Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Side 32
32 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 14.–16. október 2011 Helgarblað J óhannes Kjarval fæddist að Efri-Ey í Meðallandi í Vest- ur-Skaftafellssýslu, sonur Sveins Ingi- mundarsonar, bónda þar og k.h., Karitasar Þor- steinsdóttur húsfreyju. Hann ólst upp frá fjög- urra ára aldri hjá hálfbróð- ur móður sinnar, Jóhannesi Jónssyni, í Geitavík í Borgar- firði eystra. Kjarval stundaði sjómennsku til 1911 en hélt þá utan, fyrst til Lundúna en síðan til Kaupmanna- hafnar þar sem hann lauk prófi í málaralist frá Konunglega listahá- skólanum 1918. Þá dvaldi hann á Ítalíu 1920 og í París 1928 en var lengst af búsettur í Reykjavík frá 1922. Auk þess að vera meðal frum- herja íslenskrar myndlistar var Kjarval án efa virtasti listmálari og einn ástsælasti listamaður þjóðar- innar á 20. öld. Verk Kjarvals bera með sér hvort tveggja, expressionísk og impress- ionísk stílbrigði. En þau eru auk þess rammíslensk, oft hlaðin tákn- um er vísa til íslenskra þjóðsagna, ævintýra og skáldskapar, auk þess sem meginviðfangsefni hans sem listmálara var íslenskt landslag, eink- um á Þingvöllum. Þar stóð hann í hraun- inu dögum saman og festi landið á striga. Allar skilgreiningar um list Kjarvals með hliðsjón af straum- um og stefnum ber svo að taka með þeim fyrirvara að hann var afar persónulegur og frumlegur listamaður. Kjarval var auk þess mik- ill teiknari, samanber teikningar hans af íslensku alþýðufólki. Hann myndskreytti ýmis rit og skrif- aði sjálfur ýmis rit, s.s. Grjót 1930; Meira grjót, 1937; Leikur, 1938; Ljóðagrjót, og Hvalsagan frá átján hundruð níutíu og sjö, 1956. Margt hefur verið skrifað um Kjarval og list hans, s.s. ævisaga hans eftir Indriða G. Þorsteinsson, samtalsbók eftir Matthías Johann- essen, Kjarval, eftir Thor Vilhjálms- son, og Kjarval – málari lands og vætta, eftir Aðalstein Ingólfsson. Árið sem Kjarval lést, 1972, voru Kjarvalsstaðir í Reykjavík opnaðir en þar eru verk hans höfð til sýnis, skráð og rannsökuð. F rímann Bjarnason Arngrímsson fædd- ist að Sörlatungu í Hörgárdal, sonur Bjarna Arngríms- sonar, bónda að Vöglum í Þelamörk, og Helgu Guð- rúnar Jónsdóttur frá Kraka- völlum. Frímann ólst upp í Fljót- um, var síðan hjá föður sín- um að Vöglum en fór vestur um haf 1874, lauk þar kennaraprófum, tók háskólapróf í tölvísi og náttúru- vísindum við háskólann í Toronto 1884 og lauk prófi í náttúruvísind- um og stærðfræði við Manitoba-há- skóla 1885 en hann mun vera fyrstur Íslendinga til að taka háskólapróf í Kanada. Frímann stofnaði og ritstýrði Heimskringlu, hafði umsjón með ís- lenskum innflytjendum í Kanada og stundaði landkönnun fyrir Kanada- stjórn. Frímann lenti í deilum við aðra forystumenn Vestur-Íslendinga, hætti að starfa að útgáfu Heimskringlu, og fór frá Winnipeg í árslok 1888. Hann hugði á framhalds- nám við háskóla í Banda- ríkjunum, staðnæmdist í Massachusetts og starf- aði þar við kennslu en síðar á rannsóknastof- um hjá M.I.T. og starfaði hjá General Electric Co í Bandaríkjunum einhvern tíma á árunum 1888–94. Frímann hélt til Kaup- mannahafnar og þaðan til Reykjavíkur 1894. Þar talaði hann mjög fyrir rafvæðingu Reykjavíkur og setti fram tilboð frá General Electric í þeim efnum upp á 2.500 gulldoll- ara. Því var auðvitað hafnað af bæj- arstjórn. Hann fór þá til Edinborgar en næsta ár kom hann með tvö raf- magnstilboð frá breskum fyrirtækjum sem einnig var hafnað. Hann dvaldi síðan í París til 1914 en flutti þá til Ak- ureyrar og átti þar heima til dauða- dags. Frímann var sérvitur ákafamaður en engu að síður merkur brautryðj- andi og vakti fyrstur manna tímabæra umræðu um virkjanir og rafvæðingu hér á landi. Ó lafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi af stærðfræði- deild 1940, lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Háskóla