Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 16
SyStir Sem varð að bróður 16 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Annþór og Börkur börðu mann og annan: Ófyrirleitnar árásir Árásir Annþórs Kristjáns Karls- sonar og Barkar Birgissonar á sjö manns voru þaulskipulagðar og sérstaklega ófyrirleitnar. Þeir eru ákærðir ásamt átta öðrum einstaklingum. Þeir yngstu sem eru ákærðir eru fæddir árið 1993. DV hefur ákæruna undir höndum, en hún er í mörgum liðum en meðal þess sem kemur fram í henni er að í einni árás- inni fóru þeir Annþór og Börkur vopnum búnir á heimili manns á höfuðborgarsvæðinu. Húsráð- andi opnaði fyrir þeim en þrír til viðbótar voru á heimilinu. Þegar inn var komið sendi Annþór, samkvæmt ákærunni, skilaboð til sjö manna, sem biðu fyrir utan um að þeir ættu að koma inn í íbúðina og hleypti hann þeim inn. Sameiginlega réðst hópurinn á fólkið með bareflum; golfkylfum, hand- lóðum, prikum og fleiru. Einn af þeim sem varð fyrir árásinni hlaut margvíslega áverka, þar á meðal opið beinbrot. Þá var annar handleggsbrotinn eftir árásina og hinir tveir fengu höf- uðáverka. Þá eru þeir Annþór og Börkur sakaðir um að hafa skipulagt aðra árás á þrjá aðila. Sú árás átti sér stað í heimahúsi, en þangað komu þeir Annþór og Börkur vopnum búnir með fé- laga sína í slagtogi. Þeir réðust á mennina, börðu þá í hnakka og víðar og kröfðust þess að þeir greiddu sér hálfa milljón króna. Þá hélt Annþór einum af mönnunum niðri á meðan hinir neyddu eitt fórnarlambið til að kasta af sér þvagi á annað fórn- arlambið. Því eru þeir Annþór og Börkur ákærðir fyrir árásina, auk þess eru þeir ákærðir fyrir tilraun til fjárkúgunar og frelsis- sviptingu. Tveir eru ákærðir auk þeirra Annþórs og Barkar í því máli, en talið er að fleiri hafi verið að verki. Ekki er þó vitað hverjir þeir voru. Í ákærunni kemur einn- ig fram að tveir aðrir menn eru ákærðir fyrir að hafa flutt tvo einstaklinga til Annþórs. Mennirnir töldu sig eiga sitt- hvað sökótt við fórnarlömbin, en þegar þeir komu til Annþórs mun hann hafa veist að þeim með bæði höggum og spörkum víðsvegar um líkama og andlit. Hann er einnig talinn hafa tekið annan manninn kverkataki svo að hann missti meðvitund og féll í gólfið. Annþór krafðist þess að mennirnir tveir [fórnarlömb- in] létu hann fá peninga. Ann- þór hótaði mönnum því einnig að ef þeir segðu frá árásinni færu þeir í áskrift hjá honum – sem væri ævilöng skuld við hann. Eins og áður hefur komið fram eru þeir Annþór og Börk- ur báðir í einangrun á Litla- Hrauni um þessar mundir, en þeir eru grunaðir um að hafa veitt samfanga sínum lífshættu- lega áverka sem leiddu til dauða hans. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli, en lögreglan á Selfossi fer með rannsókn máls- ins. Á stæðan fyrir því að ég vil tala um þetta er sú að ég vil ekki að fólk bregðist eins við og ég gerði þegar hann sagði mér fyrst frá þessu,“ segir Guðmundur Daði Kristjánsson, 16 ára, þar sem hann situr ásamt Erni bróður sínum í húsakynnum DV í Tryggvagötu. Örn Kristjánsson, bróðir hans, hét reyndar Helga og var systir hans þar til í september á síð- asta ári. Þá ákvað Helga að stíga fram og segja frá því að hún væri karl fast- ur í kvenmannslíkama. „Ég reyndi að afneita þessu heillengi. Eignaðist þrjú börn og gifti mig. Síðan kom ég út úr skápnum sem lesbía en svo gat