Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Blaðsíða 36
36 | Menning 14.–16. október 2011 Helgarblað Menningarrýni Hvað ertu að gera? Ætlar að sjá Jón og séra Jón Hvaða bók ertu að lesa? „Ég er haldinn þeirri ónáttúru að lesa mjög margar bækur á sama tíma sem verður til þess að það er hending ef ég næ að klára nokkra. Þessa stundina er ég meðal annars að lesa Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children og Lords of Chaos: The Bloody Rise of the Satanic Metal Underground. Þess á milli gríp ég í leikrit Tennessee Williams.“ Hvaða bíómynd sástu síðast og hvernig líkaði þér hún? „Ég sá Borgríki síðast á frum- sýningu. Ég hafði mjög gaman af henni, hún kom mjög á óvart, ný fersk tegund í íslenskri kvikmynda- gerð.“ Hvað ætlarðu að gera um helgina? „Helgarnar eru oft svo pakkaðar af áhugaverðum hlutum að maður á í stökustu vandræðum með að velja og hafna. Ég ætla að reyna að sjá John Grant á Airwaves. Sá hann í Berlín í vor og hann var alveg frábær. Svo eru tvær mjög spenn- andi heimildarmyndir í Bíó Paradís sem ég ætla að sjá, Paradox og Jón og séra Jón.“ DV mælir með... DV mælir ekki með... Ragnar Bragason TÖLVULEIKUR FIFA 12 „Þú mátt ekki missa af FIFA 12. Það er bara þannig.“ – Sigurður Mikael Jónsson GEISLADISKUR Haglél Mugison „Mugison hefur síðustu 5–6 ár sýnt hvað eftir ann- að að hann getur verið frábær, en aldrei eins greinilega og á nýjustu plötunni, Hagléli.“ – Valgeir Örn Ragnarsson BÓK Meðan enn er glóð Gaute Heivoll „Óhætt er að mæla með þessari bók. Hún er óvenjuleg og óhugnanleg en á sama tíma falleg og nær- gætin.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir BÓK Paganinisamningurinn Lars Kepler „Paganinisamningurinn er ágætis afþreying. Þeir sem lesa oft glæpasög- ur verða líklegast ekki fyrir stórfelldum von- brigðum.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir V innustofa Munda er í Pósthússtræti 13. Þar er móðir hans, Sigyn, og lætur hendur standa fram úr erm- um. „Það er allt í drasli,“ segir hún, ranghvolfir augunum og býður upp á kaffi. Hún hellir upp á með annarri og hringir í Munda með hinni. „Mundi. Hvar ertu? Þú átt að vera í við- tali.“ Chained and dumped in the Ocean er heiti vor- og sumarlínu Munda árið 2012. Blaðamaður fær að líta á nokkrar flíkur sem verða á sýningunni meðan hann bíð- ur eftir Munda. Keðjur, brim- brettakappar, flóðbylgjur, haf- meyjar og akkeri. Hann hefur valið sér silki, þykkt og þægilegt bambus efni og teygjuefni með áprentuðu keðjumynstri. Lit- irnir eru svartir, hvítir, gráir og heiðbláir. Það er ekki við öðru að búast en að Mundi finni upp á einhverju mögnuðu á tískusýningunni sem verður haldin í Gamla bíói á laugar- daginn. Áður hefur hann byggt fiskabúr á sviði, látið fyrirsæt- urnar detta á sviðinu, snúið við kynjahlutverkum og sett karl- fyrirsætur í nælonsokkabuxur. Einu sinni valdi hann að hafa fyrirsæturnar með Downs- heilkenni. Blaðamaður var á þeirri sýningu og man vel eft- ir henni og viðbrögðunum. Hægra megin við hann sat ís- lensk kona, pínulítið full, sem sagði: „Ég held ég æli.“ Hinum megin var blaðamaður frá The Guardian sem hvíslaði lágt af hrifningu: „Genius!“ Stress og rugl Mundi kemur fljótlega. Var í næsta nágrenni. Hann af- þakkar kaffisopann frá móður sinni. „Ég er svo slæmur í mag- anum,“ útskýrir hann. „Maginn í mér er alveg ónýtur af stressi og rugli. Ég keyri mig oft út og gleymi að borða. Drekk samt endalaust af kaffi. Ég fæ mér bara te.“ Mamma hans færir honum tebolla og á meðan af- sakar Mundi draslið rétt eins og móðir hans. „Það er venju- lega mjög fínt og snyrtilegt hérna hjá okkur.“ Mundi situr í rauðum flauelssófa, við bókahillu. Í henni eru margar skemmtileg- ar bækur. Sumar gamlar, aðrar nýjar. Listasaga Fjölva og fleiri hnausþykkar listaverkabæk- ur. Ritverkasafn Shakespeares, skáldsögur, tímarit. Nokkrar skissubækur. Honum finnst gott að sitja í þessum sófa og blaðar oft í hugmyndum sín- um á stofuborði fyrir framan sig. Stundum breytist þetta horn í eftirpartí. Það er líklegt að svo verði á laugardaginn. „Ég ætla ekkert að segja neitt of mikið um sýn- inguna. Gestirnir geta kom- ið í Airwaves- þynnkunni. Sýningin verður klukkan 3 og líklegt að margir verði ansi myglaðir,“ segir hann og glott- ir. „Steina ætlar að sjá um farð- ann og Hrafnhildur Hólm- geirsdóttir er stílisti. Mér finnst mjög gott að vinna með henni, hún veit alveg hvað hún vill og ég efast aldrei. Okkur Steinu kemur líka vel saman. Hún sá líka um förðun í stuttmyndinni minni, Rabbit Hole.