Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 37
Rómantík og konur 37Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 Hvað finnst þér rómantískt? „Ég er amerísk bíómynd þegar kemur að róman- tík. Það að gefa sér tíma fyrir hvort annað finnst mér rómantískt. Að kúra, knúsast og gera sér dagamun þrátt fyrir ekkert tilefni. Leiðast, horfast í augu og eiga jafnvel þagnir saman þar sem ekkert skiptir máli nema bara að vera saman.“ Hvað finnst þér ekki rómantískt? „Mér finnst ekki rómantískt þegar karlmenn eða kvenmenn ávarpa maka sinn sem „kallinn“ eða „kellingin“. Ég sé alltof oft þar sem pör tala niður til hvors annars, og þá aðallega í fjölmenni. Ég veit ekki hvort það er töffaraskapur, en mér finnst það ekki smart.“ Má konan fara niður á hné og biðja um hans hönd? „Mér finnst alls ekki neitt að því. En persónulega myndi ég aldrei gera það. Ég er kannski bara svona sveitó að mér finnst að karlmaðurinn megi fá að hafa þetta fyrir sig.“ Eru konur rómantískari en karl- menn? „Ég held að konur séu mun rómantískari í hugsun þrátt fyrir að ég telji þær ekki sýna það í verki. Mér finnst konur tala rosalega mikið um að makinn gefi þeim aldrei blóm, eða dekri við þær en svo kemur í ljós að þær gera það heldur aldrei.“ Þýða blóm á öðrum degi en á afmæli og konudegi að hann hafi gert eitt- hvað af sér?„Nei. Mér finnst að fólk eigi að vera duglegt við að koma hvort öðru á óvart, hvort sem það sé með blómum eða einhverju öðru. Blóm, góður matur eða nudd á ekki að vera eitthvað sem fólk gerir af því það þarf. Við verðum að vera dugleg við að gleðja hvert annað.“ Maðurinn þinn lætur húðflúra nafn þitt á bringuna. Þín viðbrögð? „Ertikkva ruglaður?!“ Gæinn sem þú ert að deita gefur þér hjartalaga sælgæti og bangsa með ísaumuðum ástarjátningum? Hvað finnst þér? „Mér finnst það æðislegt. En ef hann myndi gefa mér þetta og kveikja svo á leiknum þá yrði ég frekar sár. Gjafir koma ekki í stað tíma saman.“ Bónorð? Er eitthvað bannað í þeim efnum? „Að mínu mati finnst mér að bónorð eigi að vera innileg stund milli tveggja aðila.“ Gjafir á konudaginn. Eru titrandi egg að taka við af blómum? „Ég vona ekki. Titrandi egg og blóm?“ Hvað er rómantískt? Það er svo margt sem mér finnst rómantískt. Mér finnst til dæmis mjög rómantískt að sitja með manninum mínum og drekka te og spjalla. Svo hittir alltaf í mark hjá mér að fara út á róluvöll að róla eða í gönguferð einhvers staðar úti á landi. Annars er góður matur við kertaljós og góða tónlist alltaf rómó. Hvað finnst þér ekki rómantískt? Að keppa. Ég er voðalega sjaldan í róman- tískum pælingum á meðan ég keppi. Má hún biðja um hönd hans? Það má alveg. Fólk gerir þessa hluti á sinn hátt og það sem fólki finnst rétt fyrir sig er hið allra besta mál, þegar kemur að því að biðja um hönd einhvers. Eru konur rómantískari en karl- menn? Ég held að það sé jafn misjafnt og við erum mörg. Ég tel mig vera mjög róman- tíska og maðurinn minn er það líka. Svo þekki ég pör þar sem enginn er rómantískur. Held að það sé allur gangur á þessu. Heldur þú að hann hafi gert eitthvað af sér ef hann kaupir handa þér blóm á öðrum degi en konudeg- inum? Alls ekki. Afi minn keypti blóm handa ömmu oft í mánuði vegna þess að henni þótti svo vænt um að hafa lifandi blóm nálægt. Hann hélt því meira að segja áfram eftir að amma