ég þetta bara ekki lengur,“ segir Örn. Spurning um líf og dauða Það að stíga fram var alls ekki auð- velt skref en Örn segir það hafa verið spurningu um líf eða dauða fyrir sig. Annaðhvort myndi hann lifa í eymd í nokkur ár sem Helga eða lifa líf- inu, vonandi hamingjusamlega, sem Örn. „Ég hugsa að ef ég hefði ekki komið út sem trans þá hefði ég ekki lifað í mörg ár í viðbót. Þessu fylgdi það mikil vanlíðan að ég lá á geð- deild vegna þunglyndis og kvíða. Það var einmitt eftir að ég fór inn á geð- deild sem ég hugsaði bara að ef ég ætlaði að bjarga mínu lífi þá yrði ég að gera þetta. Þannig að fyrir mér var þetta eiginlega pínulítið val um hvort ég ætti að lifa eða deyja. Þó það sé „brútal“ að segja það, þá er það satt. Það er líka staðreynd að það er rosa- lega stór hluti transeinstaklinga sem fellur fyrir eigin hendi því þeir bara þora ekki að koma með þetta út því fordómarnir eru svo miklir.“ Örn á þrjú börn sem honum fannst eiga rétt á að eiga hamingju- samt foreldri. „Til þess að börnin geti verið hamingjusöm þá þurfa foreldr- arnir líka að vera það og ég var ekki hamingjusamur sem kona. Það er ekkert gaman að eiga þunglyndis- sjúkling sem foreldri sem hefur aldrei tækifæri til þess að vinna í því.“ Varð mjög reiður Örn segist í fyrstu hafa óttast við- brögð ættingja sinna við fréttunum þar á meðal litla bróður síns sem þó tók tíðindum vel til að byrja með. „Hún kom og talaði við mig fyrst og sagði mér frá þessu. Þá tók ég bara vel í þetta og fannst þetta ekkert mál. Síðan byrjaði hún í prógramminu og þá átti ég ekkert von á því að þetta myndi gerast svona hratt. Viðbrögð- in hjá mér voru þá eins og hjá svo mörgum öðrum, ég varð mjög reiður. Það kemur upp söknuður og mað- ur heldur að manneskjan sé bara horfin,“ segir Guðmundur og held- ur áfram. „Hann byrjar að klæðast strákafatnaði þarna og klippir hár- ið stutt og svona. Þegar ég sá hann þannig þá brá mér svolítið. Ég var ekkert alveg að fatta þetta. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað bull og vit- leysa og hélt að þetta væri eitthvað sem væri ekki til,“ segir Guðmundur. Ennþá sama manneskjan Hann viðurkennir að það hafi tek- ið hann tíma að sætta sig við það að systir sín yrði senn bróðir sinn. Reyndar töluðust þeir ekki við í fimm mánuði. „Svo sá ég bara að hann var ennþá sama manneskjan, það var ekkert að sakna því að sama mann- eskjan var til staðar. Ég fór að lesa mér til um transfólk og sá þá um hvað var að ræða. Svo smátt og smátt fór ég bara að tala við hann aftur. Þetta endaði svo með því að við töluðum um þetta í einhverja þrjá tíma,“ segir Guðmundur brosandi. „Hann þurfti bara svolítið að sjá að ég væri ennþá sama persónan,“ segir Örn en þeir bræður eru afar nánir. „Ég hugsa að þetta hafi gert okkur enn nánari en við höfum allt- af verið rosalega nánir en þetta dró okkur rosalega mikið saman eftir að hann komst yfir reiðina,“ segir Örn. Fjölskylda þeirra er mjög náin en samtals eru systkinin sjö. Örn býr samt í næstu blokk við foreldra sína og systkini þar sem Guðmundur býr. „Þannig að það er mikill samgang- ur á milli og við hittumst alltaf þó ég væri ekkert að tala við hann. Ég fór svo að sjá að þarna var sama mann- eskjan til staðar,“ segir Guðmundur. Stuðningur frá fjölskyldunni Fjölskylda Arnar var ekki öll sátt með breytinguna til að byrja með en hann segist