Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Qupperneq 38
38 Rómantík og konur 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Hvað er svona rétt við herra Rangan? E inhleypur karlmaður á fertugs- aldri, farinn að grána í vöngum og í góðu formi sækist eftir nán- um kynnum við ofurfyrirsætu, sem er almennt hrifin af ferðalögum, lauslæti og stuttum kynnum. Er þetta lýsingin á draumakær- astanum? Rannsóknir sýna að konur vilja helst karlmenn sem eru áreið- anlegir og tryggir. Það er hins vegar í andstæðu við aðdáun þeirra á körlum eins og seggnum honum Don Draper, durtinum James Bond og hrokagikkn- um Rhett Butler. Mennirnir sem fylla drauma kvenna eru allt annað en yndislegir. Persónuleikabrestir eru að sjálf- sögðu nauðsynlegir til að halda uppi góðri ræmu á hvíta tjaldinu en getur verið að hrifning kvenna á herra Röngum risti dýpra? Peter Jonasson er prófessor í sál- fræði við Háskólann í Vestur-Flórída og hefur rannsakað aðdráttarafl karla á konur í kvikmyndum og í raunveru- leikanum. Niðurstöður hans eru afar áhugaverðar en í þeim kemur meðal annars í ljós að hrifning okkar á pers- ónuleikabrestum er oft meiri en á já- kvæðum persónueiginleikum. Samkvæmt Peter búum við öll yfir neikvæðum eiginleikum í mismiklum mæli. Svo sem stjórnsemi, sjálfhverfu og geðsýki. Hann nefnir sem dæmi að allir taki til þess bragðs að ljúga, séu stundum sjálfselskir eða stjórnsamir. Þessir eiginleikar geti jafnframt reynst gagnlegir. Fólk sem býr yfir neikvæð- um eiginleikum er oftast með gott sjálfstraust og er lítið kvíðið og Jonas- son kemst að því að karlmenn sem búa yfir þessum eiginleikum séu mjög lagnir í að laða að sér konur. Þeir eru líklegri til að hafa átt fleiri ástmeyj- ar en meðaljóninn og vænu skinnin. En hvers vegna? Hvað er svona rétt við herra Rangan? Jonasson á engin skotheld svör við því. En hann veltir vöngum yfir því í niðurlagi rannsókn- ar sinnar hvort það geti átt sér bæði sálrænar og félagslegar orsakir. „Kon- ur með lítið sjálfsöryggi leita í karl- menn með neikvæða eiginleika. Það er ráðgáta sem gæti stafað af sálræn- um þáttum en líka félagslegum. Við erum til dæmis alin upp á þessum andstæðum í kvikmyndum og dæg- urmenningu. Konan er meðvirk og góð, karlinn er ráðandi og slæmur.“ kristjana@dv.is Gleddu konuna á einfaldan hátt n Makar gleðja gjarnan konur sínar á konudaginn B lóm gleðja og eru alltaf vel þegin en það er hægt að gera annað og meira til að gleðja konuna sína á konudaginn. Það þarf ekki að kosta mikla fyrir- höfn eða mikil fjárútlát og hér eru nokkur dæmi um ódýr en skemmti- leg stefnumót sem koma sér vel á sunnudaginn kemur. Heitt bað Láttu renna í freyðibað fyrir hana og settu ilmolíu út í vatnið. Kveiktu á kertum og og settu rólega tónlist á. Vertu til taks til að rétta henni allt sem hún þarf meðan á baðinu stendur. Ekki er úr vegi að skella sér ofan í til hennar eftir smá tíma þegar hún hefur fengið að slaka aðeins á, og gefa henni axlanudd. Lautarferð Þó það sé ennþá vetur er vel hægt að fara í rómantíska lautarferð. Settu í körfu flösku af góðu rauðvíni, osta og vínber. Taktu með teppi, bæði til að sitja á og til að breiða yfir ykkur. Bjóddu henni í bíltúr og segðu henni að klæða sig vel. Stoppaðu í Öskjuhlíðinni, Heiðmörk eða á svipuðum stað þar sem skjól er af trjám og vertu búin/n að finna góða laut þar sem þið getið sest niður og gætt ykkur á nestinu. Ef veðrið er ómögulegt fyrir setu utandyra má vel færa lautarferðina inn í hlýja stofuna. Karókíkeppni Í góðu sambandi er mikilvægt að geta hlegið saman. Karókí er góður vettvangur til að hlægja saman og að hvort öðru því fátt er í raun fyndnara en að horfa og hlusta á maka sinn syngja gamla slagara. Hægt er að taka karókíkeppni í stofunni heima eða fara á einhverja af þeim stöðum sem bjóða upp á slíkt. Það er bara spurning um hversu feimin þið eruð. Vídeómaraþon Að