Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 60
60 Lífsstíll 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað L angflestir Íslendingar notað internetið dag- lega og flestir þeirra nota samskiptasíður á borð við Facebook eða Twitter. Það er þó ekki hægt að gera ráð fyrir að nema hluti af þeim skilji allar skammstafan- irnar, slanguryrðin og broskall- ana sem eru notaðir á þessum vefsíðum sem og í textaskila- boðum sem send eru með far- símum. DV tók saman lista yfir nokkur algengustu slanguryrð- in og broskallana. LOL líklega frægast Flestir hafa án efa séð skamm- stöfunina LOL sem meira að segja einhverjir eru farnir að nota í töluðu máli. Skamm- stöfunin er líklega sú frægasta en hún hefur verið notuð mjög lengi í netsamskiptum. LOL stendur fyrir „laughin out loud“, sem á íslensku myndi útleggjast sem hlegið upphátt. Önnur út- gáfa er ROFL sem stendur fyrir „rolling on the floor laughing“, sem myndi á íslensku útleggj- ast sem veltist um á gólfinu af hlátri. Þriðja útgáfan sem er einnig mjög algeng er LMAO en hún stendur fyrir „laughing my ass off“, eða hlæ mig mátt- lausa(n) í lauslegri þýðingu. Þessar skammstafanir urðu til þar sem fólk vildi koma á framfæri viðbrögðum sínum við einhverju sem gerðist í sam- skiptum sem áttu sér stað á textaformi. Fyrir tíma mynd- samtala í gegnum netið voru netsamskipti takmörkuð við það sem mátti lesa en eins og allir vita er það oft það sem maður sér í samskiptum við annað fólk sem skiptir lykilmáli. Hreinn tímasparnaður Það á auðvitað við allar þess- ar skammstafanir að þeim er ætlað að spara tíma. Sumar skammstafananna eru hins vegar alls ekki til þess ætlaðar að útskýra einhver viðbrögð við samskiptum. Sumar þeirra eru einfaldlega til þess að láta fólk vita að maður ætli að bregða sér frá tölvunni. Dæmi um það er BRB en það stendur fyrir „be right back“, sem á íslensku myndi útleggjast kem aftur eftir smá. Það má því eiginlega segja að BRB sé dæmi um algenga internetstyttingu sem er ein- göngu notuð í þeim tilgangi að spara tíma við að skrifa án þess að vera notaðar í samhengi við samskiptin að öðru leyti. BTW er önnur stytting sem er bara notuð í tímasparnaði en ekki til að lýsa einhverju sérstökum viðbrögðum fólks. BTW stendur fyrir „by the way“ sem á íslensku myndi út- leggjast meðan ég man eða en svona í leiðinni. adalsteinn@dv.is n Algengustu skammstafanir á netinu n Broskallar og slangur útskýrt Hvað þýða þessar skammstafanir? Broskallar eru sérgrein >:] :-) :) :o) :] :3 :c) :> =] 8) =) :} :^) Venjulegur broskall í nokkrum mis- munandi útgáfum. >:D :-D :D 8-D 8D x-D xD X-D XD =-D =D =-3 =3 8-) Broskall sem er notaður til að tákna hlátur eða mikla gleði. :-)) Broskall sem táknar mikla gleði eða ánægju. >:[ :-( :( :-c :c :-< :< :-[ :[ :{ >.> <.< >.< Venjulegur fýlukall í nokkrum mis- munandi útgáfum. :-|| Fýlukall sem lýsir reiði eða von- brigðum. D:< D: D8 D; D= DX v.v D-’: Notað til að lýsa vanþóknun eða viðbrögðum við einhverju ógeðslegu. >;] ;-) ;) *-) *) ;-] ;] ;D ;^) Hefðbundinn blikkkall í nokkrum mismunandi útgáfum. >:P :-P :P X-P x-p xp XP :-p :p =p :-Þ :Þ :-b :b Broskall með tunguna úti. Notað til að tákna gleði eða stríðni. >:o >:O :-O :O °o° °O° :O o_O o_0 o.O 8-0 Broskall sem notaður er til að sýna undrun. >:\ >:/ :-/ :-. :/ :\ =/ =\ :S Tákn um efa, pirring, óákveðni eða hik. :| :-| Lýsir vanþóknun á einhverju eða viðbragðaleysi. >:X :-X :X :-# :# :$ Þegar þú getur ekki sagt frá einhverju eða skammast þín geturðu notað þessi tákn. O:-) 0:-3 0:3 O:-) O:) 0;^) Englatákn eða tákn um sakleysi. >:) >;) >:-) Notað til að tákna illkvittni. o/\o ^5 >_>^ ^<_< Ef þú vilt gefa einhverjum fimmu geturðu gert það með þessum táknum. |;-) |-O Að vera svalur eða þreyttur. Hægt að nota til að tákna geispa. }:-) }:) Tákn sem á að sýna djöfullegt augnaráð. :-& :& Þegar þér vefst tunga um tönn geturðu notað þetta tákn. #-) %-) %) Notað til að gefa til kynna að við- komandi hafi verið að skemmta sér eða sé drukkinn. :-###.. :###.. Til að tákna veikindi. :’-( :’( :’-) :’) Tákn um grát. Ef sviginn er að opnast er það grátur út af sorg en ef hann er að lokast er það vegna gleði. <:-| Tákn um kjánaskap eða vitleysu. (-_-) Þegar gefa á til kynna mjög milt bros. Byrjaði einfalt Broskallar og önnur tákn sem notuð eru í skriflegum sam- skiptum byrjuðu með einföldum, klassískum broskalli. Síðan þá hafa mörg tákn bæst við í flóruna.Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSOn Skammstafanir LOL Stendur fyrir: Laughing out loud Á íslensku: Hlegið upphátt rOFL Stendur fyrir: Rolling on the floor laughing Á íslensku: Veltist um á gólfinu af hlátri LMAO Stendur fyrir: Laughing my ass off Á íslensku: Hlæ mig mátt- lausa(n) BrB Stendur fyrir: Be right back Á íslensku: Kem aftur eftir smá BtW Stendur fyrir: By the way Á íslensku: Meðan ég man eða svona í leiðinni Það sem netnotendur verða líka varir við eru mismunandi tegundir af brosköllum. Í raun er það sérgrein út af fyrir sig að kunna skil á öllum þýðingum broskallanna. DV hefur tekið saman lista yfir algenga broskalla sem fólk kann að rekast á og útskýringar á þeim. L okið á salerninu er staðsett ofan á klósett- inu af ástæðu en er ekki bara til skrauts, eins og margir vilja halda. Þetta er niðurstaða Marks Wilcox, prófessors við sjúkrahús í Leeds, sem segir að það að sturta nið- ur með klósettsetuna uppi geti dreift sýklum sem valdi hættulegum sjúkdómum. Wilcox og félagar við háskól- ann í Leeds gerðu rannsókn á áhrifum þess að sturta niður með klósettið opið á dreif- ingu baktería, sérstaklega inni á sjúkrahúsum. Þeir not- uðu sótthreinsuð salerni og hermdu eftir áhrifum maga- pestar á klósettskálina með því að nota hægðasýni smit- uð af hættulegri veirusýk- ingu. Í ljós kom að veirusýk- ingin dreifði sér í kringum klósettið í allt að 24 senti- metra fjarlægð og var enn til staðar í loftinu 90 mínútum síðar. Veiran náði að dreifa sér út í loftið þótt klósettlokið væri niðri en þá var útbreiðsl- an mun minni og settist ekki á hluti í kring. Með því að nota plastfilmu yfir klósett- ið komust vísindamennirnir einnig að því að yfir 50 drop- ar af klósettvatni dreifast úr klósettinu í hvert skipti sem sturtað er niður. „Það kald- hæðnislega í okkar rannsókn er sú niðurstaða að mörg kló- sett á sjúkrahúsum eru án loks,“ sagði Wilcox í samtali við Mail Online. Wilcox seg- ir að þótt það að hafa lokið niðri þegar sturtað sé niður hafi ekki stórkostuleg áhrif á útbreiðslu sjúkdóma bendi niðurstöður þeirra á að þeir sjúklingar sem séu smitaðir af hættulegum veirusýking- um ættu að nota sér salerni. Settu setuna niður! n Hættulegir sýklar slettast upp úr klósettinu Salerni Samkvæmt rannsókn setjast sýklar á umhverfið í kringum klósettið ef sturtað er niður án þess að loka setunni. Ræktað inni Fólk með græna fingur er óhuggandi hafi það ekki garðskika til að planta í eða svalir til að koma sér upp lítilli gróðurstöð. Það getur þó fengið útrásina innan- dyra með ýmsum leiðum. Margir taka til þess bragðs að rækta jurtir með einhverjum hætti á veggjum íbúða sinna. Það má notast við krukkur og festa þær með einföldum hætti á þil eða spýtur Snúið og skemmtilegt Smá blómavír, skapandi lýsing og kröftugt ímynd- unarafl. Þetta eru tól ljós- myndarans Terry Border en hann hefur slegið í gegn með myndum sínum þar sem salthnetur, pilluglös, sykurp- úðar eða hvað annað sem honum kemur til hugar er í aðalhlutverki. Terry hefur sett myndir sínar á netið og blogg sitt Bent Objects og á þær horfa milljónir manna. „Þessar myndir eiga ekki endilega að vera fyndnar,“ segir Terry. „Ég býst við að allir hafi sitt sjónarhorn á lífið en mitt er líklega ansi skrýtið og snúið.“ Börnin drekka „babyccino“ „Babyccino“ er kaffidrykkur fyrir börn, gerður úr litlum skammti af koffín- lausu kaffi eða bara flóaðri mjólk með svo- litlu af kanil stráð á topp- inn. Hann er markaðssett- ur fyrir börn og framreiddur í pappamáli. Drykkur þessi er gríðarlega vinsæll í Brooklyn og foreldrar kaupa drykk- inn í máli handa börnum sínum um leið og þeir fá sinn eigin drykk. Kaffihús eins og Fort Greene og Park Slope bjóða upp á þennan drykk við miklar vinsældir en það er ekki óumdeilt. Þeir sem harðast gagnrýna þessa nýj- ung kaffihúsanna nefna að það sé verið að ala upp til- vonandi koffínfíkla. „Hvað er að því að gefa börnum venju- lega mjólk eða ávaxtasafa?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.