Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 18
Á lögur á hesthús í íbúðabyggð munu lækka verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum líkt og meirihluti umhverf- is- og samgöngunefndar Al- þingis leggur til. Yfirfasteignanefnd úrskurðaði í janúar í fyrra að hest- hús í þéttbýli skyldi flokka í hæsta álagningarflokk enda gilti heimild laga um tekjustofn sveitarfélaga til lægri álagningar hesthúsa aðeins til þeirra bygginga sem stæðu á bú- jörð. Með frumvarpinu verður lög- um breytt svo lækka megi álögur á hestamenn. Lægri tekjur sveitarfélaga Lagabreytingin mun væntanlega geta af sér tekjulækkun fyrir þau sveitar- félög sem lagt hafa fasteignaskatt á hesthús utan bújarða samkvæmt efsta álagningarliði. Í greinargerð frum- varpsins er sú tekjulækkun metin á bilinu tíu til tuttugu milljónir króna. Nefndarmenn viðruðu þau sjón- armið hvort verið væri að mismuna skattaðilum með því að lækka álagn- ingarhlutfall á hesthús en ekki önnur hús sem notuð eru undir tómstunda- starfsemi á grundvelli þess hvaða tómstundir þeir ákveða að stunda. Er þar til að mynda átt við golfskála eða mannvirki til menningarstarfsemi sem falla í hæsta gjaldflokk. Gripa- en ekki íþróttahús „Sérstaða hestaíþrótta miðað við aðrar íþróttir er nokkur, þar sem hún óhjákvæmilega krefst þess að þeir sem hana stunda eigi eða hafi aðgang að húsnæði undir hesta sína. Hestar eru lifandi dýr sem þurfa aðhlynningu, fæði og vernd gegn veðri og vindum,“ sagði Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, formað- ur umhverfis- og samgöngunefnd- ar, í þinginu. „Meirihlutinn bendir á að hesthús er gripahús en ekki íþróttahús. Færa má rök fyrir því að reiðhöll sé hús þar sem íþrótt er stunduð en hús þar sem húsdýr eru geymd falla eðli málsins samkvæmt ekki í þann flokk,“ sagði Guðfríður Lilja um meirihlutaálit nefndar- innar. Hesthús undir atvinnu Róbert Marshall, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í umhverfis- og sam- göngunefnd, fagnaði breyting- unni. „Hins vegar er í þeim innleitt misræmi sem stenst ekki skoðun. Með þeim eru hestaleigur, tamn- ingastöðvar og atvinnustarfsemi í hesthúsum sett í lægri flokk en til dæmis hjólaleigur, golfklúbbar, klifurhús, ferðafélög og alls kyns íþrótta- og tómstundastarf. Án rök- stuðnings og ástæðu,“ sagði Ró- bert sem hyggst leggja fram breyt- ingatillögu þess eðlis að álögur á hesthús undir atvinnustarfsemi falli undir sama flokk og önnur at- vinnustarfsemi. „Hestamennska er göfug íþrótt og holl þeim sem hana stunda en atvinnustarfsemi henni tengd er ekki göfugri en önnur at- vinnustarfsemi og um hana eiga ekki að gilda aðrar reglur og íviln- un.“ Mörk tómstundar og atvinnu Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og vara- fulltrúi í umhverfis- og samgöngu- nefnd, spurði hvar draga ætti mörkin milli atvinnustarfsemi og tómstunda. Róbert Marshall lagði til að mörkin yrðu miðuð við rekstrarleyfi starf- semi húsanna og að þannig yrði fast- eignaskattur atvinnuhúsnæðis inn- heimtur af þeim hesthúsum þar sem rekstrarleyfisskyld starfsemi færi fram. Almenn sátt virtist um tillöguna í þinginu en þeir þingmenn sem tóku til máls fögnuðu ýmist frumvarpinu eða þökkuðu fyrir þægilegt samstarf við úrvinnslu þess á Alþingi. Frum- varpið á þó enn eftir að fara til þriðju umræðu. FÁ SKATTALÆKKUN 18 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Gjaldtökuflokkar fasteignagjalda A flokkur Allt að 0,5% af fasteignamati. Flokkur eigna: n Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðar- réttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum. B flokkur 1,32% af fasteignamati ásamt lóðar- réttindum. Flokkur eigna: n Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn. C flokkur Allt að 1,32% af fasteignamati, ásamt lóðarréttindum. Flokkur eigna: n Aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fisk- eldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu. n Álögur á hesthús í íbúðabyggð lækka n Samvinnufúsir þingmenn fögnuðu frumvarpinu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Þyngri pyngja Verði frumvarpið að lögum má vænta þess að eitthvað aukist innihaldið í veskjum hestamanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.