Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 26
N
ýnasismi og aðrar öfgastefn-
ur eru í uppsveiflu í Evrópu í
kjölfar fjármálakreppunnar
sem skall á árið 2008. And-
úð og hatur á innflytjendum,
sígaunum og öðrum minnihlutahóp-
um er fyrirferðarmikið. Flokkar sem
aðhyllast þetta njóta vaxandi stuðn-
ings og í Grikklandi komst flokkur ný-
nasista, Gyllt dögun, inn á gríska þing-
ið í kosningum í maí, en kosið verður
aftur þar í landi þann 17. júní, því ekki
tókst að mynda starfhæfa stjórn í maí.
Hræðsla er markmiðið
,,Þriðja ríki Hitlers, er ein besta upp-
finning allra tíma.“ Eitthvað á þessa
leið kemst einn helsti leiðtogi ung-
verskra nýnasista að orði í nýrri
franskri heimildamynd, sem ber
heitið ,,Öfgamenn Evrópu“.
Í henni er meðal annars lýst
hvernig nýnasistar og ýmsar öfga-
hreyfingar fá nú aukinn byr í segl-
in í kjölfar fjármálakreppunnar árið
2008. Fylgst er með því hvernig ný-
nasistar í Ungverjalandi þramma í
herklæðum í gegnum þorp þar sem
sígaunar búa, ógna þeim og ögra á
allan mögulegan hátt. Markmiðið er
að skapa hræðslu og ótta. Nýnasismi,
rétt eins og upprunalegur nasismi
byggir á hugmyndinni um yfirburði
eins kynstofns á kostnað annarra.
Aðrir kynstofnar eru óæskilegir.
Sótt til Hitlers og Mussolinis
Grundvöllur nasismans, sem átti
rætur í fasismanum, lá í upplausn-
arástandi sem skapaðist í efnahags-
málum Þjóðverja eftir ósigur þeirra
í fyrri heimsstyrjöldinni. Óðaverð-
bólga og atvinnuleysi ógnaði samfé-
laginu og Adolf Hitler nýtti sér þetta.
Hann komst síðan til valda í kjölfar
lýðræðislegra kosninga árið 1932 og
var útnefndur kanslari árið eftir. Eitt
fyrsta verk hans var að afnema lýð-
ræði í Þýskalandi. Hitler hóf síðan
árásar- og útþenslustefnu sína, réðst
inn í Pólland 1939 og hóf þar með
seinni heimsstyrjöldina. Henni lauk
svo með sigri Bandamanna í Evr-
ópu í maí árið 1945 og kjarnorku-
árásum Bandaríkjamanna á banda-
menn Hitlers, Japani, í ágúst sama ár.
Hitler framdi sjálfsmorð í byrgi sínu
í Berlín þann 30. apríl, ásamt eigin-
konu sinni, Evu Braun.
En nasisminn var þar með ekki
dauður og aftur fór að kræla á „nýj-
um“ nasistum um og eftir 1970–80.
Fylgismenn hans hafa sama hug-
myndafræðilega grunn og Hitler, það
er kynþáttahyggju, útlendingahatur
og andúð á samkynhneigðum, gyð-
ingahatur og afneitun á helförinni,
þar sem 6 milljónum gyðinga var út-
rýmt. Þá er andúð gagnvart innflytj-
endum og múslimum mjög áber-
andi.
Blaðamenn reknir af fundi
Í nýafstöðnum forsetakosningum í
Frakklandi fékk Marine le Pen, dótt-
ir hægri öfgamannsins Jean Marie
le Pen, um 20 prósenta fylgi. Með-
al baráttumála hennar var það sem
hún kallaði „efnahagsleg föður-
landsást“. Faðir hennar vakti geysi-
lega athygli árið 1987 þegar hann
sagði: „Ég er ekki að segja að gas-
klefarnir hafi ekki verið til, ég sá þá
aldrei og hef ekkert rannsakað þetta
sérstaklega. En mér finnst þetta lítil-
fjörlegur hluti af seinni heimsstyrj-
öldinni.“
Þingkosningar sem haldnar voru í
Grikklandi í maí, skiluðu einnig nas-
istaflokknum Gylltri dögun um 20
þingsætum og tæplega 7 prósenta
fylgi. Á fréttamannafundi sem hald-
inn var í tengslum við kosningarnar
var blaðamönnum skipað að rísa úr
sætum og virða leiðtoga flokksins,
Nikolaos Mihaloiakos. Þeir blaða-
menn sem það ekki gerðu voru rekn-
ir af fundinum. Í myndbandi af fund-
inum sem sjá má á Youtube hellir
leiðtoginn úr skálum reiði sinnar yfir
fjölmiðla, aðra stjórnmálamenn og
ræðst að innflytjendum í leiðinni.
