Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Page 56
Þú hefur ekki lengur áhuga.
Möguleg orsök: Of lágt magn af
karlhormóninu testósteróni.
Það geta legið margar ástæður að baki
minnkaðri kynhvöt; svo sem stress, ástleysi
og svefnleysi.
Hvað er hægt að gera?
Láttu athuga hormónamagnið. Sam-
kvæmt kynlífsfræðingnum John Mulhall við
Cornell-háskólann í New York er testósterón
mikilvægasta efnaskiptahormón karla-
manna. „Ef magn þess er of lágt aukast líkur
á beinþynningu, sykursýki, hjarta- og efna-
skiptasjúkdómum og ótímabæru andláti.“
Þú hefur ekki áhuga – og þú
ert líka niðurdreginn.
Möguleg orsök: Þunglyndi eða lyf við
þunglyndi.
Minni kynhvöt getur verið merki um
þunglyndi. Að sama skapi getur meðferð við
þunglyndi haft sömu áhrif.
Hvað er hægt að gera?
Ef þú hefur ekki verið greindur með þung-
lyndi skaltu segja lækni þínum frá dvínandi
kynhvötinni og andlegri vanlíðan. Ef þú ert
hins vegar á þunglyndislyfjum skaltu spyrja
lækninn þinn hvort þú getir prófað önnur lyf
sem mögulega hafa ekki áhrif á kynhvötina.
Þú lendir ítrekað í því að
halda ekki reisn.
Möguleg orsök: Undirliggjandi hjarta-
vandamál.
„Ef þú ert tiltölulega hraustur maður á
miðjum aldri, í örlítilli yfirvigt, og ferð að
finna fyrir risvanda skaltu prísa þig sælan,“
segir Mulhall sem segir stinningarvanda-
málið geta verið merki um alvarlegra
vandamál. „Tveir þriðju hlutar karlmanna
sem hafa fengið hjartaáfall höfðu glímt við
stinningarvandamál.“
Hvað er hægt að gera?
Láttu mæla kólesterólmagnið í blóðinu.
Samkvæmt Mulhall er magnið óeðlilegt hjá
75% karlmanna sem halda ekki stinningu.
„Holdrisvandamál lýsa ekki aðeins lélegu
kynlífi heldur getur einnig verið merki um
lélega heilsu,“ segir Mulhall sem mælir með
reglulegri líkamsrækt og heilsusamlegu
mataræði.
Þú átt óvænt við risvandamál
að stríða.
Möguleg orsök: Stífluð slagæð, sérstaklega
ef þú finnur einnig dularfullan sársauka í
fæti.
„Slappur limur endrum og eins getur stafað
af minnkandi hormónamagni með hækk-
andi aldri og breyttum samböndum,“ segir
þvagfærasérfræðingurinn Adam Tierney en
bætir við að skyndilegur vandi með holdris
geti stafað af Leriche-heilkenninu. Tierney
segir reykingamenn, menn með of háan
blóðþrýsting, Parkinson- og sykursýki-
skjúklinga sem og MS-sjúklinga vera í meiri
hættu með tilliti til heilkennisins.
Hvað er hægt að gera?
Talaðu við lækni.
Þú finnur til í limnum við
samfarir.
Möguleg orsök: Peyronie’s-sjúkdómur.
Sjúkdómurinn er óalgengur en getur þróast
á öllum aldursskeiðum.
Hvað er hægt að gera?
Samkvæmt Mulhall er alltaf rétt að rann-
saka sársauka sem merki um að eitthvað
sé að. Talaðu við lækni.
Makinn snertir þig og finnur
eitthvað óeðlilegt.
Möguleg orsök: Blöðruhálskrabbamein.
Sjúkdómurinn er einkennalaus, þ.e.a.s.
sársaukalaus, en oft finnst bólga á eistum sem
getur fundist með sjálfsskoðun eða í kynlífi.
Hvað er hægt að gera?
Ef þú finnur hnúð í eista skaltu leita strax til
læknis. Ef sjúkdómurinn er greindur snemma
eru næstum 100% líkur á lækningu. Mundu
að skoða þig sjálfur einu sinni í mánuði.
Of brátt sáðlát.
Möguleg orsök: Ofvirkni
skjaldkirtils .
Of brátt sáðlát er bölvun ungra manna en
getur hent menn á öllum aldri. Hversu fljótt
er of fljótt er smekksatriði en almenna
reglan er sú að um of brátt sáðlát sé að
ræða ef það gerist ítrekað og án nokkurrar
stjórnar tveimur mínútum eftir innsetningu
og fyrr en báðir aðilar kæra sig um. Tveir
þriðju karlmanna eiga við þetta vandamál
að stríða einhvern tímann á ævinni. Hér áður
fyrr töldu læknar að sálfræðilegar ástæður
lægju ávallt að baki en í dag vita læknar að
orsökin getur verið líkamleg.
Hvað er hægt að gera?
Þótt mörgum karlmönnum þyki erfitt að
ræða um vandamálið er hægt að fá lausn á
vandanum. Talaðu við lækni. Rétt lyf geta
gert kraftaverk fyrir kynlífið.
Þú finnur til við sáðlát.
Möguleg orsök: Blöðruhálskirtils-
bólga.
Hvað er hægt að gera?
Samkvæmt Mulhull getur reynst erfitt að
lækna sársauka við fullnægingu. Sumir velja
að lifa með óþægindunum en aðrir leita til
sérfræðinga í von um lækningu.
Það kemur ekkert úr honum
við fullnægingu.
