Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2011, Page 12
12 | Fréttir 14.–16. október 2011 Helgarblað Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- St. 20-27 kr. 6.495.- St. 28-35 kr. 6.995.- SKÓ MARKAÐUR Grensásvegur 8 Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 F imm þingmenn stjórnarand- stöðunnar leggja til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð. Frumvarpið er nú lagt fram annað þingið í röð en mál- ið fékk ekki meðferð á síðasta þingi, sem lauk í september. Málið var eitt þeirra fjölda mála sem ekki voru af- greidd sem þarf að leggja aftur fyr- ir þingið til að þau eigi möguleika á að fá meðferð í þinginu. Þingmenn- irnir Eygló Harðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Stein- grímsson, Siv Friðleifsdóttir og Mar- grét Tryggvadóttir standa á bak við frumvarpið. Viðbótin sem þingmennirnir leggja til er að „ef hann [ráðherrann innsk. blaðamanns:] af ásetningi gef- ur Alþingi rangar upplýsingar eða við meðferð máls á Alþingi leynir upplýsingum“ verði bætt við grein laganna sem fjallar um hvenær ráð- herra gerist brotlegur við lög um ráð- herraábyrgð. Þetta ákvæði var sem sagt ekki partur af lögunum en fyrir var undir þessari grein í lögunum kveðið á um að ráðherra gerðist brot- legur við lög ef hann misbeitti valdi sínu stórlega án þess að fara endilega út fyrir embættismörk sín eða hann stofni heill ríkisins í hættu þó sú framkvæmd sé ekki endilega bönn- uð með öðrum lögum. Meint brot á umræddum lögum er ástæða þess að Geir Hilmar Ha- arde er nú fyrir landsdómi. Alþingi ákærði Geir vegna brots á lögunum en lögin hafa verið gagnrýnd sem úrelt og gamaldags. Lögin um ráð- herraábyrgð voru samþykkt af Al- þingi árið 1963. Þeim hefur tvívegis verið breytt, árið 1982 og árið 1998. Það eru þó ekki einu skiptin sem lögð hafa verið frumvörp eða þingsálykt- unartillögur er snúa að breytingum á lögunum. Sambærileg tillaga og þingmennirnir fimm hafa lagt fram á núverandi þingi var fyrst lögð fram af Páli Péturssyni á 116. löggjafar- þinginu árið 1992–1993. adalsteinn@dv.is n Ráðherrum verði bannað að leyna upplýsingum Vilja skerpa á ráðherraábyrgð Landsdómur dæmir Landsdómur dæmir um það hvort ráðherrar hafi brotið lög um ráðherraábyrgð, en þingmenn vilja skerpa á lögunum. Mynd SigtRygguR ARi tvær handtökur á Akureyri: Þefvís hundur fann fíkniefni Fíkniefnahundurinn Jökull hjá lög- reglunni á Akureyri var í lykilhlut- verki í tveimur fíkniefnamálum sem komu upp á Akureyri í vikunni. Hundurinn þefvísi var í toppformi og fann efni sem eigendur höfðu falið vandlega. Á miðvikudag framkvæmdi lög- reglan á Akureyri húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Var lagt hald á um 30 grömm af amfetamíni, nokk- ur grömm af kannabisefnum og 40 grömm af e-töflum sem búið var að mylja niður. Þá fannst einnig mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja sem ekki voruð stíluð á húsráðanda. Hann var handtekinn en látinn laus eftir yfirheyrslu og er málið í rannsókn. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Akureyri hefur maðurinn margoft komið við sögu lögreglu áður, meðal annars vegna fíkniefnamála. Í kjölfar húsleitar- innar var annar maður á fertugs- aldri handtekinn og var hann með lítilræði af kannabisefnum í fórum sínum. Á mánudaginn stöðvaði lög- reglan mann á fertugsaldri sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá honum þar sem hald var lagt á um 7 grömm af kannabisefnum og lítilræði af amfetamíni.  E kki er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir geðsvið í þeim 85 þús- und fermetrum af nýbygg- ingum sem stefnir í að rísi á lóð Landspítalans og Há- skóla íslands á næstu sjö árum. Bráðamóttaka geðdeildarinnar mun þó færast í nýtt húsnæði líkt og önn- ur bráðamóttaka. En stefnt er að því að öll bráðamóttaka verði sameinuð á Hringbraut og ekki verði aðgrein- ing á milli sjúklingahópa. Sést ekki út um glugga Sú bygging sem hýsir þær geðdeildir Landspítalans sem staðsettar eru á Hringbraut var byggð árið 1979 og er farin að láta töluvert á sjá. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsvis Landspítalans, segir að tími sé kominn á að mála bygginguna og skipta um rúður, en ekki sést lengur út um þær vegna móðu. Ísland í dag fjallaði um slæman aðbúnað á geð- deildunum í vikunni og mátti þar sjá sláandi myndbrot af vægast sagt óaðlaðandi vistherbergjum og eld- gömlum sjúkrarúmum. Færa má rök fyrir því að umhverfið sé ekki bein- línis upplífgandi fyrir veika einstak- linga sem þar dvelja. Vinna samkvæmt lögum „Miðað við lögin sem við erum að vinna eftir höfum við aðeins heim- ild til að vinna að meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður byggingar- nefndar Nýs Landspítala, aðspurður hvers vegna ekki sé gert ráð fyrir að- stöðu fyrir geðsviðið í nýju húsnæði. Gunnar getur ekki sagt til um hvort gert verði ráð fyrir geðdeildum á síð- ari stigum framkvæmdarinnar, en framtíðarsýn Nýs Landspítala nær fram til ársins 2027. „Ég hef fulla trú á því að eftir fyrsta áfangann haldi menn áfram og geri þá góðan spítala enn betri,“ segir hann. Eitthvað þurfti að gera Vegna þess hve naumt hefur verið skammtað í fjárveitingum hefur ekki verið hægt að setja fjármagn í að endurnýja innréttingar, húsgögn eða aðra hluti til að gera húsnæðið vistlegra. „Þó við séum óánægð að vissu leyti með húsnæðið og teljum það óhentugt fyrir þá starfsemi sem nú er, þá er það ekkert á við hvað ýmsar aðrar deildir hafa þurft að þola,“ segir Páll. Hann segir það þó hafa blasað við starfsfólki geðdeild- arinnar að eitthvað þyrfti að gera og því hafi verið sett á fót grasrótar- hreyfing til að safna fyrir nýjum inn- anstokksmunum. Brospinnafélagið – áhugahópur um bættan aðbúnað á geðdeildum, var stofnað í fyrra og sala á brospinnum fór fram í annað skipti nú í ár. Starfsfólkið safnar fé Það er því í raun starfsfólkið sjálft sem vinnur í sjálfboðavinnu við að safna fé til að bæta um- hverfi og aðbúnað sjúklinganna á geðdeildunum. Páll vill þó meina að það sé hið besta mál. Hann segir ákveðna hefð fyrir slíkum söfnunum á Íslandi og telur hann að opinská umræða sem skapist í kringum þær geti dregið úr fordómum. Þá hafa ýmis fyrirtæki einnig látið fé af hendi rakna til að bæta aðstöðu sjúklinganna. Páll segir Ikea til að mynda hafa gefið deildunum um 20 sófasett. Þá hafi Actavis kostað bygg- ingu íþróttasals, sem Páll segir mjög mikilvæga aðstöðu til að fólk haldi virkni og stundi heilbrigt líferni með- an á dvölinni stendur. Hann bendir þó jafnframt á að það sé kostur að legutími á deildunum á Hringbraut sé ekki langur, eða að meðaltali 11 dagar í senn. Svara niðurskurðarkröfu Hluti geðdeilda Landspítalans er til húsa á Kleppi og til stendur að öll starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni færist þangað 1. mars næst- komandi. Húsnæðið að Kleppi var byggt á árunum 1907 fram til rúm- lega 1950 og er því komið til ára sinna. Páll segir þó að um ágætis húsnæði sé að ræða. „Með því að flytja Sogn til Reykjavíkur á Klepp getum við sleg- ið tvær flugur í einu höggi sem væri ekki hægt annars. Við bætum öryggi og þjónustu og spörum og sá sparn- aður er upp á 45 milljónir króna á ári, sem eru umtalsverðir peningar.“ Páll segir þá hagræðingu þó aðeins fara í að svara þeirri niðurskurðarkröfu sem fyrirliggjandi er á spítalann. Lóðin sem Kleppur stendur á er í eigu Faxaflóahafna en Páll segir að í öllum viðræðum þeirra á milli sé gert ráð fyrir að sú starfsemi sem er á Kleppi og svæðinu þar í kring haldi sér sem spítalasvæði. „Við teljum því ekki hættu á því að geðdeildir missi aðstöðu sína þarna,“ segir Páll. n Starfsfólk geðdeilda Landspítalans safnar sjálft fé til að bæta umhverfi sjúklinga n Húsnæði geðdeilda á Hrinbraut í niðurníðslu n Fyrirtæki gefa húsgögn og peninga Engin geðdeild á nýjum spítala „Miðað við lögin sem við erum að vinna eftir höfum við að- eins heimild til að vinna að meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Farið að láta á sjá Húsnæði geðdeilda Landspítalans við Hringbraut er farið að láta á sjá innan dyra sem utan. Ekki er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir geðsvið á nýjum Landspítala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.