Boðað hefur verið til kosningar
í Grikklandi þann 17. júní, þar sem
ekki tókst að mynda starfhæfa stjórn í
kjölfar kosninganna í maí. Hvert fylgi
grískra nýnasista verður þá kemur
því í ljós um miðjan mánuðinn.
Nýnasistar á sænska þinginu
Nýnasistar eru einnig fyrirferðar-
miklir í nágrannaríki okkar, Sví-
þjóð, og í kjölfar þingkosninga árið
2010 komust „Svíþjóðardemókrat-
arnir“ inn á sænska þingið, Riksda-
gen. Fengu þeir 20 þingmenn, en alls
eru 349 þingmenn á sænska þinginu.
Fjölmiðlar töluðu um þá sem „sigur-
vegara kosninganna“. Þeim hefur þó
ekki tekist að hafa teljandi áhrif á
sænsk stjórnmál og eru þeir ekki vin-
sælir til samvinnu hjá öðrum flokk-
um. Engu að síður var þetta áfall
fyrir hina hefðbundnu flokka og að
margra mati einnig fyrir sænskt lýð-
ræði. Fyrir um áratug var þessum
flokki lýst sem ógn við lýðræðið, en á
núna 20 fulltrúa á þingi.
Þrífst vel í Rússlandi
Það sem kemur kannski mest á óvart
við þróun og útbreiðslu nýnasisma
er hversu mikilli fótfestu hann hefur
náð í Rússlandi. Fá lönd urðu eins illa
fyrir barðinu á Hitler í seinni heims-
styrjöld og Rússland, sem missti um
20 milljónir manna í hildarleiknum.
Samkvæmt skýrslu frá samtökum
sem kalla sig SOVA og rannsaka þessi
mál, voru um 80 manns myrtir árið
2009 af öfga hægrimönnum og lang-
flestir þeirra sem voru myrtir, komu
frá Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj-
anna sálugu.
Árið 2007 birtist einnig grimmi-
legt myndband á Youtube, þar sem
rússneskir nýnasistar afhöfðuðu
múslimskan mann. Einnig er vitað
um myndbönd með svipuðu inni-
haldi frá stríðsátökunum í Tsjetsj-
eníu, þar sem Rússar börðust við
múslimska andspyrnumenn á árun-
um 1994–1996 og svo aftur frá 1999
og fram eftir fyrsta áratug þessarar
aldar.
Einblínt á Mið- og Austur-
Evrópu
Í viðtali á bandarísku útvarpsstöð-
inni Natinal Public Radio (NPR),
sagði Matt Goodwin, sem rannsak-
ar málefni nýnasisma hjá Catham
House-hugsmiðjunni í London, að
rekja megi uppsveifluna til þróun-
ar öryggismála eftir árásirnar á Tví-
buraturnana þann 11. september
árið 2001 og vaxandi straums inn-
flytjenda til Evrópu. „Við verðum sér-
staklega að líta til landanna í Mið- og
Austur-Evrópu, þar sem þetta virð-
ist fara vaxandi. Þetta eru lönd sem
búa við nýfengið pólitískt frelsi og
hafa ekki mjög langa lýðræðishefð,
samkvæmt vestrænni fyrirmynd, að
baki.“
26 Erlent 1.–3. júní 2012 Helgarblað
Pólland og Úkraína
Varar við EM 2012
vegna nýnasisma
Sol Campbell, fyrrverandi fyrirliði
enska landsliðsins í knattspyrnu, varar
Englendinga við að
fara til Úkraínu og
Póllands vegna
framferðis nýnasista:
„Verið þið heima
og horfið á leikina í
sjónvarpinu,“ segir
Campbell og bætir
við að það sé ekki
áhættunnar virði að fara. Sérstaklega sé
maður til dæmis af asísku bergi brotinn.
„Þið gætuð einfaldlega endað í líkkistu,“
segir Campbell.
Þetta kom fram í BBC-þættinum
Panorama, en starfsmenn þáttarins
voru í mánuð í þessum löndum og
fylgdust með knattspyrnuleikjum og
hegðun aðdáenda. Nasistakveðjur,
niðurlægjandi hróp og svívirðingar
gagnvart þeldökkum leikmönnum
var meðal annars það sem upptökulið
Panorama varð vitni að.