Íslands 1946 og stundaði síðan framhaldsnám við ETH í Zürich 1947–48. Ólafur var verkfræðingur hjá Al- menna byggingafélaginu 1946 og hjá Vegagerð ríkisins 1946–54 og teikn- aði þá m.a. brýr á Þjórsá og Jökulsá á Fljótsdal. Hann starfaði síðan sjálf- stætt frá 1954, einkum við flugvalla- gerð á vegum Flugmálastjórnar, hafði yfirumsjón með ýmist hönnun, lagn- ingu eða endurbótum á nær öllum flugvöllum landsins, öðrum en Kefla- víkurflugvelli, uns hann lét af verk- fræðistörfum um sjötugt. Ólafur fylgdist vel með í sínu fagi og lagði mikla stund á útivist og hvers kyns náttúrufræði. Auk þess var hann mikill áhugamaður um sagnfræði, tónlist, myndlist og bókmenntir. Þá fékkst hann mikið við ritstörf á efri árum. Ólafur sat í hitaveitunefnd Reykja- víkurborgar 1954–62 og í stjórn Verk- fræðingafélags Íslands 1953–55. Fjölskylda Ólafur kvæntist 29.6. 1945, Önnu Sig- ríði Björnsdóttur, f. í Winnipeg 5.8. 1921, píanóleikara og tónlistarkenn- ara. Foreldrar hennar voru Einar Þor- grímsson, f. í Borgum í Nesjahreppi 15.6. 1896, d. 24.4. 1950, forstjóri í Reykjavík, og Jóhanna Þuríður Odds- dóttir, f. í Vestmannaeyjum 21.7. 1895, d. 2.5. 1972, húsmóðir. Kjörforeldrar Önnu voru Björn Þorgrímsson, f. í Borgum í Nesja- hreppi 15.9. 1886, d. 5.4. 1966, bókari í Reykjavík, og k.h., Marta Valgerður Jónsdóttir, f. í Landakoti í Vatnsleysu- strandarhreppi 10.1. 1889, d. 30.3. 1969, ættfræðingur. Börn Ólafs og Önnu Sigríðar eru: Björn Ólafsson, f. 14.5. 1946, verk- fræðingur, kvæntur Guðbjörgu Helgu Magnúsdóttur ferðafræðingi, f. 18.2. 1950, og eru börn þeirra Magnús, um- hverfisverkfræðingur, f. 1973; Anna Sigríður, leikskólakennari, f. 1975, en dóttir Björns og Ásdísar Birnu Jóns- dóttur, f. 27.2. 1948, er Guðrún Björg, skrifstofumaður, f. 1971. Sigríður Ólafsdóttir, f. 7.4. 1949, sérkennari, gift Birni Má Ólafssyni, lækni, f. 24.9. 1947, en börn þeirra eru Ólafur Már, læknir, f. 1969; Hjalti Már, læknir, f. 1972; Elín María, kenn- ari, f. 1977; Birgir Már, lögfræðingur, f. 1983, og Anna María, söngkona, f. 1987. Marta Ólafsdóttir, f. 16.4. 1950, líf- fræðingur og framhaldsskólakennari, gift Sigurði Stefánssyni, lækni, f. 28.3. 1950, og er sonur þeirra Stefán, verk- fræðingur, f. 1972. Unnur Ólafsdóttir, f. 1.5. 1952, veðurfræðingur, gift Þórarni Eldjárn, rithöfundi, f. 22.8. 1949, og eru synir þeirra Kristján Eldjárn, gítarleikari, f. 1972, d. 2002; Ólafur, f. 1975, d. 1998; Úlfur, tónlistarmaður, f. 1976; Ari, handritshöfundur og skemmtikraft- ur f. 1981, og Halldór, tónlistarmað- ur, f. 1991. Páll Ólafsson, f. 10.6. 1957, eðlis- verkfræðingur, kvæntur Elínborgu Guðmundsdóttur lækni, f. 11.2. 1960, og eru börn þeirra Ólafur, læknanemi, f. 1986; Aldís Erna, há- skólanemi, f. 1990, og Guðmundur Orri, menntaskólanemi, f. 1995. Kjartan Ólafsson, f. 18.11. 1958, tónskáld og prófessor, en sambýlis- kona hans er Álfrún G. Guðrúnar- dóttir, kynningarstjóri, f. 26.10. 1968, og eru synir þeirra Hringur, f. 2002, og Snæbjartur Sölvi, f. 2007, en dætur Kjartans og fyrri konu hans, Arndísar Guðmundsdóttur mannfræðings, f. 24.7. 1966, eru Védís, dansnemi, f. 1989, og Sunneva, nemi f. 1991. Sveinn Ólafsson, f. 29.3. 1962, tölvutæknifræðingur, kvæntur Auði Gyðu Ágústsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, f. 20.3. 1970, og eru börn þeirra Helena Rut, f. 1996, nemi, Hildur Lára, f. 1998, nemi og Ágúst Ólafur, f. 2010. Langafabörn Ólafs eru nú tuttugu og fjögur talsins en alls eru afkom- endur Ólafs og Önnu orðnir fimmtíu og fimm. Alsystkini Ólafs: Einar Baldvin Pálsson, f. 29.2. 1912, byggingaverk- fræðingur í Reykjavík; Sigríður Páls- dóttir, f. 21.5. 1913, d. 8.7. 1941, var húsmóðir í Berlín; Þórunn Pálsdóttir, f. 1.6.1915, d. 30.3. 1927; Franz Edu- ard Pálsson, f. 22.7. 1917, d. 26.9. 