Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 36
Makar í kosningabaráttu 36 Úttekt 1.–3. júní 2012 Helgarblað M akar forsetaframbjóð- enda ráða ef til vill ekki vali kjósenda á kjördag en þrátt fyrir það hafa þeir margir verið í lykil- hlutverki í kosningaslagnum í ár. Svavar Halldórsson svaraði fyr- ir eiginkonu sína Þóru þegar hún var bendluð við þátttöku í stjórn- málastarfi á vegum Samfylking- arinnar og Ólafur Ragnar Gríms- son sitjandi forseti sá ástæðu til að gagnrýna hann á opinberum vettvangi fyrir fréttaflutning sinn á RÚV þar sem hann taldi hann hafa nýtt sér aðstöðu sína Þóru í hag. Dorrit fór ríðandi á hesti inn í settið á amerískum spjallþætti og setti rífandi gang í kosningabaráttu eiginmanns síns og birtist seinna í viðtali í Fréttatímanum þar sem hún rakti eigin stefnumál ítarlega. Þá er hún með eigin Facebook-síðu vegna kosningabaráttunnar og heimasíðu baráttu Ólafs er haldið úti í beggja nafni á slóðinni: olaf- urogdorrit.is Minna fer fyrir þessum áherslum í kosningabaráttu hinna frambjóðendanna. Ástþór býðst þó til þess að koma í kaffi til fólks með eiginkonu sinni Natalie. Ari og María, Andrea og Hrafn, Hannes og hin norska Lotta virðast fremur halda sér til hlés þó þau styðji aug- sýnilega við maka sína. Ólafur Ragnar og Þóra tefla fram mökum sínum „Ef við skoðum þetta í ljósi sögunnar þá var Vigdís makalaus en samt kos- in,“ segir Einar Mar um áhrif maka í kosningabaráttu. „Í kosningabarátt- unni árið 1980 eru minnisstæðar um- ræður í sjónvarpssal þar sem maka- leysið kom upp. Karlar í framboði gátu ekki séð Bessastaði fyrir sér án húsfreyja. Kjósendur létu ekki stoppa sig þá og kusu Vigdísi.“ Einar Mar telur greinilegt að þeir tveir frambjóðendur sem mælast með mest fylgi, Ólafur Ragnar og Þóra stilli sínum mökum þétt sér til hliðar. „Ólafur hefur gert þetta áður í kosn- ingunum 1996 þar sem Guðrún Katr- ín var mjög áberandi og margir tala um að hún hafi gert kosningabaráttu hans mjög gott. Einhverjir hafa geng- ið svo langt að segja að hún hafi unnið kosningarnar fyrir hann. En það eru engar mælingar til um þetta. Í þeim kosningum líka voru frambjóðendur flestir með sína maka sína sér við hlið og voru áberandi.“ Dorrit vinsæl hjá þjóðinni Einar Mar telur miður að lítið hafi borið á öðrum frambjóðendum. Hugsanlega telji vinsældir maka hvað það varðar. „Því miður hefur vægi annarra frambjóðenda í baráttunni verið lít- ið hingað til. Það má auðvitað alltaf velta því fyrir sér hvaða áhrif vinsæld- ir maka hafa í raun og veru. Við vitum að Dorrit er afskaplega vinsæl hjá þjóðinni. Svavar er þekktur líka og ég tel að honum sé teflt mark- visst fram. Það er verið að sýna fram á það að barnið á pabba sem getur hugsað um það. Enda þarf að svara þessum röddum sem hafa áhyggjur af því að Þóra taki sér barneignarleyfi.“ Því minni upplýsingar – því meira vægi maka „Það er afskaplega erfitt að meta hvaða áhrif hvaða makinn hefur,“ segir Einar Mar. „Við höfum allt- af dæmið um Vigdísi sem reynd- ist sterkur leiðtogi. Hún braust gegn þessum staðalmyndum með áhrifa- ríkum mætti og náði til fólksins. Ef Herdís nær til fólksins þá held ég að makaleysið ætti ekki að vera henni til trafala frekar en Vigdísi á sínum tíma. Ég held að það sé ekki ástæð- an fyrir því að hennar fylgi hefur ekki tekist á flug. En maki sem kemur vel fyrir og er vinsæll eins og Dorrit getur hjálpað mikið til. Sér í lagi ef fólk er að kjósa ímynd. Því minni upplýsingar sem fólk hefur, því fyrr sem það er í ferl- inu við að móta hugmyndir sínar, því meiri möguleikar eru fyrir makana að hafa einhvers konar áhrif,“ segir Einar Mar. Spurður hvort áhrif makans geti náð svo langt að það hafi áhrif á mat fólks á persónuleika forsetafram- bjóðenda segist hann telja svo. „Makinn getur haft áhrif á mat fólks á persónuleika forsetafram- bjóðendanna, sérstaklega ef fólk veit ekki mikið um frambjóðendurna.“ Hver eru þau? Makar forsetaframbjóðendanna sem virðast í stóru hlutverki í slagnum um forsetaemb- ættið. DV spurði maka forsetaefna spurninga og fékk Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðing til að rýna í vægi maka í kosningabaráttunni. „Makinn getur haft áhrif á mat fólks á persónuleika forseta- frambjóðendanna. Fyrir utan Bessastaði Hrafn, Natalia, Svavar, Lotta og María. Dorrit sá sér ekki fært að mæta til myndatöku. SamSett mynD. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.