Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Síða 52
Þ
að væri ekki amalegt
að fá hjartalaga sykur
mola með kaffinu upp
í rúm á konudaginn.
Jafnvel þótt maður taki ekki
sykur í kaffið. Þetta er bara
svo krúttlegt,“ segir Helga
Kvam, skólastjóri Tónlistar
skóla Svalbarðsstrandar,
kennari í listljósmyndun við
Myndlistarskólann á Akur
eyri og eigandi síðunnar
allskonar.is.
Helga opnaði vefsíðuna
í lok janúar en þar er að
finna uppskriftir, jákvæðan
pepp og margt annað. „Mér
fannst vanta íslenska síðu
með uppskriftum sem krefj
ast ekki mikilla útgjalda. Það
er til mikið af síðum sem
bjóða upp á dýrari upp
skriftir en eftir að kreppan
skall á þarf fólk að hugsa um
hverja krónu,“ segir Helga
og bætir við að gestapennar
skrifi um heilsu, förðun, lík
amsrækt og fleira.
Helga er mikill áhuga
maður um mat og býr til
allar uppskriftirnar sjálf,
smakkar til og myndar.
„Ég leita mér að inn
blæstri héðan og þaðan. Ég
elda kvöldmat á hverjum
einasta degi svo ég hugsaði
með mér að þetta yrði ekki
mikil viðbót.
Hugmyndin er að hafa
þetta svolítið náttúrulegt og
sveitó enda bý ég úti í sveit.
Ég vil hafa þann púlsinn í
þessu og uppskriftirnar end
urspegla þann hraða í lífinu.
Uppskriftirnar minna
ekki á fimm stjörnu veit
ingahús heldur gefa réttirnir
þér orku svo þú getir farið út
eftir matinn og grafið skurð,“
segir Helga sem segist hafa
fengið góð viðbrögð við síð
unni.
„Viðbrögðin hafa verið
vonum framar svo það voru
greinilega fleirum en mér
sem fannst svona síðu vanta.
Ég er mest hissa á við
brögðunum frá karlmönn
um en þeim finnst þessi síða
upp til hópa meiriháttar.“
kristjana@dv.is
Tilvalin á náttborðið:
Franskir
draumar
Bókin Dreaming in French
eftir Alice Kaplan fjallar um
líf þriggja merkra, amerískra
kvenna sem heillast af París
á ungdómsárum sínum.
Þessar þrjár konur urðu
seinna lykilpersónur í menn
ingar og
stjórnmála
lífi Banda
ríkjanna.
Jacquel
ine Bou
vier (síðar
Jacqueline
Kennedy)
var þá tvítug kaþólsk stúlka
af auðugum ættum sem
seinna færði ást sína á
frönskum siðum inn í Hvíta
húsið.
Susan Sontag (síðar
heimsfrægur ljósmyndari)
var rúmlega tvítug og flúði til
Parísar frá stjórnsamri móð
ur og mislukkuðu hjóna
bandi. Susan Sontag er einn
áhrifamesti heimspekingur
og ljósmyndari seinni tíma.
Angela Davis, sem seinna
varð áberandi í mannrétt
indabaráttu svartra með
Black Panther, fór til Parísar
og var eina svarta stúlkan
í skiptinámi í París. Síðar
skrifaði hún æviminningar
sínar og kallaði þær French
Lessons.
Notebook
(2004)
Tólf vasaklúta
mynd um ástina
og hvernig hún
sigrar allt. Margir
segja þetta vera allra
rómantískustu mynd
sem gerð hefur verið. Þau
Ryan Gosling og Rachel McAdams
fara með aðalhlutverkin. Gosling
fellur fyrir ungri efnaðri konu og þau
eiga eldheitt ástarsamband. Leiðir
skilur þegar líf þeirra reynast ósam-
rýmanleg. En já, ástin sigrar allt að
lokum.
Love Actually (2003)
Ástin tekur ekki á sig
ákveðna mynd og uppskriftir
að henni eru alltaf ólíkar. Í Love
Actually tekur ástin á sig ýmsar
myndir, eldheit ást,
stundarbrjálæði
og ást sem
aldrei verður
endurgoldin.
Margar
örsögur
mynda
tengsl og úr
verður ein stór
ástarsaga. Þrátt
fyrir að vera í eðli sínu jólamynd er
hún ágætis áminning fyrir okkur sem
leitum að fullkominni uppskrift –
líklegast er hún ekki til.
Monsoon Wedding
(2001)
Indversk fjölskylda
undirbýr brúðkaup
þar sem foreldrar
brúðhjónanna hafa
valið maka fyrir börn
sín. Myndin gefur góða
innsýn inn í raunveru-
leika margra indverskra
hjóna sem hafa lítið að segja
um aðstæður sínar, en myndin er
engu að síður bæði fyndin og hugljúf
og vel þess virði að sjá.