dó. Mér finnst það mjög fallegt. Ef það gerist bara upp úr þurru samt eftir einhverra ára samveru hjá fólki að maðurinn kemur með blóm þá gæti það kannski þýtt að hann sé með eitthvað á samviskunni. Maðurinn þinn lætur húðflúra nafn þitt á bringuna. Þín viðbrögð? Ég myndi hlæja að honum. Svo myndi ég örugglega slá hann fyrir að gera eitthvað svona vitlaust og segja mér ekki frá því svo ég hefði getað stoppað hann áður. Gæinn sem þú ert að deita gefur þér hjartalaga sælgæti og bangsa með ísaumuðum ástarjátningum? Hvað finnst þér? Það fer eftir ýmsu. Ég elska fíla og ef ég myndi fá fíla-bangsa með ástarjátningu á þá myndi ég bara brosa og knúsa hann. Ef ég fengi nammi og eitthvert ferlíki af bangsa sem væri jafnstór og ég er þá myndi ég örugglega setja kallinn í skammarkrókinn. Bónorð? Er eitthvað bannað í þeim efnum? Það er ekkert bannað þegar kemur að bónorðum. Ef fólk vill trúlofa sig og gifta sig þá finnst mér bara ekkert fallegra en að fólk geri það nákvæmlega eins og það vill. Hvort sem það er hefð- bundið eða ekki. Gjafir á konudaginn. Eru titrandi egg að taka við af blómum? Ég veit ekki með það. Ef maðurinn þekkir konuna sína vel þá ætti hann að geta glatt hana með því sem hún vill. Ég myndi til dæmis elska að fá eitthvað dekur í Blue Lagoon spa eða sogæðanudd hjá stelpunum í Líkamslögun. Smá sushi myndi ekki skemma fyrir heldur. Eins og rómantísk bíómynd Sushi, dekur og sogæðanudd Íris Hólm söngkona Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning Bryndís Gyða Michelsen fyrirsæta og förðunarfræðingur Konur tjá sig um rómantík Hvað finnst þér ekki rómantískt? „Það er hægt að gera nánast hvað sem er rómantískt. En það sem mér dettur í hug og er langt frá því að vera rómantískt er þegar maðurinn þinn prumpar stanslaust yfir rómantískum kvöldverði.“ Maðurinn þinn lætur húðflúra nafn þitt á bringuna. Þín viðbrögð? „Úff, að vissu leyti myndi mér ekki finnast það sniðugt, en það er auðvitað líka sætt og sýnir að makinn er skuldbundinn manni. Ég er samt á því að svona nafnatattú séu aldrei góð hugmynd, hef alltof oft séð það fara illa.“ Hjartalaga sælgæti og bangsar með ísaumuðum ástarjátningum? Hvað finnst þér um það? „Það getur alveg verið sætt en ég væri meira fyrir eitthvað frumlegra.“ Bónorð? Hvernig á kærastinn ekki að biðja þín? „Í miðju kynlífi.“ Gjafapakkning frá kynlífsbúð á konudaginn. Eru það núna titrandi eggin sem tala en ekki blómin? „Blóm segja auðvitað alltaf sitt þó að mér fyndist mun skemmtilegra að fá það fyrr- nefnda.“ Hvað finnst þér rómantískt? „Þegar manneskjan sem maður elskar leggur sig fram við að gera eitthvað fallegt með manni – það er hugsunin sem gildir.“ Ekki rómantískt að prumpa Sími: 561 1433 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð góðar ástæður til að heimsækja ...okkur 3 mánudaga-föstudaga...........7.30 -17.30 laugardaga.........................8.00 -16.00 KONUDAGUR....................8.00 -18.00 BOLLUDAGUR....................7.30 -18.30 B O LLU R Á B O LLU D A G IN N U R Á UU D U D U D G A G A G A G INININ NNN B R A U Ð O G R Ú N STY K K I A LLA D A G A B R A U Ð O G R Ú N S A L A L A LLALALA DDD G A G A G A G AAA B O LLU O B O B O B O LLLLLLUUUU STY K K I K A K A Á R SIN S 2 0 1 2 Á K O N U D A G IN N P R EN TU N .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.