Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Page 4
4 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Enginn kaupsamningur n Viðskipti Ólafs Ólafssonar og Framsóknarflokksins E nginn þinglýstur kaupsamn- ingur er til vegna viðskipta eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar, Kers hf., og Fram- sóknarflokksins í desember 2002. Í viðskiptunum afsalaði Ker sér hús- inu á Hverfisgötu 33 til Framsókn- arflokksins með tveimur afsölum, líkt og DV greindi frá í síðustu viku. Húsið hýsir höfuðstöðvar Fram- sóknarflokksins í dag. Samkvæmt afsölunum var kaup- verðið greitt með yfirtöku skulda sem námu 45 milljónum auk þess sem Ker hafi gefið Framsókn veð- leyfi upp á 9,5 milljónir króna til veðsetja húsið fyrir láni frá Bún- aðarbankanum árið 2009. Orða- lag afsalanna má skilja sem svo að hugsanlegt sé að frekari greiðslur hafi átt sér stað fyrir húsið. Ekki er hins vegar tilgreint hvaða greiðslur þetta voru. DV hefur reynt að graf- ast fyrir um þetta með því að reyna að komast yfir kaupsamninginn í viðskiptunum. Þetta hefur ekki gengið þar sem starfsmaður sýslu- mannsins í Reykjavík segir engan þinglýstan kaupsamning vera til vegna viðskiptanna, einungis um- rætt afsal. Einungis tæpum mánuði eftir að gengið var frá afsalinu á milli Kers og Framsóknarflokks keypti S-hópurinn Búnaðarbankann í janúar 2003. Ker, með Ólaf Ólafs- son í broddi fylkingar, var einn af hluthöfum S-hópsins. Enn ligg- ur ekki fyrir hvernig Framsóknar- flokkurinn fjármagnaði kaupin á húsinu. ingi@dv.is Vélavandamál í vondu veðri: Brúarfoss rak að landi Flutningaskipið Brúarfoss rak í átt að landi aðfaranótt fimmtu- dags þegar skipið var statt skammt vestur af Garðskaga. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tóku eftir þessu í ferilvöktunarkerf- um og höfðu samband við skipið í kjölfarið. Fengust þær upplýsingar að skipið ætti við vélavandamál að stríða og voru vélstjórar um borð á vinna í málinu. Á vef Landhelgis- gæslunnar kemur fram að ákveðið hafi verið að kalla strax í varðskipið Ægi sem var statt suður af Grinda- vík en auk þess var haft samband við togarann Höfrung 3 sem stadd- ur var á Stakksfirði. Voru skipin beðin um að sigla með auknum hraða á staðinn en veður var slæmt. Þar sem dróst að koma vélum skipsins í gang og skipið rak hratt að landi var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í viðbragðsstöðu á Garðskaga. Einn- ig voru björgunarsveitir Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar á svæðinu kallaðar út og var lögreglan upplýst um stöðu mála. Þegar Brúarfoss átti um 2 sjó- mílur eftir upp að grynningum lét skipið akkeri falla sem hægði á reki. Jafnframt var Höfrungur 3 þá kominn að skipinu en varðskipið Ægir átti um einnar klukkustundar siglingu eftir að skipunum. Vélar Brúarfoss komust um það leyti í gang og sigldi skipið í átt frá landi. Hélt skipið til Vestmannaeyja í fylgd varðskipsins Ægis. Kvartanir vegna Snorra í Betel Gunnar Gunnarsson, fræðslu- stjóri hjá Akureyrarbæ, segir að fjórar kvartanir hafi borist inn á borð skólastjóra Brekkuskóla vegna starfa Snorra í Betel. Frá þessu greinir Akureyri-Vikublað. Þar segir Gunnar að brugðist hafi verið við kvörtununum með þeim hætti að kennarinn hætti að kenna börnunum. Þá segir Gunnar einnig að fræðsluyfirvöldum á Akureyri hafi verið fullkunnugt um skoð- anir Snorra á samkynhneigðum áður en hann var ráðinn sem kennari á Akureyri. Hins vegar hafi Snorri verið eini umsækj- andinn með full kennslurétt- indi sem sótti um auglýst starf á sínum tíma. Bara afsalið Enginn þinglýstur kaup- samningur er til hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna viðskipta eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, Kers hf. og Framsóknar- flokksins í árslok 2002. Þá seldi Ker hús á Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins. L ítraverðið á bensíni hefur frá árinu 2008 hækkað um nær 60 krónur á lítrann umfram al- menna verðlagshækkun. Þar af hefur álagning ríkisins á hvern lítra hækkað um 24 krónur umfram verðlag. FÍB greindi frá því á dögunum að árlegur eldsneytiskostnaður meðal- stórs fjölskyldubíls hefur hækkað um 219 þúsund krónur síðustu fjögur ár. Af þeirri upphæð hirðir ríkið 100 þúsund krónur. „Ríkið hefur í ofaná- lag við stórfelldar hækkanir á heims- markaðsverði eldsneytis hert skatt- heimtu sína á eldsneyti en reynt hefur verið að hylja þessa staðreynd ryk- mekki með tali um að hlutfall skatt- heimtu til vegaframkvæmda hafi stór- lækkað.