My Best
Friends
Wedding
(1997)
Julia Roberts
kemst að því að
fyrrverandi kærasti
og besti vinur hennar er
að fara að gifta sig. Þar sem hún er
skelfilega frek og þver neitar hún að
takast á við þennan missi og ákveður
að eyðileggja brúðkaupið. Skothelt
plan eða þannig en enginn getur
stöðvað hana, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Julia Roberts sannar hér
að hún er ókrýnd drottning
rómantískra gamanmynda.
French Kiss
(1995)
Hér fara þau Kevin
Kline og Meg Ryan á
kostum í gamanmynd
og sýna og sanna að and-
stæður eiga ágætlega saman.
Meg Ryan leikur stressaða og flug-
hrædda konu sem eltir fyrrverandi
kærasta sinn til Parísar. Kevin Kline
er smákrimmi sem gerir allt til að
gera henni lífið leitt á sama tíma
og hún heillar hann upp úr skónum.
Hvað gæti verið rómantískara en
ástarsaga sem gerist í París og á
frönskum vínekrum?
Ghost (1990)
Það verður varla
til heitari ást en
sú sem nær yfir gröf og
dauða. Patrick
Swayze og
Demi Moore
sýna og sanna
að ástarsam-
bönd þurfa ekki
að enda þrátt fyrir
flóknar hindranir eins
og dauðann. Myndin þykir
einkar rómantísk, en Whoopi
Goldberg gefur henni gamansaman
blæ.
Breakfast
at Tiffany’s (1961)
Sérlunda fólk á líka
skilið að finna ástina,
en það getur flækst fyrir mörgum.
Holly Golightly er vinsæl, falleg
en sérlunduð og leitar ástarinnar í
djúpum vösum sterkefnaðra manna.
En hamingjan finnst ekki á þann
hátt og þegar hún hittir fátækan
rithöfund í sömu stöðu breytist allt.
Myndin er klassísk ástarsaga þar
sem tengdar sálir finna hvor aðra.
Casablanca (1942)
Óhætt er að segja að
Casablanca sé sú
mynd sem
allar aðrar
róman-
tískar
kvik-
myndir eru
byggðar á og er
sannkallað meistara-
stykki. Myndin fjallar um
tvo elskendur sem í senn
reyna að lifa af ofsóknir
nasista og finna leið til að
vera saman. Hvað gætum við
beðið um meira?
52 Lífsstíll 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
Sögur af elskendum sem ekki fá að unnast,
ást sem nær yfir gröf og dauða og ást sem
sigrar ofsóknir nasista – hvað gæti verið
rómantískara? DV valdi átta rómantískar
myndir sem eru vel þess virði að horfa á nú
þegar ástin svífur yfir vötnum í febrúar.
1
8 rómantískustu
kvikmyndirnar
2
3
4
5
6
Audrey Hepburn
Í hlutverki Holly
Golightly í Breakfast
at Tiffanys.
Casablanca Humphrey
Bogart og Ingrid Bergman í
hlutverkum sínum.
Súkkulaði-
ást!
Fátt er rómantískara en að
deila eftirrétti með þeim
sem maður elskar. Njóttu
þess að fá þér þennan eftir
rétt með þeim sem á hjarta
þitt. Bræddu saman slatta
af súkkulaði, tvær teskeiðar
af ósöltuðu smjöri, hálfan
bolla af vatni, einn fjórða
bolla af mjólk og tvær te
skeiðar af sýrópi. Þetta er
allt brætt saman og sett í fal
lega skál. Síðan eru skornir
niður ávextir eftir smekk, til
dæmis jarðarber, epli, perur
eða bananar, allt er leyfi
legt. Einnig getur verið gott
að dýfa sykurpúðum ofan
í. Síðan er bara að stinga
prjón eða gaffli í ávextina eða
sykurpúðana og dýfa þeim í
súkkulaði og svo er bara að
njóta!
Hjartalaga sykurmolar með kaffinu
n Sniðugar hugmyndir á síðunni allskonar.is
Hjartalaga sykur-
molar Helgu Kvam
„Það eina sem við þurfum er
silíkonklaka- eða konfektform,
sykur og örlítið af vatni. Þú setur
sykur í skál, bætir örlitlu (byrja á
1–2 tsk.) af vatni út í, hrærir vel
og lengi. Sykurinn á rétt að loða
saman, hann má alls ekki vera
rennblautur. Sykurinn er svo settur
í mót og honum þrýst vel niður,
látið hann síðan stirðna í 6–12 klst.
á þurrum og hlýjum stað. Og þá
ertu komin/n með sykurmola eftir
eigin höfði.“