Grískur nýnasisti Gyllt dögun,
flokkur grískra nýnasista, fékk 7
prósenta fylgi í þingkosningunum
í maí. Á blaðamannafundi voru
blaðamenn, sem ekki risu upp fyrir
Nikolaos Mihaloiakos, formanni
flokksins, reknir af fundinum.
n Þjóðernishyggja vex í Grikklandi, Frakklandi og fleiri Evrópulöndum„Ég er ekki að segja
að gasklefarnir
hafi ekki verið til, ég sá þá
aldrei.
Ungverjaland:
Fasistaflokkur
sá þriðji stærsti
Nýnasismi og fasismi hafa verið í mikilli
uppsveiflu í Ungverjalandi undanfarin
misseri. Nú er svo komið að þriðji stærsti
flokkur landsins er öfga hægriflokkur
sem ber heitið Jobbik. Í kosningum árið
2010 tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt
undir slagorðinu „Ungverjaland er fyrir
Ungverja“, og er nú með 46 þingmenn á
ungverska þinginu, af alls 386. Þá hefur
flokkurinn þrjá þingmenn á Evrópu-
þinginu. Í kosningamyndbandi flokksins
er greinilega vegið að útlendingum
og þeir sýndir sem ógn við ungverska
ríkisborgara. Endar myndbandið á því
að lítil padda er drepin, sem greinilega á
að vera tákn fyrir innflytjendur og aðra
útlendinga. Fjöldagöngur fylgjenda
Jobbik-flokksins bera einnig greinilega
merki aðdáunar þeirra á fasisma, með
fánum og armböndum.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
blaðamaður skrifar
Nöfn í anda
nasisma
Dómur í New Jersey í Bandaríkj-
unum hefur úrskurðað að foreldr-
ar sem skírðu fjögur börn í anda
nasisma fái ekki forræði yfir þeim
eftir að félagsmálayfirvöld fjar-
lægðu þau af heimilinu. Börnin
Adolf Hitler Campbell, sex ára,
yngri systir hans, Joycelynn Aryan
Nation, fimm ára, og Honszlynn
Hinler, fjögurra ára voru sett í
fóstur í janúar 2009. Yfirvöld tóku
einnig annað barn þeirra Hons
Campbell, frá foreldrunum að-
eins tveimur tímum eftir að hann
fæddist í nóvember síðastliðnum.
Hinar sérstöku aðstæður
barnanna komu í ljós eftir að bak-
ari neitaði að skreyta afmælisköku
með áletrununni „Til hamingju
með afmælið Adolf Hitler.“
400 milljónir
eftir þríhyrning
Fjölskyldu manns sem lést þegar
hann var í svo kölluðum þríhyrn-
ingi, það er ástarleik með tveimur
öðrum manneskjum, hafa verið
dæmdar þrjár milljónir dala eða
rétt tæpar 400 milljónir íslenskra
króna í bætur. Ástæðan er sú
að læknirinn hans ku ekki hafa
varað manninn við líkamlegri
áreynslu. Maðurinn leitaði dag-
inn áður en hann lést til læknis-
ins vegna verkja í brjósti. Hann
fékk úthlutað tíma í áreynslupróf
tveimur dögum síðar en dag-
inn eftir læknisheimsóknina naut
hann ásta með tveimur konum. Í
miðjum ástarleiknum fékk mað-
urinn hjartaslag og lést af völdum
þess daginn eftir. Vildi fjölskylda
mannsins meina að læknirinn
hefði átt að útskýra fyrir mannin-
um áhættuna sem hann tæki með
því að reyna á sig líkamlega.
Morðingi á
flótta
Yfirvöld í Kanada óttast að maður
sem grunaður er um hrottalegt
morð og setti upptöku af því á int-
ernetið hafi flúið land. Maðurinn,
sem er sagður vera klámmynda-
leikari, á að hafa myrt mann með
því að afhausa hann. Athæfið tók
hann upp á myndband. Hann á
einnig að hafa sent líkamshluta,
hluta af fæti, á skrifstofu forsætis-
ráðherra Kanada en lögregla náði
að stöðva sendingu sem innihélt
hendi og stíluð var á skrifstofu
flokk frjálslyndra í sama landi.
Óttast er að maðurinn hafi flúið til
Bandaríkjanna en einnig á að hafa
sést til hans í Frakklandi. Leit að
manninum stendur yfir.
ÖFGAR RÍSA Í EVRÓPU