Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 18
18 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað „Skapar gríðarlega sérstakar aðstæður“ n Þeir sem tóku gengistryggð lán vinna annan sigur n Fólk með verðtryggð lán situr eftir M ikill munur er á vaxta- greiðslum á ólöglega gengistryggðu láni sé far- ið eftir niðurstöðu Hæsta- réttar frá því á miðvikudag annars vegar og því hvernig lánin voru endurreiknuð af fjármögnunar- fyrirtækjum og lánastofnunum á síð- asta ári hins vegar. Munurinn getur hlaupið á milljónum króna. DV fékk sérfræðinga hjá fyrirtækinu Sparnaði sem aðstoðað hefur fjölda Íslend- inga við að finna út stöðu sinna lána eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg af Hæstarétti en fyrirtækið starfar óháð lánafyrirtækjum. Gífurlegur munur Vaxtamunur á tveggja milljóna króna bílaláni með jöfnun afborgunum til 48 mánaða sem tekið var í ársbyrjun 2007 nemur rúmlega hálfri milljón króna sé miðað við samningsvexti lánsins en ekki vexti Seðlabank- ans. Sá sem tók slíkt lán og greiddi samviskusamlega af því til síðasta greiðsludags ofgreiddi lánardrottni sínum tæplega 349 þúsund krónur í vexti. Sá hinn sami á hins vegar rétt á vöxtum og verðbótum af ofgreiðsl- unni frá fjármögnunarfyrirtækinu og á því í raun kröfu á félagið upp á rúmlega hálfa milljón króna. Hefði sams konar lán verið tekið í byrj- un árs 2005 væru ofgreiddir vextir hins vegar lægri eða um 253 þúsund krónur. Útskýrist það af því að vext- ir Seðlabankans voru lægri á tíma- bilinu 2005–2008 en þeir voru 2007– 2010. Samningsvextir gengistryggðu lánanna voru talsvert lægri en al- mennt gerðist með önnur lán og tals- vert lægri en vextir Seðlabankans. Það útskýrir þennan gífurlega mun á vaxtagreiðslum í endurútreikningi lánanna núna eftir dóm Hæstaréttar frá því á miðvikudag. Húsnæðislán talsvert stærri Eins og gefur að skilja er dæmið tals- vert stærra og flóknara þegar kemur að útreikningi húsnæðislána. Tals- vert hærri upphæðir voru almennt teknar vegna slíkra lána en bílalána. Það þýðir einnig að talsvert hærri fjárhæðir liggja að baki vaxtapró- sentunni sem miðast er við. Tökum dæmi um átján milljóna króna fasteignalán með jöfnun af- borgunum sem bundið var ólög- mætri gengistryggingu og 3,1 pró- sents vöxtum og tekið var til 40 ára árið 2007. Aðili með slíkt lán hef- ur greitt bankanum sínum tæplega 3,9 milljónir króna í ofgreidda vexti miðað við fyrri endurútreikning. Það er gífurlegur munur og getur skipt mörg heimili gífurlega miklu máli. Sé sama lán reiknað miðað við að það hafi verið tekið árið 2005 kem- ur í ljóst að ofgreiddir vextir af lán- inu miðað við fyrri endurútreikning nemur 5 milljónum króna. Saga gengistryggðra lána 20082001 2010 2011 15. febrúar 2011 Hæstiréttur Íslands dæmir lögin sem Árni Páll Árnason mælti fyrir og sam­ þykkt voru á Alþingi í desember 2010, ólögmæt. Það hefur í för með sér að við endurútreikninga lána verður ekki stuðst við Seðla­ bankavextina, eins og lögin kveða á um, heldur verður miðað við samningsvexti. 9. júní 2011 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í máli sem Lands­ bankinn höfðaði gegn þrotabúi Motormax ehf. Rétturinn komst að þerri niðurstöðu að lán sem tekist var á um fyrir dómi hafi ekki verið erlent lán heldur hefði það verið ákveðið í íslenskum krónum og falið í sér ólögmæta gengistrygg­ ingu. Dómurinn var í samræmi við dóminn frá því í júní 2010, en þessi dómur tók á fyrirtækja­ lánum á meðan sá dómur tók á einstaklingslánum. 18. desember 2010 Alþingi samþykkti lög sem sett voru til þess að bregðast við dómi Hæstaréttar frá því í júní sama ár. Með lagasetningunni skyldu lánin endur­ reiknuð eins og þau hefðu verið veitt með verðtryggðum vöxtum Seðlabankans, en það hafði í för með sér að lánin báru hærri vexti. 30. júní 2010 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið gáfu út tilmæli um hvernig skyldi endurreikna gengis­ tryggð lán. Miða átti við lægstu vexti sem þá giltu en ekki við upphaflega vexti lánanna, sem voru í kringum 3%. 16. júní 2010 Hæstiréttur Íslands dæmdi erlend gengistryggð myntkörfulán ólögmæt. Dómurinn snéri að fjármögnunarfyrir­ tækjunum Lýsingu og SP fjármögnun og lánum þeirra til bílakaupa. Dómurinn var fordæmisgefandi fyrir önnur gengistryggð lán. Það hafði í för með sér að fjármögnunarfyrirtæki sem höfðu veitt slík lán þurftu að ráðast í umfangsmikla endurútreikninga lána þar sem ólöglegt var að gengistryggja lán sem væru veitt í krónum. 2001 Fjár­ málafyrir­ tæki hófu að veita gengis­ tryggð lán. Október 2008 Gengis­ tryggð lán lögðust af í kjölfar bankahrunsins og setningu neyðarlaganna. Hagsmunasamtök heimil­ anna hafa bent á að þrátt fyrir að lánastofnanir hafi hætt að veita slík lán hafi þau innheimt þau af hörku á forsendum sem samtökin telja að stríði gegn samningalögum, vaxtalögum, lögum um neytendalán og stjórnarskrá. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Ekki borð fyrir báru“ Eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn á mið­ vikudag sendi Fjármála­ eftirlitið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða dómsins muni hafa neikvæð áhrif innan kerfisins en þó ekki að því marki að það ógni fjármálastöðugleika. „Áhrifin gætu orðið mismikil eftir fjármála­ fyrirtækjum og í sumum tilvikum gætu þau jafnvel verið óveruleg. Því er á þessari stundu ekki ljóst hver áhrif dómsins verða að lokum. Þá er eiginfjárstaða viðskipta­ bankanna langt umfram þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið gerir.“ Á fundi sem FME hélt með blaðamönnum í október á síðasta ári kom hins vegar fram að eftirlitið teldi að bankarnir hefðu ekki mikið borð fyrir báru hvað varðar frekari afskriftir á lánum. Ekki fengust afgerandi svör við því þá hvort bankarnir hefðu svigrúm til frekari afskrifta. Fræðikonan lagði Frjálsa Það voru hjónin Maria Elvira Méndez Pinedo og Sigurður Hreinn Sigurðsson sem stefndu Frjálsa fjárfestingarbank­ anum og báru sigur úr býtum í málinu sem er fordæmisgefandi fyrir aðrar lánastofnanir og hefur þar af leiðandi áhrif á fjölda fólks. Elvira er fædd á Spáni en er íslenskur ríkisborgari. Hún er lögfræðingur að mennt og með doktorspróf í Evrópurétti. Hún starfar sem dósent við lagadeild Há­ skóla Íslands. Hún hefur gefið út nokkrar fræðibækur um lögfræði. Meðal dómara í málinu eru samkennarar hennar við lagadeild HÍ, en tveir dómarar lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við Elviru. Þeir eru Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæsta­ réttar, og Viðar Már Matthíasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.