“ Næstum tvöfalt dýrara að aka Fram kom að mánaðarleg eldsneytis- útgjöld meðalfjölskyldu séu nú 12 þúsund krónum hærri en fyrir fjór- um árum. „Á þessum fjórum árum hefur bensín hækkað um 80 prósent, úr 137 krónum í 248 krónur. Almennt verðlag hefur hækkað mun minna en þetta, eða um 35 prósent.“ FÍB fylgist náið með þróun bens- ín- og olíuverðs og hefur veitt ríkinu og olíufélögunum aðhald í þessum efnum um árabil. Verðið á eldsneyti hefur aldrei verið hærra. Í ársbyrj- un 2008 kostaði ríflega 10.400 krón- ur að aka frá Reykjavík til Akureyrar og til baka á bíl sem eyðir 10 lítrum á hundraði. Nú er sá kostnaður kom- inn upp í um 19.000 krónur miðað við sömu forsendur. Nærri 100 þúsund beint til ríkisins Árskostnaður venjulegrar fjölskyldu vegna eldsneytis er að sögn FÍB 494 þúsund krónur. Árið 2008 var kostn- aðurinn 275 þúsund. Hækkunin er gífurleg, 219 þúsund krónur. Þegar tekið er tillit til verðbólgu, og raun- hækkunin er mæld, kemur fram að kostnaðaraukinn fyrir hverja fjöl- skyldu er 181 þúsund krónur – ef hún keyrir jafn mikið og hún gerði áður. Af þeim peningum renna um 88 þús- und krónur beint til ríkisins. Þess má geta að þrátt fyrir að ríkið hafi hækkað álögur á eldsneyti verð- ur að hafa í huga að hlutdeild ríkisins í hverjum lítra hefur minnkað frá því fyrir fjórum árum. Skattar voru 50,63 prósent af hverjum lítra árið 2008 en hlutfallið núna er 48,42 prósent. Hörð gagnrýni Á heimasíðu FÍB er að finna harða gagnrýni á ríkið. Bent er á að því meir sem eldsneytið hafi hækkað í verði á heimsmarkaði, þeim mun meiri hafi skattheimtan orðið, ekki síst í formi virðisaukaskatts, sem leggist ofan á innkaupsverð eldsneytisins, álagn- ingu olíufélaganna, vörugjöld, kol- efnisskatt, flutningsjöfnunargjöld, bensín- og olíugjald. „Skatturinn með hið „umhverfismilda“ nafn kol- efnisskattur er nýr. Fullyrða má að ekki sé einni einustu krónu af honum varið til umhverfisverndar af nokkru tagi. Á þessum fjórum árum hefur rík- isvaldið algerlega hunsað beiðnir um hlutfallslega lækkaða skattheimtu og ábendingar um áhrif hækkana á fjár- hag fjölskyldna og á atvinnustig, á at- vinnuvegina og þjóðarhag yfirleitt. Það hefur greinilega og þvert á móti litið á hækkandi heimsmarkaðsverð sem kærkomna búbót fyrir ríkissjóð.“ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ríkið tekuR helming n Lítraverð hefur hækkað um 60 krónur umfram verðlag frá 2008 Svona skiptist verð á bensínlítra Innkaupsverð 93,25 kr. Álagning, flutningur ofl. 34,10 kr. Virðisaukaskattur 50,17 kr. Bensíngjald 39,51 kr. Vörugjöld 24,46 kr. Kolefnisgjald 5,00 kr. Fljöfnunargjald 0,40 kr. – Útreikningar FÍB miðað við að lítrinn kosti 246,89 krónur. Ríkið tekur helming Skattar 48,4% Innkaupsverð 37,8% Álagning, flutningur ofl. 13,8% 48,4%37,8% 13,8% Samanburður Eldsneytisverð: Samanburður frá 2008. n Útsöluverð bensíns hefur hækkað um 79%. n Skattlagning eldsneytis skilar ríkinu 72% meiri tekjum (í krónum talið). n Almennt verðlag hefur hækkað um 37%. n Lítrinn kostaði 137 kr. 2008. n Lítrinn myndi kosta 188 kr. ef verðið hefði fylgt almennu verðlagi síðan 2008. n Raunhækkun nemur því um 60 krónum á lítra. „Þess má geta að þrátt fyrir að ríkið hafi hækkað álögur á eldsneyti verður að hafa í huga að hlutdeild ríkis- ins í hverjum lítra hefur minnkað frá því fyrir fjór- um árum. Mótmælt af krafti Bensínverð hefur hækkað gríðarlega síðan atvinnu- bílstjórar mótmæltu sumarið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.