kúra saman uppi í sófa yfir góðri mynd er uppskrift að góðu kvöldi. Gerðu það ennþá betra með því að leyfa henni að ráða myndinni. Mundu að sama hvaða kvikmyndasmekk þú ert með; ekki mót­ mæla! Útvegaðu allt það snarl og drykki sem þið munuð neyta yfir myndinni og stjanaðu við hana. Svo er alltaf hægt að taka þetta alla leið og skipuleggja vídeómaraþon og þá má horfa á heila seríu af þáttum eða kvikmyndum. Vertu þjónn- inn hennar eitt kvöld Vertu bókstaflega þjónninn hennar og dekraðu við hana. Bjóddu henni í heimatilbúinn mat þar sem þú sérð um að elda matinn, leggja á borðið, færir henni drykki, vaskar upp og gefur henni jafnvel fótanudd á eftir. Súkkulaði­ húðuð jarðarber með kampavíni er tilvalinn eftirréttur. Bjóddu henni í dekur Það er fátt betra en að láta nudda sig frá toppi til táar og fara í gufu á eftir. Kauptu handa konunni dekur þar sem hún fær nudd og andlitsmaska og hún mun koma til baka brosandi út að eyrum. Maki getur einnig séð um nuddið og dekrið sjálfur. Það sparar ekki einungis pening heldur er miklu persónulegra og huggulegra. Morgunmatur í rúmið Það er alltaf góð byrjun á konudeginum að færa henni morgunmatinn í rúmið. Það þarf ekki endilega að vera flottasti morgunverður sem hún hefur fengið. Það er hugsunin sem skiptir máli. Kaffi og ristað brauð geta alveg glatt jafn mikið. Hrokagikkir og durtir Jonasson kemst að því að karlmenn sem búa yfir neikvæðum eiginleikum séu mjög lagnir í að laða að sér konur. Hafðu trú á makanum Það borgar sig að gefa makanum stig fyrir að reyna, ef marka má rannsókn sem gerð var í Weinberg- háskólanum. Þar kemur fram að því meira sem þú trúir á getu mak- ans til að breyta og bæta sig í sam- bandinu, því líklegri en hann til að bæta sig. „Ef þú hefur enga trú á að maki þinn geti breyst, jafnvel þegar hann leggur sig fram, eru litlar líkur á að honum takist ætlunarverk sitt. Lykillinn að góðu sambandi virðist felast í því að sýna makanum að þú kunnir að meta það þegar hann ger- ir eitthvað fyrir þig og getir staðist þá freistingu að núa honum því um nasir þótt hann hefði getað gert enn meira,“ segir Chin Ming Hui, höf- undur rannsóknarinnar sem birtist í Personality and Social Psychology Bulletin í síðasta mánuði. Elsta parið á Twitter Hvernig höldum við lífi í ástar- glæðunum út ævikvöldið? Það er mörgum ráðgáta. En ekki þeim Lionel og Ellen Buxton. Þau hafa verið gift í 76 ár og segja frá ráðgátunni á Twitter. Þau segjast ekki hafa eytt meira en einni nóttu fjarri hvort öðru frá því þau giftust árið 1936 og hafa svarað spurningum um ástina frá aðdáend- um sínum á Twitter. Ellen er 100 ára og Lionel er 99 ára og spurð hvað sé allra farsælast segja þau einfaldlega: „Að deila hugsunum sínum er mikilvægast.“ Þeir sem vilja fylgjast með Lionel og Ellen geta skoðað síðu þeirra á Twitter á slóðinni: @lionelandellen. Einfalt kort frá börnunum Einföld kveðja frá börnunum gleður móðurhjartað mikið. Hjálpaðu börnunum að búa til kort handa móður sinni á konu- daginn. Allt sem þarf til er pappír, skæri og puttamálning eða þekju- litir og litlir lófar! Karlmenn „feika það“ líka Samkvæmt rannsókn eiga karl- menn það til að gera sér upp fullnægingu. Konur hafa í gegn- um árin verið spurðar í rann- sóknum hvort þær hafi nokkurn tímann „feikað það“. Niðurstöð- urnar hafa yfirleitt verið á þá leið að um það bil tveir þriðju hlutar aðspurðra kvenna hafa viðurkennt að hafa gert sér upp fullnægingu einhvern tímann á ævinni. Vísindamenn við há- skólann í Kansas spurðu 281 nemanda (180 karlmenn og 101 konu) þessarar vinsælu spurn- ingar. Niðurstöðurnar voru þær að 67% kvennanna svöruðu játandi og 28% karlmannanna. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að þeir einstaklingar sem höfðu þóst fá það stunduðu einnig meira kynlíf en hinir og voru ævintýragjarnari í rúminu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.