2005, var deildarstjóri í Reykjavík; Þórunn Soffía Pálsdóttir, f. 6.2. 1932, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra, voru Árni Pálsson, f. 4.1. 1897, d. 4.10. 1970, yfirverkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins; Kristín Pálsdóttir, f. 21.7. 1898, d. 9.9. 1940, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Páll Einars- son, f. á Hraunum í Fljótum 25.5. 1868, d. 17.12. 1954, sýslumaður, fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur og hæstaréttardómari í Reykjavík, og s.k.h., Sigríður Franzdóttir Siemsen, f. í Hafnarfirði 24.12. 1889, d. 12.8. 1970, húsmóðir. Ætt Páll var bróðir Bessa, afa Bessýj- ar Jóhannsdóttur, sagnfræðings og kennara. Annar bróðir Páls var Guð- mundur, afi Þorsteins Ólafssonar tannlæknis, föður Ólafs, sérfræðings við Háskóla Íslands, og föður Kristín- ar, fyrrv. sjónvarpsfréttamanns. Syst- ir Páls var Jórunn, móðir Kristínar, móður Einars skólastjóra og Þuríðar óperusöngkonu Pálsbarna, en syst- ir Kristínar var Katrín Norðmann, móðir Jórunnar Viðar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted, læknis og fyrrv. alþm. Páll var sonur Einars Baldvins, brúarsmiðs er byggði fyrstu „stóru“ brýrnar hér á landi, hreppstjóra, oddvita og alþm. á Hraunum í Fljót- um Guðmundssonar, b. og hákarla- formanns á Hraunum Einarssonar, bróður Baldvins, er gaf út Ármann á Alþingi, og var fyrsti Íslendingur- inn sem lagði stund á verkfræðinám. Móðir Einars Baldvins var Helga Gunnlaugsdóttir, b. í Neðra-Ási Björnssonar, og Margrétar Gísladótt- ur, konrektors á Hólum Jónssonar, biskups á Hólum Teitssonar. Móðir Gísla var Margrét Finnsdóttir, bisk- ups Jónssonar. Móðir Margrétar var Ingigerður Halldórsdóttir, konrekt- ors Hjálmarssonar. Móðir Páls borgarstóra var Krist- ín Pálsdóttir, pr. og sálmaskálds á Völlum í Svarfaðardal og í Viðvík, bróður Gísla á Grund, afa Einars Olgeirssonar, alþm. og formanns Sósíalistaflokksins Sameiningar- flokks alþýðu. Páll var sonur Jóns, b. í Sælingsdal Jónssonar, og Solveigar Gísladóttur, hreppstjóra í Hvítadal Pálssonar. Móðir Kristínar var Krist- ín Þorsteinsdóttir, stúdents í Laxár- nesi Guðmundssonar. Sigríður Siemsen var systir Soff- íu, móður Birgis Kjaran alþm., afa Birgis Ármannssonar alþm. Soffía var einnig móðir Sigríðar, móður Jóhanns, forstjóra HAFRÓ, Sigurð- ar hrl., Birgis Björns hagfræðings og Árna bókmenntafræðings Sigur- jónssona. Sigríður Siemsen var dóttir Franz Eduards Siemsen, sýslumanns í Hafnarfirði, sonar Georgs Nicolay Eduards Siemsen, kaupmanns í Reykjavík. Móðir Franz Eduards var Sigríður Þorsteinsdóttir, hreppstjóra og smiðs í Bráðræði Bjarnasonar. Móðir Sigríðar Siemsen og kona Franz var Þórunn Árnadóttir Siem- sen, dóttir Árna Thorsteinsson, landfógeta og alþm. í Reykjavík, bróður Steingríms Thorsteinsson- ar, skálds og rektors Lærða skólans í Reykjavík. Árni var sonur Bjarna Thorsteinssonar, amtmanns á Arn- arstapa, sonar Þorsteins, b. í Kerl- ingardal Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Árna land- fógeta var Þórunn Hannesdóttir, biskups í Skálholti Finnssonar, bisk- ups í Skálholti Jónssonar. Móðir Þórunnar var Valgerður Jónsdóttir, sýslumanns á Móeiðarhvoli, Jóns- sonar. Móðir Þórunnar Árnadótt- ur var Soffía Kristjana Hannesdótt- ir Johnsen, kaupmanns í Reykjavík Steingrímssonar, biskups í Laug- arnesi Jónssonar. Móðir Hannesar kaupmanns var Valgerður Jónsdótt- ir sem áður hafði verið gift Hannesi biskupi Finnssyni og voru þau Árni Thorsteinson og Soffía, kona hans, hálfsystkinabörn. Jóhannes Sveinsson Kjarval Listmálari f. 15.10. 1885 – d. 13.4. 1972 Frímann B. Arngrímsson Ritstjóri og framfarasinni f. 17.10. 1855 – d. 6.11. 1936 Merkir Íslendingar Merkir Íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson Ólafur Pálsson Verkfræðingur f. 18.5. 1921 – d. 4.10. 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.