“ Óttalegir jólasveinar Mynd hans Rabbit Hole hefur farið á kvikmyndahátíðir víða um heim og fengið góða dóma. Hún er orðin að nokkurs kon- ar költ-mynd og Mundi sýndi hana síðast á Norræna tísku- tvíæringnum í Seattle í Banda- ríkjunum. Þar svaraði hann spurningum gesta um mynd- ina. Næsta mynd hans verður ekki síður áhugaverð. Hann frumsýnir hana um jólin og segir hana verða jólamyndina í ár. Glottið gefur til kynna að myndin sé óhefðbundin. „Mér fannst ótrúlega fyndið að gera jólamynd því það er eitthvað svo kjánalegt. Myndin fjallar um þennan einkennilega tíma í borginni og hvernig tveir síkópatar og algjörir fávitar eyða honum saman með rétt- vísina á hælunum. Þeir kom- ast ávallt undan réttvísinni. Ör- lögin eru með þeim. Hún mun heita Santas Night Out, eða á íslensku Óttalegir jólasveinar. Það er verið að leggja lokahönd á myndina núna og fullt af skemmtilegum leikurum prýð- ir hana. Snorri Ásmundsson og Atli Óskars, Jón Júlíusson, Alex- ander Briem, Tinna Bergs, Vera Sölvadóttir og Ragnar Kjartans.“ Ætlar að gera alla brjálaða „Svo býð ég upp á fjársjóðs- leit,“ segir hann leyndardóms- fullur. Hann stendur upp og nær í stóra þykka skissubók. Í henni eru leyndardómsfullir textar og völundarhús, þrautir, listilega teiknaðar, sem flæða yfir síðurnar. „Þetta er þrauta- bók sem kemur út snemma á næsta ári. Ég er að vinna hana í samstarfi við fleiri listamenn. Ef þú getur leyst þessar þrautir færðu staðsetningu á fjársjóð. Það er alvöru fjársjóður, virki- lega verðugt að finna hann.“ Þarf ég þá skóflu og allt sam- an? „Já, það getur vel verið,“ segir Mundi og hlær. „En fyrst þarftu að finna lausn. Ég er að vinna verkefnið í hóp með öðr- um og við höfum lagt mikið á okkur til þess að þetta verði að skapandi áráttu.“ Ætlið þið að gera alla brjálaða? „Já, ég held það verði allir alveg brjálaðir.“ Teiknaði klukkustundum saman í æsku Mundi hefur teiknað linnu- laust síðan hann var lítill. Mamma hans hefur haldið vel utan um teikningarnar, geymt allar skissubækurnar hans sem skipta tugum. Hún gaf honum eitt sinn stóra innbundna bók með teikningum frá barnæsku. Hann stendur upp til að ná í hana og leggur hana á borðið. Þarna eru myndir frá því hann var ungi og gat sett saman Óla prik, þegar hann er um 10 ára hefur hann teiknað mynd sem sýnir fjörugt líf í garðinum, pöddur að ganga með laufblöð og allt að gerast, þegar hann verður eldri taka við skrípa- karlar og skrímsli. Ein myndin sýnir karl standa með opinn munninn og horfa upp. Uppi í himninum er atómsprengja og alls kyns dauðatól og ógnanir. Við hliðina á dauðatólunum stendur snyrtilega skrifað með blýanti: Hvað myndir þú gera? Þessa mynd teiknaði hann þegar hann var í áttunda bekk. „Ég teiknaði klukkustund- um saman,“ segir Mundi. „Og mér þykir vænt um þessar teikningar og allt það sem ég var að gera þegar ég var lít- ill.“ Aftarlega í möppunni er sjálfsmynd. Hana teiknaði hann í Hagaskóla. Myndin sýnir alvarlegan strák. Hagan- lega teiknaðan og skyggðan með falleg möndlulaga augu. Á myndinni er hann 14 ára. Á þessum tíma var hann lagður í gróft einelti í skólanum. Hann sagði fyrst frá eineltinu í þætti Ragnhildar Steinunnar Jóns- dóttur, Ísþjóðinni, og þeim sem hlýddu á var verulega brugðið. Hann sagði frá því að hann hefði verið lú barinn upp á hvern einasta dag. n Fatahönnuðurinn Mundi sýnir nýjustu fatalínu sína á laugardaginn n Lagður í einelti í æsku en sigrar nú heiminn með hönnun sinni n Kvelst af ást Barði aldrei frá sér í æsku Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Mundi í rauða sófanum Þarna situr hann oft og blaðar í skissum og bókum. Stundum breytist þetta horn í eftirpartí. Barneignir ekki á dagskrá Mundi er í sambandi við TInnu Bergs fyrir- sætu. Mamma hans segir hann ekki hafa neinn tíma til að annast börn. „Ég sé ekki eftir neinu og skammast mín ekki fyrir það hver ég var eða hvernig ég var. M y n D IR E y þ Ó R á R n A S o n Fatahönnuðurinn Mundi sýnir nýjustu fatalínu sína á laugardaginn. Hann var lagð- ur í einelti í æsku en sigrar nú heiminn með hönnun sinni. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Munda á vinnustofu hans og ræddi við hann um listina og lífið og hvernig má búa krakka undir þann dýragarð og fangelsi sem gagnfræðaskólinn getur verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.