Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 29
Erlent | 29Helgarblað 2.–4. september 2011 Finnska Harpan tektasamkeppnir um hönnun húss- ins en árið 2002 samþykkti borgarráð Helsinki að reisa húsið. Byrjuðu í upphafi kreppunnar Jyrki Katainen, þáverandi fjármála- ráðherra og núverandi forsætisráð- herra Finnlands, lagði hornstein að húsinu í október 2008 þegar fjár- málakerfi heimsins lék á reiðiskjálfi. Óhætt er þó að segja að Harpa hafi verið talsvert þyngri biti að kyngja fyrir Íslendinga en Musiikkitalo er fyrir Finna. Verg landsframleiðsla Íslands er um 1.392 milljarðar króna á ári í samanburði 21 þúsund millj- arða króna í Finnlandi. Musiikki- talo kostaði hvern Finna því miklu minna en Harpa kostaði hvern Ís- lending. Líkt og með Hörpu þá var Musiikkitalo opnað í nokkrum áföng- um. Í lok apríl á þessu ári var bygg- ingin kláruð og afhent eigendum sín- um formlega. Opnunartónleikarnir fóru hins vegar ekki fram fyrr en mið- vikudagskvöldið 31. ágúst. Í millitíð- inni hafði sinfóníuhljómsveitin að- lagað sig að nýjum heimkynnum og byggingaverktakar kláruðu síðustu smáatriðin í frágangi við húsið. Á opnunartónleikunum komu bæði fílharmóníu- og sinfóníu- hljómsveitin fram ásamt nemendum í klassískri tónlist. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir af hljómburðinum í húsinu sem Japaninn Yasuhisa To- yota á mestan heiður af. Uppselt er á flesta tónleika í húsinu næstu vik- urnar. Eyðilögðu minnisvarða S kemmdarvargar krotuðu á minnisvarða í Póllandi sem stendur þar sem um 400 gyð- ingar brunnu inni í hlöðu í seinni heimstyrjöldinni. Meðal þess sem skemmdarvargarnir krotuðu á minnisvarðann var: „Þau voru eld- fim.“ Lögreglan fékk tilkynningu um skemmdarverkin á miðvikudag en hún leitar skemmdarvarganna enn. Meðal annars sem skrifað var á minnisvarðann voru stafirnir „SS“ og „ég biðst ekki fyrirgefningar á Jed- wabne.“ Voðaverkin áttu sér stað í júlí árið 1941 en þá smöluðu um 40 Pólverjar gyðingum inn í hlöðuna og kveiktu í henni. Harmleikurinn átti sér stað í bænum Jedwabne. n Lögregla leitar skemmdarvarganna „Þau voru eldfim“ Lögreglan leitar mannanna. n George Clooney ætlar ekki í hefðbundin stjórnmál Finnur til með Obama L eikarinn George Clooney hef- ur margsinnis verið hvattur af aðdáendum sínum og öðrum til að hefja afskipti af stjórn- málum vestanhafs. Hann hefur látið sig ýmis umdeild málefni varða og lýst yfir skoðunum sínum á mörgum hlutum er varða ríkisstjórn Banda- ríkjanna og annarra landa. Nú hef- ur hann þó endanlega lýst því yfir að hann ætli sér ekki að taka þátt í hefðbundnum stjórnmálum. „Sjáið þið til, það er maður í embætti sem er klárari en nokkur sem ég þekki, og almennilegri, og hann er í ömur- legri stöðu til að stjórna. Af hverju ætti einhver að bjóða sig fram í það starf?,“ sagði leikarinn á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum sem fram fór nýverið. „Ég er í rosagóðu starfi þannig að ég hef engan áhuga á þessu.“ Brattur Clooney segist þegar vera í rosagóðu starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.