Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 29
Erlent | 29Helgarblað 2.–4. september 2011 Finnska Harpan tektasamkeppnir um hönnun húss- ins en árið 2002 samþykkti borgarráð Helsinki að reisa húsið. Byrjuðu í upphafi kreppunnar Jyrki Katainen, þáverandi fjármála- ráðherra og núverandi forsætisráð- herra Finnlands, lagði hornstein að húsinu í október 2008 þegar fjár- málakerfi heimsins lék á reiðiskjálfi. Óhætt er þó að segja að Harpa hafi verið talsvert þyngri biti að kyngja fyrir Íslendinga en Musiikkitalo er fyrir Finna. Verg landsframleiðsla Íslands er um 1.392 milljarðar króna á ári í samanburði 21 þúsund millj- arða króna í Finnlandi. Musiikki- talo kostaði hvern Finna því miklu minna en Harpa kostaði hvern Ís- lending. Líkt og með Hörpu þá var Musiikkitalo opnað í nokkrum áföng- um. Í lok apríl á þessu ári var bygg- ingin kláruð og afhent eigendum sín- um formlega. Opnunartónleikarnir fóru hins vegar ekki fram fyrr en mið- vikudagskvöldið 31. ágúst. Í millitíð- inni hafði sinfóníuhljómsveitin að- lagað sig að nýjum heimkynnum og byggingaverktakar kláruðu síðustu smáatriðin í frágangi við húsið. Á opnunartónleikunum komu bæði fílharmóníu- og sinfóníu- hljómsveitin fram ásamt nemendum í klassískri tónlist. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir af hljómburðinum í húsinu sem Japaninn Yasuhisa To- yota á mestan heiður af. Uppselt er á flesta tónleika í húsinu næstu vik- urnar. Eyðilögðu minnisvarða S kemmdarvargar krotuðu á minnisvarða í Póllandi sem stendur þar sem um 400 gyð- ingar brunnu inni í hlöðu í seinni heimstyrjöldinni. Meðal þess sem skemmdarvargarnir krotuðu á minnisvarðann var: „Þau voru eld- fim.“ Lögreglan fékk tilkynningu um skemmdarverkin á miðvikudag en hún leitar skemmdarvarganna enn. Meðal annars sem skrifað var á minnisvarðann voru stafirnir „SS“ og „ég biðst ekki fyrirgefningar á Jed- wabne.“ Voðaverkin áttu sér stað í júlí árið 1941 en þá smöluðu um 40 Pólverjar gyðingum inn í hlöðuna og kveiktu í henni. Harmleikurinn átti sér stað í bænum Jedwabne. n Lögregla leitar skemmdarvarganna „Þau voru eldfim“ Lögreglan leitar mannanna. n George Clooney ætlar ekki í hefðbundin stjórnmál Finnur til með Obama L eikarinn George Clooney hef- ur margsinnis verið hvattur af aðdáendum sínum og öðrum til að hefja afskipti af stjórn- málum vestanhafs. Hann hefur látið sig ýmis umdeild málefni varða og lýst yfir skoðunum sínum á mörgum hlutum er varða ríkisstjórn Banda- ríkjanna og annarra landa. Nú hef- ur hann þó endanlega lýst því yfir að hann ætli sér ekki að taka þátt í hefðbundnum stjórnmálum. „Sjáið þið til, það er maður í embætti sem er klárari en nokkur sem ég þekki, og almennilegri, og hann er í ömur- legri stöðu til að stjórna. Af hverju ætti einhver að bjóða sig fram í það starf?,“ sagði leikarinn á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum sem fram fór nýverið. „Ég er í rosagóðu starfi þannig að ég hef engan áhuga á þessu.“ Brattur Clooney segist þegar vera í rosagóðu starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.