samt sem áður hafa fengið mikinn stuðning. „Við erum mjög náin fjölskylda og ég er mjög hepp- inn að hafa fæðst inn í svona yndis- lega fjölskyldu. Þeim fannst þetta rosalega erfitt fyrst og fóru í gegn- um svona sorgarferli og eru jafnvel kannski enn að einhverju leyti að upplifa það, en ekki eins mikið. Um leið og þau átta sig betur og betur á því að þó ég sé að breytast, og þó svo að rödd mín sé orðin djúp, þá er ég samt ég. Ég sit ennþá heima á kvöld- in og prjóna. Ég gerði það rosalega mikið og ég geri það ennþá. Auðvitað tók þetta alla tíma til að byrja með en það kom fljótt. Ég held reyndar að aðallega hafi það verið að þau vissu ekki hvað það væri að vera trans. Vissu ekki að þetta væri til. Mamma sagði reyndar að hún hefði alltaf vit- að ég myndi koma út sem eitthvað en þessu hefði hún nú ekki búist við því hún vissi ekki hvað þetta var.“ Kalla hann stundum Mútti Börn Arnar eru 6, 10 og 12 ára. Hann segir þau hafa tekið þessu öll furðu- vel. Áður en hann kom út kynnti hann þau fyrir transfólki þannig að þau hefðu skilning á því um var að ræða. „Ég var búinn að segja þeim frá því að stundum fæddist fólk sem eitthvað ákveðið kyn; karl eða kona og sálin væri annað kyn. Þá væri hægt að fara til læknis og breyta því,“ segir Örn. Hann talaði við systk- inin hvert í sínu lagi og skýrði þetta út fyrir þeim. „Litla stelpan mín var rétt rúmlega fimm ára þegar ég sagði henni þetta og hún var ekki mikið að pæla í þessu. Mætti bara í leikskól- ann og sagði að mamma sín væri strákur. Eldri stelpan mín tók svolít- ið skemmtilega á þessu, hún sagði: „Æ, mér finnst ég eiginlega of ung fyrir þetta!“ segir hann og skellihlær. „Syni mínum, sem er 12 ára, fannst þetta bara svolítið töff fyrst, vinum hans fannst þetta skrýtið og stríddu honum. Hann varð fyrir smá aðkasti í skólanum út af þessu en ég fór þá ásamt fólki úr Trans Ísland niður í skóla. Þá vorum við með fræðslu- fund fyrir kennarana og í beinu fram- haldi inni í bekknum. Þar útskýrðum við þetta allt, hvað það er að vera trans og eftir þetta var málið bara úr sögunni.“ Hann segir börnin stundum vera á báðum áttum hvað þau eigi að kalla hann. „Þau hafa verið að prófa sig áfram, yngsta kallar mig yfirleitt mömmu en þeim finnst samt orðið frekar skrýtið að kalla mig mömmu núna. Þau hafa stundum verið að kalla mig Mútti,“ segir hann hlæj- andi. „Þau vita það að ég er mamma þeirra og verð það alltaf. Ég gekk með þau og fæddi og það breytist ekkert.“ Óskaði þess að vakna sem strákur Örn segist alltaf hafa verið svoköll- uð strákastelpa. Þegar hann var lít- Fyrir átta mánuðum steig þriggja barna móðir, Helga, fram og sagði sínum nánustu að hún ætlaði að láta leiðrétta kyn sitt. Nú heitir hann Örn og er byrjaður í kynjaleiðréttingu. Guðmundur Daði, bróðir, Arnar, brást fyrst illa við því að systir hans yrði að bróður en sér eftir því og vill meiri fræðslu til þess að eyða fordómum um transfólk. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Ég var búinn að segja þeim frá því að stundum fæddist fólk sem eitthvað ákveð- ið kyn; karl eða kona og sálin væri annað kyn. Þá væri hægt að fara til læknis og breyta því. Bræðurnir Guðmundur vill auka fræðslu til þess að minnka fordóma gagnvart transfólki. Örn var systir Guðmundar þar til fyrir 8 mánuðum. Myndir EyþÓr ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.