginn fer marblettalaus í gegnum lífið og Jónas hefur gert sín mistök, barist við Bakkus, glímt við kjaftagang og tekist á við óttann. Nú finnst honum sem allir elski sig og kveður sáttur, frjáls, þráir ekkert og grætur ekkert. Því getur hann ekki annað en brosað. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Brosir við dauðanum „Þú tekur ákvörðun um það hvort þú sért kristinn eða heiðinn, hvernig trú þín er og hvað ger- ist eftir dauðann. Eða hvað, ætlar þú að sofa þar til Jesú kemur arkandi niður Ártúnsbrekkuna með Lúðrasveit verkalýðs- ins á eftir sér til þess að vekja hvern einasta mann? Ungur og umdeildur Jónas var afar umdeildur á sínum yngri árum og þurfti að þola skammir frá þjóðþekktum skáldum. Það var ekki fyrr en seinna á æviskeiðinu sem honum fannst sem hann gæti glatt einhvern. Hér er hann með Kristjáni Eldjárn við fornleifarannsóknir á Grænlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.