Möguleg orsök: Lyf sem þú tekur inn vegna
blöðruhálskirtilsbólgu.
Ástand sem lýsir sér í litlu sem engu sæði
við fullnægingu. Lyf eru líklegur sökudólgur.
Sumir sjúklingar með sykursýki þekkja til
vandamálsins vegna taugaskemmda.
Hvað er hægt að gera?
Tierney segir flesta karlmenn ekkert
aðhafast þar sem flestum sé sama. „Par
sem á við ófrjósemi að stríða gæti fengið lyf
eða gengist undir smásjármeðferð.“
Það tekur þig óratíma að fá
það – ef þú nærð því yfir-
höfuð.
Möguleg orsök: Sykursýki.
Rótin að vandamálinu er sálfræðileg hjá níu
af hverjum tíu mönnum. Hjá 10% snýst þetta
hins vegar um skynjun sem oftast orsakast
af taugaskemmdum vegna sykursýki, segir
Tierney og bætir við að aðrar vísbendingar
um sykursýki séu doði í fótum, þorsti, kláði,
aukin þörf fyrir þvaglát og þreyta.
Hvað er hægt að gera?
Leitaðu til læknis og taktu upp hollari
lífshætti. „Margir vilja pillu til að laga öll
vandamál en stundum er best að huga
betur að heilsunni. Reyndu að forðast álag,
minnkaðu mittismálið og farðu í allsherjar-
læknisskoðun,“ segir Tierney.
56 Lífsstíll 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
é
g er ófær um að elska,“ sagði
ég miður mín við vinkonu
mína fyrir nokkrum árum.
Henni fannst það fyndið og
hló að mér. Sjálfri fannst mér þetta
ekkert fyndið, ekki þá. Enda bug-
uð af ástleysi og sannfærð um að
ég myndi aldrei geta elskað aftur.
Ég var stödd á slæmum stað til-
finningalega, nýstigin
upp úr ástarsorg og
einstaklega meðvituð
um karmað mitt sem
ég krumpaði rækilega
einhverjum árum áður.
Ég nefnilega
reitti heilag-
an Valentínus
til reiði á degi
elskenda og var
handviss um að
dýrlingurinn hefði lagt
á mig bölvun fyrir vikið.
Glæpur minn var jú al-
varlegur, ég dömpaði kær-
astanum mínum. Refsingin hlaut
að verða sú að leitin að ástinni á
ný yrði þrautaganga.
é
g gerði mér enga grein fyrir
því að um væri að ræða Val-
entínusardag, fyrir mér var
bara venjulegur föstudagur.
Íslenskir kaupmenn voru á þess-
um tíma rétt að byrja að uppgötva
að ástin væri söluvara og hefðin
að halda upp á hana varla farin að
ryðja sér til rúms að neinu ráði.
Maðurinn sem ég dömpaði var
einn af þeim fáu Íslendingum sem
ætlaði sér þó að halda upp á dag-
inn, með mér, kærustunni sinni.
Ég komst að því skömmu síðar.
E
ftir að hafa rifið hjartað úr
manninum á þessum helga
degi snéri ég heim til mín.
Þar kom í ljós að hann hafði
ætlað að koma mér á óvart. En
ekki hvað? Á eldhúsborðinu stóð
blómvöndur og þar við hlið-
ina lá hráefni í dýrindis róman-
tískan kvöldverð sem hann hafði
væntanlega ætlað að elda. Á þeirri
stundu rann það upp fyrir mér
hvaða dagur var. Þökk sé innreið
amerískra hefða á Íslandsmarkað
lá það nú ljóst fyrir að ég var ég
ömurleg manneskja.
Eins og það væri ekki nógu
slæmt að ég hefði rifið hjartað úr
manninum mínum á degi elsk-
enda, þá lá það líka þarna á borð-
inu fyrir framan mig og dældi ást-
úð út um allt. Þetta gat einhvern
veginn ekki verið verra.
Fyrstu refsinguna ákvað ég
sjálf. Ég fylgdist með blómvendin-
um fölna og visna í vasa
á eldhúsborðinu
næstu þrjá mán-
uðina. Það var
það minnsta
sem ég gat
gert. Valent-
ínus myndi svo
sjá um restina
ásamt karmanu.
E
ftir þetta hefur mér ekki tekist
að gleyma Valentínusardeg-
inum þrátt fyrir að hafa aldrei
haldið upp á hann. Enda
hef ég, eins og gefur að skilja,
töluverða óbeit á honum. Það er
líka allt of mikil pressa að ætla
að halda sérstaklega upp á ástina
einu sinni ári með tilheyrandi
blómahafi, hjartaflóði og bangsa-
her. Það er miklu fallegra að dreifa
ástinni bara yfir allt árið. Gefa
blóm á miðvikudegi í maí eða
bangsa á sunnudegi í september.
Hvort bölvun Valentínusar
hvíli enn á mér veit ég ekki, en ég
ætla rétt að vona að það sé ein-
hver fyrningardagur á henni. „Ég
er ófær um að elska“-frasinn er
allavega bara notaður í gríni í dag.
„Ég er ófær
um að elska“
Líf mitt
í hnotskurn
Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir 10 atriði fyrir karlmenn
Hvað segir
kynhvötin um
heilsuna?
Kynlíf er frábært. Alveg þangað til það er það ekki lengur. Þegar eitt-
hvað fer úrskeiðis er auðvelt að skella skuldinni á erfiðleikatímabil eða
slæmt samband. En gæti líkaminn verið að reyna að segja þér eitt-
hvað?
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10